Dagur - 25.10.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 25.10.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 25. október 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Áhugaleikfélög úti í kuldanum Starfsemi áhugaleikfélaga er blómleg um land allt og setur sterkan svip á mannlífið jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Það er margsannað mál að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, hann þarf einnig að fullnægja andlegum og félagslegum þörfum. Búseta fólks ræðst ekki aðeins af því hvar vinnu er að fá, þótt brauðstritið sé vissulega undirstaðan, því fólk þrífst ekki á stöðum sem hafa ekkert upp á að bjóða í menningar- og félagslífi. Heimsspekingar nefna þetta þörf fyrir andleg gæði og gera ekki minna úr henni en ásókn manna í veraldlegu gæðin, peninga og áþreifanlega hluti. Áhugaleikfélög eru hér nefnd vegna þess að þau eru þungamiðjan í menningar- og félagsstarfi í mörgum byggðarlögum. Fjölmargir starfa við sýningarnar og enn fleiri sækja þær. Þarna er unnið af hugsjón og þörf fyrir listsköpun og mannleg sam- skipti en ekki á viðskiptalegum grunni. Uppsetning leikverks er þó ekki gerleg nema peningar komi til og þar stendur hnífurinn í Huppu. Innan Bandalags íslenskra leikfélaga eru 86 áhugaleikfélög. Um 50 þeirra settu upp liðlega 70 sýningar á síðasta leikári. Fjárveiting ríkisins til áhugaleikfélaganna á yfirstandandi ári var um 13 milljónir króna en fjárlög næsta árs hljóða upp á 12 milljónir. Bandalag íslenskra leikfélaga fór fram á 17 milljónir, ekki síst í ljósi þess að styrkurinn á fjárlög- um hækkaði ekkert milli áranna 1989 og 1990. Að auki var fjárveiting til skrifstofu bandalagsins skor- in úr 3,8 milljónum í 2,5. „Þetta er eins og kjaftshögg fyrir áhuga- leikfélögin, “ sagði María Axfjörð, fyrrum formaður Leikfélagasambands Norðurlands, um þennan niðurskurð í frétt Dags 17. október sl. „Það er eins og blaut tuska í andlitið að fá þessar fregnir. Eftir blómlegt leikár í fyrra fáum við minni peninga," sagði María. Fjárveiting til áhugaleikfélaga er ætluð til þess að jafna aðstöðu leikfélaga úti á landi til að ráða sér leikstjóra. Á skrifstofu Bandalags íslenskra leikfé- laga eru tveir starfsmenn auk ritstjóra Leiklistar- blaðsins sem er í hlutastarfi. Til skrifstofunnar sækja áhugaleikhópar leikrit, samninga við þýðend- ur og leikstjóra og aðra þjónustu við uppsetningu leikrita. Skrifstofan þjónar líka skólaleikfélögum á landinu. Geti hún ekki starfað vegna fjársveltis er hætt við að áhugaleikfélög lognist út af. Útgáfa Leiklistarblaðsins er einnig í hættu. Fyrir utan niðurskurð á fjárveitingum má nefna að komið hefur fram að áhugleikfélög eiga æ erfið- ara með að sækja fjárhagsaðstoð til viðkomandi bæjar- og sveitarfélaga. Þá hafa þau ekki átt jafn greiðan aðgang að félagsheimilum og áður og dæmi eru um að þau séu krafin um fulla leigu á æfinga- tímabilinu. Það er óheillavænleg þróun ef blómlegt starf áhugaleikfélaga er dæmt til þess að fölna. SS Smáiðnaðarverkefni Fjórþætt verkefni Smáiðnaðarverkefni byggist upp á fjórum þáttum: 1. Koma upp skrám um lík- lega möguleika á smáiðnaðar- sviði. Þetta skal bæði gert með eigin leit og svo með fundahaldi um sýsluna þar sem áhugafólk um