Dagur - 23.08.1991, Page 11
Föstudagur 23. ágúst 1991 - DAGUR - 11
Íþróttir
Frjálsar íþróttir:
Átta íslend-
ingar á HM
í Japan
Heimsmeistaramótið í frjáls-
um íþróttum fer fram í Tokyo
dagana 24. ágúst til 1. sept-
ember. 8 íslenskir íþróttamenn
verða meðal þátttakenda á
mótinu og þeirra á meðal er
Sigurður Matthíasson, spjót-
kastari úr UMSE.
Alþjóðafrjálsíþróttasamband-
ið setti mjög ströng lágmörk fyrir
þátttöku í þeim tilgangi að
tryggja aðeins besta frjálsíþrótta-
fóiki heims keppnisrétt á mótinu.
Þrátt íyrir þetta tara 8 íslenskir
frjálsíþróttamenn til Japan og í
einni grein, spjótkasti karla, eig-
um við þrjá keppendur en það er
hámarksfjöldi sem hver þjóð má
senda og er sjaldnast nema á færi
stórþjóða að fylla þennan hóp.
Peir sem héldu til Japan í vik-
unni eru:
Einar Vilhjálmsson spjótkast
Martha Ernstsdóttir 10000 m hlaup
íris Grönfeldt spjótkast
Pétur Guðmundsson kúluvarp
Sigurður Einarsson spjótkast
Sigurður Matthíasson spjótkast
Vésteinn Hafsteinsson kringlukast
Pórdís Gísladóttir hástökk
Magnús Jakobsson fararstjóri
Hreinn Halldórsson liðsstjóri
Þráinn Hafsteinsson þjálfari
Petta verkefni er mjög kostn-
aðarsamt fyrir Frjálsíþrótta-
sambandið og hefur af þeim sök-
um verið opnaður reikningur nr.
2641 í Landsbanka 139. Það er
von FRÍ að velunnarar frjáls-
íþrótta sjái ástæðu til að styrkja
íþróttafólkið með því að leggja
inn á reikninginn.
íþróttir
KNAITSPYRNA
Eöstudagur 2. dcild: Tindastóll-Þróttur kl. 19
Selfoss-Þór kl. 19
3. dcild: Dalvík-Reynir kl. 19
Laugardagur 1. deild kvcnna: I’róttur N.-Þór kl. 14
2. dcild kvcnna: Dalvík-KS kl. 14
Tindastóll-Leiftur kl. 14
3. dcild: Þróttur N.-Leiftur kl. 14
ÍK-Magni ki. 14
yölsungur-KS kl. 14
Úrslitakcppni 4. dcildar: Grótta-Hvöt kl. 14
2. flukkur A: Víkingur-Þór kl. 14
Sunnudagur 2. flokkur A: Valur-Þór kl. 11
Mánudagur 2. flokkur C: KA-Haukar kl. 18.30
AFLRAUNIR
Keppnin um titilinn „Aflraunameist-
ari lslamls“ fer fram við jþróUahöll-
ina á Akurcyri á morgun. Keppni
hefst kl. 10 og lýkur um kl. 17.
GOLF
Akureyri:
Lacoste á laugardag. 18 holur með og
án forgjafar.
Dalvík:
Opið mót laugardag og sunnudag._
Mývatnssveit:
Mývatnsmótið föstudag og laugardag.
36 holur mcð og án forgjafar.
Hlömluós:
Opna TM-mótið laugardag og sunn-
udag. 36 holur með og án forgjafar.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTIIR
Unglingamót UMSS fer fram á Fylk-
isvelli, Blönduhlið, laugardag og
sunnudag.
UMSE-UÍA-HSÞ á Egilsstööuin á
laugardag.
Flosi Jónsson geysist hér um með vörubíl í eftirdragi. Hann verður meðal
þátttakenda á morgun.
