Dagur - 02.08.1991, Blaðsíða 10

Dagur - 02.08.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 2. ágúst 1991 ÍÞRÓTTIR 2. deild: Þórsarar lutu í lægra haldi f\TÍr Skaganum Toppslagur Skagamanna og Þórsara í 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu á Akra- nesi í gærkvöld einkenndist af mikillli baráttu og var greini- legt að hvorugt liðið sætti sig við jafntefli. Leikurinn var kaflaskiptur, en þegar á heild- ina er litið var sigur Skaga- manna sanngjarn og með hon- um hafa þeir náð fimm stiga forystu á Þórsara. Með sigri Keflvíkinga á Haukum má ætla að stefni í einvígi Þórs og IBK um að fylgja Skagamönn- um upp í fyrstu deild. Pórsarar byrjuðu með mikl- um látum í leiknum í gærkvöld og var greinilegt að þeir ætluðu að selja sig dýrt. Nánast allan fyrri hálfleikinn voru þeir mun ákveðnari en heimamenn og fljótari í aila bolta. Þrátt fyrir það náðu þeir ekki að koma boltanum í netið, þó svo að þeir væru ekki langt frá því á stundum. Bjarni Sveinbjörns- son komst í góð færi á 17. og 27. mínútu og Hlynur Birgisson átti þrumuskot rétt framhjá mark- inu á 31. mínútu. Það voru hins vegar Skagamenn sem áttu besta færi fyrri hálfleiks þegar Alexander Högnason átti fastan skalla að marki, en Þórsarar björguðu á línu. í síðari hálfleik tóku Skaga- menn öll völd á vellinum og óðu í marktækifærum, en Friðrik Friðriksson, markvörður Þórs, bjargaði vel hvað eftir annað. Á 36. mínútu átti Bjarki Gunn- laugsson þrumuskot í þverslá Þórsmarksins og mínútu síðar skoraði Arnar bróðir hans eina mark leiksins eftir góðan undir- búning Alexanders Högnasonar og Sigursteins Gíslasonar. Eftir markið bökkuðu Skaga- menn og Þórsarar tóku að sækja, án þess þó að skapa sér umtalsverð marktækifæri. Bestu menn Þórs voru Friðrik markvörður og þeir Lárus Orri Sigurðsson og Bjarni Svein- björnsson áttu góða spretti í fyrri hálfleik. Luka Kostic átti bestan dag Skagamanna. Einnig áttu Karl Þórðarson, Alexander Högnason og Sigursteinn Gísla- son ágætan dag. ES/óþh Lið Þórs: Friðrik Friðriksson. Lárus Orri Sigurðsson, Árni t>ór Árnason. Nói Björnsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Þorsteinn Jónsson. Halldór Áskelsson, Júlíus Tryggvason, Sveinn Pálsson, Þórir Áskelsson og Hlynur Birgisson (Ásmundur Arnarsson 60 mín). Lið Skagamanna: Kristján Finnboga- son, Brandur Sigurjónsson, Ólafur Adólfsson, Alexander Högnason. Luka Kostic, Þórður Guðjónsson, Karl Þórð- arson, Sigursteinn Gfslason, Arnar Gunnlaugsson, Bjarki Gunnlaugsson og Haraldur Ingólfsson (HeimirGuðm- undsson 83 mín). Gul spjöld: Hlynur Birgisson. Þór. Dómari: Gísli Björnsson. Línuverðir: Gylfi Orrason og Kristinn Jakobsson. Samskipadeild 12. umferð: LBK-Víðir ÍBV-FH KR-Víkingur Valur-Fram Stjarnan-KA Fram KR Víkingur FH Breiðablik ÍBV Valur KA Stjarnan Víðir 12 8-2 12 6-3 12 7-0. 12 5-3- 12 4-5. 