Dagur - 08.08.1991, Page 1
74. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 8. ágúst 1991
147. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Framtíð ullar-
iðnaðarins á
Akureyri skýrist
íþessummánuði
- unnið af krafti að
málinu hjá Iðnþróunar-
félagi EyjaQarðar
Eyjaljarðarsveit:
Rannsókna-
borunin í
landi Hóls-
gerðis
lofar góðu
Þessa dagana er verið að vinna
úr gögnum og kanna stöðu
mála varðandi Álaföss hf. hjá
Iðnþróunarlelagi Eyjafjarðar.
Ásgeir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri IFE, segir að
frétta geti verið að vænta af
málinu um miðjan mánuðinn.
Margt starfsfólk Álafoss hf. er
komið aftur til vinnu að loknu
sumarleyfi, en reiknað er með að
í næstu viku verði allir komnir til
starfa sem voru endurráðnir.
Nokkrir starfsmenn verða ekki
ráðnir að nýju eftir uppsagnirnar,
en ekki er fullkomlega ljóst enn
sem komið er hversu margir
missa atvinnuna.
Kolbeinn Sigurbjörnsson, sem
sæti á í starfsmannaráði Álafoss
hf., segir að í sínum huga sé
spurningin ekki hvort heldur
hvernig fyrirtækið verði reist úr
rústum eftir gjaldþrotið. „Nú er
verið að safna saman tölfræðileg-
um uppiýsingum, og í framhaldi
af því verður hægt að taka endan-
legar ákvarðanir um hvernig
reksturinn verður byggður upp,“
segir Kolbeinn.
Eftir því sem næst verður kom-
ist bendir flest til að línurnar
muni skýrast nægilega mikið í
þessum mánuði til að grundvöllur
sé til að taka ákvörðun um fram-
haldið. Kolbeinn kveðst eiga von
á að málið fari inn á borð bæjar-
stjórnar Akureyrar ekki síðar en
í næsta mánuði. „Ég tel að menn
verði að taka ákvarðanir í þess-
um efnum í þessum mánuði, það
er mín skoðun. Verkefnastaðan
er þokkaleg hérna eftir því sem
ég best veit, en eitthvað er um að
fólk er ekki endurráðið til
starfa," segir hann.
Birgir Marinósson, starfs-
mannastjóri Álafoss hf., segir að
langflestum starfsmönnum verði
boðin endurráðning, eða um
níutíu af hundraði. Pau mál
munu þó ekki skýrast að fullu
fyrr en í næstu viku. EHB
Undanúrslit Mjólkurbikarkeppni KSÍ í kvöld:
Þórsarar taka á móti bikarmeistunmum
Þórsarar taka í kvöld á móti Valsmönnum í
undanúrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ.
Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og hefst
kl. 19.
Eins og mönnum er enn í fersku minni rúll-
uðu Þórsarar KR-ingum upp í átta liða úr-
slitunum og spennandi verður að sjá hvernig
þeim reiðir af í slagnum við núverandi bikar-
meistara í kvöld. í Garðinum verður hinn
leikurinn í undanúrslitunum og taka heimamenn
í Víði á móti FH-ingum.
Búist er við miklum fjölda fólks á leikinn og
vitað er af fjölda stuðningsmanna Vals, sem ætla
að koma norður gagngert til að sjá hann.
Dyggir stuðningsmenn Þórsara hituðu upp
fyrir leikinn í gær og var þessi mynd tekin við
það tækifæri. Frá vinstri Samúel Jóhannsson,
Óskar Erlendsson, Guðmundur Sigurbjörnsson,
Magnús Jónatansson og Ragnar Breiðfjörð.
óþh
Fimm sekúndulítrar af fímmtíu
og þriggja gráðu heitu vatni
fengust í byrjun vikunnar í
landi Hólsgerðis í Eyjafjarðar-
sveit. Rannsóknaborunin hef-
ur því skilað árangri og önnur
hola verður ekki boruð sem
ráðgert var.
Rannsóknaborun eftir heitu
vatni hófst í landi Hólsgerðis í
Eyjafjarðarsveit sl. fimmtudag,
en áður hafði Orkustofnun gert
jarðfræðilega úttekt á svæðinu.
„Heitt vatn er fyrir hendi sem
niðurstöður borunar sýna. Nú
þarf að bora holuna dýpra því
gert er ráð fyrir að hægt sé að ná
vatni með hærra hitastigi.
Ákvörðun hefur ekki verið tekin
um þá framkvæmd, en ástæðu-
laust þykir að bora aðra rann-
sóknaholu, árangurinn þykir lofa
það góðu nú þegar,“ sagði Birgir
Þórðarson oddviti Eyjafjarðar-
sveitar. ój
Sérfræðingaskýrsla um Mývatnsrannsóknir lögð fram í gær:
Fyrst og fremst pólitísk ákvörðun
hvaða kostur verður fynr valiuu
- segir Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður nefndarinnar
Skýrsla sérfræðinganefndar
um Mývatnsrannsóknir var
lögð fram í gær. I henni kemur
fram að bein áhrif Kísiliðjunn-
ar hf. á lífríki vatnsins eru mun
minni, en óttast var. Þrátt fyrir
að aukning hafí orðið á ákomu
næringarefna, niturs og
fosfórs, í vatnið hafa þau lítil
áhrif á næringarbúskap þess.