Aflraunameistari íslands 1991:
Tólf Qallhraustir
taka vel á því
Skíðalandsliðin:
Luku hring-
ferðinni á
118 tímum
Skíðalandsliðin luku hringferð
sinni um landið um kl. 10.30 í
gærmorgun. Kapparnir höfðu
þá lijólað 3056 km á 118
klukkutímum og vantaði því 50
tíma upp á að ferðin tæki viku.
Meðalhraðinn var 25.9 km á
klst.
Ferðin gekk betur en jafnvel
bjartsýnustu menn höfðu þorað
að vona en talað var um að reyna
að halda 20 km meðalhraða.
Veður var gott allan tímann þar
til í fyrrakvöld en þá var það orð-
ið snælduvitlaust, sérstaklega
þegar farið var um Snæfellsnesið.
Rögnvaldur Ingþórsson lenti þá
tvívegis í því að hjólið fauk
undan honum en hann slapp með
skrámur.
Ekki er vitað hversu mikið fé
safnaðist með tiltækinu en for-
maður SKÍ sagðist í gær hafa á
tilfinningunni að þetta hefði
gengið vel, sérstaklega hefðu við-
tökur á Norðurlandi og Vest-
fjörðum verið góðar.
keppnin á Akureyri á morgun
Árleg keppni um titilinn „Afl-
raunameistari íslands“ fer
350 pollar á
Króksmóti
Um helgina verður hið árlega
Króksmót í knattspyrnu haldið
á Sauðárkróki. Styrktaraðili
mótsins er Fiskiðjan Skagfirð-
ingur hf. en mótið er í umsjá
Tindastóls.
Um 350 pollar mæta til leiks í
31 liði frá Húsavík, Dalvík,
Ólafsfirði, Siglufirði, Hofsósi,
Skagaströnd, Blönduósi, Hvamms-
tanga, Grundarfirði, Stykkis-
hólmi og Sauðárkróki. Keppt er í
5., 6. og 7. flokki.
Hápunktur mótsins verður
þegar forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, afhendir verð-
laun í mótslok á sunnudaginn.
Handknattleikur:
ÞóráVorupCup
2. deildarlið Þórs í handknatt-
leik heldur í dag til Danmerkur
þar sem liðið tekur þátt í
árlegu móti sem kallast Vorup
Cup. Liðið leikur 5 leiki á 2
dögum í mótinu, síðan 4
æfingalciki að því loknu og
kemur aftur heim eftir viku.
Fjölmörg lið í ýmsum flokkum
taka þátt í mótinu en í meistara-
flokki karla eru 18 lið í þremur
riðlum. Pórsarar eru í riðli með
IF Stadion, Köge HK, Hvam
HK, TST 79 og Dronningborg.
Prógrammið er stíft því á morgun
leikur liðið fjóra leiki og einn á
sunnudag. Par með er þátttöku í
mótinu lokið nema Þór komist í
úrslit. Þess má geta að 100 þús-
und krónur eru í verðlaun fyrir
sigur á mótinu.
í næstu viku leika Pórsarar síð-
an fjóra æfingaleiki, tvo gegn
Ribe, sem Jan Larsen þjálfaði
áður en hann kom til Þórs, og
einn gegn Bjerringbro og Skjern.
Liðið kemur aftur til Islands á
laugardag og leikur gegn Hauk-
um á Akureyri á sunnudags-
kvöldið.
Pórsarar hafa undirbúið sig vel
fyrir ferðina, æft stíft og ieikið
æfingaleiki, m.a. gegn FH í
gærkvöld.
fram um helgina, að þessu
sinni á Akureyri. Keppnin
hefst á morgun við íþróttahöll-
ina og munu 12 fjallhraustir
menn etja kappi í 8 greinum.
Meðal þeirra eru Akureyring-
arnir Torfi Ólafsson, FIosi
Jónsson og Pétur Broddason.
Af öðrum keppendum má
nefna Andrés Guðmundsson,
kúluvarpara, Magnús Hauksson,
júdókappa, Jón Gunnarsson,
margfaldan methafa í kraftlyft-
ingum, og Njál Torfason, „Vest-
fjarðaskelfi".
