Dagur - 23.08.1991, Síða 3
Föstudagur 23. ágúst 1991 - DAGUR - 3
Fréttir
Þingflokkur og landsstjórn Framsóknarflokksins og aðrir gestir við höfnina á Húsavík í gær. Mynd: im
Þingflokksfundur framsóknarmanna á Húsavík:
Verulegar áhyggjur af við-
horfi nkisstjómar Davíðs
- segir Páll Pétursson, formaður þingflokksins
Þingflokkur framsóknarmanna
og Landsstjórn Framsóknar-
flokksins héldu fund á Húsavík
í gær með forustumönnum
flokksins í kjördæminu og
heimsóttu fyrirtæki og stofnan-
ir í bænum. Þeir heimsækja
síðan Kópasker í dag.
Páll Pétursson, formaður þing-
flokksins, sagði í samtali við Dag
að sá háttur hefði verið á hafður,
að fara í það minnsta einu sinni á
ári og halda vinnufund úti á
landi og hitta heimamenn á
hverjunt stað.
„Ég held þetta sé gagnlegt,
bæði að sjá sig um og kynnast
fólki og fá víðari sýn á verkefnin.
Það hefur verið gaman að koma
hér til Húsavíkur og vel tekið á
móti okkur og ég vona að fundur-
inn verði gagnlegur,“ sagði Páll
fyrir fundinn í gær. „Við hljótum
að hafa verulegar áhyggjur af því
viðhorfi sem ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar virðist hafa, því
afskiptaleysi og ég vil segja and-
úð sem hún virðist hafa á
atvinnulífinu og jafnvel á þeirri
byggðastefnu sem fylgt hefur
verið. Forsætisráðherra gengur
fram fyrir skjöldu að úthrópa
byggðastefnuna og það sem gert
hefur verið í byggðamálum. Pað
hlýtur að setja að manni ákveð-
inn óhug og mér þykir sennilegt
að þetta komi til umræðu á fund-
inum. Við lítum það mjög alvar-
legum augum ef á að fara að rífa
til grunna það velferðarþjóðfélag
sem við höfum verið að byggja
upp á undanförnum áratugum,
eins og núverandi valdhafar hafa
uppi hótanir um.
Við munum ræða minnisverða
atburði í heimsmálum, atburðina
í Sovétríkjunum m.a og afstöð-
una til Evrópubandalagsins og
stefnuna í atvinnumálum yfir-
leitt," sagði Páll, aðspurður um
efni þingflokksfundarins á Húsa-
vík. 1M
Sérhönnuð slökkvibifreið kynnt á Akureyri:
„Slík bifreið hentar lands-
byggðinni fyrst og fremst“
- sagði Erlingur Helgason, forstjóri Krafts hf.
I gær voru staddir á Akureyri
Erlingur Hclgason, forstjóri
Krafts hf., og Guðmundur
Guðmundsson, fv. slökkviliðs-
stjóri Flugmálastjórnar, til að
kynna sérhannaða slökkviliðs-
bifreið.
Undanfarin átta ár hefur
Kraftur hf. flutt inn til landsins 9
nýjar slökkviliðsbifreiðar. Þessar
bifreiðar eru af MAN gerð með
yfirbyggingu frá H.F. Nielsen í
Danmörku. Bifreiðarnar eru nú
staðsettar f Reykjavík, Hafnar-
firði og á Akureyri, auk þess á
flugvöllunum í Reykjavík og á
Akureyri.
„Okkur hefur orðið stöðugt
ljósari sú þörf, að koma með á
markaðinn staðlaða slökkviliðs-
bifreið sem hentað gæti sem flest-
um byggðalögum og kauptúnum.
í dag erum við með slíka bifreið
er við sýnurn vítt og breitt um
landið. Astæður þessa sýninga-
framtaks eru að reyna að sam-
rærna uppbyggingu slökkviliðs-
bifreiða sem henta landsbyggð-
inni auk þess að tryggja bestu
mögulegu þjónustu fyrir bruna-
varnir landsins. Hvað varðar
þessa sýningabifreiða höfum við
haft samráð við Brunamálastofn-
un, Vátryggingafélag íslands hf.
auk fjölda slökkviliðsntanna og
slökkviliðsstjóra sem liafa stutt
okkur í þessu brunavarnaátaki.
Undirtektir lofa góðu, að hér fari
frábær og vel uppbyggð slökkvi-
bifreið sem geti þjónað og hentað
landsbyggðinni," sagði Erlingur
Helgason, forsijóri Krafts hf.
Bæjarverk hf.:
MM vinna við malbikun á
bflastæðum og gangstéttum
Mikil og stöðug vinna hefur
verið frá því snenima í vor hjá
fyrirtækinu Bæjarverki hf. á
Akureyri en það hefur sérhæft
sig í lagningu malbiks á bíla-
stæði og við heimahús og
einnig gangstéttagerð.