12 5-2- 12 4-2- 12 4-2- 12 3-4- 12 1-3- 0:0 2:2 1:2 0:1 1:1 ■2 16: 7 26 3 23: 9 21 5 19:18 21 4 16:14 18 3 17:16 17 5 21:21 17 6 14:16 14 6 12:15 14 5 14:17 13 8 13:29 6 2. deild 12. umferð: ÍA-Þór 1:0 Haukar-ÍBK 0:2 Þróttur-Grindavík 1:0 Fylkir-Selfoss 2:0 Tindastóll-ÍR 1:7 12 12 12 12 12 IA Þór ÍBK ÍR Þróttur Grindavík 12 Fylkir 12 Selfoss 12 Haukar 12 Tindastóll 12 10-0- 2 36: 8 30 8-1- 3 28:16 25 7-3- 2 29:10 24 6-1- 5 30:22 19 5-3- 4 14:14 18 5-2- 5 17:1517 3- 5- 4 15:15 14 4- 2- 6 21:25 14 1-2- 9 11:42 5 1-1-10 12:46 4 3. deild 12. umferð: Þróttur-BÍ 2:1 ÍK-Dalvík 1:1 Völsungur-Leiftur 2:1 KS-Reynir 4:0 Magni-Skallagrímur 3:5 Dalvík 12 7-3-2 26:17 24 Leiftur 11 7-2-2 29:10 23 Skallagrímur 12 6-3-3 31:29 21 Bí 12 5-3-4 18:12 18 Völsungur 12 4-4-4 13:19 16 Þróttur N, 12 3-5-4 22:19 14 ÍK 12 3-5-4 20:23 14 Magni 12 3-2-7 28:36 11 Reynir 12 3-2-7 18:34 11 KS 11 2-3-6 10:15 9 I Golf: Landsmót öld- unga að Jaðri Landsmót öldunga í golfi hófst á Jaðarsvelli á Akureyri í gær. Mótið er jafnframt síðasta stigamót sumarsins í þessum aldursflokki og að því loknu verður valið í a- og b-landslið sem tekur þátt í Evrópumóti öldunga í Reykjavík eftir hálf- an mánuð. Leiknar verða 54 holur án for- gjafar og 36 holur með forgjöf. Keppt er í karla- og kvenna- flokki, karlarnir eru 55 ára og eldri og konurnar 50 ára og eldri. Keppendur eru alls 125 talsins. Mótinu lýkur á laugardag. 1. deild kvenna: Breiðablik sigraði KA Breiðablik sigraði KA 2:0 þeg- ar liðin mættust í 1. deild kvenna á Menntaskólavellin- um á Akureyri á miðvikudags- kvöldið. Leikurinn var tiltölulega jafn lengst af en um leið nokkuð dauf- ur og liðin fengu lítið af færum. KA komst næst því að skora þeg- ar Linda Hersteinsdóttir átti gott skot að Blikamarkinu en mark- vörður UBK varði vel. Breiða- blik tryggði sér sigurinn með mörkum á síðustu mínútum hvors hálfleiks og voru þau bæði af ódýrari gerðinni. í lok fyrri hálfleiks kom sending fyrir mark KA sem fór í gegnum alla vörn- ina og til Vöndu Sigurgeirsdóttur sem skoraði af stuttu færi og í lokin komst Ásta B. Gunnlaugs- dóttir inn í sendingu og skoraði. Allt í jámum í Garðabænum - þegar Stjarnan og KA gerðu jafntefli 1:1 „Þetta var í járnum, þeir voru meira með boltann en við feng- um færin. Við höldum þeim enn fyrir aftan okkur og það er mikilvægt Það er líka ágætt að vera búnir að fá Valsmenn í fall- baráttuna,“ sagði Ormarr Ör- lygsson, þjálfari KA, eftir að liðið gerði 1:1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabæ í gær- kvöld. Stjörnumenn fengu fyrsta færi leiksins eftir að Kristinn Lárus- son lék vörn KA grátt og gaf fyrir á Valdimar Kristófersson sem „sullaði“ boltanum framhjá. KA- menn voru búnir að vera meira með boltann en Stjörnumenn komust fljótt inn í leikinn og á 22. mínútu komst Ingólfur Ing- ólfsson góða sendingu inn fyrir vörn KA, sendi fyrir markið þar sem Haukur greip boltann en missti hann frá sér og Valdimar Kristófersson fylgdi vel á eftir og þrumaði í tómt markið. KA-menn sóttu mjög í sig veðrið og Árni Hermannsson átti skot yfir af 3 m færi áður eftir góðan undirbúning Sverris og Oimars. Á 43. mínútu bar sókn KA-manna árangur þegar Ormarr sendi inn í teiginn á Sverrir sem lék á Stjörnumann, snéri sér skemmtilega við og skoraði með Iausu en öruggu skoti. Staðan var því 1:1 í hálfleik. Það þarf eitthvað mikið að ger- ast ef Tindastólsliðið á ekki að leika í 3. deild á næsta ári. I gærkvöld