Dagur - 14.08.1991, Qupperneq 11
Miðvikudagur 14. ágúst 1991 - DAGUR - 11
ÍÞRÓTTIR
Bikarkeppni 1 1. deild FRÍ
400 m grindahlaup konur
'1. Puríður Ingvarsdóttir, HSK 63.73
2. Ðirgitta Guðjónsdóttir, UMSE 66.06
3. Helen Ómarsdóttir, FH 68.40
400 m grindahlaup karlar
1. Egill Eiðsson, KR 54.48
2. Auðunn Guðjónsson, HSK 56.26
3. Hjörtur Gíslason, UMSE 56.98
100 m hlaup karlar (vindur 0,99)
i. Einar Fór Einarsson, Á. 10.82
2. Gunnar Guðmundsson, FH 11.00
3. Egill Eiðsson, KR 11.05
100 ni hlaup konur (vindur -1,10)
1. Súsanna Heigadóttir, FH 12.41
2. Helga Halldórsdóttir. KR 12.61
3. Geirlaug B. Gcirlaugsdóttii. Á. 12.68
llástökk konur
1. Þóra Einarsdóttir, UMSE 1 72
2. Þórdís Gísladóttir, HSK 1.60
3. Porbjörg Kristjánsdóttir, Á. 1.60
Spjótkast konur
1. Birgitta Guðjónsdóttir, UMSE 44.94
2. Bryndís Hólm, I R 39.50
3. Vigdís Guðjónsdóttir, HSK 38.64
Kúluvarp karlar
1. Pétur Guðniundsson, HSK 19.94
2. Andrés Guðmundsson, Á. 17.14
3. Eggert Bogason, FH 16.15
l.angstukk karlar
1. Jón Oddsson, KR 7.03
2, ólafur Guðmundsson, HSK 6.77
3. Bjöm Traustason, FH 6,66
3000 m hindrunarhlaup
1. Rögnvaldur Ingþórsson, UMSE 9:27.97
2. Bragi Sígurðsson, Á. 9:35.60
3. Daníttl S. Guðroundsson, KR 9:36.84
400 m hlaup konur
1. Hclga Halldórsdóttir, KR 57.61
2. Súsanna Helgadóttir, FÚ 58.08
3. Hiidur I. Björnscióttir, Á. 58.16
400 m hlaup karlar
1. Gunnar Guðmundsson, FH 48.46
2. Friðrik Larsen, HSK 48.82
3. Egill Eiðsson. KR 49.53
1500 m hlaup konur
1. Martha Ernstsdóttir, ÍR 4:30.76
2. Hildur I. Björnsdóttir, Á. 5:11.04
3. Birna Björnsdóttir, FH 5:12.16
Kúluvarp konur
1. Birgitta Guðjónsdóttir, UMSE 11,81
2. Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK 11.30
3. Sigrún Jóhannsdóttir, ÍR 11.06
1500 in hlaup karlar
1. Kristján Skúli Ásgeirsson, ÍR 3:59.68
2. Toby Tanscr, KR 4:02.92
3, Steinn Jóhannsson, FH 4:11.21
Spjótkast karlar
1. Sigurður Matthíasson, UMSE 74.72
2. Unnar Garðarsson. ÍR 66194
3. Þorgrímur Práinsson, Á. 59.82
4*100 m buðhlaiip konur
1. Sveit Ármanns 50.23
50.50
3. Svcit KR 51.54
4x100 m boðhlaup karlar
1. Sveit KR 43.60
2. Sveit FH 44.09
3. SveitHSK 44.19
Hástökk kurlar
1. Einar Kristjánsson, FH 1.99
2. Gunnlaugur Grettisson, HSK 1.96
3. Sigtryggur Aðalbjörnsson, UMSE 1.00
Steggjukast
1. Guðmundur Karlsson,vFH 63.16
2. Vésteinn Hafsteinsson. HSK 48.06
3. Unnar Garðarsson, lR 45.80
100 m grindahlaup konur (vindur -4,10)
