Dagur - 31.08.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 31.08.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 31. ágúst 1991 Fréttir Kaldbakur EA 301 til veiða á ný eftir gagngerar endurbætur: „Hægt að segja að togaiinn sé fyrst nú fn]]smíðaður“ - segir Sveinn Hjálmarsson, skipstjóri Aflaskipið Kaldbakur EA 301, togari Útgerðarfélags Akur- eyringa hf., hefur verið í Slipp- stöðinni á Akureyri frá byrjun júní. Unnið hefur verið að breytingum og lagfæringum á togaranum, en hann hann var keyptur til Útgerðarfélagsins frá Spáni 1974 ásamt systur- skipinu Harðbak. „Togarinn heldur til veiða um miðja næstu viku. Kostnaðurinn er um 90 milljónir. í upphafi var gert ráð fyrir að kostnaðurinn yrði um 70 milljónir, en eftir að verksamningur var gerður var ákveðið að breyta fleiru. Kostnaðarhliðin er samkvæmt áætlun. I dag erum við með svotil nýtt skip sem vonandi á eftir að þjóna okkur dyggilega næsta áratuginn,“ segir Gunn- ar Ragnars, forstjóri Útgerðar- félags Akureyringa hf. Kaldbakur EA kom til landsins árið 1974 sem fyrr segir. Allt frá upphafi hefur togarinn verið hið mesta happaskip. Sverrir Valdi- marsson, skipstjóri, sótti skipið til Spánar. Porsteinn Vilhelms- son, nú skipstjóri á Akureyrinni EA, tók við skipinu er Sverrir lét af störfum. Fyrir átta árum tók Sveinn Hjálmarsson, skipstjóri, við skipinu og stendur enn í brúnni. Sveinn var í áhöfn Kald- baks er hann var sóttur til Spánar ásamt Birgi Valdimarssyni, vél- stjóra. „Mannabreytingar hafa orðið hér sem annars staðar. í dag erum við Sveinn, skipstjóri, tveir eftir þeirra er voru í fyrstu áhöfn. Trúlega förum við með togaran- um þegar hann verður settur í brotajárn, hvenær sem það verður," sagði vélstjórinn. „Já, endurbæturnar eru miklar. Skrúfuhringur er kominn á skipið og slingvubretti. Allt járn í aðaldekki er nýtt alveg nið- Bændur! Nú er haughúsavandamálið úr sögunni. Norska mykjudælan JETT 2000 sér fyrir því. Hún er afkastamikil - þægilegt aö koma henni viö og brunnur er óþarfur! Haldin verdur sýning á dælunni 4. september kl. 13.00-17.00 hjá Jóni Jónssyni, Stekkjarflötum, Eyjafjarðarsveit. Nánari uþplýsingar veitir Hannes Sigurösson í síma 91-654774 eða Guömundur í síma 95-24556 á kvöldin. Kaldbakur EA 301 er glæsilegur togari sem hefur þjónað Útgerðarfélagi Akureyringa hf. dyggilega í nær tvo áratugi. Á innfelldu niyndinni er Svcinn Hjálmarsson, skipstjóri, við nýju vinnslulínuna á millidekki. Mynd: Goiii ur í sjó. Lunningar voru hækkað- ar þannig að öll vinnuaðstaða á dekki er stórbætt. Hægt er að segja að nú fyrst sé skipið full- smíðað. Stór og öflugur krani er kominn um borð, sem einnig breytir miklu. Allt var hreinsað út af millidekki og ný vinnslulína er komin um borð. Hér er um mikla byltingu að ræða, sem færir okkur fram um tvo áratugi. Eng- ar endurbætur voru gerðar í lest enda er öll vinnuaðstaða góð og vel fer unr aflann. Allt var rifið innan úr brúnni. I dag er „hóllinn" samkvæmt kröf- um tímans og hinn vistlegasti. Aðstaða okkar skipstjórnar- manna er sent best verður á kosið. Við leggjum í hann unt miðja næstu viku og nú er að sjá hvernig hlutirnir reynast," sagði Sveinn Hjálmarsson, skipstjóri. ój Fjórðungsþing Norðlendinga hófst á Húsavík í gær: Tímabært að stokka Fjórðungssambandið upp - sagði Ingunn St. Svavarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Norðlendinga Akureyri: Keyrt á óþekkta bifreið eins og loðnubrestur, verðfall á rækju og samdráttur aflaheimilda kæmu með miklum þunga á landsbyggðina. Þá sagði ltann að niðurskurður ríkisútgjalda myndi bitna sérstaklega á landsbyggð- inni. „Gleggst dæmi um þetta er niðurskurður vegafjár, sem nálg- ast 50% niðurskurð frá því marki sem Alþingi ályktaði um á sínum tíma. Það er mál glöggra manna, að það taki 25 ár að framkvæma núverandi langtímaáætlun vega- mála, sem er aðeins til 12 ára,“ sagði Áskell. Hann kvaðst telja að stefnan í kvótamálum myndi leiða til byggðaeyðingar. Ef einhverjir eigi siðferðilegan rétt til auðlinda Á flmmtudagskvöld var keyrt á rauða Subaru-bifreið á Akur- eyri. Að