Dagur - 31.08.1991, Blaðsíða 18

Dagur - 31.08.1991, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 31. ágúst 1991 Kvikmyndasíða Skelfirinn inikli Hann Vincent Price átti áttræðis- afmæli ekki alls fyrir löngu. í 56 ár hefur þessi hái, svolítið skuggalegi, maður verið á sviði að skemmta okkur hinum. „Ég hef alltaf lagt áherslu á fjölbreyti- leika“, segir Vincent, „og þannig tekist að fljóta ofan á í hinum harða heimi skemmtanabrans- ans.“ Margir halda hann enskan en í raun og veru er fæðingarborg hans St. Louis í Missouri. Vinc- ent er þó fljótur að viðurkenna aðdáun sína á öllu því sem enskt er. Fyrsta sviðshlutverkið lék hann á fjölum leikhúss í London árið 1935, þá aðeins 24 ára gamall. Og hann hefur oft síðan lagt leið sína til Lundúna, meðal annars vegna þeirra 17 kvik- mynda sem hann hefur gert þar í landi. Árið 1938 lék Vincent í sinni fyrstu kvikmynd, Service De Luxe. Þetta var gamanmynd og raunar vill leikarinn alls ekki viðurkenna að meira en fjórð- ungur þeirra rúmlega hundrað kvikmynda er hann hefur leikið í falli undir hryllingsgeirann. Þetta ber þó engan veginn að skilja svo að hann fyrirverði sig hið minnsta fyrir hryllingsmyndirnar. „Það er ákaflega hörð vinna að búa til hryllingsmynd. í bíómyndum sem ég gerði með Boris Karloff og leikstjóranum Roger Corman lögðum við ákaflega mikið á okk- ur til að myndin yrði góð. Og það er ekki rétt sem margir segja um gaman- og hryllingsmyndir að þær séu ekki alvöru listform. Slíkt fólk ímyndar sér að vanda- málið og draminn búi til list og það hefur ekki alveg á röngu að standa. Öll list hefur snefil af alvarleik að baki sér. Allar klass- ísku hryllingsmyndirnar hafa siíkan þráð.“ En hvað er það sem hefur lað- að Vincent að hryllingsmyndum? „Þær innifela þrjár af mínum stærstu ástríðum í lífinu“, svarar leikarinn, „listina, hið dularfulla og varmennskuna.“ En enn og aftur leggur hann áherslu á fjöl- breytileika; leikari má ekki leggja öll sín egg í sömu körfuna; má ekki festast í sama hlutverk- inu. „í dag hef ég mesta ánægju af að birtast í hlutverkum sem eru gjörólík þeim sem bíófarar tengja mig gjarnan við.“ Til að undirstrika þetta, og eins hitt að Vincent Price er ekki sestur í helgan stein, hefur hann birst í tveimur nýjum bíómyndum í sumar. í annarri leikur hann virðulegan mafíuforingja í Catchfire. Mótleikarar hans þar I Tales of Terror með Peter Lorre og vinstúlku. Hann er sérfræðingur í listverkum indíána Norður-Ameríku, hefur skrifað fjölda bóka um listir, matreiðslu og sjálfan sig, hefur leikið í yfir 100 kvik- myndum, komið fram í fjölda sjónvarpsþátta og haldið fyrirlestra um allan hcim. eru meðal annarra Dennis Hopper, Jodie Foster, Fred Ward og Charlie Sheen. I hinni kvikmyndinni, Edward Scissorhands, er Vincent sérvitur uppgvötari. Leikstjóri er Tim Burton, sá hinn sami og gerði Beetlejuice og Batman. Kvikmyndir í burðarliðnum Chicago Loop Nicolas Roeg hefur þegar leik- stýrt eiginkonu sinni, Theresa Russell í Track 29 og Whore. Hann bregður enn á sama leikinn að blanda saman starfi og leik, viðskiptum og hjónabandi í þess- ari spennumynd um leynilöggu í leit að geðveikum morðingja í Chicago. Cannon 1992. Dracula Enn á vit fortíðar. Francis Copp- ola leikstýrir Winona Ryder, Anthony Hopkins (skelfinum sjálfum í Silence OfThe Lambs) og Eric Robertson í þessari, eig- um við að segja gamalkunnu mynd. Columbia síðla árs 1992. Grand Canyon Önnur L.A. saga. Steve Martin fer á kreik með Danny Glover, Kevin Kline og fleirum í þessari gamanfrásögn af