fékk liðið slæma út- reið á heimavelli sínum, tapaði 1:7 fyrir ÍR í leik sem mátti ekki tapast. Leikurinn var jafn framan af en ÍR-ingar gjörnýttu sín færi á meðan Tindastóll gerði það ekki og staðan var því orðin 2:0 í hálf- leik. Ólafur Jósefsson skoraði úr vítaspyrnu á 30. mínútu og Pétur Jónsson skallaði inn af stuttu færi eftir langt innkast. Tindastóls- menn komust næst því að skora þegar Guðbrandur skaut í stöng á 45. mínútu. Rothöggið kom strax á 49. mín- útu þegar Stefán Vagn Stefáns- son missti laust skot Kristjáns Halldórssonar framhjá sér og í markið. 9 mínútum síðar skallaði Guðbjartur Haraldsson aftur fyr- ir sig eftir sendingu fram á vallar- helming Tindastóls og boltinn boppaði yfir Stefán sem kom út á móti. Benedikt Einarsson skor- aði með þrumuskoti á 62. mín- Strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks var Erlingur Kristjáns- son heppinn að fá ekki rautt spjald þegar hann 'eif Valdimar Kristófersson niður en slapp með gult spjald. Liðin sóttu á víxl og fengu bæði sæmileg færi. KA- menn sluppu vel þegar Valgeir Baldursson átti hörkuskot í stöng KA-marksins og hinum megin gerðu KA-menn nokkrum sinn- um harða hríð að Stjörnumark- inu en árangurslaust. Bæði lið ættu að geta unað sæmilega við úrslitin en þau hefðu getað orðið á hvorn veginn sem var. Valdimar Kristófersson lék best Stjörnumanna en Sverrir útu, Tryggvi Gunnarsson bætti sjötta markinu við á 71. mínútu og því sjöunda á 76. mínútu. Þórður Gíslason klóraði svo í bakkann á 89. mínútu með skalla en það breytti litlu. Tindastóll byrjaði þokkalega en mörkin tvö á upphafsmínútum seinni hálfleiks brutu liðið niður. Guðbjartur var traustur en hjá ÍR var Kristján Halldórsson drjúgur. PB/JHB Lið Tindastóls: Stcfán Vagn Stefánsson, Guðbjartur Haraldsson, Sigurjón Sig- urðsson, Gunnar Gestsson (Grétar Karlsson á 68. mín.), Ingi Þór Rúnars- son, Hólmar Ástvaldsson, Björn Björnsson, Stefán Pétursson, Björn Sig- tryggsson (Sigurður Ágústsson á 68. mín.), Guðbrandur Guðbrandsson, Þórð- ur Gíslason. Lið ÍR: Þorfinnur Hjaltason, Ólafur Jós- efsson. Benedikt Einarsson, Jón Þ. Eyj- ólfsson, Pétur Jónsson, Njáll Eiðsson, Kristján Halldórsson, Einar Ólafsson (Snorri Már Skúlason á 68. mín.), Stefán Þ. Stefánsson (Tryggvi Gunnarsson á 68. mín.). Kjartan Kjartansson, Bragi Björnsson. Dómari: Ólafur Sveinsson. Línuverðir: Vilhjálmur Vilhjálmsson og Sæmundur Víglundsson. Sverrisson var bestur í jöfnu liði KA. HB/JHB Lið KA: Haukur Bragason, Halldór Kristinsson, Gauti Laxdal, Örn Viðar Arnarson (Páll Gíslason á 68. mín.), Erl- ingur Kristjánsson, Pavel Vandas, Sverr- ir Sverrisson, Einar Einarsson, Árni Her- mannsson, Stcingrímur Birgisson, Orm- arr Örlygsson. Lið Stjórnunnar: Jón Otti Jónsson, Valgeir Baldursson. Ragnar Gíslason, Heimir Erlingsson, Birgir Sigfússon, Bjarni Benediktsson, Sveinbjörn Hákon- arson, Kristinn Lárusson (Þór Ómar Jónsson á 25. mín.), Valdimar Kristó- fersson, Ingólfur Ingólfsson, Bjarni Jónsson. Gul spjöld: Erlingur Kristjánsson. KA. og Ragnar Gíslason, Stjörnunni. Dómari: Kári Gunniaugsson. Línuverðir: Ari Þórðarson og Gísli Jóhannsson. Punktar frá