Dagur - 02.08.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 02.08.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. ágúst 1991 - DAGUR - 7 skylduvandamálum. Orsakirnar liggja þá ekki hjá sjúklingunum sjálfum þó að einkenni sjúk- dómsins komi fram hjá þeim. Ein er sú kenning að umtals- verður áhrifaþáttur í lystarstoli sé afneitun og réttlæting líkt og kemur fram við ávana- og fíkni- myndun og geti birst í þversagna- kenndri vellíðan og falskri öryggiskennd samfara sveltinu (3). Hafa ber í huga að líkamlegar afleiðingar mikils næringarskorts og megrunar geta haft mjög slæm áhrif á félagslega og sálræna þætti í lífi sjúklings. Geðeinkenni sjúklinganna geta því jafnt verið afleiðing sveltisins sent og orsök (3,5). Er einhverjum hættara við lystarstoli en öðrum? Eins og áður hefur komið fram eru unglingsstúlkur í mun meiri hættu gagnvart þessum sjúkdómi en piltar. Rannsóknir sýna að hlutfallið er u.þ.b. 10-20 stúlkur á rnóti einum pilti (5). Engar ákveðnar skýringar hafa fundist á þessu, en þó hefur get- um verið að því leitt að þetta hafi með hlutverkaskiptingu kynj- anna að gera svo og uppeldi, tískusjónarmið og viðhorf til kvcnleikans. Til eru margra alda gamlar heimildir um lystarstol, en sjúk- dómurinn hefur alltaf verið talinn sjaldgæfur (5). Ýmislegt bendir þó til þess að tíðni hans fari vaxandi. Samkvæmt erlendum rannsókn- urn má leiða getum að því að tíðnin sé meiri í vissum hópum þjóðfélagsins og hefur þá sérstak- lega verið talað um fólk sem hef- ur séð ástæðu til að halda sér sem grennstu vegna starfs síns eða áhugamála, má þar nefna dans- ara, íþróttafólk og tfskusýninga- fólk. Sjúkdómurinn virðist einnig vera algengur meðal hinná efn- aðri í þjóðfélaginu (3). Kunnugt er að ýmis sálræn vandamál, skapgerðar- og persónuleikabrestir, auka líkur á afbrigðilegri liegðun s.s. lystar- stoli (3). Velferðarstreita, tilfinninga- legt los, einsemd, og skortur á lífsfyllingu, sem þekkt er í nútíma tæknivæddu samfélagi, virðist auka á kvíða, sem leiðir til sjúklegrar hegðunar s.s. afbrigði- legrar aðlögunartilraunar af þessu tagi sem og annarra geð- truflana. Viss fjölskyldumynstur geta átt hlut að máli þegar um lystarstol er að ræða og sem dæmi má nefna: Fjölskyldur þar sem fjöl- skyldumeðlimir eru mjög sam- heldnir en lokaðir út á við og oft erfitt fyrir einstaklinga innan hennar að öðlast sjálfstæði. Fjölskyldur þar sem börnin eru ofvernduð eru einnig áhættuhóp- ur. Innan þeirra er haldið aftur af eðlilegum þroska barnanna. Fjölskyldur þar sem svo mikill stifleiki er ríkjandi, að ekki er hægt að breyta fjölskyldumynstr- inu eftir þroska barnanna. Fjölskyldur, þar sem ekki er rætt um vandamál sem upp koma og reynt að leysa þau, heldur er þeim leyft að hlaðast upp innra með hverjum og einum fjöl- skyldumeðlim án úrlausnar. Augljóst er að í heild er hér um flókið áhættu- og orsakasam- hengi að ræða (7). Hvernig skal bregðast við lystarstoli? Viðbrögð eru mjög breytileg eftir sjúklingum og fjölskyldum þeirra. Yfirleitt er meðferð erfið og árangurinn misjafn. Fyrsta skrefið er oftast erfiðast, þ.e. að fá sjúklinginn til að horfast í augu við vandamál sitt og samþykkja meðferð. Skilyrði fyrir því að sjúklingi geti batnað er að hann fari að þyngjast og til þess verður hann að borða meira. Atferlismeðferð virðist vera einna árangursríkust á þessu stigi. Hún byggist á því að sjúklingurinn hlýtur umbun, sem hann sækist eftir, ef hann sýnir árangur og eykur t.d. við þyngd sína. Fjölskyldan er yfir- leitt tekin með í meðferðina og reynt er að virkja hana í umönn- un sjúklingsins. Geðlyf