Dagur - 23.08.1991, Page 6

Dagur - 23.08.1991, Page 6
6 - DAGUR - Föstudagur 23. ágúst 1991 Spurning vikunnar Finnst þér missir að Þjóðviljanum ef hann leggur upp laupana eða finnst þér engin þörf vera á dagblaði vinstra megin við miðju? Hvað finnst þér um tengsl flokka og fjölmiðla?__________ Anna Vigdís Þorsteinsdóttir: Ég get ekki sagt þaö því ég veit ekkert um Þjóðviljann en þaö er líklega þörf á blöðum á öllum stöðum; allir verða að hafa sitt málgagn. Ég held að það takist aldrei hvort eð er að rjúfa tengsl blaða og fjölmiðla. Vignir Jónsson: Nei, mér finnst það ekki. Ég les aldrei Þjóðviljann en það er kannski allt í lagi fyrir þá sem eru vinstra megin við miðju að hafa sinn málsvara. Mér finnst það svo sem ekkert af hinu góða að fjölmiðlar séu tengdir flokkum en þessir flokkar verða hins vegar að hafa málsvara og spurningin er hvort það á að vera í dagblaðaformi. Fyrst og fremst eiga blöð að vera gefin út með því markmiði að þau beri sig sem fyrirtæki. Þórir Steingrímsson: Ja, ég kaupi hann nú ekki en ég vildi gjarnan að hann yrði rekinn áfram sem dagblað. Það þurfa allar skoðanir í þjóðfélaginu að koma fram og það er vissulega þörf á blaði vinstra megin við miðju. Það þurfa að vera hvort tveggja óháð blöð og flokksblöð; flokkarnir þurfa að geta komið sínu á framfæri. Steingerður Pálmadóttir: Það held ég ekki. Jú, jú, því ekki það en það snertir mig svo sem ekki neitt hvort þaö er blað vinstra megin við miðju. Mér finnst allt í lagi að það séu flokkar á bak við; ykkur hefur nú gengið vel á blaðinu. Tinna Guðmundsdóttir: Nei, alls ekki. Ég les hann ekki og mér finnst ekki þurfi að vera blað vinstra megin við miðju. Er Dagur ekki bara ágætur? Flokkablöð eða óháð - eigum við ekki að segja frjáls blöð? Jú, er það ekki bara? Mikið úrval er af notuðum bifreiðum í sýningasölum bílasalanna, Bifr eið avið skipti: Verslunarmamiahelgin ekki lengur „vertíð“ hjá bflasölum Bílasalan Stórholt flutti nýlega starfsemi sína í nýtt og rúmgott húsnæði að Óseyri 4 á Akur- eyri. Fyrirtækið er með söluumboð fyrir nýjar Toyota- bifreiðir og eins selur það not- aðar bifreiðir af öllum gerðum og stærðum. Viðgerðir og þjónusta er hins vegar hjá Bláfelli hf. Þorsteinn Ingólfsson hjá Stór- holti segir að undanfarið hafi meiri gróska verið í bílasölu en almennt var búist við og búast megi við einhverju framhaldi þar á. Hins vegar er það liðin tíð að í kringum verslunarmannahelgina sé vertíð hjá bílasölum og það þekkist varla nú orðið að menn kaupi sér bíl fyrir verslunar- mannahelgina og selji hann svo strax að henni lokinni. Það var nokkuð algengt áður fyrr að komið var með bíldruslurnar á bflasölu vikuna fyrir verslunar- mannahelgi og þær seldust þá venjulega en með auknum bíla- innflutningi hefur þessi hugsana- gangur breyst. Nú er það snöggt- um algengara að keyptur er nýr bíll í maímánuði og hann ekki seldur fyrr en á haustmánuðum. Af notuðum bílum er eðilega mest sala í bílum af árgerðunum 1989 og 1990 á verðbilinu kr. 1.000.000 til 1.300.000 og síðan bílar á verðbilinu 200.000 til 400.000. Greiðslumáti er jafn- fjölbreytilegur og bifreiðarnar eru margar þ.e. allt frá því að staðgreiða bifreiðina upp í það að seljandinn láni andvirði bif- reiðarinnar í þrjú ár og í flestum tilfellum þarf kaupandinn að útvega tvo ábyrgðarmenn á skuldabréf en einnig þekkist að bifreiðin sé veðsett. Færri bifreiðir hafa verið seld- ar það sem af er þessu ári miðað við sama tíma í fyrra en hins veg- ar var bílasala mjög lífleg í maímánuði. Kaupendur nýrra bifreiða geta í flestum tilfellum lagt andvirði gömlu bifreiðarinn- ar upp í þá nýju en verða þá að sæta allt frá 20% upp í 50% skerðingu á verði miðað við almennan markað. GG Davíð Hjálmar Haraldsson: Örstutt frásögn Þeir komu venjulega á milli 11 og 12 á kvöldin. Fyrst