Dagur - 08.08.1991, Page 2

Dagur - 08.08.1991, Page 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 8. ágúst 1991 Fréttir Hótel Stefanía hf. úrskurðað gjaldþrota sl. þriðjudag: Stefanía-hótel hefur rekið hótelið frá 1. ágúst - „ákveðin öfl ætluðu að ná hótelinu,“ segir Stefán Sigurðsson Hótel Stefanía hf. á Akureyri, rekstraraðili samnefnds hótels við Hafnarstræti, var tekið til gjaldþrotaskipta sl. þriðjudag að beiðni Búnaðarbanka Islands vegna gjaldfallinnar skuldar að upphæð 18,4 millj- ónir króna. Rekstrarfélagið Stefanía hótel hefur rekið hótelið frá 1. ágúst sl. Fram- kvæmdastjóri þess er Ingunn Árnadóttir, eiginkona Stefáns Sigurðssonar, eiganda Hótels Stefaníu, og einn stjórnar- manna í Hóteli Stefaníu hf.. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um skipan bústjóra þrota- bús Hótels Stefaníu hf. Skipta- ráðandinn á Akureyri mun á næstu dögum kanna hverjar eignir þrotabúsins eru og aug- lýsa eftir kröfum í það. Erlingur Sigtryggsson, fulltrúi skiptaráðanda, sagði í samtali við Dag að skiptaráðandi hefði mót- tekið beiðni Búnaðarbanka íslands um gjaldþrotaskipti Asborg EA í Hrísey, eign Borgar hf., er að koma úr sín- um fyrsta túr eftir breytingar á trolli og er kvótastaða skipsins mjög góð. Fyrirtækið á einnig Eyborgu sem liggur bundin við bryggju á Akureyri en Ásborg veiðir nú kvóta Eyborgar og ísborgar sem seld var kvótalítil til Patreksfjarðar fyrr á þessu Hótels Stefaníu hf. 19. júlí sl. Málið var fyrst tekið fyrir 25. júlí og þá frestað um viku og tekið aftur fyrir til úrskurðar 1. ágúst sl. Gjaldþrotaúrskurðurinn var síðan kveðinn upp sl. þriðjudag, 6. ágúst. Grundvöllur gjaldþrotabeiðni Búnaðarbanka íslands var árangurslaus kyrrsetningargerð til tryggingar skuldar að upphæð rúmar 18,4 milljónir króna. Erlingur sagði að ekki hefði enn verið skipaður bústjóri þrotabús Hótels Stefaníu hf. „Ég er að kanna hvaða eignir þrota- búið á og í framhaldi af því verð- ur tekin ákvörðun um gang málsins. Ég mun einnig ráðfæra mig við þá kröfuhafa í búið sem ég næ til,“ sagði Erlingur. Á meðan ekki lægi fyrir nákvæm úttekt á eignastöðu þrotabúsins sagði hann ekki ljóst hversu stórt gjaldþrot hótelsins væri. Hafnarstræti 83, 85 og 88 hf. á fasteignir þær sem Hótel Stefanía er til húsa. Hótel Stefanía hf. ári. Borg hf. á skip í smíðum í Portúgal en Birgir Sigurjónsson framkvæmdastjóri segir að glíma hans við kerfið vegna lengingar á skipinu geri það að verkum að afhendingartími þess sé mjög óljós. Hugmyndin er að Eyborg- in gangi upp í kaupin á hinu nýja skipi. GG hafði húseignirnar á leigu af þessu hlutafélagi, en þeim leigu- samningi var sagt upp 30. júlí sl. Tveim dögum síðar tók nýr rekstraraðili, Stefanía-hótel, með Ingunni Árnadóttur í for- svari, rekstur hótelsins á leigu af Hafnarstræti 83, 85 og 88 hf. Þessi nýi rekstraraðili keypti jafnframt birgðir af Hótel Stefaníu. Erlingur sagði að hugsanlega kynni að koma til riftunar á þess- um samningum. Kröfuhafar myndu taka ákvörðun um það. Hlutafélagið