Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Dagur - 26.06.1991, Side 8

Dagur - 26.06.1991, Side 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 26. júní 1991 Bændur athugið! Tames Trader vörubíll árg. '64 með 11/2 tonna krana til sölu. Góður bíll. Einnig til sölu rauður 12 vetra hestur. Uppl. í síma 23282. Kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 24283 milli kl. 17.30-20.00. Verð við píanóstillingar á Akur- eyri dagana 1.-3. júlí. Uppl. í síma 96-25785. (sólfur Pálmarsson. Tii sölu kanínur. 1500 kr. stk. Uppl. í síma 21685. Skjaldarvík. Húsmunir. Okkur vantar sem allra fyrst mjög stóran fataskáp, má þarfnast lag- færingar, helst fyrir litinn pening. Uppl. í síma 25757 á daginn. Örn Viðar. Tjaldvagn til sölu. Til sölu Camp Tourist tjaldvagn, stórt fortjald fylgir. Vagninn er nýlegur og lítur út sem nýr. Uppl. í sfma 23863. . Bjóðum ferðamönnum gistingu f smáhýsum með 2ja-4ra manna herbergjum. ( öllum herbergjum er eldunar- aðstaða og snyrting með steypibaði og vel búin þjónustumiðstöð er á staðnum. Gesthús hf. Sumarhúsaleiga, Selfossi, sími 98-22999. Stóðhesturinn Vængur frá Akureyri 3ja vetra, verður í hólfi hjá Syðsta-Samtúni, Glæsi- bæjarhreppi í sumar. Vængur er bleikálóttur. Faðir Ófeigur 882 frá Flugumýri, móðir Hrafnhildur 80257027, MF Fáfnir 897 frá Fagranesi. Þeir sem hafa áhuga á að nota hestinn hafi samband í síma 22015 á kvöldin. Stúlka óskast til barnapössunar á Syðri-Brekkunni hálfan daginn frá og með 8. júlt í 4 vikur. Uppl. I síma 27866. Eigum fyrirliggjandi fánastangir: 6 metrar 16.250,- 8 metrar 21.250,- Sandblástur og málmhúðun hf., v/Hjalteyrargötu, Akureyri, sími 96-22122. Bæjarverk - Hraðsögun. Fyrirtæki, einstaklingar og húsfélög athugið. Malbikun og jarðvegsskipti. Steinsögun, kjarnaborun, múrbrot, hurðargöt, gluggagöt. Rásir í gólf. Vanir menn. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Bæjarverk - Hraðsögun hf., sími 22992 Vignir og Þorsteinn, verk- stæðið 27492, bílasímar 985- 33092 og 985-32592. Úðum fyrir roðamaur og maðki. 10 ára reynsla. Uppl. í síma 96-11172 og 96- 11162. Til sölu Subaru Coupe árg. ’88. Rauður, ekinn 75 þús. km. Verð kr. 930 þúsund. Skipti ódýrari. Uppl. í síma 26555. ERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? Aðrir sætta sig ekki við það? Af hverju skyldir þú gera það? ■ - fáðu aftur þitt eigið hár, sem vex eðlilega ■ - sársaukalaus meðferð ■ - meðferðin er stutt (1 dagur) ■ - skv. ströngustu kröfum bandarískra og þýskra staðla ■ - framkvæmd undir eftirliti og stjórn sérmenntaðra lækna Upplýsingar hjá EUROCLINIC Ltd. Ráðgjafastöð: Neðstutröð 8 - Pósthólf 11 202 Kópavogi - Sími: 91-641923 Kv. Slmi 91-642319 iiieyu Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, sfmar 26261 og 25603. Hreingerningar, teppahreinsun, þvottur á rimlagardínum, leysum upp gamalt bón og bónum. Tökum að okkur hreingerningar, teppahreinsun og bón í heimahús- um og fyrirtækjum. Þvoum rimlagardínur, tökum niður og setjum upp. Leiga á teppahreinsivélum, sendum og sækjum ef óskað er. Einnig höfum við söluumboð á efn- um til hreingerninga og hreinlætis- vörum frá heildsölumarkaðinum BESTA í Kópavogi. Gerum tilboð I daglegar ræstingar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Opið virka daga frá kl. 8-12. Fjölhreinsun, Fjölnisgötu 6c, Inga Guðmundsdóttir, sími 11241 heimasími 25296, sfmaboðtæki 984-55020. Gengið Gengisskráning nr. 117 25 júní1991 Kaup Sala Tollg. Dollari 62,540 62,700 60,370 Sterl.p. 102,115 102,377 104,531 Kan. dollari 54,752 54.892 52,631 Dönskkr. 9,0441 9,0672 9,2238 Norsk kr. 8,9432 8,9661 9,0578 Sænskkr. 