Dagur


Dagur - 25.10.1991, Qupperneq 8

Dagur - 25.10.1991, Qupperneq 8
Fjárhúsin í björtu báli. Æfing hjá Slökkviliði Húsavíkur: Eldvömum mjög ábótavant hjá húsvískum íyrirtækjum - segir Jón Ásberg Salómonsson, slökkviliðsstjóri Jón Ásberg Salónionsson er slökkviliðsstjóri á Húsavík. Varaslökkviliðsstjórar eru Benedikt Jónasson og Svein- björn Lund. Eins og greint er frá í Degi í síðustu viku hélt slökkviliðið mikla æfíngu næstliðinn laugardag, og brenndi þá gömul fjárhús. Jón Ásberg féllst á að segja lesend- um Dags frá æfíngunni, og greina einnig frá starfí og bún- aði Slökkviliðs Húsavíkur. „Við byrjuðum á því að prufa símakerfi Slökkviliðsins á föstu- dagskvöld, og tilkynntum slökkviliðsmönnum um æfingu á laugardagsmorgun. Þegar æfing- in hófst klukkan níu um morgun- inn kveiktum við á brunalúðrin- um. Slökkviliðsmenn mættu á stöðina, Fróði Jónsson frá Slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli var með okkur og flutti fyrir- lestur um reykköfun, reyklosun og fleira. Pá lá leiðin í Barnaskól- ann og þar skoðuðum við tvær kvikmyndir um slökkvistörf, önnur fjallaði aðallega um reyk- losun en hin um tækni við slökkvistörf.“ Næsta vor verður slökkvi- Iið vel búið tækjum „Eftir hádegið mættu menn síðan aftur á Slökkvistöðina, klæddu sig í búninga og fóru að fjárhús- unum. Fyrst var húsið fyllt af reyk og reykkafarar prófaðir en síðan kveiktum við þrisvar í hús- inu og slöktum aftur, meðan við vorum að prófa ýmis tæki og æfa slökkvistörf. En síðan brenndum við húsið til grunna. Æfingin stóð fram eftir degi og í lok hennar héldum við á Slökkvistöðina og ræddum hvað betur hefði mátt fara. Slökkviliðið okkar fer að verða vel búið tækjum á næsta vori, þegar við verðum komnir með nýja slökkvibifreið. Á þessu ári urðum við fyrir því að aðal- slökkvibifreiðin okkar bilaði alvarlega, og ekki hefur verið lagt í að gera við hana. Til bráða- birgða var vörubíll útbúinn með dælu og ýmsum tækjum og auk þess er Slökkviliðið með léttan bíl með lausri dælu og slöngum. í vor kemur nýr Iveco, fullkominn slökkvibíll til bæjarins, og eftir Braggi...... 278,- Vínarbiti 238,- Tilboðið stendur frá 16. til 24. okt. KíEiA 1 i BRAUÐGERÐ það tel ég að við verðum mjög vel tækjum búnir.“ - Á æfingunni sá ég ykkur opna þakið á fjárhúsunum með vélsög sem ég hef ekki tekið eftir hjá ykkur áður. „Við erum nýbúnir að kaupa þessa vélsög og vorum að prófa hana. Höfðum að vísu reynt hana áður við að rista niður bíl. í sum- ar kom hér tækjabíll frá Bruna- málastofnun og þá vorum við með slíka æfingu. í Blazerbílnum erum við með nýja dælu og við erum vel búnir reykköfunartækj um. “ - Reykköfun er nú varla fyrir hvern sem er. „Nei, það er ekki fyrir hvern sem er að fara í reykköfun, það eru margir sem fá innilokunar- kennd. Menn eru prófaðir og verða að segja til um hvort þeir þola þetta, því í þetta þarf að fá menn sem eru hraustir og fá ekki þessa innilokunarkennd. Þegar menn eru komnir í búninginn og með reykköfunartæki er þetta um 20 kg. af búnaði sem þeir eru með.“ - Þetta var allsérstæð bygging sem þið brennduð á laugardag- inn. Kanntu að greina frá sögu hennar? Þetta var völundarhús „Þetta voru fjárhús sem maður kallaður Bensi Koti átti. Þau voru í notkun alveg þar til í vor. Húsin voru liðónýt en ég hef heyrt að karlinn hafi sagt á sínum tíma að enginn hafi rekið nagla þarna nema hann sjálfur. Þetta var Völundarhús, hver skúrinn utaná og innaní hver öðrum og súrheysgryfja var inní miðju húsi. Það var löggiltur andapollur í húsinu, því einn skúrinn var byggður yfir læk. Svo brenndum við líka torfkofa sem enginn vissi eiginlega hver átti.“ - Hvernig á ég að fara að því að ræsa út Slökkviliðið ef kviknar í hjá mér? „Þú hringir í 41911. Pá er svar- að á Hótel Húsavík, en þar er vakt allan sólarhringinn. Þegar tilkynnt er um bruna sér hótelið

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.