Hótel Stefanía, sem rak samnefnt hótel, var formlega skráð 17. maí 1985 og var skráð hlutafé 500 þúsund krónur. í stjórn hlutafélagsins sátu Jón Sigurðsson, Ásbjörn Jensson og Ingunn Árnadóttir. Til vara Stefán Sigurðsson. Hlutafélagið Hafnarstræti 83, 85 og 88 var stofnað nokkrum vikum síðar, nánar tiltekið 1. ágúst 1985. Hlutafé þess er skráð 14,6 milljónir króna. í stjórn þessa hlutafélags voru Jón Sig- urðsson, Ásbjörn Jensson og Stefán Sigurðsson. Til vara Ing- unn Árnadóttir. Stefán Sigurðsson, eigandi Hótels Stefaníu hf., sagði að sér hafi ekki komið á óvart að svo skyldi fara. „Ekki eftir að ég frétti hvernig í pottinn var búið. Pað voru ákveðin öfl sem ætluðu að ná hótelinu," sagði Stefán. Hann sagði að þegar Búnaðar- bankinn hafi farið fram á gjald- þrot hótelsins hafi hann reynt að bjóða bankanum fasteignatrygg- ingu í Hafnarstræti 83, 85 og 88, en því hafi verið hafnað. „Bank- inn vildi bara gjaldþrot," sagði Stefán. Stefán sagði að rekstur hótels- ins hefði gengið vel að undan- förnu, bæði hótelgistingin og matsalan, en vaxta- og verðtrygg- ingarbyrði hefði gert erfitt fyrir í rekstrinum. „Hótel þurfa að fara þrisvar á hausinn til þess að þau gangi, það er þumalputtareglan hjá endurskoðendum," sagði Stefán. Hann sagðist ekki sjá að hann færi persónulega illa út úr þessu gjaldþroti. Hótel Stefanía hf. væri eignalaust, Hafnarstræti 83, 85 og 88 hf. ætti allar fasteignir og bað væri ekki gjaldþrota. óþh Borg hf. Hrísey: Kvótastaða Ás- borgar mjög góð Svæðið norðvestan við Síðuhverfi á Akureyri: Skipulagstillaga verður væntan- lega tiilniin á næsta misseri Samkvæmt samningum Um- hverfisdeildar bæjarins við vcrktaka hafa þeir síðarnefndu losað alla mold norðan við iðn- aðarhverfið norðan Austur- síðu og þessa dagana er verið að slétta úr henni og síðan verður sáð í svæðið fyrir vetur- inn. Þetta svæði nær spölkorn norður fyrir verksmiðjubygg- ingu Efnaverksmiðjunnar Sjafnar. Þessar framkvæmdir gjör- breyta ásýnd þessa svæöis því svæðið hefur alls ekki verið augnayndi fyrir þá ferðamenn og gesti sem koma til Akureyrar eft- ir þjóðveginum úr norðri. Þrátt fyrir venjubundna tiltekt á iðnað- arsvæðinu á hverju vori sækir alltaf í sama farið en með þessum framkvæmdum fá hlutaðeigandi aðilar vonandi ríkari tilfinningu fyrir því að fegra í kringum sig. Umhverfisdeild hefur á undan- förnum árum losað bæinn við kofabyggingar og fjárhús innan byggðarinnar en betur má ef duga skal því það er stefna bæjar- yfirvalda að koma öllu dýrahaldi á skipulögð svæði uppi í Breið- holti og norðan Glerár við Lög- mannshlíð. í fyrra var girt á hjöllunum norðan við Súlumýrar og því er það land orðið friðað með girðingu upp að Fálkafelli og inn Glerárdal og niður framan við öskuhauga þannig að allt það svæði er nú friðað samkvæmt aðalskipulagi Akureyrarbæjar. Krossanesborgir sem bærinn fékk afhentar í fyrra verða friðaðar fyrir beit á næstu mánuðum en þeir sem þar hafa verið með búfé þurfa að víkja innan tíðar. „Það liggur fyrir hjá okkur hálfunnin