Dagur - 14.09.1991, Page 18

Dagur - 14.09.1991, Page 18
18 - DAGUR - Laugardagur 14. september 1991 Bautamót í tvímenningi (Mitchell - tvímenningur) hefst þriðjudaginn 17. sept. kl. 19.30. Spilað verður í Hamri, félagsheimili Þórs. Skráning fer fram í síma 21695 (Páll H. Jónsson) eða á keppnisstað. Stjórnin. Opið liús Vegna góðrar þátttöku um síðustu helgi höftun við aftur „Opið hús“ núna um helgina 14. til 15. sept. frá 13.00 til 17.00 báða dagana. Og að sjálfsögðu er opið hjá okkur alla virka daga. Komið við eða hringið í síma 27899. Tölvunám „Nám sem nýtist“ Tölvufræðslan Akureyri h£ Glerárgötu 34, IV. hæð, Akureyri, sími 27899. ...... 1 Nýtt efni vikulega mörg eintök af hverri mynd Leigjum leikjatölvur, videotökuvélar, sjónvörp og videotæki Óáteknar kassettur á frábæru verði. Munið skólaafsláttinn Videover Myndbandaleiga með metnað Kaupangi v/Mýrarveg, sími 26866 Borgarbíó sýnir: Eymd (Misery). Leikstjóri: Rob Reiner. Aðalhlutverk: James Caan, Kathy Bates og Frances Sternhagen. Castle Rock Entertainment 1990. Að öllu jöfnu er ég ekki neitt sér- lega áfjáður í að horfa á verk er byggja á sögum Stephens King, ekki vegna þess að ég telji hann lélegan höfund heldur vegna hins að mér fellur ekki bíó-skelfing. Engu að síður lét ég verða af því að sjá Eymd, í og með vegna þess að Kathy Bates fékk Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni. Og víst er um það að hún fer á kost- um sem ástsjúka konan; hlut- verkið býður upp á vals upp og niður tilfinninga-skalann; blíð- leiki breytist í hörku, ástin í hatur, geðprýði í skapofsa - svo er slegið til baka og mildin tekur völd og hinn mjúki umönnunar- þáttur konunnar verður alls ráð- andi. Þetta er svo sannarlega óskahlutverk hæfileikaríkrar leikkonu. Eymd er nánast ekki annað en tveggja manna tal. James Caan er frægur rithöfundur sem hefur nýlokið tímamótaverki á ferli sínum. Hann hefur setið við skriftir úti í sveit en leggur nú af stað heim í stórborgina með handritið. Á leiðinni verður hann fyrir óhappi og er bjargað af dularfullri konu sem dröslar hon- um heim til sín, á afskekkt bóndabýli. Þar er hann gjörsam- lega upp á náð hennar og vilja kominn, ófær um að hreyfa sig úr rúminu og getur enga björg sér veitt. Bráðlega kemur í ljós að bjargvætturinn er ekki eins og fólk er flest og óhugnanlegir atburðir taka að gerast. Því fer þó fjarri að King og leikstjórinn velti sér upp úr blóði og ógeðslegheitum. Þeir eru miklu meira á sálfræðilegu nótunum. Konan er ógnvættur, það fer ekki á milli mála, og þegar hún pínir Caan til að brenna handritið að nýsaminni bókinni er stríðs- hanskanum hent. Þessi handrits- bruni er vissulega eitt óhugnan- legasta atriði sem ég man eftir í kvikmynd og er þó engum tekið blóð við framkvæmdina. Óhugnaðurinn er listavel magn- aður með ýmsum smáatriðum í þessum dúr: hreyfihömlun Caans, úrklippubók konunnar og óútreiknanlegum skapsveiflum. Enda þótt Eymd sé að mestu tveggja manna tal fer ekki á milli mála að við erum í bíói. Einstaka skot út í umheiminn, þar sem dregin er upp mynd af úrræða- leysi leitenda, eru vel gerð en gera þó ekki annað en að undir- strika bíóið - sjálf myndatakan í húsinu er með þeim hætti að eng- inn getur villst á Eymd og leik- húsverki. Caan