Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Dagur - 26.06.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 26.06.1991, Blaðsíða 12
®S§j@ÍE Akureyri, miðvikudagur 26. júní 1991 Bæjarstjórnarmálið í Ólafsfirði: Ráðuneyti svarar fljótlega - bæjarstjórnarfundi frestað Sauðárkrókur 95-35960 Húsavík 96-41585 Snjó Beiðni Óskars Þórs Sigur- björnssonar, forseta bæjar- stjórnar Ólafsfjarðar og oddvita Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, um úrskurð varð- andi skipan varamanna flokks- ins í bæjarstjórn, hefur nú bor- ist félagsmálaráðuneytinu. Fjallvegir: rutt af vegum Mokstur verður hafinn á leið- inni upp úr Eyjafjarðardal inn í Laugafell nú í vikunni. Þá verður einnig rudd leiðin úr Báðardal inn í Laugafell í vik- unni og búist er við að fljótlega verði opnað fyrir umferð á þeirri leið. Samkvæmt upplýsingum frá vegaeftirliti Vegagerðar ríkisins á Akureyri er talsverður snjór á leiðinni úr Eyjafjarðardal í Laugafell og þess því ekki að vænta að umferð verði leyfð þar strax. Aðra sögu er að segja um leiðina úr Bárðardal í Laugafell. Kjalvegur hefur verið opnaður og er greiðfær en vegurinn yfir Sprengisand er enn lokaður þó á næstu dögum verði rutt af vegin- um. Væntanlega verður þess því ekki langt að bíða að sú leið verði opnuð. JÓH Urskurðar er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í vikulok. Eins komið hefur fram snýst málið um það hvort Sjálfstæðis- flokknum sé heimilt að nota varamenn úr sætum frá 8 til 14 á framboðslista sínum í stað þcirra þriggja aðalfulltrúa sem ætla að fara fram á leyfi til næstu ára- móta. Berglind Ásgeirsdóttir, ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu, segir að farið verði gaum- gæfilega yfir þetta mál og strangt til tekið geti ráðuneytið tekið sér langan tíma til úrskurðar. Hins vegar megi búast við svari fljót- lega. Bæjarstjórnarfundur átti að vera í Ólafsfirði í dag en hann verður ekki boðaður fyrr en svar hefur borist frá ráðuneytinu. JÓH Heyskapur hefur gengið vel í góða veðrinu undanfarið á Norðurlandi. Mynd: Golli Heyskapur snemma á ferðinni: Fyrstu bændur að ljúka fyrri slætti - grasspretta misjöfn en stórrúlluheyskapur flýtir heyverkun Góð tíð hefur verið til hey- skapar að undanförnu og er fyrri slætti nú að Ijúka á nokkr- um bæjum í Eyjafjarðarsveit. Bændur á Gilsá og í Grænu- hlíð hafa þegar lokið við fyrri slátt. Nokkrir aðrir eru langt komnir og munu Ijúka heyskap í þessari lotu á næstu dögum. Er það með fyrsta móti en nokkrir bændur í Eyjafjarðar- sveit hófu slátt snemma í þess- um mánuði auk þess sem verk- un heys í stórrúllur flýtir nokk- uð fyrir heyskap. Að sögn Ölafs G. Vagnssonar, Vilji fyrir nýju félagi í ullariðnaði í stað Álafoss hf.: Gerist starfsfólk hluthafar með virniuframlagi? Starfsfólk Álafoss hf. hefur undirritað stuðningsyfirlýsingu við samþykkt bæjarráðs Akur- eyrar um að leita til fyrrver- andi stjórnenda fyrirtækisins um að hafa forgöngu um stofn- un rekstrarfélags, sem taki eignir þrotabúsins á leigu. Starfsfólkið hefur farið fram á fund með bæjarráði Akureyrar hið fyrsta, en þeirri hugmynd hefur skotið upp að starfsmenn gerist hluthafar í nýju rekstrar- félagi með sérstöku vinnu- framlagi sem reiknist til hiuta- fjár. Starfsfólk gæti gerst hluthafar með ýmsu móti, t.d. unnið hluta af sumarleyfi sínu eða ákveðinn tíma dag hvern gegn hlutafé. Dagur bar þessa hugmynd undir Heimi Ingimarsson, formann Atvinnumálanefndar Akureyrar, og telur Heimir þetta vera mjög lofsvert framtak starfsfólksins til að hjálpa til við endurreisn rekstursins. Samþykkt starfsmannanna er þannig: „Við undirritaðir starfs- menn Álafoss hf. styðjum sam- Laxveiðin víðast dræm Laxveiðin er heldur dræm þessa dagana. Árnar á Norðurlandi, sem og víðar á landinu, eru mjög vatnslitiar en þrátt fyrir það virðist lítið af flski hafa gengið í þær. Þó vatnsskortur sé ekki vanda- mál í Laxá í Aðaldal þá hefur byrjunin þar engu að síður verið slæm. Aðeins um 100 laxar eru komnir á land og flestir neðan við fossa. Á síðustu dögum hafa þó veiðst nýgengnir fiskar í Laxá og gefur það vonir um að göngur fylgi stórstraumi sem verður á morgun. JÓH Laxinn hefur verið tregur undanfar- ið. þykkt bæjarráðs Akureyrar og skorum á fyrrverandi stjórnendur Álafoss hf. að hafa forgöngu um stofnun rekstrarfélags sem taki á leigu rekstur þrotabús Álafoss hf. Til að tryggja sem best þau störf og hagsmuni sem í húfi eru, eru það eindregin tilmæli starfs- manna að samráð verði haft milli starfsmanna, stjórnenda og bæjarstjórna Akureyrar, Hvera- gerðis og Mosfellsbæjar varðandi uppbyggingu rekstrarfélagsins. Það eru ennfremur tilmæli starfsmanna að lausn máls þessa verði hraðað eins og kostur er.