Dagur - 25.10.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. október 1991 - DAGUR - 5
Lesendahornið
Hvílík forsmán!
- „ekki er víst að þeir sem á hamrinum
halda vildu standa undir þegar hann fellur“
„Lengi hefur ólgað niðri fyrir en
upp úr sauð þegar ég horfði á
sjónvarpsmynd af þeirri hörmung
er Hólsfjallabúar urðu að sjá á
eftir lífsbjörg sinni og um leið
hlusta á landbúnaðarráðherrann
hrósa sér af verkunum og að
þannig yrði áfram haldið.
Hátt er reitt til höggs í byggð-
um landsins en ekki er víst að
þeir sem á hamrinum halda vildu
standa undir þegar hann fellur.
Herra Blöndal! Líttu þér nær
og hugsaðu. Það nálgast þig bik-
svartur skuggi, uns hjá þér stend-
ur ógnar stórskorinn risi. Hann
er í sparifötunum og hann brosir
en ekki er ég viss um að það bros
sé ekta. Hann kastar til þín hnútu
og segir við þig: „Þetta er greiðsla
fyrir eigur þínar og hypjaðu þig
svo burt. Hér færð þú hvorki að
búa eða starfa lengur - ekki
framar - hvorki þú eða börnin
þín - nei, enginn íslendingur.“
Svo spyrnir hann við þér með
stórutánni. (Það skiptir risann
ekki nokkru einasta máli hvað
verður um þig). Svo byrjar hann
að traðka. Það tekur ekki svo
langan tíma að mylja niður húsið
þitt; þó var það vel byggt og
Rusl við Vaðlareit:
„Reiður og svekktur“
„Nýlega lagði ég bílnum mínum
á bílastæðið við Vaðlareit og
gekk niður fyrir handriðið til að
njóta útsýnis og veðurblíðu, en
heldur varð ég fyrir vonbrigðum
því ég þurfti að vaða í glerbrot-
um og rusli sem hent hafði verið
úr bílum sem þarna hafði verið
lagt. Ég varð bæði reiður og
svekktur yfir þessari umgengni
en tók þá eftir því að engin rusla-
fata var á stæðinu, sem hlýtur að
vera að hluta til skýringin á öllu
ruslinu. Það er ábending mín til
þeirra sem málið varðar að setja
nú upp ruslafötu hið snarasta og
heldur tvær en eina.“ Lesandi
Sykurinn dýr í Grímsey
Grímseyingur hringdi:
„Ég var að renna yfir verð-
könnunina sem birtist í blaðinu
þriðjudaginn 8. október og það
stakk mig að sjá að hæsta verð á
tveggja kílóa poka af sykri er 148
krónur. Ég var að kaupa tvo
poka af sykri í Kaupfélaginu í
Grímsey og þar kostaði pokinn
189 krónur. Mér fannst þetta svo
lygilegt að ég hafði ekki tíma til
að fetta fingur út í þetta. Ég trúi
varla öðru en að þetta sé einhver
vitleysa. Sykurinn getur ekki ver-
ið svona mikið dýrari hjá okkur.
Samkvæmt könnuninni kostar
pokinn 117 krónur i KEA Hrísa-
lundi og 106 krónur í Nettó en
189 krónur í Grímsey. Þetta er
allt of mikill rnunur."
Lesendur!
Hringið eða skrifið
Við hvetjum Iesendur til að láta
skoðanir sínar í ljós hér í lesendahorn-
inu.
Síminn er 24222.
vandað og það kostaði mikið.
Skorsteinninn stendur lengst en
fellur þó líka að lokum. Gróður-
inn í kring er horfinn, allt orðið
að einni þúst. Þá er það blessaður
mosinn, íslenski mosinn - tárvot-
ur - sem breiðir yfir spellvirkið.
Herra Blöndal! Þeir mega eiga
þessa sögu með þér, Oddsson og
Jónarnir og bara hvaða kjáni sem
er.“
María Eðvaldsdóttir.
UIJ
Aðalfundur
Framsóknarfélags Akureyrar
verður haldinn mánudaginn 28. október kl. 20.30 í
Hafnarstræti 90.
Dagskrá:
Inntaka nýrra félaga.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning fulltrúa á 36. kjördæmisþing framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi eystra.
Önnur mál.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, aiþingismaður,
mætir á fundinn.
Áríðandi að félagar mæti vel.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
BYGGINGAVORUR
LÓNSBAKKA
Rýmingarsala
í timbursölu
10% afsláttur af túngirðingaefni
net - staurar - gaddavír
20-25% afsláttur af
nokkrum gerðum af plötum og panel
Símar 96-30323 og 30325
Laugard
að sjálfsögðu
Verð kr. 400
r: DÍS
Hljómsveitin Kredit
: 22-Pjstepirkko
29 (sjá þátt í sjónvarpi, föstudagskvöld). Verð kr. 1.000
egur klæðnaður
Verð kr. 1.000
pantanir í
sinw4199