Dagur - 10.10.1991, Side 3

Dagur - 10.10.1991, Side 3
Fimmtudagur 10. október 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Ásýnd Akureyrar fegurri með ári hverju: Hundrað þúsund plöntur gróðursettar á árinu Fegrun Akureyrar hefur mið- að vel áfram á sumrinu sem nú er að líða undir lok. Umhverf- isdeild bæjarins hefur lagt áherslu á að gera aðkomuna snyrtilegri, jafnt að norðan- sem sunnanverðu. Einnig hafa plöntur í tugþúsundatali verið gróðursettar víða um bæinn og á útivistarsvæðum. Árni Stein- ar Jóhannsson, umhverfis- - frumáfanga við Leirutjörn lokið stjóri, var spurður um heistu framkvæmdirnar á nýliðnu sumri. „Við vorum að ganga frá áfanga við Lundarskóla. Þar voru gerð ný bílastæði og aðkoman að skólanum löguð. Einnig fórum við í svæðið við bráðabirgðavöll KA og suður með væntanlegri Dalbraut og Grenilundi. Þá klár- uðum við frumáfanga viö Leiru- tjörn og þar er búið að rækta allt upp á síðustu þremur árum. Einnig höfum við verið með jarð- vegsframkvæmdir norður með Hörgárbraut út að mörkum lög- sagnarumdæmisins og þar verður byrjað að rækta upp næsta vor,“ sagði Árni Steinar. Hann nefndi líka útplöntun á tugþúsundum trjáa á opnum svæðum víða um bæinn, en við Leikfélag Húsavíkur tekur Gaukshreiðrið til æfinga: „Æflum ekki að leika kvikmyndina“ - segir Æfingar á Gaukshreiðrinu hcfjast hjá Leikfélagi Húsavík- ur um miðjan október. Leik- stjóri er María Sigurðardóttir og segir hún að hér sé magnað og mikið leikrit á ferðinni. Gaukshreiðrið hefur ekki áður verið sýnt á sviði á Islandi. Sonja B. Jónsdóttir þýddi verkið sérstaklega fyrir leikfé- lagið og lauk þýðingunni á þessu ári. Leikritið er byggt á skáldsögu Ken Kersey en Dale Wasserman skrifaði leikgerðina. Búið er að ákveða hver fer með aðalhlut- María Sigurðardóttir leikstjóri verkið í verkinu á Húsavík, hlut- verk Mark McMurphy sem Jack Nicholson lék svo eftirminnilega í kvikmyndinni sem byggð er á sögunni. í handriti leikritsins eru alls 23 hlutverk en þau verða eitthvað færri í uppfærslu Húsvíkinga. Ekki er búið að finna leikara í öll hlutverkin og María vildi ekki nefna nein nöfn í sambandi við sérstök hlutverk fyrr en að því loknu. Um nokkur mikilvæg karlhlutverk mun vera að ræða og einnig stórt hlutverk hjúkrunarkonu. María sagði það svolítið pirr- andi hve leikritinu og kvikmynd- inni væri ruglað saman, en jafn- vel er spurt hver muni leika Jack Nicholson í verkinu. María sagði að ekki ætti að fara að leika myndina og fólk yrði að átta sig á því. Myndin væri um margt öðru- vísi en leikritið, en það gerðist allt inni á dagstofu sjúkrahúss. Undirbúningur fyrir æfingar er nú í fullum gangi, síðan er búist við að æfingar standi yfir fram í desember en þá verður verkið sett upp í hillu yfir jólin. Eftir áramótin er fyrirhugað að frum- sýna Gaukshreiðrið á Húsavík. IM Sala ÁTVR fyrstu níu mánuði ársins: í tísku að taka í nefíð og drekka ronrni eða rósavín Landsmcnn svclgdu ríflega 6,5 milljónir lítra af áfengi fyrstu níu mánuði ársins á móti 6,7 milljónum á sama tímabili í fyrra. Samdrátturinn er 3,06% en hins vegar er aukning upp á 0,39% í alkóhóllítrum, enda hefur sala á sterkum vínum aukist meöan bjórsalan hefur minnkaö. í alkóhóllítrum eru tölurnar 734.040 í ár á móti 731.180 í fyrra. í þessum magntölum er ekki tekið tillit til þess áfengis sem Dalvík: Sundlaugin boðin út í vor Stefnt er að útboði á byggingu nýrrar 25 metra sundlaugar á Dalvík í vor og er gert ráð fyrir að byggingunni verði lokið á tveim til þrem árum. Að sögn Trausta Porsteinsson- ar, forseta bæjarstjórnar Dalvík- ur, hefur staðsetning sundlaugar- innar ekki verið endanlega ákveðin, en þó er Ijóst