Dagur - 31.08.1991, Blaðsíða 20

Dagur - 31.08.1991, Blaðsíða 20
Árskógsströnd: Sveinn Jónsson, oddviti á Arskógsströnd, segir að inn- an skamms verði hafnar framkvæmdir við byggingu lítilla íbúða á Litla-Arskógs- sandi, sem henti vel fyrir ungt fólk sem er að hefja búskap eða eldra fólk sem vill minnka við sig. Sveinn sagði ætlunina að byggja fjórar íbúðir, 45 til 65 fermetra að stærð, á vegum Ár- skógshrepps, og er hugmyndin að þær verði í kaupleigukerf- inu. „Við erum búnir að skipu- leggja byggingareit á Árskógs- sandi, sem við ætlum fyrir íbúð- ir fyrir bæði unga og aldna,“ sagði Sveinn. Hann sagði að þegar hefði verið spurst fyrir um íbúðirnar og því virtist vera næg eftir- spurn eftir þeim. óþh Blönduvirkjun: Aflvélin prófuð á næstunni - fiögur hús keypt á Blönduósi Vinna við Blönduvirkjun gengur samkvæmt áætlun og að sögn Páls Ólafssonar, yfir- manns byggingadeildar Landsvirkjunar, verður afl- vélin sem verið er að ganga frá þessa dagana prófuð í kringum 10. sept. nk. Lokið er byggingu tengilínu frá virkjuninni í byggðalínu svo hægt verður að keyra raforkuna beint inn á dreifikerfi Lands- virkjunar þegar þessi fyrsta afl- vél verður tekin formlega í notkun í byrjun októbermánað- ar. Páll segist ekki búast viö öðru en sú tímaáætlun standist, enda er nú lokið allri steypu- vinnu og stíflugerð við virkjun- ina og nær eingöngu unnið við frágang. Landsvirkjun er einnig búin að festa kaup á fjórum einbýlis- húsum á Blönduósi fyrir fram- tíðarstarfsmenn Blönduvirkjun- ar. Knútur Otterstedt, svæðis- stjóri Landsvirkjunar á Norðurlandi, segir framboð á húsurn á Blönduósi vera það mikið að frekar hafi verið keypt, en byggð ný hús. Hann segir þessa framtíðarstarfsmenn vera komna til starfa og að þeir muni á næstunni flytja inn í hús- in með fjölskyldur sínar. SBG Fjórðungssamband Norðlendinga: Stéttarsamband bænda: Aðalfundur á Hvanneyri Aöalfundur Stéttarsambands bænda hefst á Hvanneyri í dag og stendur fram á mánudag. Fundurinn veröur settur kl. 13.30 en stefnt er að því að honum ljúki kl. 18.00 á mánu- dag. Að lokinni fundarsetningu og kosningu fundarstjóra og fundar- ritara, flytur Haukur Halldórs- son, formaður Stéttarsambands- ins, skýrslu formanns. Pví næst flytur Halldór Blöndal, landbún- aðarráðherra ræðu og gestir ávarpa samkomuna. Búast má við miklum umræð- um um stöðu landbúnaðarins í ljósi væntanlegs búvörusamnings og markaðstengingar landbúnað- arframleiðslunnar. Einnig má reikna með að samningar Islands og annarra EFTA-landa við Evrópubandalagið um evrópskt efnahagssvæði komi til umræðu og fjallað verði um hugsanlegan innflutning á landbúnaðarvörum. Málefni sauðfjárræktarinnar verða einnig til umræðu en nú um mánaðamótin rennur út frestur sauðfjárbænda til þess að taka fyrsta tilboði ríkisins um sölu á fullvirðisrétti. -KK Akureyrarbær gerir Gosan tilboð um flutninga gosdrykkjaframleiðslunnar norður: Fjölgar vonandi plúsum ívrir staðsetningu á Akureyri - segir Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar fræðibraut við Háskólann Stjórn Fjóröungssambands Norðlendinga telur að koma verði á fót uppcldisfræöideild við Háskólann á Akureyri. Á fundi stjóniar Fjórðungs- sambands Norðlendinga fyrr í þessum ntánuði var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fjórð- Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að mæta hækkuðum rekstrargjöldum bæjarsjóðs á þessu ári að hluta með Ián- töku. AHt stefnir í að taka þurfi um 60 milljónir að láni en endurskoðun fjárhagsáætlunar sýnir hækkun rekstrargjalda um tæplega 80 milljónir króna. Stærsti hluti þessarar upphæð- ar er vegna áfalla sem bærinn verður fyrir af gjaldþrotuin Álafoss og ístess. Áfallnar bæjarábyrgðir af gjaldþrotun- um eru 55 milljónir króna og til viðbótar lækka tekjur bæjarsjóðs vegna þessara gjaldþrota. ungsstjórn leggur áherslu á að hið fyrsta verði stofnuð uppeldisfræðibraut við Háskól- ann á Akureyri til að bæta úr til- finnanlegum skorti á fóstru- og kennaramenntuðu fólki á lands- byggðinni. Einnig verði komið á endurmenntun kennara við skólann.