1. Helga Halldórsdöttir, KR 15.10.
2. Þuríður Ingvarsdóttir, HSK 15.24
3. Hildur I. Björnsdóttir. Á. 16.14
110 m grindahlaup (vindur -2,4)
1. Hjörtur Gíslason, UMSE 15.18
2. ólafur Guðmundsson, HSK 15.2(1
3. Einar Hjaltested, KR 16.37
200 m hlaup konur (vindur -3,3)
1. Súsanna Helgadóttir, FH 25.55
2. Snjólaug Vilhdmsdottir. UMSE 25.97
3. Helga Halldórsdóttir, KR 26.43
200 m hlaup karlar (vindur -2,73)
1. Gunnar Guðmundsson. FH 22.22
2. Egill Eiðsson, KR 22.33
3. Einar Þör Einarsson, Á. 22.51
Kringulast karlar
1. Vésteinn Hafsteinsson, HSK 58.48
2. Eggert Bogason, FH 50.60
3. Unnar Garðarsson. 1R 46.06
Stangarstökk
1. Sigurður T. Sigurðsson, FH 4.80
2. Kristján Gissurarson, UMSE 4.60
3. Auðunn Guðjónsson, HSK 4.50
Þrístökk
1. Jón Oddsson, KR 14.53
t2. Einar Kristjánsson, FH 14.32
3. Friðrik Þór Óskarsson, ÍR 13.82
800 m hlaup konur
1. Hildur I. Björnsdóttir, Á. 2:15.23
2. Martha Ernstsdóttir, ÍR 2:16.53
3. Birgitia Guðjónsdóttir, UMSE 2:24.47
8110 m hlaup karlur
1. Friörik Larsen, HSK 1:55.86
2. Agnar Steinarsson, (R 1:56.50
3. Finnbogi Gylfason, FH 1:56.77
5000 m hluup karlar
1. Frlmann Hrcinsson. FH 15:02.30
2. Kristján Skúli Ásgeirsson, ÍR 15:07.10
3. Toby Tanser, KR 15:09.02
3000 m hlaup konur
1. Martha Ernstsdóttir, ÍR 9:39.29
2. Birna Björnsdóttir, FH 11:27.46
3. Anna L. Þórsdóttir, KR 11:41.39
Kringlukast konur
1. Margrót D. Óskarsdóttir, ÍR 36.84
2. Halla Heimisdóttir, Á. 36.78
3. Soffía R. Gestsdóttir. HSK 34.38
Langstökk knnur
1. Súsanna Helgadóttir, FH 5.52
2. Sigríöur A. Guðjónsdótlir, HSK 5.44
3. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE 5.40
1000 m huðhlaup karlar
1. Sveit FH 1:58.51
2. Sveit KR 1:58.68
3. Sveit HSK 2:00.99
1000 m hoðhlaup konur
1. Sveit Ármanns 2:21.42
2. Sveit UMSE 2:22.99
3. Sveit KR 2:23.20
Klárir í slaginn. Frá vinstri: Haukur Eiríksson, Valdemar Valdemarsson,
Sigurgeir Svavarsson, Rögnvaldur Ingþórsson og Ólafur Björnsson.
Mynd: Golli
Skíðalandsliðin:
Ætla að hjóla 3000 km
á irrnan við viku
Nk. laugardag leggja íslensku
skíðalandsliðin upp í óvenju-
legt ferðalag. Þau hyggjast
hjóla hringinn í kringum
ísland, alls um 3000 km, og er
markmiðið að ferðin taki inn-
an við 7 sólarhringa. Til-
gangurinn með ferðinni er
tvenns konar, að safna fé til
undirbúnings fyrir Ólympíu-
leikana og kynna skíðaíþrótt-
ina fyrir landsmönnum.
7-8 skíðamenn munu taka þátt
í förinni og er stærstur hluti
þeirra Norðlendingar, skíða-
göngumennirnir Haukur Eiríks-
son, Rögnvaldur Ingþórsson,
Sigurgeir Svavarsson og Ólafur
Björnsson og alpagreinamaður-
inn Valdemar Valdemarsson,
auk þess sem hugsanlegt er að
Guðrún H. Kristjánsdóttir verði
með í för. Skíðagöngumennirnir
og Valdemar litu við á Degi
nýlega og fræddu blaðamann um
ferðina.
Það er öll skíðahreyfingin sem
stendur að ferðinni og fá skfða-
héruðin 30% af áheitunum sem
safnast en afgangurinn rennur til
undirbúnings fyrir Ólympíuleik-
ana. Hann felst m.a. í þremur
utanlandsferðum hjá hvoru
landsliði fyrir sig. Búið er að til-
kynna þátttöku íslands á leikun-
um en ekki hefur enn verið
ákveðið hve margir íslenskir
skíðamenn verða meðal þátttak-
enda. Búist er við að það verði
þrír alpagreinamenn og tveir
skíðagöngumenn en ef vel geng-
ur á undirbúningstímabilinu gætu
þeir orðið fleiri.
