Dagur - 08.08.1991, Side 3

Dagur - 08.08.1991, Side 3
Fimmtudagur 8. ágúst 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Fjóla Steiansdóttir, hótelstjóri Hótels Húsavíkur. Hótel Húsavík: Rólegt fyrrihluta sumars vegna góðviðris á Suðurlandi Mjólkursamlag KÞ á Húsavík: Ætlmmi að flyfla starfsemi efnagerðar Sanitas norður í vetur Ferdamannastraumurinn til Húsavíkur hefur verið að glæðast eftir rólega byrjun ferðamannatímans í júní. Á götum bæjarins hefur mátt sjá marga ferðamenn á ferli síð- ustu daga og hópar hafa haft viðkomu á hótelinu. Að sögn manna er starfa við ferðaþjón- ustuna eru góðar horfur fram- undan en kuldakastið í júní hafi sett verulegt strik í reikn- inginn. Fjóla Stefánsdóttur, hótelstjóri á Hótel Húsavík, sagði að fremur rólegt hefði verið yfir ferðaþjón- ustunni framan af sumri. Margai bókanir hefðu borist fyrir júní- mánuð en þegar kólnaði í veðri væri allmikið um að fólk afboð- aði komur sínar. Góða veðrið sunnanlands dró þannig verulega úr ferðamannastraumi til Norður- lands fyrrihluta sumars. Þegar hlýnaði aftur héldust hlýindin um allt land og fólk var því ekki að sækjast eftir sól og blíðu hingað norður frekar en eitthvað annað. Fjóla sagði að veðrabirgðin hefðu mun meiri áhrif á ferða- áætlanir íslendinga en útlend- inga. Erlendir ferðamenn væru ekki komnir hingað í þeim erind- um að eltast við suðrænt veðurfar og segja mætti að hitarnir í sumar hefðu valdið sumum útlendingun vonbrigðum. Mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni að undanförnu og sagði Fjóla Stefánsdóttir að allt útlit væri fyrir góðan ágúst- mánuð hjá Hótel Húsavík. Á síð- ast liðnu vori var kaffitería hótelsins endurbyggð og er nú hin vistlegasta í alla staði. ÞI Gengið var frá samningum um kaup Kaupfélags Þingeyinga á efnagerð Sanitas hf. um miðj- an júní síðastliðinn og hófst starfsemi í verksmiðjunni á vegum KÞ 20. júlí. í vetur er síðan ætlunin að flytja starf- semi efnagerðarinnar frá Reykjavík til Húsavíkur og nýta á þann hátt mannskap og tækjabúnað sem fyrir hendi er thjá Mjólkursamlagi KÞ. Hlífar Karlsson, mjólkursam- lagsstjóri á Húsavík, sagði að hugmyndin með kaupunum væri að nýta betur aðstöðuna í mjólk- ursamlaginu og skjóta fleiri stoð- um undir rekstur jiess. Starfsemi efnagerðarinnar hófst 20. júlí síðastliðinn en Kaupfélag Þing- eyinga tók rekstur verksmiðju Sanitas í Reykjavík á leigu fyrst um sinn til þess að unnt væri að koma starfseminni í gang og framleiðsluvörum hennar á markað. Hlífar sagði að fleiri og fleiri vörutegundir verksmiðj- unnar væru að koma á markað þessa dagana og ætlunin væri að starfsemi efnagerðarinnar verði komin í fullan gang um miðjan ágúst. Sem fyrr segir er ætlunin að flytja alla starfsemi efnagerðar Sanitas til Húsavíkur og standa vonir til að af því geti orðið í vet- ur þótt tímasetning hafi ekki enn verið ákveðin. Hlífar sagði að til- koma efnagerðarinnar myndi að öllum líkindum leiða af sér þrjú til fjögur störf til viðbótar þeim sem fyrir væru en fyrst og fremst