kom einn, lík- lega til að sjá hvort allt væri í lagi, síðan flykktust þeir að utan úr ört vaxandi rökkrinu. Þeir hreyfðu liðlega loðinn búkinn; glampandi, lítil, dökk augun voru sem rifur í höfðinu og hár- beittar klærnar krepptust. Þegar þeir opnuðu sterklegan gogginn blasti við dökk, mjó tungan og eldrautt kokið. En hryllilegust voru hljóðin. Sá er fyrstur kom gaf frá sér lang- dregið, ískrandi væl sem skar gegnum merg og bein. Hinir sem síðar komu tóku undir með margvíslegum óhljóðum. Mest bar á ógeðslegum, stuttum kok- hljóðum, einnig skelltu þeir í góm, þvöðruðu og skræktu. Hávaðinn kom í lotum, stundum var hann yfirþyrmanndi en á milli ógnvænleg þögn. Áður en þeir tóku til starfa hoppuðu þeir um með ógnandi látbragði eins og til að lama bráðina sem þó átti sér ekki undankomu von. Ef til vill voru þeir einnig að magna seið- inn, vekja djöfulmóðinn. Loks var sem einhver þeirra gæfi merki og þeir lögðu til atlögu allir í senn. Þeir réðust á mjúkt holdið með áfergju og rifu í sig; rauður vökvinn spýttist úr bráðinni. Næsta dag yrði lítið annað eftir en leyfar á jörðinni handa dýrum þeim er í moldinni búa. En bráðin gaf ekkert hljóð frá sér enda geta ribsberjarunnar ekki talað. Já, það eru ribsberin mín sem þrestirnir rífa svona í sig. Ár eftir ár hef ég mátt þola yfirgang þeirra án þess að fá rönd við reist. Kvöld eftir kvöld hef ég hrokkið upp við atganginn í fugl- unum í sama mund og ég hef ver- ið að festa blundinn. Þótt ég hafi hlaupið út á nærhaldinu og stugg- að illþýðinu burt hefur það ekkert stoðað. Útihurðin hefur varla lokast á hæla mér þegar læt- in hafa byrjað aftur. Það hefur engu breytt þótt ég hafi farið ferð eftir ferð út á lóð. Það liggur við að ég hafi óskað þess að köttur bæjarstjórafrúarinnar kæmi mér til bjargar. Stundum hef ég legið andvaka og reynt að finna ráð til að halda varginum í skefjum og hefur mest borið á þessu þegar kemur fram í ágúst og stutt er í að ribsberin þroskist. Reyndar hefur konan misskilið þessa óeirð í mér á nóttinni og hefur haft á orði að ég væri skemmtilega lífmikill þegar iiði á sumar; vill þakka þetta frjókornum blóma í lofti. Þennan misskilning tjóir ekki að leiðrétta, konan þykist ekkert skilja enda er ég oft orðinn slæpt- ur á haustdögum hin síðari ár. Ég hef víst linast með aldrinum eins og fleiri. Nú í sumar fann ég loks lausn á þrastafarginu. Ég útbjó þétt skýli úr plasti og setti yfir ribsberja- runnana, einföld lausn en áhrifa- rík. Ég hef fylgst með því þegar þrestirnir hafa verið að athuga þetta mannvirki og vissulega hef- ur hlakkað í mér við að sjá á þeim vonbrigðasvipinn. Berin eru nú sem óðast að þroskast og stefnir í afbragðs uppskeru. Ég fer í rúmið á hverju kvöldi laus við áhyggjur, sofna um leið og ég legg höfuðið á koddann og rumska ekki fyrr en ég þarf að fara í vinnuna upp á fógeta að morgni. Ég er jafnvel ekki frá því að ég hafi fitnað sem reyndar var nú ekki brýn þörf á. Það eina sem er ekki alveg eins og það á að vera er konan. Mér finnst ein- hver óró í henni og þetta hefur verið að ágerast þessar 3 vikur sem liðnar eru síðan ég setti plastið yfir ribsberin. í gærkveldi kom ég að henni hjá runnunum og var hún þá nýbúin að finna gríðarstórt gat á plastinu. Við skiljum ekki með neinu móti hvernig þetta gat getur hafa komið. Ekki hefur veðrinu verið um að kenna og þótt þrestirnir séu kræfir geta þeir alls ekki ráð- ið við þetta þykka plast. Helst hallast ég að tilgátu konunnar um að þarna hafi pörupiltar verið að verki. Hvað sem því líður gerði ég strax við gatið þótt konan segði að ekki lægi svo mjög á því, varla gætu þrestirnir fundið þetta strax. Og nú bíð ég uppskerunnar. Davíð Hjálmar Haraltlsson. Höfundur er Þinglýsingarfulltrúi hjá Bæjarfógetanum á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.