eru einnig notuð í viss- um tilfellum, þar sem það á við. Einstaka sinnum er sjúkdómur- inn á svo háu stigi að nauðsynlegt getur reynst að beita aðgerðum gegn vilja sjúklingsins s.s. að næra hann gegnurn slöngu eða í æð. Er þá sjúkdómurinn orðinn svo alvarlegur að um lífshættu er að ræða. Helstu meðferðarform sem til greina koma og tengjast lækn- ingu á lystarstoli á einhverju stigi eru: 1) Meðferð byggð á læknandi viðræðum og samskiptum (psychotherapy). Undir þessa meðferð heyrir t.d. sálgreining, viðtalsmeðferð, atferlismeðferð, fjölskyldumeðferð og hópmeð- ferð. 2) Lyfjameðferð (kvíðastill- andi lyf og/eða geðlægðarlyf), eftir atvikum, um lengri eða skemmri tíma. 3) Félagslegur stuðningur, ráðgjöf og fyrirgreiðsla, einkum hvað varðar búsetu, atvinnu, menntun og fleira sem miðar að heilsusamlegu umhverfi ogþví að hjálpa sjúklingum til að byggja upp heilbrigðan lífsstíl og skynja tilgang í lífi sínu (5). Lokaorð Erfitt er að meta horfur lystar- stols og meðferðarárangur og eru fjölmörg atriði sem hafa áhrif þar á s.s. persónuleikaþættir, félags- legar aðstæður og fjölskyldu- tengsl svo eitthvað sé nefnt. Nokkrar áreiðanlegustu rann- sóknir á þessu sviði benda til þess að 40-50% lystarstolssjúklinga fái bata, 20-30% batni verulega en séu þó með einhver einkenni í a.m.k. nokkur ár, önnur 20-30% eigi við talsverð erfið og langvinn sjúkdómseinkenni að etja, en dánartala sé um 5% (5). Allar rannsóknir sem nefndar hafa verið í þessari grein eru erlendar. Áhugavert væri að sjá hvort niðurstöður íslenskra rann- sókna yrðu sambærilegar en okk- ur er ekki kunnugt um að neinar slíkar rannsóknir hafi verið gerðar. Rannsóknum, sem hafa verið gerðar, virðist bera nokkuð santan. Þó skortir nánari rann- sóknir á einstökum liðum, svo sem hvaða starfsstétt er hættast, hvaða fjölskyldumynstri o.s.frv. Einnig væri forvitnilegt að kanna hvaða og hvers konar forvarnir kæmu að bestu gagni svo sem fræðsla í skólum, frá hjúkrunar- fræðingi eða kennara, fræðsla til foreldra, almennir upplýsinga- bæklingar eða eitthvað annað. Hallveig Friðþjófsdóttir, Elín Hanna Jónsdóttir, Edda Jóhanna Baldursdóttir. Höfundar cru 2. árs hjúkrunarnemar viö Háskólann á Akureyri. Heimildaskrá 1) ÍWO. „Anorexía nervosa." Curator 1. tbl. 14. árg. bls. 12-13. 2) Rostrup Morten, Tonjun Tone: Fumilens store legeleikon. 1. b. Oslo. Illustret Vitenskaps Bibliotek. 3) Magnús Skúlason: 1986. „Anorcxia nervosa, lystarstol af gcörænum toga." Geðvernd. 19. árg. bls. 32-34. 4) Heimilislæknirinn: 1987. „Lystar- stol". 3. hefti, bls. 721-723 Reykjavík Iöunn. 5) Eiríkur Örn Arnarsson. Magnús Skúlason. Yngvar Kristjánsson: 1985. .Anorexia ncrvosa: lystarstol af geöræn- um toga, orsakir, einkenni og meðferð." Lækmibladið71. árg. 5. tbl. bls. 161-167. 6) Eiríkur Örn Arnarsson, Magnús Skúlason. Yngvar Kristjánsson: „Anor- exia nervosa: lystarstol af geðrænum toga. sex sjúkratilfelli." Læknablaðið. 71. árg. 5. tbl. bls. 168-174. 7) Tennant Duncan: 1989. „Tca for three” Nursing Time. 85. árg. 8. tbl. bls. 72-73. 8) Muscari Mary E.: 1988. „Effetivc Nursing Strategies for Adolescents with Anorexia Nervosa and Bulimia Nervosa" Pediatric Nursing. 14. árg. 6. tbl. bls. 475-481. Breiðamýri ’91 Hljómsveitin NAMM á stórdansleik laugardagskvöldið 3. ágúst kl. 23.00 Mnnið nafhskírteinin Tjaldstæði á staðntnn Breiðamýri WM ■ tfO lunarmonnahelgi var troðfullt Því aettir þú að greiða offjár fyrir oð liggjQ rossbloutur milli þúfno þegor þú getur skemmt þér ^ kkur? me kl. 20.00 stoður fyrir lifandi fólk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.