“ óþh Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir að auk áhrif- anna af gjaldþrotum Álafoss og ístess hafi ýmsir liðir á fjárhags- áætlun þurft endurskoðunar við. Einn stærsti liðurinn segir hann tekjuminnkun hjá Skíðastöðum sem leiði af sér 6 milljóna króna aukin útgjöld fyrir bæjarsjóð. Þá verða tekjur af aðstöðugjöldum 13,5 milljónum lægri en áætlað var, sem að hluta skýrist með áðurnefndum gjaldþrotum. Hækkuðum rekstrargjöldum verður mætt með niðurskurði á snjómokstri um 5 milljónir og bygging dagvistar við Helga- magrastræti frestast. Sigurður segir að með tilfærslu í eigna- Akureyrarbær hefur gert gos- drykkjafyrirtækinu Gosan hf. í Reykjavík tilboð um Ilutninga á gosdrykkjaframleiðslunni norður yfir heiðar. Aðilar vilja ekki gefa upp hvað er fólgið í þessu tilboði en eins og Dagur hefur skýrt frá stendur Gosan nú frammi fyrir þeim valkost- um, þar sem finna þarf nýtt hús fyrir gosdrykkjaframleiðsl- una í Reykjavík, að sameina bjór- og gosdrykkjaframleiðsl- una undir eitt þak á Akureyri Ágætlega viðrar til berjatínslu á Norðurlandi um helgina. Léttskýjað verður í dag en í kvöld þykknar upp og fer að rigna á köflum. Á morgun, sunnudag, léttir aftur til með suðvestanátt. Að sögn Ásdísar Auðunsdótt- ur, veðurfræðings hjá Veðurstofu íslands, verður suðvestlæg átt í dag en með kvöldinu fer að eða í Reykjavík eða finna nýtt húsnæði fyrir gosdrykkjafram- leiðsluna í Reykjavík og þar með yrði bjórframleiðsla Vik- ing Brugg um kyrrt á Akur- eyri. Werner Rasmusson, stjórnar- formaður Gosan, segir að afstaða til tilboðs Akureyringa verði ekki tekin fyrr en í fyrsta lagi í lok næstu viku þar sem nokkrir stjórnarmenn Gosan eru í útlöndum. Aðspurður hvernig bæjarfélag geti komið inn í mál af þykkna upp með suðaustlægri átt. „Það verður bjart framan af degi en þykknar svo upp og má búast við einhverri vætu með köflum á laugardagskvöld. Á sunnudag léttir sennilega aftur til með suðvestanstrekkingi eða -kalda og hitinn verður eitthvað yfir tíu stigurn á meðan léttskýjað er og sunnudagurinn gæti orðið dálítið góður,“ sagði Ásdís í samtali við Dag. GT þessu tagi segir Werner að ekki geti orðið um nein fjárframlög að ræða en á hinn bóginn séu dæmi þess að kornið sé til móts við fyrirtæki með niðurfellingu á gjöldum tímabundið. Ef af flutningum til Akureyrar verður segir Werner að Gosan og Viking Brugg, sem nú eru rekin aðskilið, verði sameinuð og æski- legast væri að framleiðsla yrði á einuin stað snemma næsta árs. Fulltrúar Akureyrarbæjar og Gosan hafa farið sameiginlega yfir málið á síðustu dögum og í framhaldi af þeirri vinnu var Gosan gert tilboð um flutninga norður. „Það má segja að þeir hafi spurt okkur þeirrar spurn- ingar hvort við gætum gert eitt- hvað til að koma inn í myndina við ákvörðun þeirra. Við gerðum þeim því tilboð í þeirri von að þeir gætu flutt starfsemina norð- ur og sameinað framleiðsluna hér á Akureyri því við lítum svo á að hér hafi þeir góðar aðstæður til þess,“ segir Sigurður J. Sigurðs- son, forseti bæjarstjórnar Akur- eyrar. Sigurður segir ljóst að mjög stór markaðar fyrir framleiðsluna sé á höfuðborgarsvæðinu og því snúist spurningin um að brúa það bil svo framleiðslan verði sam- keppnisfær í verði á markaðinum. „Það er langt í frá að rnálið sé útrætt en við reyndum að draga myndina upp eins skýrt og við gátum. Vonandi verður þetta framlag okkar til að plúsarnir verði fleiri fyrir staðsetningu hér á Akureyri," segir Sigurður J. Sigurðsson. JÓH Endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar: Fyllt í 60 milljÓDa gat með lántökum - gjaldþrot Álafoss og ístess vega þyngst í hækkuðum rekstrargjöldum breytingalið náist lækkun um 20 I upp á um 60 milljónir sem fylla milljónir en þá standi eftir gat | þurfi með lántökum. JÖH Ágætt beriatínsluveður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.