Verkefni falla til víða, á næst-
unni verður farið inn í Kristnes
og malbikað hjá íbúðum aldr-
aðra, síðan til Dalvíkur og mal-
bikað bílastæði Frystihúss KEA
og einnig gangstéttir og þaðan
liggur leiðin í Árskógshrepp.
Eðli málsins samkvæmt er mjög
lítið að gera yfir vetrarmánuðina
en þá er boðið upp á snjómokstur
og hraðsögun en við það.ej notuð
lussasög sem hentar mjög vel til
að saga t.d. fyrir gluggum eða
baggagötum á hlöðuveggi fyrir
bændur.
Yfir sumartímann starfa 8
manns hjá fyrirtækinu en fækkar
verulega á haustin. GG
Landssamband kúabænda:
AðaJfundur á Laugalandi
- búist við miklum umræðum
um skipulagningu mjólkurvinnslunnar
Aðalfundur Landssambands
Kúabænda veröur haldinn á
Laugalandi á Þelamörk mánu-
daginn 26. ágúst næstkom-
andi. Ýmis málefni er varða
mjólkurframleiðsluna í land-
inu verða rædd á fundinum og
búist er við að umræðan muni
einkum snúast um endurskipu-
lagningu á vinnslukerfi mjólk-
urafurða.
Guðmundur Lárusson, bóndi á
Stekkum II í Ölfusi og formaður
Landssambands Kúabænda, sagð-
ist búast við miklum umræðum
um endurskipulagningu mjólkur-
vinnslunnar. Eins og kunnugt er
kom út skýrsla nefndar er ætlað
var að fjalla um skipulagsmál
mjólkurvinnslunnar á síðastliðnu
vori. í skýrslunni voru settir fram
ýmsir valkostir og bent á kosti
þeirra og galla. Guðmundur Lár-
usson sagði að í skýrslunni hefði
ekki verið mælt með neinni
ákveðinni leið en umræður hafa
farið fram á meðal kúabænda um
málin í sumar. Á fundinum mun
Guðmundur kynna hugmyndir
um endurskipulagningu í mjólk-
urvinnslunni og því má búast við
verulegum umræðum um það
mál. ÞI
Lögun sauðprframleiðslunnar að neyslu:
Síðara þrep í uppkaupum
Mvirðisréttar á næsta ári
Samkvæmt búvörusamningn-
um nýja er stefnt að því að laga
sauðfjárræktina að innan-
landsneyslu á kindakjöti.
Fyrra skrefið í þessari aðgerð
stendur nú yfir með uppkaup-
um á fullvirðisrétti en síðara
skrefið verður á næsta ári með
sambærilegum kaupum á full-
virðisrétti en ekki er vitað hve
stórt hlutfall af virkum rétti
þarf þá að kaupa.
í þessu fyrra þrepi aðlögunar
sauðfjárræktarinnar að innan-
landsframleiðslu á að kaupa upp
60.769 ærgildi eða rúm 1100 tonn
af virkum fullvirðisrétti. Þessum
uppkaupunt á að vera lokið 1.
september og þá kemur til
almennrar niðurfærslu á rétti
bænda eftir hverju svæði fyrir sig.
Hve mikið þarf að kaupa upp
af fullvirðisrétti á næsta ári ræðst
af innanlandsneyslu kindakjöts á
yfirstandandi ári.
Fram til þessa hefur sala á
óvirkum fullvirðisrétti verið treg.
Þetta kann að hafa áhrif á síðara
þrep aðlögunarinnar að mark-
! aðnum en þessi trega sala bendir
til þess að þeir sem af einhverjum
orsökum eiga óvirkan rétt ætli að
hefja framleiðslu á nýjan leik.
Þetta getur haft þau áhrif að full-
virðisréttur verði færður niður
urn allt að 17% á næsta ári en
ekki 12% eins og í ár, að því
gefnu að innanlandssala á kinda-
kjöti verði 8600 tonn í ár. JÓH
Samtök framsóknarkvenna
í Norðurlandskjördæmi eystra:
Stofníiindur á
Húsavík 21. september
Samtök framsóknarkvenna í
Norðurlandskjördæmi eystra,
verða stofnuð á Hótel Húsavík
laugardaginn 21. september
nk. og hefst stofnfundurinn
kl. 14.
Ákvörðun um stofnun saintak-
anna var tekin á fundi framsókn-
arkvenna á Akureyri sl. miðviku-
dagskvöld.
I haust verða tíu ár liðin frá
stofnun Landssambands Fram-
sóknarkvenna og verður þess
minnst á þingi samtakanna 4.-5.
október í Reykjavík.
Á fundinum á Akureyri var
kjörin undirbúningsnefnd fyrir
stofnun samtakanna en hana
skipa: Anný Larsdóttir, Sigfríður
Þorsteinsdóttir, Kristrún Sig-
tryggsdóttir og Úlfhildur Rögn-
valdsdóttir.