Þýskalandi ■ Keppni hefst í þýsku úrvals- deildinni í knattspyrnu í kvöld. Stuttgart leikur á útivelli gegn Duisburg, sem kom upp úr 2. deild, og verður Eyjólfur Sverrisson í byrjunarliði. ■ Gaudinu, lcikmaður Stutt- gart, hefur blómstrað á undir- búningstímabilinu. Honutn gekk illa á síðasta tímabili og sat lengstum á bekknum en núna hefur hann tekið stöðu Allgöwers á miðjunni og stað- ið sig frábærlega. Hann hefur t.d. skorað 14 niörk í þessum 10 æfingaleikjum, einu meira en framlínumennirnir Walter og Eyjólfur samanlagt. ■ Stuttgart hefur fest kaup á varnarmanninum Pudjic sem mun vera ungverskur. Hann er 188 cm á hæð, drekkur ekki, reykir ekki og að sögn Bild hefur hann ekki samneyti við aðrar konur en eiginkon- una. ■ Immel, markvörður Stutt- gart, spilar sinn 400. leik fyrir félagið í Duisburg annað kvöld. Leikurinn verður líka sérstakur fyrir Christoph Daum því hann er fæddur og uppalinn í Duisburg. ■ Eyjólfur Sverrisson verður 23 ára á laugardaginn. ■ Karlsruher er aö kaupa tvo nýja menn um þessar mundir. Annar þeirra er Sovétmaður, Valeri Shmarov kjörinn knatt- spyrnumaður ársins þar í landi á síðasta tímabili. Hann er 26 ára og borgaði félagið 800 þús- und mörk fyrir kappann. Hann hefur leikiö 12 landsleiki fyrir Sovétríkin. ■ Kaiserslautern cr búið að selja mest allra liða al' ársmið- um, eða 15 þúsund talsins. Til samanburðar má geta þess að Bayern Múnchcn er búið að selja 4 þúsund. Borussia Dortmund er búið að selja 12 þúsund miða. ■ Bayern Munchen fær hins vegar greitt niest allra liða fyr- ir auglýsingar. Liðið auglýsir Opel framan á skyrtum leik- manna og fær fyrir það 5 millj- ónir marka á ári. Hamburg auglýsir Sharp og fær fyrir það 3 milljónir. ■ Leikirnir sem fram fara í kvöld eru Bochum-Knln, Duisburg-Stuttgart og Bayern Leverkusen-Borussia Mönch- engladbach. Á laugardag eru það Dynamo Dresden-Kaiser- slautern, Schálke-Hamborg, Fortuna Dússeldorf-Frankfurt, Hansa Rostock-Núrnberg, og Werder Bremen-Bayern Múnchen. Henning í Tindastól Henning Henningsson úr Haukum í Hafnarfírði hefur gengið í raðir Tindastóls, bæði í fótbolta og körfubolta. Frá þessu var gengið sl. mið- vikudagskvöld. Henning fer norður yfir heið- ar eftir helgi og verður orðinn löglegur þegar Tindastóll mætir Akurnesingum á Sauðárkróki í 2. deildinni 9. ágúst nk. Henn- ing leikur svo með Tindastóli í úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur og kemur til með að fylla skarð Sverris Sverrissonar, sem hcldur til náms í íþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni. Óneitanlega er koma Henn- ings til Tindastóls félagittu mik- ill styrkur. Síðustu ár hefur nteira farið fyrir körfuboltaiðk- un Hennings með Haukum en hann er einnig liðtækur knatt- spyrnumaður. Hann á 48 leiki að baki með FH í I. deild og 16 leiki með Siglfirðingum í 2. deild. Henning er um þessar mundir að berjast fyrir sæti í landsliðshópnum í körfubolta en ásamt körfunni mun hann æfa og leika knattspyrnu með Tindastóli til loka tímabilsins í 2. deild 14. september nk. -bjb 2. deild: Aðeins kraftaverk bjargar nú Tindastól

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.