Dagur - 14.08.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 14. ágúst 1991
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
INGIBJÓRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Útflutningsvara en
ekki tombóluvarningur
í byrjun vikunnar boðuðu íslenska álviðræðunefnd-
in og forsvarsmenn Atlantsál-samsteypunnar til
blaðamannafundar. Tilefnið var að tilkynna að efn-
islegt samkomulag hefði tekist um öll meginatriði
samninganna um álver á Keilisnesi. Eins og venjan
er á slíkum fundum lýstu fundarmenn mikilli
ánægju með að samkomulag lægi fyrir og lofuðu
árangur viðræðnanna í hástert. Þó hefur það vænt-
anlega ekki farið fram hjá mörgum að helstu tals-
menn íslenskra stjórnvalda á fundinum, Jóhannes
Norðdal, formaður íslensku álviðræðunefndarinnar
og Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, voru ekki
margorðir um hversu mikill efnahagslegur ávinn-
ingur fælist í samningunum, íslandi til handa.
Fálæti þeirra hvað þetta atriði varðar kemur ekki á
óvart, því ef fram fer sem horfir eru íslensk stjórn-
völd að semja af sér svo um munar.
Á fundinum kom fram að það raforkuverð sem
rætt er um að gildi á svokölluðum „ afsláttartíma
samningsins" sé eitthvað í kringum 10 mills, miðað
við álverð í dag. Það er mun lægra orkuverð en
álverið í Straumsvík greiðir og miklu lægra verð en
þyrfti að fást til að standa undir fjármagnskostnaði
af virkjanaframkvæmdum vegna álversins annars
vegar og fá eitthvað nálægt kostnaðarverði fyrir raf-
orkuna hins vegar. Eins og margoft hefur komið
fram í fréttum er raforkuverðið kyrfilega bundið
heimsmarkaðsverði á áli í samningsdrögunum.
Heimsmarkaðsverð á áli er með allra lægsta móti
nú og fátt sem bendir til að það muni hækka á næst-
unni. íslensk stjórnvöld eru því að taka mjög mikla
áhættu með því að samþykkja að orkuverðið sé ríg-
bundið heimsmarkaðsverði álsins.
Enginn veit hvað íslendingar koma til með að fá
greitt fyrir raforkuna til álversins á Keilisnesi á
samningstímanum annað en það að verðið er
hneykslanlega lágt í upphafi. Það gæti hins vegar
hækkað - ef guð lofar! Samningurinn við Atlantsál
er í raun ekkert annað en dýrasti happdrættismiði
íslandssögunnar; happdrættismiði sem kostar tugi
milljarða króna og gæti fært þjóðinni vinning ef
heppnin er með.
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, fjallaði líttillega
um raforkusölu til nýja álversins, í forystugrein
blaðs síns í síðustu viku. Þar sagði hann m.a.:
„Að selja orku til Keilisness á fjármagnskostnað-
arverði er álíka heimskulegt og að veita togurum
frá ríkjum Evrópubandalagsins aðgang að fiskimið-
um okkar. Viðskipti af slíku tagi eru verri en engin
viðskipti, því að okkur ber skylda til að ná gróða af
aulindum okkar. “
Undir þessi orð skal tekið. Raforkuverð upp á 10
mills er alls óviðunandi. Þar er um að ræða gjöf en
ekki gjald og verr af stað farið en heima setið.
íslensk orka er fyrirtaks útflutningsvara en ekki
útsöluvara eða tombóluvarningur. BB.
Létt og laggott?
- iðnaðarvörur unnar úr landbúnaðarhráefni
Utanríkisráðuneytið hefur legið
undir ámæli fyrir að hafa leynt og
sagt ósatt uni framgang samn-
ingaviðræðna EES um landbún-
aðarmál og iðnaðarvörur unnar
úr landbúnaðarhráefni.
Var einhverju ieynt?