Skíðafólkið hefur undirbúið
sig fyrir þrekraunina og er óbang-
ið. „Við erum öll í góðri þjálfun,
höfum hlaupið mikið og æft stíft.
Við höfum hjólað töluvert í
sumar, m.a. frá Dalvík til Húsa-
víkur um dagiim, auk þess sem
menn hafa stundað þríþraut. Við
höldum okkur yfirleitt í þjálfun
allt árið, tökum okkur í mesta
lagi þriggja vikna frí á vorin,
þannig að við erum vel undirbú-
in.“
Farinn verður stærsti hringur-
inn um landið, alls um 3000 km.
Skíðamennirnir hjóla til skiptis,
klukkutíma í senn, og er stefnt er
að því að láta ferðina taka skem-
ur en 7 sólarhringa. Áheitum
verður safnað fyrir hverja
klukkustund sem vantar upp á
vikuna. Þeir bjartsýnustu vona
að þetta náist á fimm og hálfum
sólarhring en til þess þarf meðal-
hraðinn að vera 25 km. Þeir allra
bjartsýnustu í hópnum tala um 5
sólarhringa.
„Það sem verður erfiðast við
þetta er óreglulegur svefninn.
Menn mega kallast góðir ef þeir
ná 5-6 tíma svefni í einu og sumir
þurfa að snúa svefntíma sínum
algerlega við því það verður hjól-
að allan sólarhringinn," sögðu
þeir félagar.
Gengið verður í hús og safnað
áheitum, listar liggja frammi á
fjölmörgum stöðum auk þess sem
hægt verður að hringja í áheita-
síma sem verður með í för. Núm-
erið er 985-28502.
„Við vonum að fólk fylgist vel
með þessu. Það verður sími í för-
inni og auðvelt að ná sambandi
við okkur og svo vonum við að
sem flestir hjóli með okkur í
gegnum bæina,“ sögðu kapparnir
að lokum.
Knattspyrna:
Komast Þórsstúlkur
í úrslit bikarkeppnmnar?
I kvöld fara fram undanúrslita-
leikirnir í bikarkeppni kvenna í
knattspyrnu. ÍBK og Þór mæt-
ast í Keflavík og í A og Valur á
Akranesi. Þá verður einnig
leikið í 3. og 4. deild karla í
kvöld.
Þórsstúlkur verða að teljast
eiga ágæta möguleika á sigri, þær
leika í 1. deild en ÍBK í 2. deild
þótt það hafi reyndar litla þýð-
ingu í bikarkeppni. „Þetta verður
örugglega erfiður leikur enda
slógu Keflvíkingar Breiðablik út
úr bikarnum. Ég held samt að við
eigum ágæta möguleika og það
verður ekkert gefið eftir,“ sagði
Valgerður Jóhannsdóttir, fyrir-
liði Þórs.
14. umferð 3. deildar klárast í
kvöld. Völsungur og Skallagrím-
ur leika á Húsavík og KS og
Magni á Siglufirði. Leikirnir hefj-
ast kl. 19. Á sama tíma mætast í
4. deild Þrymur og Kormákur,
Hvöt og Neisti og UMSE-b og
SM.
Knattspyrna:
Guirnar í KA
Nú í vikunni var gengið frá því
að Gunnar Gíslason, landsliðs-
maður í knattspyrnu, leikur
með KA næsta sumar. Samn-
ingur hans við sænska liðið
Hácken rennur út í haust og
kemur hann þá heim. Vart
þarf að fjölyrða um mikilvægi
þess fyrir KA-menn að endur-
heimta sinn gamla félaga en
hann lék með félaginu upp alla
yngri flokka og einnig með
meistaraflokki á sínum tíma.
„Mér líst mjög vel á þetta enda
stóð aldrei annað til en að enda
ferilinn hjá KA. Ég vona bara að
þeir haldi sér í deildinni en ef
þeir falla þá spila ég bara í 2.
deildinni. Ég bið að heilsa þeim
og sendi baráttukveðjur fyrir síð-
ustu umferðirnar," sagði Gunnar.
Gunnar sagðist hafa heyrt í
nokkrum liðum upp á síðkastið
en þau hefðu öll fengið sama
svarið. „Liðin byrja að hringja
þegar maður er búinn að segja að
maður ætli heim en ég ætlaði allt-
af í KA og gaf þeim öllum sama
svarið.“
Gunnar sagði alls óvíst að
hann léki handknattleik með KA
f vetur en hann kemur heim í lok
október. „Veturinn er náftúrlega
minn hvíldartími sem fótbolta-
maður en ef KA hefur not fyrir
mig á meðan ég æfi tvisvar í viku
þá verð ég sjálfsagt með. Ég kem
ekki til með að æfa 5-6 sinnum í
viku eins og þeir. Maður þolir
það hreinlega ekki enda ekkert
unglamb lengur,“ sagði Gunnar
Gíslason.
