Dagur - 10.10.1991, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 10. október 1991
Fréttir
Síldarútvegsnefnd:
Tekist hefiir samkomulag
við kaupendur í Finnlandi
- vonast eftir samkomulagi við danska
og sænska kaupendur í vikunni
Samningaumleitanir um fyrir-
framsölu á saltaöri Suður-
landssfld til hinna ýmsu mark-
adslanda hafa staðiö yfir að
undanförnu og standa vonir til
þess að unnt verði að ganga frá
samkomulagi við sænska og
danska sfldarkaupendur síðari
hluta þessarar viku. Sam-
Sauðárkrókur:
Neftidum
þjónustuíbúðir
Á bæjarstjórnarfundi á Sauð-
árkróki sl. þriðjudag var kosið
í nefnd til að kanna grundvöll
fyrir byggingu þjónustuíbúða
fyrir aldraða í bænum og skoða
þá möguleika sem fyrir hendi
eru í sambandi við slíkt.
f nefndina voru kosnir þrír
aðalmenn og þrír til vara. Aðal-
menn eru: Halldór P. Jónsson,
Jón Karlsson og Sæmundur Her-
mannsson. En til vara: Svafar
Helgason, Helga Hannesdóttir
og Sveinn Friðvinsson.
Nefndin á að taka til starfa
strax og skila síðan greinargerð
til bæjaryfirvalda. SBG
Nýtt
á Akureyri
Ekkert km gjald
Budgets
rentacar
Sími Akureyri:
985-23650.
Sími Reykjavík:
91-641255.
Hús fyrir
ferða-
þjónustuL
Verðaðeins kr. 1.350.000
sé pöntun staðfest fyrir
20. okt. nk.
Hafið samband.
„TRÉSMIÐJAN
MOGILSF.yy
Svalbarðsströnd,
sími 96-21570.
komulag hefur tekist í öllum
aðalatriðum við kaupendur í
Finnlandi og eru líkur á að
þangað takist að selja svipað
magn og á sl. ári, eða 24-25
þús. tunnur.
Óvæntur dráttur hefur orðið á
samningagerð við Pólverja en
þess er vænst að staðan á þeim
markaði skýrist upp úr næstu
helgi, eins og segir í fréttatilkynn-
ingu frá Síldarútvegsnefnd.
Sölutilraun til rússneska lýð-
veldisins er haldið áfram. Við-
semjendur þar hafa margsinnis
tilkynnt að þeir hafi áhuga á
kaupum á miklu magni af saltaðri
síld ef verðið yrði svipað og þeim
standi tii boða að kaupa frá
Kanadamönnum og öðrum
keppinautum okkar á markaðin-
um. Mikill skortur er á matvæl-
um í landinu en gjaldeyrir af
skornum skammti. Að svo stöddu
er því of snemmt að spá nokkru
um það hvort samningar kunni
að takast.
Þá er rétt að geta þess að unnið
er að því að leita eftir viðskipta-
samböndum í Eistlandi, Lett-
landi og Litháen, svo og upplýs-
ingum um síldarmarkaðina þar. í
þessum löndum var all mikil síld-
arneysla meðan þau voru sjálf-
stæð milli heimsstyrjaldanna.
Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir
hefur aldrei tekist að fá upplýs-
ingar um neysluna þar eftir seinni
heimsstyrjöldina. A sjálfstæðisár-
unum var árleg neysla af saltaðri
síid í Litháen t.d. talin hafa verið
á annað hundrað þúsund tunnur
og Eistlendingar gerðu út leið-
angra til síldveiða fyrir Norður-
landi á fjórða áratugnum og sölt-
uðu síldina um borð. -KK
Hann var þéttsetinn réttarveggurinn í Laufskálarétt sl. laugardag, en þá var hin árvissa stóðrétt í Hjaltadalnum sem
ungir jafnt sem aldnir og Skagfirðingar jafnt sem Reykvíkingar, sækja hvernig sem viðrar. Svalt var í veðri, en
mannþröng og eldvatn sáu til þess að engum yrði kalt og sumir héldu á sér hita með að reyna sig við hrossin sem
voru minnihlutahópur í forugri réttinni. Þegar lagið var síðan tekið undir réttarveggnum og raddað að skagfírskum
sið og nokkrar góðar gangnasögur rifjaðar upp, gleymdist nepjan fljótt. Mynd: sbg
„Opið hús“ á Siglufirði hefst á morgun:
Ætlum að rífa þetta starf upp
segir Anna Vilbergsdóttir, tómstundafulltrúi
Á morgun verður formlega
hleypt af stokkunum „opnu
húsi“ unglinga á Siglufirði.
Mikið og líflegt starf er fyrir-
hugað í vetur og að sögn Önnu
Vilbergsdóttur, tómstundafull-
trúa, er mikill hugur í
krökkunum.
Anna tók við starfi tómstunda-
fulltrúa 1. september sl. og sinnir
því ásamt starfi sínu sem hjúkr-
unarfræðingur við Sjúkrahúsið á
Siglufirði.
Hún segir að margt sé á prjón-
unum í vetur. Auk málfundafélags
verði þrír klúbbar; spilaklúbbur,
músík- og listaklúbbur og mynd-
lista- og ljósmyndaklúbbur, starf-
ræktir. „Opið hús“ verði fyrir 6-9
ára og 10-12 ára tvisvar í viku, en
fjórum sinnum fyrir 13-16 ára.
