Dagur - 31.08.1991, Blaðsíða 19

Dagur - 31.08.1991, Blaðsíða 19
Popp Stjórnin Magnús Geir Guðmundsson - Tvö líf: Stjórnin styrkist Stjórnin má vera ánægö meö sin Tvö líf. Það er örugglega ennþá öllum í fersku minni þegar Stjórnin hreppti fjórða sætið í Eurovision í fyrra með „skagfirsku" sveiflunni Eitt lag enn. Var hljómsveitin reyndar lengi á góðri leið með að vinna keppnina en varð af sigr- inum á lokasprettinum. Kom þessi góði árangur í beinu fram- haldi af vaxandi velgengni hljóm- sveitarinnar hér heima en auk þess að hafa unnið undankeppn- ina fyrir Eurovision hafði hún sigrað áður í Landslagskeppn- inni með laginu Við eigum sam- leið. Má segja að nú rúmu ári eftir Eurovision ævintýrið hafi Stjórnin ekki litið til baka. Með þessum tveimur stóru plötum sem hljóm- sveitin hefur sent frá sér þ.e. Eitt lag enn og svo Tvö líf, hefur hún fest sig vel í sessi sem ein vinsælasta hljómsveit landsins. Það er líka ekkert skrýtið að tón- list Stjórnarinnar skuli fara vel í landann því þar fer saman góður og vandaður flutningur og meló- dískar lagasmíðar. Tvö líf verður að teljast mjög rökrétt framhald af Eitt lag enn og eru lögin á henni í svipuðum stíl, blanda af léttu poppi, ballöðum með rokki saman við. Koma margir við sögu í lagasmíðunum og eru flest lögin eftir aðila utan hljóm- sveitarinnar. Má þar nefna Valgeir Guðjónsson, Eyjólf Krist* jánsson, Karl Örvarsson bróður Grétars söngvara og Friðrik Karlsson m.a. auk þess sem nokkur lög eru eftir erlenda höfunda. Svona samtíningur á lögum úr ýmsum áttum getur oft verið vafasamur og gert plötur ærið misjafnar að gæðum. Hér er þó ekki um slíkt að ræða og er plat- an hin ágætasta í heildina. Upp- tökustjórn Óskars Páls Sveins- sonar er ekki hvað síst sá þáttur sem gerir Tvö líf eins góða og áheyrilega og raun ber vitni, en hún er líkt og hjá GCD hreint frábær. Bestu lög aö mínum dómi eru titillagið, Láttu þér líða vel, Draumar eftir Karl og Það er nú það eftir Valgeir þar sem hann fetar í fótspor þeirra Geir- mundar og Harðar í sveiflunni. Á Tveimur lífum hafa þau Sigga og Grétar og hinir strákarnir sannað styrk sinn og að hann fer vaxandi. Hitt og þetta Guns ’n’ Roses Ef ekkert óvænt kemur upp á, þá lítur nú út fyrir að nýju plöturnar tvær með Guns ’n’ Roses Use your illusion I og II komi út þann 16. september næstkomandi. Eins og margoft hefur komið fram hér á Poppsíðunni hefur útgáfan tafist af ýmsum ástæð- um en nú á sem sagt ekkert að vera því til fyrirstöðu að plöturnar komi út. Nú á mánudaginn kemur svo út önnur smáskífan af plötunum með laginu Don’t cry. Annars er það af högum hljóm- sveitarinnar að segja að ólætin sem brutust út fyrir nokkru á tón- leikum hennar í St. Louis ætla að draga dilk á eftir sér. Eins og fram hefur komið áður þá brutust þessi ólæti út I kjölfar þess að W. Axl Rose söngvari stökk niður af sviðinu í miðju kafi til að hindra Ijósmyndara við iðju sína. Hefur söngvarinn nú verið kærður fyrir þetta athæfi sitt og á yfir höfði sér allt að fjögurra og hálfs árs fang- elsisvist ef í hart fer. Þá hefur hann sömuleiðis verið krafinn um skaðabætur vegna tjónsins sem varð en það skiptir milljónum ísl. króna. Þessar kærur koma þó ekki í veg fyrir að Guns ’n’ Roses geti hafið tónleikaferð sína um Evr- ópu sem einmitt hefst nú í kvöld á Wembley leikvanginum í London. Tónleikaplata væntanleg með Neil Young Kanadíski fjöltónlistarmaðurinn Neil Young sem á síðasta ári sendi frá sér gæðaplötuna Ragged Glory, ætlar að fylgja henni rækilega eftir. Er nefnilega von á tvöfaldri tónleikaplötu frá kappanum ásamt félögum hans I hljómsveitinni Crazy Horseþann 16. september. Var efnið á henni tekið upp á tónleikaferð Youngs og félaga um Bandaríkin á síð- asta ári sem kallaðist einfaldlega Ragged Glory tour. Big Country Frekar hljótt hefur verið um stór- hljómsveitina skosku Big Coun- try nú hin seinni ár, en síðasta hljóðversplata hennar, Peace in our time, kom út fyrir rúmum þremur árum. Nú eru hins vegar Stuart Adamson og félagar vaknaðir til lífsins og búnir að senda frá sér EP plötu sem kallast Republican party repile. Er titillag þessarar EP plötu for- smekkur þess sem koma skal á nýrri breiðskífu sem væntanleg er nú í september. Verður þessi nýja hljóðversbreiðskífa sú fjórða í röðinni hjá Big Country en hljómsveitin hefur nú starfað í um átta ár. Skid Row með tvenna tónleika í Laugardals- höll Nú virðist Ijóst að bandaríska þungarokkhljómsveitin