að henni verður fundinn staður í íþrótta- svæðinu suðvestan við skólahús- í sumar var gengið frá samn- ingi við þau Fanneyju Hauks- dóttur, arkitekt og föður hennar Hauk Haraldsson, tæknifræðing, á Akureyri um að teikna og hanna sundlaugina. Trausti segir erfitt að segja til urn kostnað við þessa framkvæmd, en skjóta megi á alit að 150 milljónir króna. óþh áhafnir skipa og flugvéla flytja inn í landið, eða þess magns sem ferðamenn taka með sér frá útlöndum eða kaupa í fríhöfn. Bjórsalan hefur dregist saman um 6,33% milli ára, úr 4,9 millj- ónum lítra í 4,6 milljónir lítra. Sala á brennivíni hefur einnig dregist saman, um 6,97%, en nær allar aðrar tegundir áfengis, sterkar sem léttar, hafa sótt á milli ára. Sem dæmi má nefna að sala á rósavíni hefur aukist um 26%, á hvítvíni um 10%, rauð- víni um 9,6%, kampavíni um 10,6%, rommi um 18%, bitterum um 11% og gin, vodka og viskí eru einnig í nokkurri sókn. Víkjum þá að tóbakinu. Sala á nef- og munntóbaki hefur aukist um 7,7% og sala á vindlingum um 1,04%. Sala á reyktóbaki hef- ur á hinn bóginn dregist saman um 8,5% og sala á vindlum um 0,16%. Af framansögðu má ljóst vera að það er í tísku að taka í nefið og staupa sig með rósavíni eða rommi. SS Húsavík: „Opið hús“ á skrif- stofii Dags á morgun Um þessar mundir eru sex ár liðin frá því að skrifstofa Dags á Húsavík var opnuð. í tilefni afmælisins verður „opið hús“ á skrifstofu Dags að Stóragarði 3 á Húsavík á morgun, föstudag, frá kl. 13.00 til 17.00. Þar gefst Húsvíkingum og nærsveitamönnum kostur á að kynna sér starfsemi blaðsins og þiggja kaffisopa og meðlæti. Óhætt er að lofa að Ingibjörg Magnúsdóttir, sem verið hefur starfsmaður Dags á Húsavík öll sex árin, tekur vel á móti þeim sem líta í heimsókn. þetta langtímaverkefni væri unn- ið á hverju ári. Á útivistarsvæð- um hefði verið plantað um 70 þúsund plöntum á árinu í sam- vinnu við Skógræktarfélag Eyfirð- inga og hefði bæjarsjóður Ákur- eyrar veitt 3 milljónum króna til verkefnisins á yfirstandandi ári. Alls hefði verið plantað um 100 þúsund plöntum í bæjarlandinu á árinu. „Við verðum bara að loka aug- unum og bíða í 5-10 ár til að sjá árangurinn. Hins vegar hefur árangurinn þegar komið í ljós í bæjarbrekkunum sunnan skauta- svæðis. Það hefur verið plantað í þær á síðustu 10 árum, meðfram hitaveituæðinni, og hefur Hita- veita Akureyrar kostað þá fram- kvæmd. Þetta skapar umgjörð um reiðleið og gönguleið með- fram hitaveituæðinni,“ sagði Árni Steinar. Þá eru í deiglunni hjá Umhverf- isdeild verkefni í náttúrugarð- inum í Krossanesi og endanleg friðun hans á næsta ári, en þá mun gróa þar upp náttúrlegur gróður. Árni Steinar nefndi einnig óshólma Eyjafjarðarár, en þar eru uppi hugmyndir um fólk- vang. Þetta mál tengdist nauðsyn þess að friða svæðið við flugvöll- inn en það væri líka staðreynd að svæðið við gömlu Eyjafjarðar- brýrnar væri orðið mjög vinsælt útivistarsvæði. SS Frá fiðu til flíkur Kynnt verður vinnsla á kanínufiðu. Dalvík, Hafnarbraut 5 (Víkurbakarí) 11.okt. kl. 14-18. Ólafsfirði, Tjarnarborg, 12. okt. kl. 14-16. Blómaskálanum Vín 13. okt. kl. 14-18. Kanína verður klippt, fiðan spunnin á snældu og rokk og þæfð. Einnig sýndir ýmsir munir úr kanínufiðu. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar. Yale talíur ( \ í T Yale # T lJ Flestar gerðir fyrirliggjandi Yale - gæði - ending SÖLUAÐILAR A NORÐURLANDI: Kaupfélag Hrútfirðinga, Borðeyri, Vélsmiðja Húnvetninga, Blönduósi.Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki Þórshamar, Akureyri ^ Jóhann Olafsson & Co W~ SUNDABORG 13 • 104 REYKJAVÍK • SÍM1688 588

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.