9,6468 9,6714 9,8555 Fi. mark 14,7136 14,7512 14,8275 Fr. franki 10,2866 10,3129 10,3979 Belg.franki 1,6949 1,6992 1,7168 Sv.franki 40,5052 40,6088 41,5199 Holl. gylllni 30,9949 30,0742 31,3700 Þýsktmark 34,9044 34,9937 35,3341 ít. Ilra 0,04695 0,04707 0,04751 Aust. sch. 4,9655 4,9782 5,0239 Port. escudo 0,4004 0,4014 0,4045 Spá. peseti 0,5571 0,5586 0,5697 Jap.yen 0,45062 0,45197 0,43701 írsktpund 93,469 93,706 94,591 SDR 82,4415 82,6524 81,2411 ECU, evr.m. 71,6696 71,8730 72,5225 Góðir dagar og hamingja. Kynnist skemmtilegu fólki af öllu landinu, frá 18 ára og sérstaklega fyrir eldri borgara. Ótæmandi möguleikar til að finna lykilinn að bjartri framtíð. Ferðafélagar - Dans - Golf. Sími 91-670785 milli kl. 17-22 eða pósthólf 9115, 129 Reykjavík. 100% trúnaður. Vinna - Leiga. Gólfsögun, veggsögun, malbiks- sögun, kjarnaborun, múrhamrar, höggborvélar, loftpressur, vatns- sugur, vatnsdælur, ryksugur, loft- sugur, háþrýstidælur, haugsuga, stíflulosanir, rafstöðvar, mini-grafa, dráttarvél 4x4, pallaleiga, jarðvegs- þjöppur, steypuhrærivélar, hefti- byssur, pússikubbar, flísaskerar, keðjusagir o.fl. Ný símanúmer: 96-11172, 96-11162, 985-23762, 984-55062, símboði. Bílapartasalan, Akureyri. Til sölu: Toyota Landcruiser árg. '88, Range Rover árg. ’72-’80, Bronco árg. '66- ’76, Lada Sport árg. ’78-’88, Mazda 323, árg. ’81-’85, 626, árg. ’80-’85, 929, árg. ’80-’84, Charade árg. ’80-’88, Cuare árg. ’86, Cressida árg. ’82, Colt árg. ’80- ’87, Lancer árg. ’80,-’86, Galant árg. ’81-’83, Subaru árg. '84, Volvo 244 árg. ’78-’83, Saab 99 árg. ’82- '83, Ascona árg. '83, Monsa árg. ’87, Skoda árg. '87, Escort árg. ’84- ’87, Uno árg. ’84-'87, Regata árg. '85, Stansa árg. ’83, Renault 9 árg. '82-’89, Samara árg. ’87, Benz 280 E 79, og m.fl. Kaupum bfla til niðurrifs. Opið virka daga frá kl. 09.00-19.00 og 10.00-17.00, laugardaga. Bílapartasalan Akureyri, sími 96-26512. íbúð til sölu! Þriggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Skarðshlíð til sölu. Stærð ca. 70 fm. Laus strax. Nánari uppl. á Fasteignatorginu í síma 21967 og eftir kl. 10 á kvöldin í síma 22802. 4ra til 5 herb. íbúð til sölu á Dalvík. Laus um miðjan júlí. Góð kjör. Uppl. í síma 61015 eða 61506 á kvöldin. Til leigu 5 herb. einbýlishús á Árskógssandi. Laust nú þegar. Uppl. á kvöldin og um helgar í síma 91-653116. 4ra herb. tbúð óskast frá 1. sept. Helst á Brekkunni. Uppl. hjá Haftækni hf. simi 27222. Ungt par með eitt barn óskar eftir 2ja-3ja herb. íbúð til leigu frá og með 1. september. Uppl. í síma 96-62446. Hjúkrunarfræðingur á F.S.A. ósk- ar eftir 2ja herbergja íbúð á leigu, eigi síðar en 1. júlí. Uppl. í síma 24576. Óska eftir 2ja-3ja herb. íbúð sem fyrst. Reglusemi og góð greiðslugeta. Uppl. i síma 27980 á daginn og 11206 á kvöldin. Kennara vantar íbúðir til leigu. Kennara sem hafa verið ráðnir til starfa á Akureyri vantar íbúðir til leigu, ýmist tveggja, þriggja eða fjögurra herbergja. Þeir sem hefðu íbúðir til leigu eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við skólaskrifstofu Akureyrar, Strandgötu 19 b, sími 27245. Skólafulltrúi. Fundur verður í Vinafélaginu í kvöld í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 20.30. Athugið! Gengið inn um kapelluna. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja er opin frá 1, júní - 1. september frá kl. 10-12 og 14-16. Ferðafélag Akureyrar, Strandgötu 23, sími 22720. Gönguferð laugardaginn 29. júní: Norðurárdalur, Hálfdánar- tungur og Hjaltadalur. Brottför kl. 8.00. Verð kr. 1.800,- Ef þátttaka verður ekki næg í þessa ferð er fyrirhugað að ganga í Djúpa- dal. Þá vill félagið minna á næstu ferð 6.