Dagur - 23.08.1991, Side 5
Föstudagur 23. ágúst 1991 - DAGUR - 5
Veiðiklóin
Ekki alltaf hefðbundin veiði úr ánum:
Hnúðlaxar og álar á færum veiðimanna
Nokkrir hnúðlaxar hafa komið
á land í sumar úr ám sem renna
út í Eyjafjörð. Einn sex punda
hnúðlax kom á land úr Eyja-
fjarðará í fyrradag og daginn
áður kom einn úr Hörgá en þar
hafði fyrr í sumar komið
hnúðlax á landi, sem og úr
Fnjóská. Þá hefur blaðið vitn-
eskju um að hnúðlax hafi kom-
ið úr Ormarsá fyrr í sumar.
Hnúðlax eða bleiklax er bein-
fiskur af laxaætt. Hængar fá um
hrygningartímann hnúð eða
kryppu á bakið auk þess sem litur
verður skær. Heimkynni bleik-
laxins voru upprunalega í N-
Kyrrahafi og innhöfum þess en
Sovétmenn hafa sleppt bleiklaxi í
ár í Síberíu og Rússlandi og hef-
ur hann síðan flækst um NA-
Atlantshaf allt til Noregs, Bret-
lands og íslands. Hér við land
varð lians fyrst vart árið 1960.
Þessi fiskur getur orðið allt að 75
cm að lengd.
Gott sumar
í Svarfaðardalsá
En frá hnúðlaxinum hverfum við
að silungsveiðinni í Svarfaðar-
dalsá. Jón Halldórsson í verslun-
inni Sportvík á Dalvík segir að
veiðin hafi verið góð í sumar en
smærri fiskur hafi veiðst allra síð-
ustu dagana. „Veiðin hefur verið
nokkuð jöfn þó komið hafi dauð-
ir dagar inn í milli. Annað svæðið
hefur vaknað til lífsins síðustu
dagana og í dag eru menn að
veiða allt upp í 3 punda urriða á
þessu svæði en þarna hefur þó
aðallega verið bleikjuveiði,"
sagði Jón í gær.
Hann segir að um 10 laxar séu
nú komnir úr ánni, allt frá 4 upp
í 11 pund. Alltaf slæðist einn og
einn lax úr ánni þó kunnust sé
hún fyrir bleikjuveiði enda sjötta
aflahæsta bleikjuveiðiá landsins á
síðasta ári.
Lítið varir við
smábleikju enn
Einar Long í Eyfjörð á Akureyri
segir að auk hnúðlaxins hafi
veiðst nokkrir smálaxar í Eyja-
fjarðará síðustu dagana. Þá hafi
veiðimenn orðið varir við talsvert
af stórbleikju en hins vegar sé lít-
ið enn um smábleikju. Búast má
þó við að hennar fari að verða
vart innan tíðar.
Dagamunur er á veiðinni í
Hörgá, að sögn Einars, og úr
Fnjóská eru komnir 70-80 laxar.
29 laxar... og einn áll
Úr Aðaldal eru þær fréttir að
Laxá sé um það bil að ná 1100
fiskum en þar hefur mönnum
gengið misjafnlega síðustu dag-
ana. Heyrst hefur þó af mönnum
sem gert liafa ágæta túra í ána.
Úr Húseyjarkvísl eru komnir
80 fiskar, eða svipað og á þessum
tíma í fyrra.
Laxá á Ásum er í um 750 löx-
um en þar fékk eitt holl í vikunni
29 laxa á tveimur vöktum, en sem
kunnugt er eru tvær stangir í
Gimnar Öm og Jóhann
Eyfells Mtrúar íslands
- á samnorrænni nútímalistasýningu
um „afurðir" náttúrunnar
ar um Norðurlönd. Fyrst í
Vadstena í Svíþjóð og síðan í
Finnlandi, Noregi og Danmörku.
Ráðgert er að sýningin verði f
Reykjavík í byrjun ársins 1993.
Fimmtudaginn 15. ágúst síð-
astliðinn var opnuð í tengslum
við aðalfund Norrænu bænda-
samtakanna, umfangsmikil
myndlistasýning í Vadstena í
Svíþjóð, sem ber yfirskriftina
„Hvað gefur náttúran?“ og er
hún sett saman að frumkvæði
Norrænu bændasamtakanna.
Fyrir rúmu ári kom fram sú
hugmynd hjá Norrænu bænda-
samtökunum að efna til sýningar
á norrænni samtímalist, þar sem
temað yrði „Hvað gefur náttúr-
an?“. Norrænu bændasamtökin
fengu til liðs við sig sérfræðinga
frá nokkrum helstu listsöfnum á
Norðurlöndum, til að koma með
tillögur um val listamanna og
úrvinnslu á sýningunni.
