Dagur - 14.08.1991, Síða 6

Dagur - 14.08.1991, Síða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 14. ágúst 1991 „Ferðamaimastraumuriiin er þungur“ - segir Porvarður Árnason, líffræðingur og landvörður Þá er sumri hallar og ferða- mönnum fækkar er ekki úr vegi að skyggnast ögn um á ferðamannaslóðum. Fyrir val- inu er þjóðgarðurinn I Jökuls- árgljúfrum. Þær raddir verða stöðugt háværari að Mývatns- sveitin og Jökulsárgljúfrin þoli ekki ferðamannastraum sumarsins. Náttúru þessara staða sé stórlega misboðið og raunar sé hægt að tala um áníðslu. Að sögn kunnugra er umferð ferðafólks skipulögð um akvegi og göngustíga í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfr- um. Náttúruverndarráð hefur stjórn á svæðinu sem gerir gæfumuninn þcgar litið er til náttúruverndar. Málum er á annan veg farið í Mývatns- sveit. „Þjóðgarðurinn í Jökuls- árgljúfrum er í algjöru fjár- svelti. Enginn þjóðgarðsvörð- ur er á svæðinu þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að svæð- ið var gert að þjóðgarði. í dag er stefnt að ráðningu þjóð- garðsvarðar, en samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- málaráðuneytinu er ekki gert ráð fyrir stöðunni á fjárlögum. Slíkt er forkastanlegt,“ sagði Þorvarður Arnason, líf- lræðingur og landvörður í Asbyrgi. Nýtur ekki eftirlits níu mánuði á ári Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfr- um nýtur ekki eftirlits níu mán- uði á ári. Landverðir eru aðeins yfir hásumarið á svæðinu sem uppfyllir ekki kröfur þær er gerðar eru til þjóðgarða. Vél- sleðamenn og byssumenn streyma yfir svæðið haust sem vetur og lífi og gróðri er ekki þyrmt. Hér þarf að taka í taum- ana. í sumar hefur vart sést rjúpa á svæðinu. Rjúpan er í lægð, sem kemur niður á viðkomu fálkans. Fálki verpti ekki í sumar í Hljóðaklettum, sem hann hefur gert til fjölda ára. Hinsvegar verpti fálki í Ásbyrgi, en hann kom aðeins upp einum unga. Fjögur til fimm fálkahreiður hafa verið í þjóðgarðinum hvert sumar. í sumar voru þau aðeins tvö. Spörfuglum hefur fjölgað til muna í þjóðgarðinum. Vorið var gott og varp hófst um miðjan apríl. Kjarrið og lyngmóarnir hafa fyllst af ungum í tvígang. Tíu rauðhöfðakollur verptu í sumar á tjörninni í Ásbyrgi og ungunum hefur farnast vel í góð- viðri sumarsins. Fýll sást fyrst í Ásbyrgi árið 1970. í dag er fýllinn um öll björg og þykir mörgum nóg um. Vælið í fuglinum fer í taugarnar á mörg- um og þeir hinir sömu eiga erfit um svefn í tjöldum sínu. „Mjög erfitt er að hafa stjórn á viðkomu fýlsins. Fiskiskipaflota og fisk- vinnslustöðvum landsins er þar um að kenna þar sem svo miklu æti er hent í sjóinn. Margir hafa nefnt að tímabært sé að eyða múkkanum í Ásbyrgi, en slíkt er ekki hægt. Útrýming múkkans myndi ganga þvert á þá hugsjón sem þjóðgarðurinn byggir á. Þjóðgarðurinn er friðland alls lífs sem þrífst og ekki er okkar að gera upp á milli lífvera," sagði Þorvarður. Fræðslustofu vantar Nú er svo komið að sögn Þor- varðar að stórbæta þarf alla aðstöðu í Ásbyrgi til móttöku I Hljóðaklettum. ferðamanna. Árið 1984 voru framkvæmdir á svæðinu. Síðan hefur fjármagn ekki fengist til nýframkvæmda. Ferðamönnum fjölgar ár frá ári og öll aðstaða er orðin ófullnægjandi. Úrbóta er þörf á tjaldstæðum. Sökkull að fræðslustofu var steyptur upp í Ásbyrgi 1984. Mjög aðkallandi er að reisa hús á þessum sökkli. „Starf okkar landvarða snýst mikið um fræðslu. Ef við hefðum fræðslustofu hér í Ásbyrgi og fólki væri gert að koma til okkar til að fá upplýsingar um þjóð- garðinn þá þori ég að fullyrða að ekki kæmi til náttúruspjalla. í Mývatnssveit stendur til að reisa fræðslustofu, en fjármögnun hennar verður með útgáfu frí- merkis. Næsta sumar verður umhverfi tjarnarinnar í bontni Ásbyrgis algjört forgangsverkefni. Stígar meðfram tjörninni að norðan- verðu eru ekki til sóma. Tjarnar- bakkann verður að laga og það er hægt. Nú er rætt um að hlaða lít- inn útsýnispall við tjörnina úr grjóti sem myndi falla inn í umhverfið. Mér sýnist slíkt góð lausn.“ Þungur straumur ferðamanna „Ferðamannastraumurinn í þjóð- garðinum er þungur. Dag hvern koma um 20 hópferðabílar í Ásbyrgi og svipaður fjöldi í Hljóðakletta. Að þessu viðbættu er allur fjöldinn er kemur í einka- bílum, á mótor- og reiðhjólum og fótgangandi. Við værum í stakk búin til að taka á móti þessum fjölda, ef við hefðum fjármagn og mannskap til að gera virkilega góða göngustíga um þjóðgarð- inn. Lega þeirra stíga sem eru fyrir er góð, en þeir eru ekki nægilega vandaðir, þ.e. ekki var- anlegir. Ótal slóðir eru í Hljóða- klettum sem við landverðir höf- um lokað. Að þessu var unnið í fyrra og verkið heppnaðist vel. Flestir ferðamenn virða þær tak- markanir sem settar eru á göngu- leiðir, en á móti gætum við þess að meginslóðirnar séu til þeirra staða sem þykir ákjósanlegt að sjá. í framtíðinni verður að vanda betur til göngustíganna í þjóð- garðinum. Á nokkrum stöðum hefur gerð giinguleiða leitt til náttúruspjalla í vorleysingum. Þessar skemmdir höfum við land- verðir lagað nema á einum stað í Hljóðaklettum. Ef litið er til þess mikla álags sem þjóðgarðurinn í Jökulsár- gljúfrum verður fyrir ár hvert er mesta furða hversu svæðið hefur komið vel út. Trúlega nýtur þjóð- garðurinn þess hve víðfeðmur hann er. Aðra sögu er að segja um Mývatnssveitina. Mývatns- sveitin er okkur landvörðum mikið áhyggjuefni. fslendingar verða að gera sér grein fyrir hversu mikil auðæfi eru fólgin í viðkvæmri náttúru landsins okkar. Lítið þarf að bera út af til að illa fari á fjölsóttum ferða- mannastöðum,“ sagði Þorvarður Árnason, líffræðingur. ój

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.