lífinu í stór- borginni. Lawrence Kasdan leik- stýrir eftir handriti sem hann samdi í samvinnu við eiginkonu sína. 20th Century Fox jólin 1991. The Plague Þið rnunið hina þrælmögnuðu Kiss OfThe Spider Woman. Hér sameinast þeir aftur, William Hurt og Raul Julia, í kvikmynd er byggir á einu skáldverka Alberts Camus um nútíma borg sem á við sérkennilega plágu að stríða. Prince Entertainment 1992. Robocop 3 Já haldið ykkur nú. Lögguvél- mennið fer aftur á stjá á næsta ári. Að þessu sinni mun mennsk- ara en hingað til, hver veit nema vélin breytist að lokum í Homo. Peter Weller mun láta af starfi Murphys en í hans stað mun Robert Burke taka upp grímuna. Orion 1992. Jack the Bear Danny DeVito er aðalmaðurinn í þessari kvikmynd og þá eru fleiri orð eiginlega óþörf. Jú þetta er gamanmynd um ekkjumann sem reynir sitt besta að ala ungan son sinn upp með sómasamlegum hætti. Hann á þó frekar bágt með þetta enda vinnur hann fyrir lifi- brauði sínu sem kynnir á miðnæt- urhryllingssýningu. Leikstjóri er Marshall Herskovitz en kvik- myndahandritið, sem byggir á skáldsögu eftir Dan nokkurn McCall, er eftir Steve Zaillian þann hinn sama og skrifaði Awakenings fyrir bíó. 20th Century Fox, snemma árs 1992. Home Alone, Again Það er auðvitað sjálfsagt að reyna aftur hvort ekki má græða stórfé á barnamynd, það er að segja ef Fox hefur þá ennþá efni á því að ráða drenginn Macaulay Culkin til starfa. Leikstjóri er Chris Columbus. Fox sumarið 1992. Columbus Fyrst tveir Hróar og nú tveir Col- umbusar. Hinn umtalaði Frakki, Gérard Depardieu, skal fara með hlutverk Columbusar en eftir síð- ustu Óskarsverðlaunahátíð er hann hvað þekktastur fyrir að hrella viðkvæmar bandarískar Sálir. Depardieu-Columbus á að verða tilbúinn haustið 1992. En annar Columbus, í líki Timothy Dalton, er einnig um það bil að komast á flot. Sá er unninn eftir handriti Mario Puzo og er væntanlegur á markað um svipað leyti og sá fyrrnefndi. Kuldaskórnir í ór SfQ'rifo’ Litin Blátt, vfnrautt, grœnt, svart og brúnt. Stœrðin 35-41. Stœrðir: 41 -46. Frábcert verð 4.280,- Skótískan Skipagötu 5 sími 26545. rUÍN uió HRRFNROIt í Vín Glæsilegt kaffihlaðborð sunnudaginn 1. september ☆☆☆ Ný pottablóm í úrvali Velkomin í Vín Sími 31333 Margir halda hann bandanskan Gary Oldman er breskur en ekki bandarískur. Margir bandarískir bíófarar trúa því hins vegar statt og stöðugt að hann sé New York- búi með hæfileika fyrir tungumál- um. Þegar hann lék í Sid and Nancy voru þeir ófáir Banda- ríkjamennirnir sem dáðust að enska hreimnuin er Oldman virt- ist ráða fullkomlega við. Sjálfur er Oldman þakklátur fyrir að vera laus við að leika sífellt Eng- lending í bandarískum myndum líkt og John Gielgud eða Laur- ence Oliver. í Criminal Law fékk hann í fyrsta skiptið tækifæri til að verða bandarískur og hann greip það með slíkum ágætum að ekki varð í hlutverki unga lögfræðingsins í Criminal Law. gert betur. Enginn gat greint að Oldman væri eitthvað „minna bandarískur" en mótleikari hans Kevin Bacon. í State Of Grace gerði Oldman endanlega út af við Englendinginn í sér. Honum er jafnvel skipað á bekk með Al Pacino og Robert De Niro; hann er slarkarinn, svakamenni í aðra röndina, tapar í liina - og umfram annað - bandarískur í auguin bandarískra bíófara. En skiptir þessi stimpill svo miklu máli? Oldman er á því. „Það er alveg sama hvað enskir leikarar kunna að fullyrða, í Bandaríkj- unum eru hlutirnir að gerast.“ Og þar vill Gary Oldman greini- lega vera.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.