þessa hluti verður boðað. Þá skal skoðuð rekstrarhæfni hug- myndanna út frá kostnaðarfor- sendum (stofn- og rekstrarkostn- aði) og hugsanlegum markaði. f>á skal staðsetning sérstaklega skoðuð. Þetta skal helst unnið í sam- vinnu við áhugaaðila um fram- kvæmd málsins en eigið frum- kvæði skal líka vera fyrir hendi. Ef niðurstaðan er að hér sé um vænlegan kost að ræða þá skulu skoðaðir möguleikar á að koma honum í framkvæmd. Helst þannig að um einstaklinga sé að ræða en ekki er útilokað að Atvinnuþrónarfélagið standi að stofnun slíks rekstrar t.d. í félagi við viðkomandi sveitarstjórn, verkalýðsfélag, Framleiðnisjóð eða Byggðastofnun, allt eftir eðli málsins, og ráði sér starfsfólk til rekstrarins. Ráðgjöf og aðstoð af ýmsu tagi 2. Þá skal veitt ráðgjöf um stofn- un nemendafyrirtækja í tengslum við framhaldsskóla í sýslunni. Þessi ráðgjöf beinist ekki síst að því að kynna heppilega kosti í slíkum rekstri. 3. Einnig skal leitast við að setja af stað hugmyndir sem eru á framkvæmdastigi en hafa stöðv- ast einhverra hluta vegna og verður auglýst eftir slíkum málum. Þetta verði gert með því að skoða rekstrargrundvöll hug- myndanna s.s. kostnað, tækni og markað. Aðstæður hafa breyst á þann veg að núna er verið að gera ýmislegt til að skapa nýja atvinnumöguleika í dreifbýli. 4. Verkefni sem Atvinnuþró- unarfélag Þingeyinga setur sjálft af stað. Þarna er um að ræða verkefni sem passa vel inn í ímynd þess og framtíðarsýn og krefst lítillar sem engrar fjárfest- ingar. 5. Rekstraraðstoð við smáiðn- aðarfyrirtæki. Þar skal leitast við að hjálpa smáiðnaðarfyrirtækjum með stofnáætlanir, fjárhagsáætl- anir o.fl. Þessir möguleikar verði teknir saman og raðað eftir heildar- skipulagi um sýslurnar í samráði við sveitarstjórnir með samstarfs- samninga. Félagsmálaráðuneytið og Byggðastofnun veittu kr. 2.000.000 styrk til verkefnisins. 1. Skrá um líklega mögu- leika á smáiðnaðarsviði: 1.1. Uppstoppun á fuglum: Mikill skortur er á minjagrip- um fyrir útlendinga sem hingað Ásgeir Leifsson. Síðari hluti koma. Mikill urmull er af sjófugl- um við landið. T.d. er metið að fjöldi lunda við landið sé 6.000.000 til 10.000.000. Hér í Þingeyjarsýslum er hægt að fá fuglana og hér er einnig mikill ferðamannastraumur. Það er hægt að vinna að þessu verkefni á veturna þegar daufar er yfir atvinnulífinu. 1.2. Gerð postulínsleirstytta. Það er til urmull af sögum sem hægt væri að nota sem myndefni í styttugerð. Það virðist því vera margt já- kvætt við þetta. 1.3. Vaxstyttur. í þessu verkefni felst að búa til styttur, merki og jólaskreytingar úr vaxi. 1.4. Gerð Iyngöls, berja-, fíflavína og þess háttar. Þarna væri um það að ræða að skapa sérstöðu með náttúruvör- um úr héraðinu. 1.5. Ræktun jurta með lækn- ingamátt. Til er lærð ritgerð um íslenskar heilsujurtir eftir Ingólf Davíðs- son. Engar mælingar hafa farið fram um virk lækningaefni í íslenskum jurtum. 1.6. Svepparækt. Ýmsir aðilar eru þegar í svepparækt á íslandi. Ræktun þeirra er fremur einhæf. Til eru ýmsar sveppategundir sem ekki eru ræktaðir hér en gætu haft góðan markað. 1.7. Ræktun alidúfna til matar. Þetta gæti verið ódýrt og nokk- ur markaður mun eflaust skapast. 