Dagur - 02.08.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 02.08.1991, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. ágúst 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Miklilax hf.: Nýtt sláturhús vígt í dag í dag hefst slátrun á sex til átta punda Iaxi hjá Miklalaxi hf., Lambanesreykjum í Austur- fljótum. Slátrað er í nýju og fullkomnu sláturhúsi en undanfariö hefur verið mikið kapp lagt á að Ijúka byggingu hússins og setja upp nauðsyn- legan búnað. Mikill vöxtur er í fiskinum í stöðinni, og er talið að hann þyngist alls um tvö tonn á dag. Laxinn er látinn vera fóðurlaus í nokkra daga áður en honum er slátrað. Hann er nokkurn veginn kominn í þá hámarksstærð sem hann getur náð áður en hann verður kynsþroska. Eftir kyn- þroskann breytist fiskurinn, litur- inn á holdinu verður annar og bragðgæði versna. Því er lögð mikil áhersla á að ná upp sem mestri þyngd hjá laxinum áður en hann verður kynþroska. Landssamband smábátaeigenda: a harda flótta undan þorskinum Stjórn Landssambands smá- bátaeigenda telur að í tillögum sínum um aflahámark fyrir næsta kvótaár hafí Hafrann- sóknastofnun ekki tekið nógu mikið tillit til þeirrar miklu fiskgengdar sem vcrið hefur á þessu ári. Þetta kemur m.a. fram í álykt- un stjórnar LS, sem samþykkt var á stjórnarfundi 26. og 27. júlí sl. Meðal annars er bent á að sjór hafi verið iðandi af ufsa í sumar á svæðinu Grímsey-Bakkafjörður. Orðrétt segir í ályktuninni: „Minna má á að stór hluti báta- flotans hefur verið á harða flótta undan þorski síðan í vetur og ekki hefur skýringin í öllum til- fellum verið rýrar aflaheimildir. Þá er einnig vert að benda á að á fiskislóðum þar sem hingað til hefur svo til eingöngu veiðst stór- fiskur, hafa bátar verið að fá mjög blandaðan afla sem bendir ekki til að fáir árgangar, sem séu að auki að ganga út úr veiðunum beri hana uppi. Má af viðbrögð- um sjómanna merkja greinilega undrun á tillögum Hafrann- sóknastofnunar og eru þar í flokki jafnt ungir sem eldri og reynslumiklir menn.“ óþh Þau fjögur tonn sem slátrað er í dag eru upphafið á nokkurra daga sláturtörn, því rnikið af fiski í stöðinni hefur náð heppilegri stærð. Hjá Miklalaxi er unnið á vökt- um allan sólarhringinn. og eru fjórir starfsmenn á vakt. Þeir eru flestir búsettir í Fljótunum en nokkrir eru frá Siglufirði. Miklilax hf. er mjög mikilvægt atvinnu- fyrirtæki í byggðarlaginu, en stöðin hefur verið byggð upp af krafti undanfarin ár. Nýja slátur- húsið er stórt stökk framávið hjá fyrirtækinu og gjörbreytist að- staða til liins betra nú þegar það hefur verið tekið í notkun. Starfsmenn Miklalax hafa sjálfir hannað ýmsan búnað í húsinu, mcðal annars sérstakt sláturborð fyrir laxinn. Borðið var smíðað á verkstæði fiskeldistöðvarinnar úr ryðfríu stáli. Sex starfsmenn vinna í einu við borðið þegar slátrað er. EHB Hið nýja sláturhús Miklulux hf. gjörbreytir vinnuaðstööu við luxaslátruninu. Mynd: EHB Óvenju mikíð um geitunga í ár“ - segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Islands Fréttir af geitungabúum víða um land hafa tröllriðið fjölmiöl- um undanfarið. Ekki er það þó eingöngu gúrkutíðin sem veld- ur því en að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun íslands, hefur verið óvenju mikið um geitunga í sumar. Það má nærri geta að ekki vekja flugurnar alltaf kátínu enda er mjög óþægilegt að verða fyrir biti. Að sögn Erlings heyrir það þó til undantekninga að hætta stafi af geitungabiti. Dæmi eru þó um það erlendis frá að bit í háls eða kok geti reynst banvæn en líkurn- ar á slíku hérlcndis eru hverfandi. Seinni hluta sumars er mest von á geitungabiti eða um miðjan ágúst en misjafnt er hve viðkvæmir geit- ungarnir eru fyrir ónæði og áreitni. Geitungar eru af vespuætt og eru til um 800 tegundir en aðeins þrjár þeirra hafa fundist á Islandi. Þeir gera sér bú úr plöntumauki sem þeir líma saman. Ekki hafa geitungarnir borist með hitabylgjunni frá Evrópu í júlí því þeir halda til á íslandi og hafa haft góð skilyrði í sumar þrátt fyrir kuldakastið í júní. Einnig var viðkoma - þ.e.a.s. árleg aukning - mjög góð í fyrra að sögn Erlings. Hann sagði að einna hagsælust geitungabyggð