Dagur - 02.08.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 02.08.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 2. ágúst 1991 Lystarstol - Anorexia Nervosa Við hvað er átt þegar talað er um að einhver þjáist af lystar- stoli? Hér er átt við það þegar einstaklingur neitar að borða og það leiðir til mikils þyngdartaps og jafnvel dauða. Af ein- hverjum orsökum eru stúlkur í margfalt meiri hættu gagnvart þessu en piltar. Hvað er til ráða ef einhver þér nákominn hef- ur tapað óeðlilega mikilli þyngd undanfarið og hefur brengl- aða sjálfsmynd að þér finnst? Hér getur verið um lystarstol að ræða og í þessari grein verður leitast við að Iýsa helstu ein- kennum, orsökum og meðferð sjúkdómsins. Lystarstol einkennist af því að inntaka fæðu er minnkuð svo mikið að það leiðir til óeðlilegs þyngdartaps og næringarskorts. Ef ekki er gripið inn í með við- eigandi meðferð nógu fljótt getur ástandið orðið lífshættulegt. Byrjunareinkenni Sjúkdómurinn byrjar yfirleitt þannig að einstaklingurinn fer að borða sífellt minna í matmálstím- um með hverjum deginum sem líður. Hann talar mjög mikið um það að hann sé allt of feitur þó að hann sé ekki yfir kjörþyngd. Þegar á líður fer hann að leyna því hvað hann borðar lítið með því að henda mat þegar enginn sér til, segist vera nýbúinn að borða o.s.frv. Því minna sem hann borðar því minna vill hann, þ.a.l. leggur hann stöðugt meira af og eftir því sem hann léttist meira, þeim mun feitari finnst honum hann vera. Það fer greinilega oft í taugarnar á þessum einstaklingum þegar fólk talar um hve grannir þeir Opnunartími í sumar: Mánudaga til fimmtudaga kl. 9-20 föstudaga kl. 9-22 laugardaga kl. 9-22 sunnudaga kl. 10-22 KEA Byggðavegi 98 J séu. Þeir klæða sig því oft í hverja flíkina utanyfir aðra til þess að „fá frið“. Geta þeir því stundum leynt ástandinu í langan tíma með þessu móti. í upphafi sjúkdómsins eru ein- staklingarnir oft mjög virkir, eru alltaf á „ferð og flugi“ og stunda líkamsæfingar í óhófi. Þegar lengra líður á sjúkdóminn hefur næringarskorturinn hins vegar í för með sér mikla jrreytu og jafn- vel þunglyndi. Ymis líkamleg einkenni koma fram s.s. hægur hjartsláttur, kulsækni, hægða- tregða, blæðingar og brjóstavöxt- ur stöðvast vegna truflaðrar hormónastarfsemi, hárið verður þunnt, þurrt og líflaust, húðin þurr og strekkt og fíngerð hár taka að vaxa um allan líkamann. Oft nota lystarstolssjúklingar hægða- og þvagræsilyf í óhófi og eykur það enn á einkennin vegna þess vökvataps sem af því hlýst. Hvernig má uppgötva lystarstol? Til þess að greina hvort einstakl- ingur sé haldinn lystarstoli hafa verið gerðar nokkrar skrár yfir þau einkenni sem þurfa að vera til staðar til þess að einstaklingur teljist með lystarstol. Hér verður stuðst við lista Feighners og félaga hans frá 1972. Hann hefur verið mikið notaður og telur eftirfarandi: a) Sjúklingur sé 25 ára eða yngri. b) Pyngdartap sé ekki undir 25% af upprunalegri líkams- þyngd (eða kjörþyngd). c) Viðhorf til fæðu, neyslu hennar og líkamsþyngdar, er mjög afbrigðilegt og er ekkert til- lit tekið til ábendinga um það efni, aðvarana eða jafnvel hót- ana. 1) Því er neitað, að um óheil- brigt ástand sé að ræða og eðlilegri næringarþörf einnig afneitað. 2) Greinileg ánægja tengist því að léttast og láta það á móti sér að nærast eðlilega. 3) Afar sterk þrá eftir því að grennast sem allra mest og ljóst er að árangri á því sviði fylgir einhvers konar vellíðan og léttir. 4) Matur er oft hamstraður og meðhöndlaður á óvenju- legan hátt. d) Enginn líkamlegur sjúk- dómur skýrir lystarleysið og hina litlu þyngd. e) Ekki er heldur nein tiltekin geðtruflun önnur, sem skýrt get- ur megrunina, s.s. geðhvörf, geðklofi, þráhyggja, árátta eða fælni. Dæmigerður lystarstolssjúklingur. f) Minnst tvö af eftirfarandi atriðum eru til staðar: 1) Tíðaleysi. 2) Áberandi líkhár. 3) Hægur hjartsláttur, yfir- leitt um eða undir 60/mín. 4) Ofvirknistímabil. 5) Ofátshviður. 6) Uppköst, stundum fram- kölluð af sjúklingnum sjálf- um (5). Kenningar um orsakir lystarstols Margar kenningar um orsakir. lystarstols hafa verið settar fram og verður hér drepið á nokkrar þeirra. Flestir eru þeirrar skoðunar að orsakanna sé að leita í nokkrum samverkandi þáttum, líkamlegum, andlegum og félagslegum. Menn leggja mismikla áherslu á þessa þætti eftir því hyernig þeir telja að nálgast beri vandann. Ein elsta tilgáta sál- greiningarinnar er sú að lystarstol sé ómeðvitað afturhvarf til barn- æsku og lýsi sálrænni andstöðu gegn kynlífi og því að verða barnshafandi. Síðar kom fram sú tilgáta að túlka megi sjúkdóminn sem til- raun til að ná stjórn á eigin móð- ur- og kvenímynd og losa sig jafnvel við hana. Aðrir túlka sjúkdóminn sem tilraun til að koma sér undan ábyrgð og skyldum sem fylgja því að verða fullorðinn og hverfa aft- ur til áhyggjuleysis bernskuár- anna þó að það sé að sjálfsögðu ekki hægt. Atferlisfræðingar telja að sjúk- dómurinn sé tilraun til að hafa a.m.k. eitthvað á valdi sínu og undir stjórn í heimi þar sem mik- ið er um innri og ytri ógnanir og öryggisleysi. Sumir tala um aðra orsakaþætti s.s: gildismat og væntingar nútímasamfélags varð- andi útlit og frammistöðu. Koma þar inn í megrunar- og heilsu- ræktaráróður og tískusjónarmið varðandi vaxtarlag. Lystarstol virðist einnig geta stafað af fjöl- KARRmMDR -1 Viðlegubúnaður gæðanna vegna ajungilak. m • • EYFJOBÐ Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.