væri ætlunin að ná betri nýtingu á búnaði mjólkursamlagsins og þeim mannskap, sem þar starfar fyrir. Nú vinna 23 manns í heils- ársstarfi hjá Mjólkursamlagi KÞ og sagði Hlífar að það jafngilti um 25 stöðugildum þegar afleys- ingafólk væri meðtalið. Því er hugsanlegt að í framtíðinni skap- ist aðstaða fyrir um 30 stöðugildi hjá Mjólkursamlagi KÞ. Aðspurður sagði Hlífar Karls- son að aukið samstarf og sérhæf- ing á milli mjólkurbúa væri af Samkvæmt upplýsingum land- læknisembættisins höfðu greinst 65 einstaklingar á ís- landi meö smit af völdum HIV (Human Immunodeficiency Virus). Það sem af er þessu ári hafa greinst 6 einstklingar með HIV smit og þar af 2 með alnæmi. hinu góða og benti á að hugsan- leg samvinna og sameining Mjólkurbús Flóamanna og Mjólkursamlagsins á Höfn í Hornafirði þýddi ákveðna stefnu- breytingu á því sviði. Vandinn við að sérhæfa mjólkurbúin frek- ar en nú er felist hins vegar í mis- jafnri verðlagningu eftir því hvaða vöru þau eru að framleiða. Búin væru því treg til að sleppa framleiðslu sem gæfi meira í aðra hönd til þess að sérhæfa sig í framleiðsluvörum er ekki væru að sama skapi arðbærar. Því yrði að gefa verðlagningarþættinum gaum jafnfram því að auka sam- starf og sérhæfingu mjólkurbúa í framtíðinni. ÞI Á íslandi hafa greinst samtals 18 einstaklingar með alnæmi, lokastig sjúkdómsins, og eru 10 þeirra látnir. Samanlagt nýgengi sjúkdómsins er því 7.2/100.000 íbúa. Kynjahlutfall HIV smit- aðra og alnæmissjúklinga er u.þ.b. 1 kona fyrir hverja 5 karlmenn. óþh Landlæknisembættið: Tíu hafa látist af völdum alnæmis í DAGS-LJÓSINU Tjón af völdum óveðursins mikla 3. febrúar sl.: Hofshreppur vard hvað harðast úti Gróðurhúsið að Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit var eitt þeirra húsa sem fékk að kenna á veðurofsanum 3. febrúar sl. Blönduósbær 56 26 49 Dalvík 2 2 2 Svínavatnshr. 10 2 10 Svarfaðardalshr. 8 2 6 Engihlíðarhr. 27 2 23 Árskógshreppur 7 1 6 Vindhælishr. 10 3 10 Arnarneshr. 2 2 1 Höfðahreppur 73 23 6 Skriðuhreppur 2 2 2 Staðarhreppur 7 7 7 Öxnadalshreppur 1 1 1 Seyluhreppur 2 1 2 Glæsibæjarhr. 2 2 2 Lýtingsstaðahr. 21 4 18 Eyjafjarðarsveit 11 7 10 Akrahreppur 3 3 3 Saurbæjarhreppur 1 1 1 Rípurhreppur 20 4 18 Öngulsstaðahr. 3 2 3 Viðvíkurhreppur 7 7 7 Svalbarðsstrhr. 2 2 2 Hólahreppur 22 9 16 Aðaldælahr. 1 1 1 Hofshreppur 127 17 106 Öxarfj.hreppur 3 3 3 Hofsóshreppur 10 9 8 Sauðaneshrcppur 1 0 1 Fellshreppur 2 2 2 Vopnafjarðarhr. 5 5 5 Fljótahreppur 8 5 8 Akureyri 30 30 24 Auk þess að taka saman upp- Húsavík 24 1 20 lýsingar um tjón af völdum þessa Ólafsfjörður 27 24 21 mikla óveðurs var nefndinni falið að setja fram tillögur um hvernig megi í framtíðinni sem best tryggja að fyrirtæki og einstakl- ingar fái bætt óveðurstjón og tjón af völdum náttúruhamfara. í skýrslu nefndarinnar kemur fram að hún telur að Viðlaga- trygging íslands verði ekki með lögum falið að vátryggja eignir gegn óveðurstjónum. Viðlaga- trygging skuli áfram fyrst og fremst vátryggja eignir af völdum náttúruhamfara, sem