Á sýningunni gefur að líta 63
verk eftir 10 norrræna Iistamenn.
Þeir eru frá Danmörku: Anette
Holdensen, myndhöggvari og
John Olsen, málari. Frá Finn-
landi: Jukka Makela, málari og
Kain Tapper, myndhöggvari. Frá
íslandi: Jóhann Eyfells, mynd-
höggvari og Gunnar Örn, málari.
Frá Noregi: Kjell Nypen,
útskurður og Bárd Breivik,
myndhöggvari. Frá Svíþjóð:
Hans Wigert, málari og Laris
Strunke, málari.
í tengslum við sýninguna er
gefin út vegleg sýningarskrá, þar
sem er gert grein fyrir sýningar-
hugmyndinni. Auk þess eru stutt-
ar greinar um tengsl náttúru og
myndlistar í hverju landi. í sýn-
ingarskránni, sem gefin er út á 6
tungumálum, er fjöldi litmynda
af verkum viðkomandi hsta-
manna.
Sýningin „Hvað gefur náttúr-
an?“ mun verða sett upp víðsveg-
ánni. Reyndar voru Iaxar ekki
það eina sem þessir veiðimenn
drógu á land því einn 70 cm áll
ágirntist færi veiðimanna líka og
segir sagan að köppunum hafi
brugðið í brún þegar þeir lönd-
uðu skepnunni. JÓH
Þengill Jónssun með fallegan lax
sem hann fékk í Kistukvísl í Laxá í
Aðaldal fyrr í sumar.
Næringarsjampó
írá Rev1
on
Revlon hefur nú bæst í hóp
þeirra sjampóframleiðenda, sem
bjóða sjampó og næringu í sömu
flöskunni, og býður nú upp á
Flex & Go 3 tegundir næringar-
sjampós fyrir mismunandi hár-
gerðir.
í frétt frá innflytjanda Revlon-
snyrtivaranna, segir m.a.: „Flex
hársnyrtivörurnar hafa verið á
íslenska markaðnum um langt
árabil og eru löngu landsþekktar.
Flex & Go er einkum ætlað
þeim sem hafa tileinkað sér lífs-
máta heilsubyltingarinnar, sem
hefur í för með sér mikla hreyf-
ingu og útiveru. Því fylgir gjarn-
an sturta og tíður hárþvottur.
Kostir þess að nota einungis
sjampó með innbyggðri næringu
eru því augljósir. “
Flex & Go er til í 3 tegundum,
sem henta flestum hárgerðum.
IMISSAIM
verður í sýningarsal okkar að Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5,
laugardaginn 24. ágúst og sunnudaginn 25.
ágúst frá kl. 14-17 báða dagana.
Komið og reynsluakið!
ÍMISSAN
Nissan Sunny Sedan 1600, 16
ventlavél, rafmagn í rúðum,
sentral-læsingar, upphituð sæti,
svo eitthvað sé nefnt.
Einnig sýnum við Subaru Legacy og
Justy, ásamt öðrum gerðum af Nissan.
Komið og kynnið ykkur kjör og
ræðið við sölumenn.
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 - Simi 22520 - Akureyri.
Ingvar Helgason hf. sævarhöfða 2.
Rokkbondið
leikur
fyrir donsi
föstudogskvöld
Húsið opnoö kl. 23.00
Frítf inn tll kl. 24.00
Kjallorinn
Guðmundur Rúnor
Lúðvíksson leikur fyrir gesti
miðviku-, fimmtu-, föstu-
og lougordog
Síðsumorkvöld
í Sjollanum 24. ágúst
Kvöldverður, skemmtun 09 donsleikur aðeins kr. 1900
Guðrún Gunnorsdóttir og Derglind Djörk Jónosdóttir syngjo gomlor og
góðor lummur og fræðo okkur um þekktor söngkonur síðustu áratuga
Jóhonnes Kristjánsson eftirhermo lætur gamminn
geyso
Morgrét Pétursdóttir sem sló svo eftirminnilega í
gegn í Söngvaseið heimsækir æskuslóðir og syngur
lög úr þekktum söngleikjum
Mafseðill:
HumorsúpQ Cardinal
Ungverskar svínakótileftur með saltbakaðri kartöflu og kaperssósu
Kaffi og konfekt
Donsleikur með Rokkbandinu fil kl. 00.00
Dorðapontanir í símo 22770 - Ath. Panfið í tímo - Síðost komust færri oð en vildu
Húsið opnað kl. 19.00
SJALLINN