Einnig kemur fram í skýrslunni
að hjálparefnin sódi og brenni-
steinssýra, sem notuð eru í
vinnsluferli Kísiliðjunnar, geta
ekki borist í skaðlegu formi til
Mývatns, miðað við núverandi
vinnslurás verksmiðjunnar.
Á blaðamannafundi, sem hald-
inn var í gær í tengslum við
útkomu skýrslunnar, sagði Eiður
Guðnason, umhverfisráðherra,
að ráðuneytið myndi senda
Lögreglusamþykkt Akureyrarkaupstaðar:
Úrelt og 37 ára gömul
- endurskoðun í biðstöðu á annan áratug
„Enginn má baða sig eða
syncía nakinn við bryggjur
bæjarins eða annars staðar svo
nærri landi eða skipum á höfn-
inni, að hneyksli valdi.“ Svona
hljóðar 8. grein í Lögreglusam-
þykkt Akureyrarkaupstaðar,
sem er orðin 37 ára gömul.
Yfírlögregluþjónn segir fulla
þörf á að samþykktin verði
færð í nútímahorf enda sé hún
gömul og úrelt. Útgáfa nýrrar
lögreglusamþykktar er ekki í
bígerð hvorki hjá bæjaryfir-
völdum né hjá bæjarfógeta.
Dómsmálaráðuneytið hefur
slíkt ekki á dagskrá.
Samþykktin tekur mið af lifn-
aðar- og staðháttum sem ekki
eiga lengur við 14000 manna
höfuðstað Norðurlands enda eru
ákvæði um búfjárhald og hrossa-
rekstra í ósamræmi við nútímann
í lögsagnarumdæmi Akureyrar.
Ýmis ákvæði samþykktarinnar
stangast á við núgildandi löggjöf
og miðast umferðarreglur t.d. við
tímabundna ökuljósanotkun og
vinstri-reglu, sem var afnumin
1968.
Einnig er margt í lögreglusam-
þykktinni sem óþarft er að skrifa
í reglur og skyggja annmarkarnir
á það sem þarft er og skyit að
slíkar reglur innihaldi. Opnunar-
tími félagsmiðstöðva Akureyrar-
bæjar brýtur í bága við 20. grein
lögreglusamþykktarinnar, sem
útlistar útivistartíma barna.
Nánari úttekt á Lögreglusam-
þykkt Akureyrarkaupstaðar er
gerð í opnu blaðsins í dag. GT
skýrsluna til Náttúruverndarráðs
strax í næstu viku, en lögum sam-
kvæmt er það umsagnaraðili um
efni slíkrar skýrslu. Ráðherra
sagði að búast mætti við umsögn-
inni í næsta mánuði og þá myndi
umhverfisráðuneytið í samvinnu
við iðnaðarráðuneytið gefa sér
góðan tíma til að velta fyrir sér
hvort Kísiliðjunni yrði veitt
áframhaldandi rekstrarleyfi, en
það rennur út um næstu áramót.
Þótt ekki hafi verið sýnt fram á
að kísilvinnsla í Mývatni hafi haft
veruleg áhrif á dýra- og plöntu-
stofna Mývatns sagði Vilhjálmur
Lúðvíksson, formaður nefndar-
innar, að áhrif breytinga á set-
flutningum séu enn lítið rannsök-
uð og því verði að fara að öllu
með mikilli gát. Það séu fjórir
möguleikar sem til greina komi
með rekstur Kísiliðjunnar. í
fyrsta lagi að loka verksmiðjunni
sem fyrst og taka þannig enga
áhættu varðandi frekari áhrif
hennar á lífríki Mývatns. í öðru
lagi að framlengja eins og kostur
er dælingu í Ytriflóa, þó þannig
að áhrif á uppeldissvæði og fæðu-
öflunarsvæði vatnafugla verði
sem minnst og ekki verði veru-
legir setflutningar úr Syðriflóa f
Ytriflóa. í þriðja lagi að veita
Kísiliðjunni hf. leyfi til að nýta
sér vinnslusvæðið á Bolum, enda
hafi forsvarsmenn Kísiliðjunnar
bent á að það sé eðlilegt fram-
hald vinnslu í Ytriflóa. í fjórða
lagi bendir nefndin á þann kost
að leyfa áfram dælingu kísilgúrs
án frekari fyrirvara. Þetta sé þó
varla raunhæfur möguleiki miðað
við þá varfærni sem sjálfsögð sé
fyrir nýtingu þessarar auðlindar.
{ máli Vilhjálms Lúðvíkssonar
kom fram að nefndin sem slík
tæki ekki afstöðu til ofangreindra
kosta. „Það er fyrst og fremst
pólitísk ákvörðun hvaða kostur
verður valinn,“ sagði formaður-
inn. AP/óþh
Tjörnes:
Skall á brúar-
stólpa og valt
Erlcndur ferðamaður var flutt-
ur á sjúkrahús á Húsavík eftir
að bifreið sem hann ók skall á
brúarstólpa og valt út af vegin-
um á móts við Mánárbakka á
Tjörnesi á fímmta tímanum í
gær.
Að sögn lögreglunnar á Húsa-
vík slapp farþegi í bílnum án telj-
andi meiðsla, en bifreiðin er
mjög illa farin. óþh