Drög að lista yfir iðnaðarvörur
unnar úr landbúnaðarhráefni
sem leggja átti til grundvallar í
viðræðum við EB voru rædd á
sérfræðingafundi EFTA 17.
janúar 1991. Listanuni var dreift
25. janúar 1991. Á lista EFTA
sérfræðinganna voru vörur er
falla undir tollflokk 21.05 og
21.06 sem m.a. eru rjómi og
mjólkurís. Smjörvi og létt og
laggott. Listi þessi var sendur í
fyrstu útgáfu til landbúnaðar-
ráðuneytisins 1. febrúar, önnur
útgáfa 22. febrúar, þriðja var
lögð fram á fundi í landbúnaðar-
ráðuneytinu 21. maí, fjórða
útgáfan var send 20. júní, sjötta
11. júlí og sú sjöunda 23. júlí
1991. Landbúnaðarráðuneytinu
bárust því drög að þeim lista sem
hér um ræðir í hvert skipti sem ný
útgáfa var gefin út eða í allt 7
sinnum. Hið umdeilda viðbit og
rjómaísinn voru frá upphafi á
listanum. Það hefur því engu ver-
ið leynt.
Var sagt ósatt?
Viðræður um landbúnaðar-
afurðir hafa verið ræddar á þrem-
ur vígstöðvum í samningavið-
ræðunum. í fyrsta lagi varðandi
samræmingu reglugerða um heil-
brigðiseftirlit með dýrum og jurt-
um og afnám viðskiptahindrana á
heilbrigðisforsendum. í öðru lagi
um gagnkvæmar tilslakanir í við-
skiptum með hefðbundnar land-
búnaðarafurðir. ísland hefur
algjörlega staðið utan við þá
samningsgerð.
í þriðja lagi sótti EB um ein-
hliða tollívilnanir fyrir 72 tiltekn-
ar suður-evrópskar landbúnaðar-
afurðir. ísland gaf til kynna að
fengist frjáls aðgangur að EB
Jón Baldvin Hannibalsson.
mörkuðum fyrir fiskinnn, yrði
gjöldum aflétt af 65 afurðum á
listanum (hrísgrjón, vanilla,
ávextir o.fl.) en árstíðarbundinn
innflutningur yrði heimill á sjö
vöruflokkum (agúrku, tómötum
o.fl.) líkt og verið hefur til þessa.
Að sjálfsögðu er þetta í fullu
samræmi við áður gefnar upplýs-
ingar. Það hefur því engu verið
logið.
Var óheimilt að flytja inn
viðbit og ís?
Reglugerð um innflutnings- og
gjaldeyrisleyfi nr. 132/1988 kveð-
ur á um þær vörutegundir, sem
eru háðar innflutningsleyfi við-
skiptaráðuneytisins. Innflutning-
ur annarra vara en þeirra, sem
tilgreindar eru í reglugerðinni, er
frjáls nema önnur lög banni eða
takmarki innflutninginn. Meðal
þeirra vörutegunda sem taldar
eru upp í reglugerðinni er að
finna smjörlíki og rjómaís og er
innflutningur þeirra því háður
leyfum. Vörutegundir á borð við
Smjörva og Létt og laggott eru
hins vegar ekki taldar upp í
reglugerðinni. í lögunum um
framleiðslu, verðlagningu og sölu
á búvörum nr. 46/1985, er fram-
leiðsluráði veittur réttur til að
stöðva innflutning þeirra land-
búnaðarvara, sem bannað er að
flytja inn samkvæmt öðrum
lögum, ef staðfest er að innlend
framleiðsla fullnægi ekki neyslu-
þörfinni. Smjörvi og Létt og lag-
gott eru ekki háð innflutnings-
leyfi og þurfa því ekki leyfi fram-
leiðsluráðs. ís er hins vegar á list-
anum og þarf því leyfi viðskipta-
ráðuneytisins til innflutnings á
honum. Leyfi framleiðsluráðs
þarf hins vegar ef ís telst til land-
búnaðarvara. Benda má á að
smjörlíki telst ekki landbúnaðar-
vara, og er á forræði viðskipta-
ráðuneytis, sbr. úrskurð ríkislög-
manns um það efni dags. 27.
apríl 1989.
í fríverslunarsamningi íslands
við EB er ís með kakó á þeim
lista sem einungis má leggja á
verðjöfnunargjald. Það væri því
samningsbrot ef viðskiptaráðu-
neytið neitaði innflutningi á
súkkulaðiís frá EB ríkjunum.
Hefur ísland samþykkt
fríverslunarlista yfír
iðnaðarvörur unnar úr
landbúnaðarhráefni?
Þegar samræmdur listi EFTA
ríkjanna yfir iðnaðarvörur unnar
úr landbúnaðarhráefni var
afhentur EB var skýrt tekið fram
að Finnland, Noregur, Svíþjóð,
Sviss og Liechtenstein stæðu á
bak við hann, en Austurríki og
ísland væru ekki tilbúin til við-
ræðna um þennan lista. fsland
hefur því aldrei samþykkt neinn
lista.