illgerlegt eða óhagkvæmt er að tryggja á hinum almenna markaði. Þá fær nefndin ekki séð að efni laga standi til þess að óveðurs- Samkvæmt skýrslu nefndar, sem falið var á sl. vetri að gera úttekt á tjóni af völdum ill- viðrisins sem gekk yfir landið 3. febrúar sl., er Hofshreppur það sveitarfélag á Norðurlandi sem harðast varð úti með tjón. Skráð tjón þar voru 127 og þar af voru aðeins 17 tryggð. Fram kemur í skýrslunni að trúlega hafi orðið mest tjón á landinu í Hofshreppi, ef miðað er við umfang byggðar. Skömmu eftir ofsaveðrið í vet- ur fól þáverandi forsætisráðherra nefnd, sem Kristján Guðmunds- son, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, veitti forstöðu, að safna saman upplýsingum um tjón af þess völdum. Leitað var til sveitarstjórna um allt land, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila um upplýsingar. Fram kemur í skýrslunni að upplýsingar hafi borist frá 154 sveitarfélögum um tjón á alls 4550 eignum. Vitað er að ekki var tilkynnt um allt tjón og því varð það töluvert meira en þessi tala gefur til kynna. í Norðurlandskjördæmi vestra var tilkynnt um 508 tjón og 127 tjón í Norðurlandskjördæmi eystra. Skráð tjón í sveitarfélögum á Norðurlandi voru sem hér segir: Sveitarfélag Alls Tryggt Húso. Siglufjörður 5 5 4 Sauðárkrókur 7 5 5 Staðarhrcppur 4 0 4 Ytri-Torfusthr. 5 3 5 Hvammstangahr. 3 0 3 Kirkjuhvammshr. 7 2 7 Þorkelshólshr. 7 1 7 Áshreppur 10 2 10 Sveinsstaðahr. 23 8 20 Torfalækjarhr. 32 6 24 tjón eigi að bætast úr almennu deild Bjargráðasjóðs og til álita komi að leggja sjóðinn niður í núverandi mynd, a.m.k. hina almennu deild hans, „enda for- sendur fyrir starfrækslu þeirrar deildar brostnar með starfsemi Viðlagatryggingar íslands og fjöl- breytilegum vátryggingarkost- um.“ í kafla skýrslunnar um beinar ráðstafanir eða aðstoð vegna óveðurstjónsins segir að nefndin sé almennt þeirrar skoðunar, að hafi einstaklingar og fyrirtæki orðið fyrir tjóni á óvátryggðum eignum í óveðrinu 3. febrúar sl., eigi ekki að bæta það tjón af opinberu fé í formi styrkja, m.ö.o. tjónsþolar verði jafnaðar- lega að bera tjónið sjálfir. „Þótt að mati nefndarinnar ekki komi til greina, að hið opinbera bæti beint þetta óveðurstjón, kemur til álita, að ráðstafanir verði gerðar til að útvega tjónþolum hagstæð lán til allnokkurs tíma, e.t.v. í allt að 10 ár, í því skyni að auðvelda þeim að yfirstíga þá erf- iðleika sem þeir kunna að hafa orðið fyrir af völdum þessa óveð- urs. Lánafyrirgreiðsla sem þessi ætti þó að heyra til undantekn- inga og ætti aðallega til hennar að koma, ef ríkar félagslegar aðstæður krefjast. Mætti við það miða, að lánið yrði fyrst og fremst vegna skemmda á íbúðar- húsnæði, en hugsanlega einnig vegna tjóns á atvinnuhúsnæði. Á hinn bóginn skuli jafnaðarlega ekki lánað vegna tjóns sem varð f óveðrinu á lausafé, sumarbústöð- um, o.s.frv., þótt slík tjón geti vissulega verið mönnum fjár- hagslega þung í skauti,“ segir síð- an í skýrslunni. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.