Eins og áður sagði hefst
keppnin við íþróttahöllina kl. 10
í fyrramálið á 30 metra bíla-
drætti. Næstu sex þrautir fara
fram í garðinum við Sundlaug-
ina. Þar verður m.a. keppt í
tunnuhleðslu, dekkjakasti, steina-
kúluhleðslu á tunnur og reiptogi.
Síðasta þrautin hefst kl. 16.30
en þá verður keppt í kirkju-
tröppuhlaupi með 50 kg á bak-
inu. Verðlaunaafhending fer svo
fram við Akureyrarkirkju hálf-
tíma síðar og Aflraunameistari
íslands hlýtur glæsilega aflrauna-
styttu sem er 30 kg að þyngd,
gefna af GuHsmiðastoíunni Skarti
á Akureyri. -bjb
1. deild kvenna:
Létt hjá Þór
í Ejjum
Þór vann auðveldan sigur á
Tý, 6:2, í 1. deild kvenna í
Vestmannaeyjum á miðviku-
dagskvöld. Leikurinn var ein-
stefna nánast allan tímann og
hefðu Þórsarar átt að geta bætt
við helmingi fleiri mörkum.
Það var reyndar Týr sem náði
forystunni með marki Stefaníu
Guðjónsdóttur strax á I. mínútu.
Tveimur mínútum síðar jafnaði
Ellen Óskarsdóttir fyrir Þór og
eftir það tók Þórsliðið öll völd.
Ellen bætti öðru marki við og íris
Thorleifsdóttir breytti stöðunni í
3:1 fyrir hlé. í seinni hálfleik
skoruðu Þórunn Sigurðardóttir,
Lára Eymundsdóttir og Inga
Huld Pálsdóttir fyrir Þór en Sara
Ólafsdóttir minnkaði muninn fyr-
ir Tý í leikslok.
Þór lagaði verulega stöðu sína
í fallbaráttunni með sigrinum en
ljóst er að Týr leikur í 2. deild á
næsta ári.
Knattspyrna:
KÞ-mótið á Húsavík
Á morgun, laugardag, kl. 10
hefst KÞ-mótið í knattspyrnu
fyrir 5. flokk á Húsavíkurvelli.
Til mótsins koma lið frá eftir-
töldum félögum: íþróttafélagið
Höttur Egilsstöðum með a- og b-
lið, KS frá Siglufirði með a- og b-
lið, Þróttur frá Neskaupsstað, a-
og b-lið, Ungmennafélagið Efl-
ing Reykjadal með b-lið, íþrótta-
félagið Eilífur Mývatnssveit með
a-lið, íþróttafélagið Magni
Grenvivík með a-lið og gestgjaf-
arnir í Völsungi verða með a- b-
og c-lið.
Ekki verður öllum tíma móts-
ins varið í boltaspark. Ýmislegt
verður gert til að gera gestunum
dvölina sem skemmtilegasta.
Boðið verður upp á grillveislu,
sundlaugarferð, skoðunarferð í
Safnahúsið og á laugardagskvöld-
ið verður flugeldasýning sem
félagar úr kiwanisklúbbnum
Skjálfanda sjá um.
Vonandi verða veðurguðirnir í
sólskinsskapi og halda aftur af
miklum vindi og ekki síður af
regninu. Keppnin sjálf hefst kl.
10 að morgni laugardags og verð-
ur leikið með hléum til kl. 19. Á
sunnudag hefst keppnin einnig
kl. 10 og leikið fram á miðjan dag
en um kl. 16 er stefnt að verð-
launaafhendingu og mótsslitum.
Aðalstyrktaraðili mótsins er
Kaupfélag Þingeyinga og vil ég
við þetta tækifæri flytja KÞ inni-
legar þakkir fyrir sinn þátt í þessu
mótshaldi. Svo vil ég í lokin
einnig færa öllum þeim fjöl-
mörgu, sem með einum eða öðr-
um hætti lögðu hönd á plóg til að
þetta mót gæti orðið að veru-
leika, kærar þakkir og óska þess
að allir sem hér eiga hlut að máli
muni eiga skemmtilega og góða
helgi. Ég vil hvetja Húsvíkinga til
að fara á völlinn og fylgjast með
þessum ungu knattspyrnudrengj-
um í leik sínum.