fyndist í kjarrmóum, gjarnan fjarri byggð og ekki síst á Norðurlandi eystra. Guðný Sverrisdóttir, sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps, fann geitungabúið á myndinni í hól við garðinn sinn á Grenivík. Spurn- ingin er hvort Steingrímur Her- mannsson hefur borið með sér uppruna geitungabúsins þegar hann kom við á Grenivík um dag- inn en svipað bú fannst í garðin- um hjá Steingrími á dögunum. GT Geitungabú geta hýst allt að 5000 geitunga cn þetta fannst í garðinum hjá Guðnýju Sverrisdóttur, sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Mynd: GT Sfldarsöltun á Draftiarplani á laugardag Um vershtnarmannahelgina verður sfldarævintýrið endur- vakið á Siglufirði og verður m.a. söltuð síld á Drafnarplani en þar hefur verið sett upp nákvæm eftirlíking af síldar- plani eins og þau voru á árun- um milli 1950 og 1960 og þar verða 8 bjóð. Vinna á planinu hefst kl. 4 á laugardag og sölt- un kl. 5 og líklega verður fólki gefín kostur á að rifja upp gamlar endurminningar með því að salta síld en aðeins verð- ur um 2 tonn af síld að ræða sem Þormóður rammi hf. Gjaldahæstu einstaklingar í Norðurlandi vestra: Starfsmenn í heilbrigðisstétt í efstu sætum allra þéttbýlisstaðanna Gjaldahæsti einstaklingurinn á Siglufírði í ár er læknir, á Sauðárkróki er það lyfsali, Á Blönduósi kaupmaður, á Skagaströnd framkvæmda- stjóri og á Hvammstanga læknir. Þrír hæstu gjaldendurnir í þétt- býlisstöðunum á Norðurlandi vestra eru: Siglufjörður: 1. Andrés Magnússon læknir 1.562.876. 2. Sigurður Gestsson lyfsali 1.419.484. 3. Björn Jónasson sparisjóðs- stjóri 1.357.356. Sauðárkrókur: 1. Jóhannes Haraldur Pálsson lyfsali 2.331.925. 2. Pálmi Friðriksson verktaki 2.070.482. 3. Óskar Jónsson læknir 2.033.151. Blönduós: 1. Einar Þorláksson kaupmaður 2.938.353. 2. Lárus Helgason bifvélavirki 1.864.054. 3. Hjörleifur Júlíusson bygginga- meistari 1.850.020. Skagaströnd: 1. Sveinn Ingólfsson fram- kvæmdastjóri 4.782.744. 2. Guðjón Sigtryggsson skipstjóri 3.267.491. 3. Finnur S. Kristinsson vélstjóri 2.614.926. Hvammstangi: 1. Haraldur Tómasson læknir 2.155.410. 2. Bjarni Þór Einarsson sveitar- stjóri 1.880.540. 3. Egill Gunnlaugsson dýralæknir 1.317.416. GG útvegaði sérstaklega til þess að gera þetta upprifjunarævintýri að veruleika. Skemmtunin hefst á Torginu á föstudag kl. 4 með ýmsum skemmtiatriöum og um kvöldið verður lifandi músík sem hljóm- sveitin Max sér um og kl. 10 verður kveikt í brennu og flug- eldasýning verður um miðnættið. Eftir hádegi á laugardag hefst samfelld skemmtidagskrá þar sem m.a. verður úrval af skemmtiefni sl. vetrar á dagskrá. Dansleikur vcrður að Hótel Höt'n á laugardagkvöldið og messa verður uppi í Hvanneyrarskál á sunnudagsmorgun, sjóstang- veiðimót um miðjan daginn og síldarævintýrinu lýkur með síld- arstemmningardansleik á sunnu- dagskvöldið. GG Félag íslenskra bifreiðaeigenda: Tveir FÍB-bflar á ferðiimi á Norðurlandi um helgina Eins og undanfarin ár verður Félag íslcnskra bifreiöaeig- enda í viðbragðsstöðu um verslunarmannahclgina. Á skrifstofu félagsins er vakt frá föstudegi til mánudags á milli kl. 10 og 18, en utan þess tíma gefur símsvari upp núm- er bakvaktar sem tekur við aðstoðarbeiðnum. Síminn hjá FÍB er 91-629999. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir að tveir FÍB-bílar verði á Norðurlandi um helgina, annar á Eyjafjarð- arsvæðinu og hinn í Húnaþingi og Skagafjarðarsýslu. „Það hefur sýnt sig að þessi hefðbundna hjálp við vegar- kantinn er á undanhaldi. Aðstoð FIB miðar frekar að því að miðla upplýsingum til fólks og hjálpa því að komast í sant- band við verkstæði og aðra ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Runólfur. Hann sagði að því miður gæfu tíð slys að undanförnu ekki tilefni til meira en hæfilegr- ar bjartsýni um umferðina um helgina. Gott veður ætti að draga úr hættu á slysum í umferðinni, en aftur á móti sýndi reynslan að umferðar- þungi yrði meiri en góðu hófi gegndi á þeim svæðum sem veðrið væri best. Veðurspáin fyrir helgina væri best fyrir norðanvert landið og því byggj- ust menn fastlega við gífurlegri umferð á Norðurlandi. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.