sögn lögreglu náði ökumaðurinn hvorki tali af þeim ökumanni sem keyrt var á né númeri bifreiðarinnar áður en bifreiðin, Subaru Justy, var á brott. Tilkynnt var um þennan léttvæga árekstur kl 22:50. Þrír ungir drengir voru hand- teknir á fimmtudagskvöld eftir að eigandi bifreiðar stóð þá að verki við bifreið sína. Við yfirheyrslur játaði einn þeirra að hafa rispað bifreiðina með steini og lauk þar með afskiptum lögreglunnar af málinu. Á fimmtudagskvöld var annar árekstur en engin meiðsl á fólki að sögn lögreglu. Einnig var keyrt á ljósastaur. Rúður voru brotnar í Iþróttahúsinu við Laug- argötu og í húsi við Víðilund 14 en þau mál eru óupplýst enn að sögn lögreglu. GT „Ég tel tíma kominn til að stokka Fjórðungssambandið upp. Mér virðist sambandið of víðfeðmt eins og það er í dag og of fjarlægt hinum almenna sveitarstjórnarmanni og ég tel að ef okkur tekst með upp- stokkun sambandsins að glæða áhuga sveitarstjórnarmanna á samvinnu undir nýjum for- merkjum og gera menn þannig virkari og meira vakandi fyrir eigin málum, þá sé það fylli- lega þess virði að reyna það. Kjördæmasamtök tel ég heppi- lega stærð. Héraðsnefndir geta að mínu viti ekki leyst Fjórð- ungssambandið af hólmi, þær eru einfaldlega of litlar eining- ar til að mark sé tekið á þeim sem málsvara gagnvart ríkis- valdinu.“ Þetta sagði Ingunn St. Svavars- dóttir, formaður Fjórðungssam- bands Norðlendinga, við upphaf fjórðungsþings á Húsavík í gær. Fyrir þinginu liggja hugmyndir um grundvallarbreytingar um starfsemi Fjórðungssambandsins, sem lúta að því að skipta því upp og hefur í því sambandi verið rætt um tvö kjördæmasamtök, eins og Ingunn lýsti sig fylgjandi í sinni ræðu í gær. Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bandsins, sagði í skýrslu sinni ekki leggja dóm á hentuga stærð landshlutasamtaka á Norður- landi. „Þetta er hjóm hjá því, hvort landshlutasamtökin eru nægileg brjóstvörn fyrir lands- byggðina á nýjum tíma,“ sagði Áskell. í skýrslu sinni dró Áskell upp dökka mynd af stöðu lands- byggðarinnar gagnvart höfuð- borgarsvæðinu og sagði að „viðurkenndar vinnuaðferðir í byggðamálum" hafi runnið sitt skeið. Áskell óttaðist að áföll hafsins, þá sé það fólkið víðsveg- ar um strendur landsins, þar sem sjávarútvegur sé eina lífsbjörgin. Sú spurning hlyti að vakna fyrst landsbyggðin væri að verða fyrst og fremst frumvinnslusvæði, en Suðvesturland þróunarsvæði, hvort sú leið væri ekki athugandi að landsbyggðin sæti ein að fisk- veiðunum umhverfis landið og suðvesturhornið myndi áfram helga sig þjóðfélagsbákninu, stóriðjunni og nyti hagræðis af varnarliðinu. Aðalmál þingsins í dag er byggðamál undir liðnum „nýjar leiðir í byggðamálum“. Fram- sögu hafa Sigfús Jónsson, for- maður sameiningarnefndar félags- málaráðuneytisins, Ingunn St. Svavarsdóttir, formaður Fjórð- ungssambands Norðlendinga, Stefán Guðmundsson, formaður nefndar um nýjar ieiðir í byggða- málum og Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður. óþh Rækjuvinnslurnar Dögun og Særún: Uppsagnir ekki til framkvæmda Fkki er útlit fyrir aö uppsagnir þær sem koma eiga til fram- kvæmda 1. október nk. hjá rækjuvinnslunum, Dögun á Sauðárkróki og Særúnu á Blönduósi, verði að veruleika samkvæmt þeim forsendum sem yflrmenn fyrirtækjanna gefa sér í dag. í sumar var öllu starfsfólki hjá Dögun hf. á Sauðárkróki og Sæ- rúnu hf. á Blönduósi sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Mánuður er þangað til uppsagn- irnar eiga að koma til fram- kvæmda, en að sögn þeirra Tóm- asar Ástvaldssonar hjá Dögun og Kára Snorrasonar hjá Særúnu standa málin þannig í dag, að ekki er útlit fyrir að af upp- sögnunum verði. Undanfarið hefur verið unnið tólf tíma á sólarhring hjá báðurn verksmiðjunum og nóg hráefni til. Að sögn Kára er eftirspurnin einnig það mikil að engar birgðir safnast upp og kveðst hann hálf- undrandi á að verð á rækju skuli ekki þokast upp á við þar sem eftirspurnin er svona mikil. Hjá Dögun vinna nú um 15 manns í landi, en hjá Særúnu um 25 manns. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.