„Við ætlum að rífa þetta starf
upp, enda var það í algjörri
ládeyðu í fyrra og ekkert gert,“
sagði Anna. Auk þess sem áður
er nefnt sagði Anna að diskótek
yrði einu sinni í mánuði í samráði
við skólann. Þá mætti ekki
gleyma „opnu húsi“ fyrir hús-
mæður í bænum. Þeim gefst kost-
ur á að koma í félagsmiðstöðina
Skjól eftir hádegi og ræða málin,
auk þess sem boðið verður upp á
ýmisskonar fræðslu fyrir þær, á
meðan börn þeirra una sér við
leik.
Sjallinn á Akureyri:
Stjömukvöld á laugar-
dagskvöldum til áramóta
hægt
Frá og með laugardeginum 19.
október og til áramóta verður
skemmtidagskrá á laugardags-
ÖxarQörður:
Bonmin
gengur
Borunum á vegum Jarðborana
ríkisins í Öxarfirði hefur miðað
heldur hægt undanfarna daga.
Borholan, sem er í landi Ær-
lækjarsels, hefur verið boruð í
tveim áföngum. Fyrst var boruð
víð hola niður á 320 metra dýpi,
en eftir það hefur holan verið
grennri, jafnframt því sem kjarn-
ar hafa verið teknir. Að sögn
Ólafs G. Flóvenz hjá Orkustofn-
un er ætlunin að holan verði allt
að 800 metra djúp.
Þessi hola er nánast við hliðina
á holu þeirri sem boruð var í
fyrra og gaf til kynna að þarna
kynni að vera gas í jörðu.
Gert er ráð fyrir að kostnaður
við borunina og úrvinnslu kjarn-
anna sé um 11 milljónir króna.
Úrvinnslan verður bæði hér á
landi, í Danmörku og Bretlandi.
óþh
kvöldum í Sjallanum sem ber
yfirskriftina „Stjörnukvöld í
Sjallanum“. Dagskráin verður
með líku sniði öll kvöldin en
landskunnir skemmtikraftar
munu skiptast á um að koma
fram.
Að sögn Kolbeins Gíslasonar,
framkvæmdastjóra Sjallans, er
þegar ákveðið að fram komi
á þessum kvöldum m.a. þau
Eyjólfur Kristjánsson, Ragnar
Bjarnason, Jóhannes Kristjáns-
son eftirherma, Helena Eyjólfs-
dóttir, Finnur Eydal, Guðrún
Gunnarsdóttir og Valgeir
Skagfjörð. Kolbeinn segir að
fleiri þekktir skemmtikraftar
kunni að koma við sögu en það
muni skýrast síðar. Stjörnu-
kvöldin verða öll með áþekku
sniði þó skemmtikraftarnir skipt-
ist á um að koma fram. Öll
kvöldin verða tískusýningar,
happdrætti og óvæntar uppákom-
ur. Kolbeinn segir að boðinn
verði þríréttaður matseðill á
stjörnkvöldum og miði á skemmt-
unina, matinn og dansleikinn
seldur á 3600 kr. eða 300 krónum
minna en á skemmtidagskrám
Sjallans í fyrra.
Kynnir á stjörnukvöldum Sjall-
ans verður Bjarni Hafþór Helga-
son, fréttamaður. Hljómsveitin
Rokkbandið leikur fyrir dansi en
hljómsveitin hefur verið ráðin til
að leika í Sjallanum til áramóta.
Nýr liðsmaður hefur bæst í hóp
Rokkbandsmanna en það er
Guðrún Gunnarsdóttir, söng- og
leikkona. JÓH
Einn maður verður í fullu
starfi í Skjóli og auk þess mun
stúlka sjá um klúbbana í 25%
starfi. óþh
Aðalftindui'
Landvemdar
á sunnudag
Aðalfundur Landverndar verð-
ur haldinn í Munaðarnesi á
sunnudaginn kemur. Á morg-
un og laugardag verður haldin
ráðstefna á sama stað á vegum
Landverndar og ber hún yfir-
skriftina: Ásýnd íslands,
fortíð, nútíð, framtíð.
Eins og nafn ráðstefnunnar ber
með sér verður fjallað um ásýnd
landsins í fortíð þ.a.e.s. hvernig
talið er að gróðurfari og landslagi
hafi verið háttað við landnám, - í
nútíð þegar búseta og tæknivæð-
ing hafa gert stórfelldar beytingar
á umhverfi og náttúru landsins -
og svo verður hugað að því
hvernig við viljum að landið líti
út í framtíðinni. Alls verða flutt
átta erindi á ráðstefnunni.
Á sunnudagsmorgun kl. 9.30,
mun Auður Sveinsdóttir, for-
maður Landverndar, setja aðal-
fundinn og er reiknað með að
hann standi eitthvað fram eftir
degi. -KK
Skák
Skákfélag Akureyrar:
Stigamótin að hefjast
- þrenn verðlaun veitt
Skákféiag Akureyrar mun í
vetur haida sjö skákmót frá
október til apríl með 15 mín-
útna umhugsunartíma. Gefin
verða stig fyrir efstu sætin og
verða fimm bestu mótin hjá
hverjum og einum tekin til
stigaútreiknings.
Þrír stigahæstu menn fá verð-
laun. 1. verðlaun eru flugfarmiði
á skákmót innanlands, t.d.
íslandsmótið 1992. 2. verðlaun
eru kr. 6000 og 3. verðlaun kr.
3000.
Fyrsta mótið í þessari röð
verður haldið á rnorgun, föstu-
daginn 11. október, og hefst kl.
20. Teflt er í Skákheimilinu í
Þingvallastræti 18.
Menn eru hvattir til að mæta
og æfa sig, ekki síst þeir sem fara
suður 18. október í deildakeppni
Skáksambands Islands, en Skák-
félag Akureyrar er með tvær
sveitir í 1. deild og eina í 2. deild.
SS