skipulagstillaga af svæðinu norðvestan við Síðu- hverfið, en þrátt fyrir að hraða þurfi þessu máli nokkuð, er ómögulegt að segja fyrir um endanlega afgreiðslu,“ segir Árni Ólafsson skipulagsstjóri bæjar- ins. „Það liggur hins vegar fyrir að skipuleggja þarna lóð fyrir vöruflutningafyrirtæki en engu að síður verður þetta svæði umgirt gróðri þannig að aðkom- an að bænum verður alls ekki slæm í framtíðinni. Þarna kemur gata hornrétt á þjóðveginn sem heitir Síðubraut og mun hún liggja norðan við nyrstu íbúðar- húsin en norðan við þá götu verð- ur iðnaðarsvæði. GG Einarsstaðir í Reykjadal: Hestamannamót 9. og 10. ágúst Um næstu helgi verður mikið um að vera hjá hestamönnum í Suður-Þingeyjarsýslu. Að Ein- arsstöðum í Reykjadal fer fram firma- og bæjakeppni hestamannafélagsins Þjálfa, kappreiðar og héraðsmót HSÞ í hestaíþróttum. Samhliða mótshaldinu verður héraðssýn- ing kynbótahrossa í Eyjafjarð- ar- og Þingeyjarsýslum. Að Einarsstöðum í Reykjadal er allgóð aðstaða til að halda hestamannamót. Fyrir nokkrum árum var keppnissvæðið lagað og 300 metra keppnisvöllur er þar góður. Að vísu vantar 200 metra keppnisvöll til hestaíþrótta þann- ig að hestaíþróttirnar fara fram á velli sem ekki er löglegur. Hestamenn af Eyjafjarðar- svæðinu ríða árlega til þessa móts og helgi með hestamönnum að Einarsstöðum þykir hin mesta skemmtun. Dagskrá Einarsstaðamótsins hefst föstudaginn 9. ágúst kl. 13,00 með dómum kynbóta- hrossa. Héraðsmót HSÞ í hesta- íþróttum (forkeppni) hefst kl. 19,30 á föstudagskvöldið og keppnin heldur síðan áfram á laugardag. Athygli er vakin á að töltkeppnin og gæðingaskeiðið á laugardaginn er opin keppni og vænst er þátttöku sem víðast að. Firmakeppnin hefst kl. 14,00 á laugardag þannig að dagarnir eru ásetnir og margt ætti að bera fyrir augu hestaunnenda. Að kvöldi laugardags verður hesta- mannadansleikur að Ýdölum þar sem Rokkbandið leikur fyrir dansi. ój Stígandi á Blönduósi: Kynnir norsk- ættuð sumar- og Mðarhús Um síöustu helgi kom hópur Norðmanna til Blönduóss. Um var að ræða fulltrúa norsks húsaframleiðslufyr- irtækis, sem Trésmiðjan Stígandi á Blönduósi hefur hafið samstarf við. Að sögn Jóns Sverrissonar, verkstjóra hjá Stíganda, litu Norðmennirnir á aðstæður hjá Stfganda og kynntu nánar ein- ingahúsin, sem fyrirtækið framleiðir. Nú þegar hefur Stígandi flutt inn tvö hús frá Noregi, annað um 30 fermetra og hitt um 60 fermetra að stærð. Stíg- andamenn eru að ljúka við að setja húsin saman og þau niunu fljótlega verða til sýnis og sölu hjá fyrirtækinu. Jón segir að eftir eigi að koma í ljós í hversu miklum rnæli framlciðsla á norsk- fslensku húsunum verði. Það muni ráðast af viðbrögðum við þessum fyrstu húsum. Jón segir að Norðmennirnir framleiði hús af öllum stærð- um og gerðum og með þeim þægindunt sem viðskiptavinur- inn vilji. Hægt sé að fá fbúðar- hús jafnt sem sumarhús. Jón segir að hönnun húsanna sé athyglisverð og hún geri þau umfram annað sérstök. óþh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.