tekst líka með afbrigðum vel að túlka hjálpar- leysi rithöfundarins og er þó ekki með neina yfirdrifna leikhús- stæla. Hann er einn af þessum sárafáu leikurum sem leikur svo fyrirhafnarlaust að enginn verður var við að hann sé að leika - Eymd nýtur svo sannarlega góðs af þessum hæfileika Caans. Júlía á sér tvo elskhuga Borgarbíó sýnir: Júlía á sér tvo elskhuga (Julia Has Two Lovers). Leikstjóri: Bashar Shbib. Aðalhlutverk: Daphna Kastner, David Dudchovny og David Charlcs. South Gate Lntertainment 1991. Fór hálf kvikmyndin eða meira í símakjaftæði? Meira myndi ég segja. Daphna Kastner á við sérkennilegt vandamál að stríða, að minnsta kosti held ég að það sé sérkennilegt. Hún er í tygjum við karlmann er vill giftast henni. Sá er ekki laus við að vera svolít- ið undarlegur, hann virðist þola illa að Kastner hafi forgöngu um kynmök - ekki svo að skilja að mikið sé um slíkar athafnir í myndinni - og gerir sér þar að auki sérstakt erindi heim um miðjan dag til að taka ástkonu sína að indíánskum hætti - gam- anið stendur í hálfa mínútu, ekki sekúndu lengur, síðan er vinur- inn brókaður á nýjan leik og sá á biðilsbuxunum fer aftur í vinn- una. Sannarlega einkennileg aðferð til að vinna hjarta kven- manns jafnvel þó maður haldi að hún geymi það neðan mittis. Og enn og aftur vil ég ítreka að kyn- lífsathafnir setja ekki sterkan svip á þetta verk. Eg sé ekki betur en að leik- stjórinn, Shbib, sem er allt í öllu í þessari kvikmynd, hafi hér misst af ágætis tækifæri til að takast á við mismunandi kynlífsskilning kynja ef hann er þá til staðar. í staðinn býður hann okkur upp á einhæft leikhúsverk, mikið kjaftæði leiðinlegra persóna og gjörsamlega spennulaust verk, hvernig sem á það er litið, jafnvel svæfandi. Fullyrdingar um kaupmáttaraulamigu eiga ekki við félagsmenn í KÍ - segir m.a. í ályktun formanna aðildarfélaga Kennarasambands íslands Fundur formanna aðildarfélaga Kennarasambands íslands mót- mælir þeim fullyrðingum sem fram hafa komið í fjölmiðlum að kaupmáttur hafi aukist á því samningstímabili sem nú er að ljúka. Þessi fullyrðing á ekki við um félagsmenn í Kennarasam- bandinu. Eitt af meginmarkmiðum þess kjarasamnings sem nú er að renna út var að auka kaupmátt. Allt bendir hins vegar til að kaupmáttur taxtalauna félags- manna Kennarasambandsins verði 1,5% lakari 1. september 1991 heldur en hann var í árs- byrjun 1990. Staðreyndin er sú að meðal- talskaupmáttur á samningstíman- um er nálægt 0,5% lakari en sam- ið var um. Allt samningstímabil- ið hafa viðskipakjör verið mun hagstæðari en forsendur samn- ingsins gerðu ráð fyrir. Sú tak- markaða hlutdeild sem launafólk fékk í þeim bata verður aðeins til þess að meðaltalskaupmáttur á samningstímanum er svipaður og ráð var fyrir gert í forsendum samningsins. Betri viðskiptakjör áttu að skila sér sem viðbót við umsamirm kaupmátt. Svo hefur ekki orðið. Fundurinn áréttar það sem fram kemur í samþykktum 6. fulltrúaþings Kennarasambands íslands þar sem segir að megin- krafa í komandi kjarasamningum verði hærri grunnlaun, aukinn kaupmáttur og öruggar kaup- máttartryggingar, auk annarra atriða sem beint snerta kjör kennara og skólastjórnenda í grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.