Skid Row muni halda hér á landi tvenna tónleika í Laugardalshöll- inni um næstu helgi, 6. og 7. september. Hefur Skid Row náð gríðarmikilli hylli með fyrstu tveimur plötum sínum, SkidRow og Slave to the grind og er skemmst að minnast að sú síðarnefnda fór beint á toppinn í Bandarlkjunum yfir söluhæstu plötur vikunnar, sem er mjög sjaldgæft. Þá náði lagið 18 and life af fyrri plötunni efsta sæti vinsældalistans bandaríska. Er ekki að efa að rokkunnend- ur munu fagna þessum glaðningi vel og flykkjast á tónleikana ásamt fieiri tónleikaunnendum. Þróunin virðist nú ætla að verða sú að rokktónleikar verði hér reglulegur viðburður. Er það vel og er vonandi að fólk láti sig ekki vanta hér eftir sem hingað til. Plötupunktar Mikið af athygliverðum þlötum af ýmsu tagi hefur verið að koma út, eða er við það að koma út, þessa dagana. Kemur hér samantekt á nokkru af því sem þar er á boðstólum. Svo byrjað sé fremst í stafrófinu, þá er skoska þjóðlagarokksveitin All about Eve nýbúin að senda frá sér sína þriðju plötu sem nefnist því hjartnæma nafni Touched by Jesus. The Blue Aero- planes er fyrir skömmu búin að senda frá sér sína nýjustu skífu sem kallast Beatsongs Það hafa þau í T’Pau líka gert og kallast platan sem er þeirra þriðja The promise. Ein af þeim betri í rappinu, Public Enemy, kemur með sína nýjustu afurð í október. Smáskífa með laginu Can’t truss it kemur út í september. Mun platan eiga að heita Apocalypse 1991. Dave Stew- art úr Eurythmics og The spiritual cowboys, senda frá sér sína aðra plötu í lok sept- ember sem kallast mun Honest. Nokkrar safnplötur er vert að nefna eins og með vinsælustu lögum The Cult, sem reyndar kemur líka með nýja plötu í okt- óber (af henni er að koma fyrsta smáskífan sem geymir lagiö Wild hearted son). Safn með eldra efni hins ráma Tom Waits sem komið er út er einnig vert að nefna og sömuleiðis endurútgáfu á plötu þeirra Byrds þrímenn- inga McGuinn, Clark og Hill- man á geisladiski, sem fyrst kom út 1979 og var eitt þaö síðasta sem Gene Clark hljóðritaði, en hann lést í sumar. Að lokum ber svo að nefna enn eina plötuna með rokkjöfrunum öldnu í Jethro Tull sem út kemur nú í septem- ber og heitir Catfish rising. Laugardagur 31. ágúst 1991 - DAGUR - 19 Spurning vikunnar Hvernig þótti þér heimsókn forseta íslands til Skagafjarðar takast? Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki: Mér þótti hún takast vel og held að í öllum meginatriðum hafi þetta gengið upp. Við vorum heppin með veður því þegar komið er fram á þennan árstíma má búast við hvass- viðri, rigningu og jafnvel kulda. Ég verð líka að segja það, að ég er alveg sérstaklega ánægð- ur með hvað fólk tók mikinn þátt í heimsókninni eins og t.d. í íþróttahúsinu hér á Króknum þar sem fjöldi fólks mætti. Allt fór samkvæmt áætlun og ég get ekki annað sagt en minnsta kosti það sem snýr að okkur hér á Sauðárkróki, hafi tekist vel og vona að gestunum hafi þótt það einnig. Halldór Þ. Jónsson, sýslumaður Skagafjarðarsýslu: Mitt mat er að heimsóknin hafi tekist mjög vel. Það gekk allt upp og skipulagning stóðst. Móttökur voru alls staðar með ágætum og mæting var góð á þá staði þar sem forsetinn kom til að hitta fólk. Ég held að því sé ekki annað hægt að segja en hún hafi tekist með ágætum. Magnús Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Héraðs- nefndar Skagafjarðar: Ég er mjög ánægöur með hvernig þetta gekk allt saman. Auðvitað er ég ekki rétti maður- inn til að segja til um hvernig móttökurnar tókust, en ég var ánægður með hvernig sveitar- félögin stóðu sig og er mjög stoltur af Skagfirðingum eftir þessa heimsókn því hvarvetna var tekið á móti forsetanum með mikilli reisn. Þrátt fyrir mikla tímapressu gekk allt upp og forsetinn heillaði alla hvar sem hún kom og ef einhver var stressaður þá eyddist það um leið og hún var komin á vett- vang því hún náði inn að hjarta- rótum hvers síns viðmælanda. Bjöm Sigurbjörnsson, formaður undirbúnings- nefndar heimsóknarinnar: Mér þótti heimsóknin takast vel. Allt gekk upp og Skagfirðingar mættu vel á þá staði þar sem þeim gafst kostur á að hitta forsetann. Við vorum heppin með veður, því það var eins og sólargeisli brytist í gegn þessa daga þegar forsetinn heiöraði Skagafjörð með nærveru sinni. Undirbúningur var langur og strangur, en við í undirbúnings- nefndinni erum í sjöunda himni yfir því hvernig til tókst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.