Með bestu Völsungskveðju
Hatliði Jósteinsson.
Punktar frá
Þýskalandi
■ Stuttgart varð fyrsta liðiö
til að sigra Hansa Rostock
þegar liðin mættust f Stuttgart
á miðvikudagskvöldið. Stutt-
gart sigraði 3:0 í bráðskémmti-
legum leik sem 60 þúsund
áhorfendur fylgdust með.
Ljóst er að það var ekki Stutt-
gart sem dró alla þessa. áhorf-
endur að enda hefur liðið ekki
veriö sannfærandi hingað til
en nú varð breyting þar á.
Liðsuppstilling Stuttgart var
allnýstárleg, hvorki Eyjólfur
né Kastl voru í liðinu heldur
voru Walter og Gaudino
fremstir og fimm á miðjunni.
■ Cristoph Daum, þjálfari
Stuttgart, segir aö Eyjólfur sé
ekki kominn út í kuldann þrátt
fyrir að hann hafi ekki verið í
byrjunarliði í síöustu leikjum.
Hann passi hreinlega ekki inn
í ieikkerfi liðsins sem stendur
en hann hafi sýnt framfarir á
æfingum upp á síðkastið og
hans tími komi innan skamms.
■ Leverkusen sigraði Duis-
hurg 2:1.
■ Frankfurt hélt uppteknum
hætti á heimavelli, sýndi sínar
bestu hliðar og sigraði
Bochuni 2: t.
■ Þýsku meistararnir, Kais-
crslautern, máttu hafa sig alla
við þegar þeir sigruðu Stutt-
gart Kickers 4:3 í bráð-
skemmtilegum leik. Við ósig-
urinn féllu Kickers úr þriðja
sæti í það fimmtánda og eru
nú komnir á það ról sem menn
reiknuðu almennt með fyrir
tímabilið.
■ Ilainhurg og Kóln skildu
jöfn 1:1.
■ Bayern Munchen sigraði
Scliálkc 3:2 á þriðjudags-
kvöldið fyrir frantan 43 þús-
und áhorfendur. Heynkes,
þjáifari Bayern, er nú vinsæl-
asta umræðuefnið í þýsku
pressunni og hefur möguleg
brottvikning hans veriö þar
mjög til umræðu. Margir vilja
þó meina að hann sé að gera
góða hluti og talandi dænti um
styrkleika liðsins er að
Wohlfart, markakóngúrinn frá
síðasta tímabili, komst ekki á
bckkinn heldur sat heima og
horfði á leikinn í sjónvarpi.
Wohlfart segir sjálfur að verið
sé að hegna sér fyrir að leggja
sig ekki nægilega fram á æfing-
um og hann hafi veriö settur út
úr hópnum til aö hann rnissti
bónusinn. Hann ætti þó að
skrimta því hann hefur um
1400 þúsund krónur á mánuði
í fastalaun.
■ Borussia Dortmund sigraði
Fortuna Dússeldorf 3:1. Það
sem þótti merkilegast við þann
leik var að Daninn Flemming
Paulsen skoraði fyrir
Dortmund. Hann var kcyptur
á síðasta tímabili til að skora
en hefur gert lítið af því. Þjálf-
ari Dússeldorf er Hicken-
berger, sá sem var látinn fjúka
sem landsliðsþjálfari Austur-
ríkis eftir ósigurinn fræga gegn
Færeyjum og hann er einn af
þeim sem pressan gerir harða
hríð að þessa dagana.
■ Werder Bremen sýndi sitt
rétta andlit þegar liðið sigraði
Borussia Mönchengladbach
2:0 á útivelli.
■ Núrnberg og Dynamo
Dresden gerðu 1:1 jafntefli.
Núrnberg fékk a.m.k. tíu
dauðafæri sem ekki nýttust.
Einar Stefánsson, Þýskalandi