Af því sem hér hefur verið sagt
má Ijóst vera að svikabrigsl og
áburður um leynd og ósannindi
er tilefnislaus með öllu. Ekki sak-
aði að þeir sem staðið hafa fyrir
þessum tilefnislausa óhróðri bæð-
ust afsökunar.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Höfundur er utanríkisráðherra.
Samband ungra framsóknarmanna:
Boðar tfl ráðstefiiu á
Sauðárkróki 31. ágúst
- „góð blanda af fræðslu og skemmtun,“
segir Siv Friðleifsdóttir, formaður SUF
Vetrarstarf SUF, Sambands
ungra framsóknarmanna, hefst
með stórri fræðsluráðstefnu
sem haldin verður á Sauðár-
króki laugardaginn 31. ágúst
næstkomandi. Ráðstefnan er
skipulögð að hluta til sem mót-
vægi við Sambandsþing SUF,
sem haldin eru annað hvert ár.
í tengslum við ráðstefnuna,
þ.e. síðari hluta föstudags og
fyrri hluta sunnudags, verður
síðan haldinn miðstjórnar-
fundur Sambands ungra fram-
sóknarmanna.
Ráðstefnan, sem hlotið hefur
nafnið STEFNA ’91, er opin ung-
um framsóknarmönnum alls
staðar af landinu. Kl. 10.00
árdegis á laugardag mun Siv
Friðleifsdóttir, formaður SUF,
setja ráðstefnuna. Síðan flytur
Tryggvi Gíslason, skólameistari
Menntaskólans á Akureyri, fyrir-
lestur sem hann nefnir: „Tæki-
færi ungs fólks í breyttri
Evrópu". Um kl. 11.00 flytur Jón
Þórðarson, deildarstjóri sjávar-
útvegsdeildar Háskólans á Akur-
eyri, fyrirlestur um tækifæri ungs
fólks á landsbyggðinni. Á eftir
fyrirlestrunum fara fram umræð-
ur. Að loknu hádegisverðarhléi
fjallar Halldór Ásgrímsson,
varaformaður Framsóknar-
flokksins, um hugmyndir að jöfn-
un atkvæðisréttar.
Meðal annarra dagskrárliða á
ráðstefnunni má nefna að Stein-
grímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins, svo og
þingmenn flokksins í Norður-
landskjördæmi vestra, þeir Páll
Pétursson og Stefán Guðmunds-
son, munu ávarpa ráðstefnuna.
Einnig fer fram á ráðstefnunni
nýstárleg keppni milli formanns
og varaformanns Framsóknar-
flokksins og er sú keppni kennd
við hina þjóðfrægu sjónvarps-
stjörnu, Ragnar Reykás... Ráð-
stefnustjóri er Guðrún Benný
Finnbogadóttir, formaður FUF
við Djúp.
Laust fyrir kvöldmat ráðstefnu-
daginn er stefnt að því að halda
formannafund með þátttöku
framkvæmdastjórnar SUF og
formanna FUF-félaga.
Eftir kvöldmat mun STEFNU
’91 ljúka með þátttöku SUF-ara í
Héraðsmóti framsóknarmanna í
Skagafirði, sem haldið verður í
Miðgarði. Þar dunar dansinn til
klukkan þrjú um nóttina við
undirspil Geirmundar Valtýsson-
ar og félaga.
Siv Friðleifsdóttir, formaður
Sambands ungra framsóknar-
manna, sagði að ráðstefnan væri
skipulögð með það fyrir auguni
að bjóða upp á góða blöndu af
fræðslu og skenimtun. „Allir
fyrirlestrarnir á ráðstefnunni eiga
t.d. mjög brýnt erindi við ungt
fólk og við væntum þess að þátt-
takan verði góð,“ sagði Siv.
SUF-arar eru hvattir til að skrá
sig sem fyrst á skrifstofu Fram-
sóknarflokksins, Hafnarstræti 20,
Reykjavík, sími 91-624480, eða
hafa samband við formann FUF-
félags á sínu svæði. Þátttökugjald
er fimm þúsund krónur og er
innifalið í því matur, gisting á
heimavist Fjölbrautaskólans á
Sauðárkróki og aðgöngumiði að
skemmtuninni á laugardags-
kvöldið. Nú þegar eru fjölmargir
búnir að skrá sig og eru þátttak-
endur úr öllum kjördæmum
landsins.