“ Kolbeinn Sigurbjörnsson, sem situr í starfsmannaráði Álafoss hf., segir að með stjórnendum sé hér átt við allt fólk í lykilstöðum hjá félaginu, jafnt norðan heiða sem sunnan. Kristín Hjálmarsdóttir, for- maður Iðju félags verksmiðju- fólks á Akureyri, segir að félagið hafi ekki bolmagn til að kaupa launakröfur af þeim fjórðungi félagsmanna sem starfar hjá Álafossi í bænum, en hún mun ræða við banka um að veita fé- lagsfólki fyrirgreiðslu vegna þess- ara launakrafna. Iðja í Reykja- vík mun hinsvegar geta keypt kröfur af starfsfólkinu í Mosfells- bæ, en það á inni laun fyrir mun lengri tíma en starfsfólkið á Akureyri. EHB ráðunautar hjá Búnaðarsam- bandi Eyjatjarðar er grasspretta nokkuð misjöfn og ekki eins góð og búast hefði mátt við ntiðað við hvað voraði snemma. Hann sagði að kuldarnir í fyrri hluta júní mánaðar hefðu hægt verulega á grassprettu og sumsstaðar mætti sjá skemmdir á grösum. í sveit- unum norðan Akureyrar er slátt- ur víða rétt að hefjast og sum- staðar ekki hafinn enn. Þó má búast við að flestir bændur á Eyjafjarðarsvæðinu byrji í þess- ari viku eða um næstu helgi. Útlit er fyrir að margir bændur rúlli hey og pakki því inn í plast- filmu í sumar. Þessi heyverkun- araðferð hefur verið að ryðja sér til rúms að undanförnu. Hún flýt- ir í mörgum tilfellum fyrir hey- skap þar sem bændur eru ekki eins háðir veðrabrigðum og þeg- ar um eldri verkunaraðferðir er að ræða. Grétar Einarsson, for- stöðumaður Bútæknideildar RALA á Hvanneyri, sagði að þótt stórrúlluheyskapurinn væri vissulega ekki eins háður veðra- brigðunt þá væri rétt að ntinna á að hey, sem verkað er í rúllur verði aldrei betra en hráefnið sem sé notað. Við rúlluheyskap verði að leggja mikla áherslu á forþurrkunarþáttinn og einnig að pökkunin færi fram innan þriggja klukkustunda frá því heyið hafi verið rúllað. ÞI Tilraun með niðurdælingu á vatni í hitasvæðið á Laugalandi: Fyrstu niðurstöður lofa góðu Lokið er tilraun með niðurdæl- ingu á vatni í jaröhitasvæöið við Laugaland í Eyjafirði. Til- raunin hófst 7. maí og var markniið hennar að kanna hvort auka megi hámarksafl og vinnslugetu svæðisins með því að dæla volgu eða köldu vatni niður um holur sem ekki eru nýttar. Reynist unnt að auka vinnslugetuna á þennan hátt er líklcgt að fresta megi ann- arri orkuöflun um nokkur ár. Tilraunin fór fram á þann hátt að volgu vatni var dælt niður um holu á Laugalandi. í grein sem Ólafur G. Flóvenz ritaði í Frétta- bréf Sambands íslenskra hita- veitna nýlega segir að í þessari holu á Laugalandi sé talsvert af smáæðum, en þær séu ekki nægi- lega öflugar til þess það borgi sig að nýta holuna, enda standi svæðið ekki undir meiru en því sem dælt er úr núverandi vinnslu- holum. Af þeim ástæðum hafi þessi hola hentað vel til niður- dælingar því ætla megi að það vatn, sem dælt er niður, fari út um margar smáar æðar og nái því að komast í snertingu við heitan bergmassa á stóru svæði. Eftir að niðurdælingin hafði staðið yfir í viku hafði vatnsborðið á svæðinu hækkað um 8 metra án þess að efnagreiningar sýndu nein merki þess að vatni, sem dælt hafði ver- ið niður kæmi fram í vinnsluhol- unni. Að sögn Hrefnu Kristmanns- dóttur, jarðefnafræðings hjá Orkustofnun, virðast fyrstu niðurstöður þessarar tilraunar lofa góðu. Beint samband reynd- ist ekki vera á milli borholu LJ-8 á Laugalandi, sem dælt var niður í og þeirra borhola, sem vatn var tekið úr til niðurdælingarinnar. Slíkur samgangur hefði getað orsakað að vatnið, sem dælt var niður, kældi hitasvæðið. Hrefna sagði að enn ætti ýmis úrvinnsla gagna eftir að fara fram og því of snemmt að segja fyrir um endan- legar niðurstöður þessarar til- raunar. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.