Handknattleikur:
Völsungar
verða með
Nú er orðið Ijóst að Völsungar
verða með í 2. deild Islands-
mótsins í handknattleik í vetur
en eins og fram kom í Degi
nýlega var ekki öruggt að þeir
ættu í Iið.
„Við verðum með og setjum
allt á fullt í vikunni. Við verðum
sennilega seinir í gang úr því sem
komið er en ætlum okkur að gera
þetta af alvöru,“ sagði Arnar
Guðlaugsson, þjálfari.
Markvörðurinn Eiríkur
Guðmundsson leikur aftur með
liðinu í vetur en hann tók sér frí
frá handbolta í fyrra. Útlit er fyr-
ir að mannskapurinn verði
óbreyttur að öðru leyti.
EM fatlaðra í sundi:
Rut byijar vel
Rut Sverrisdóttir, sundkona úr
Óðni á Akureyri, hefur byrjað
mjög vel á Evrópumeistara-
móti fatlaðra í sundi sem fram
fer í Barcelona á Spáni. Rut
hefur þegar unnið gullverðlaun
í 100 m tlugsundi og 50 m
skriðsundi.
Ekki hefur tekist að afla upp-
lýsinga um tíma í sundum
íslensku keppendanna en ljóst er
að árangur þeirra er góður. Geir
Sverrisson hefur unnið gull í 100
m bringusundi, Lilja María
Snorradóttir silfur í 100 m bak-
sundi og Ólafur Eiríksson silfur í
400 m baksundi. Þá hefur Kristín
Rós Hákonardóttir unnið tvenn
bronsverðlaun í 100 m baksundi
og 100 m bringusundi.
Aganefnd KSÍ:
Tveir Þórsarar
ogPavelíbann
16 leikmenn voru dæmdir í
leikbann á fundi aganefndar
KSÍ í gærkvöld. Þar af voru
þrír leikmenn úr KA og Þór,
Hlynur Birgisson og Lárus
Orri Sigurðsson, Þór, og Pavel
Vandas, KA, allir vegna fjög-
urra gulra spjalda.
Hlynur og Lárus Orri leika því
ekki með Þór gegn Grindavík á
föstudag og Pavel ekki með KA
gegn Víði á mánudag. Einar
Daníelsson, Grindavík, verður
einnig í leikbanni á föstudag.
Þá var Garðar Níelsson,
Reyni, dæmdur í tveggja leikja
bann vegna brottvísana.
2. deild kvenna:
KS jók forskotið
4. umferð í B-riðli 2. deildar
kvenna í knattspyrnu fór fram
um síðustu helgi. KS jók for-
skot sitt á toppnum með 3:0
sigri á Leiftri og TindastóII og
Dalvík gerðu 2:2 jafntefli.
Fyrri hálfleikur í leik KS og
Leifturs var nokkuð jafn og sýndi
hið unga lið Leifturs mikla bar-
áttu. í seinni hálfleik áttu Sigl-
firðingar hins vegar mun meira
og unnu öruggan sigur. Rósa
Ómarsdóttir skoraði tvö mörk
fyrir KS og Anna Hermína
Gunnarsdóttir eitt.
Ákaflega skiptar skoðanir eru
um hvernig leikur Tindastóls og
Dalvíkur gekk fyrir sig og bera
fæst orð minnsta ábyrgð. Þó er
ljóst að hann fór 2:2 og svo virð-
ist sem Dalvík hafi skorað fyrsta
markið, Tindastóll tvö næstu og
Dalvíkingar svo jafnað á síðustu
mínútunni. Kristjana Jónasdóttir
og Birna Valgarðsdóttir skoruðu
fyrir Tindastól en Ingigerður
Júlíusdóttir og Helga Björk
Eiríksdóttir fyrir Dalvík.
Dalvík er nú eina liðið sem
getur náð KS að stigum en liðin
mætast á Dalvík í síðustu
umferðinni 24. ágúst. Hugsanlegt
er að jafntefli nægi KS gegn
Tindastól í næst síðustu umferð-
inni.
Staðan eftir fjórar umferðir er
þessi:
KS 4 4-0-0 17: 2 12
Dalvík 4 2-1-1 15: 6 7
Tindastóll 4 1-1-2 9:10 4
Leiftur 4 0-0-4 0:23 0