1.8. Heimagisting fyrir ferða- menn. í Þingeyjarsýslum er skortur á gistirými á sumrin aðalhindrun vaxtar í ferðamennsku. Víða er fólk, þar sem áður var mann- margt heimili en börnin farin að heiman, með stórt en illa nýtta húsnæði. Það gæti skapað sér verulegar aukatekjur með heima- gistingu og þar að auki haft gam- an af því. Þessa heimagistingu þyrfti að reka í samvinnu við þá aðila sem reka gististaði en samt að kynna og auglýsa sérstaklega. Æskilegt væri að vera með nám- skeið fyrir væntanlega heima- gistiaðila og veita þeim stuðning. 1.9. Hönnun sérferða fyrir fcrðamenn. Leitað hefur verið eftir ferða- möguleikum fyrir ferðamenn. Það er töluvert mál að gera sér grein fyrir athygliverðum ferða- möguleikum. Fara þarf um svæð- ið og vera með hæfilegan áfanga, og gera sér grein fyrir kostnaði og markaði ferðanna. 1.10. Gæludýrarækt. Ræktun gullfiska, páfagauka, dúfna, katta og hunda svo dæmi séu nefnd. Það virðist vera vax- andi markaður fyrir gæludýr. 1.11. Framleiðsla á kattasandi. Kattasandsmarkaðurinn á ís- landi er um 200 tonn á ári og sem stentíur er allur kattasandur inn- fluttur. A.m.k. tvær tilraunir hafa verið gerðar til að framleiða fslenskan kattasand. Ein var að nota vikur en hann líkaði illa. Hann var ekki vatnsdrægur, kekkjaðist ekki og eyddi ekki lykt. Um tíma var framleiddur kattasandur úr Búðardalsleir en því var hætt. Við Nes hjá Laxá er töluverð kísilgúrnáma. Tilraun hefur verið gerð til að kvarna hann og þurrka og virðist þarna um að ræða ágætan kattasand. Finna þarf leið til að eyða lykt frá honum. Líklega þarf lítinn búnað svo sem lítinn traktor með ámokstursbúnaði, kvörn, sigti, þurrkunarbúnað og pökkunar- búnað, allt af einföldustu og ódýrustu gerð. 1.12. Breyting heimilisum- hverfis. Þjónusta þar sem hægt er að kaupa á heimili efni, veggfóður, teppi, gluggatjöld, húsgögn og annað til heimilisprýði. 1.13. Veitingar. Veitingarþjónusta á staðnum, þegar verið er að halda upp á eitthvað. 2. Tillögur um nemenda- fyrirtæki 2.1. Þurrkun blóma. 2.2. Veiði í tjörnum og uppi- stöðulónum. Bæjarbúar og ferðamenn geta fengið stangir og veitt úr keri fisk til matar. Veiðileyfið yrði borgað eftir þyngd fisksins og svipað búðarverði. Það mætti elda fisk- inn á staðnum. 2.3 Sjá um grasflatir. Hér mætti hugsa sér garða- þjónustu þar sem boðið væri upp á að klippa limgerði, snyrta tré, skera kanta, bera á, gróðursetja plöntur og tré, slá og hirða bletti og margt fleira. Hægt væri að gera samninga um garðhirðu. 2.4. Rófnarækt. Nemendum útvegaður akur til að rækta rófur eða aðra jarð- ávexti. 2.5. Söfnun lúpínuróta. Aðrir möguleikar 3. Hugmyndir sem hafa dagað uppi. Hér er um að ræða hugmyndir sem kunna að vera góðar en hafa ekki komist í framkvæmd ein- hverra hluta vegna. 4. Verkefni sem Atvinnuþró- unarfélag Þingeyinga hf. setur sjálft af stað. 5. Rekstraraðstoð við smáiðn- aðarfyrirtæki. Leitast verður við að ná betri tengslum við smáiðnaðarfyrir- tæki en verið hefur. Húsavík 7. október, 1991. Ásgeir Leifsson. Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnu þróunarfélags Þingeyinga. Sem dæmi um heppilegt smáiðnaðarverkefni nefnir greinarhöfundur svepparækt: „Til eru ýmsar sveppategundir sem ekki eru ræktaðar hér en gætu haft góðan markað.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.