-7. júlí: Gönguskarð. Gengið úr Fnjóskadal í Garðsárdal. Áríðandi er að panta og taka far- miða daginn fyrir brottför. Allir árgangar af „Ferðum" sem er rit félagsins og Árbók Ferðafélags íslands eru til sölu á skrifstofunni. Magnafsláttur gefinn. Nánari uppl. á skrifstofunni sem er opin alla virka daga kl. 16.00-19.00. Allir eru velkontnir í ferðir félags- Systrabrúðkaup: Hinn 22. júní voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju Ásta Margrét Þórhallsdóttir, skrifstofu- stúlka og Viðar Garðarsson, kvik- ntyndagerðarmaður, einnig Bryndís Björg Þórhallsdóttir, húsmóðir og Karl Frímannsson, íþróttakennari og háskólanemi. Heimili beggja brúðhjónanna verð- ur að Hofteigi 18, Reykjavík. Hinn 22. júní voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju Kristín Hrönn Hafþórsdóttir, starfs- stúlka á dagvist og Björn Halldór Sveinsson, stálskipasmiður. Heimili þeirra verður að Tjarnar- lundi 4 e, Akureyri. Stjórn sambands ungra framsóknarmanna: ÁlyktanumLána- sjóð íslenskra námsmanna „Stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna harmar þá aðför sem ríkisstjórn hægriflokkanna gerir að ungu fólki með því að skerða námslán. Stjón SUF lýsir furðu sinni á því að samtök námsmanna voru sniðgengin við vinnslu málsins. Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að jafna aðstöðu manna til náms. íslendingar eiga að geta stundað nám óháð efnahag og búsetu eða stöðu foreldra. Lánasjóður íslenskra náms- manna þarfnast mikils fjármagns ár hvert og ef hægt er að ná fram 300 milljóna króna sparnaði í honum er það vel. Hins vegar má sá sparnaður aldrei verða til þess að jafnrétti til náms verði afnum- ið hér á landi. Sá giðurskurður sem fyrirhug- aður er kemur án efa harðast nið- ur á þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. LÍN er fyrst og fremst réttlætismál þeirra sem stunda nám fjarri heimabyggð og þeirra sem koma frá efnaminni heimilum. 17% skerðing á grunnláni gerir það að verkum að mikill fjöldi námsmanna neyðist til að hætta námi. Væntanlega miða tillögur núverandi menntamálaráðherra að því að bæta fyrir lækkun lána með því að hækka þá upphæð sem námsmenn mega hafa í sumartekjur áður en lán taka að skerðast. Það skín í gegn hverra hagsmuna Sjálfstæðismenn eru að gæta því fjöldi námsmanna hefur litlar tekjur á sumrin og lendir því skerðingin á þeim af fullum þunga. Núverandi ríkisstjórn stefnir leynt og ljóst að því að auka stéttaskiptinguna hér með því að bregða fæti fyrir þá efnaminni hvar og hvenær sem því verður við komið.“ Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna. EFST Á BAUGI: Al (SLENSKA .FRÆÐI ORÐABÖKIN Fálki (Falco rusticolus): Einnig nefndur valur. Ránfugl af fálkaætt, stærsta fálkateg- undin. Mikill breytileiki er í lit einstakra fálka, allt frá nær alhvítu (norðlægastir) yfir í mjög dökkt en íslenskir fálkar eru gráir á baki og Ijósari á kvið. Fálkar veiða aðallega rjúpur og aðra fugla en einnig héra og læmingja. Á Islandi er mest um fálka þegar stærð rjúpnastofnsins er í hámarki; lifir í norðlægum löndum, er útbreiddur staðfugl á íslandi (stofninn er 300-400 pör) og verpir í klettum, oft í hrafns- laupa; 51-56 cm á lengd. Á íslandi var fálki veiddur til út- flutnings frá landnámsöld. Útflutningur náði hámarki 1764 er fluttir voru út 210 fuglar. Fálkinn hefur verið alfriðaður frá 1940. íslenska alfræðiorðabókin getur einnig um fálkaætt, sem er ætt ránfugla með um 60 tegundum. Sex tegundir af fálka hafa sést á Islandi, fálki og smyrill eru varpfuglar, en turnfálki, förufálki, kvöldfálki og gunnfálki eru flækingar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.