Dagur - 25.10.1991, Síða 11
Föstudagur 25. október 1991 - DAGUR - 11
" ' ..... A
Leiklist
Líflegt og skemmtilegt ævintýri
- leikhópur frá Þjóðleikhúsinu kynnir nemendum á
Norðurlandi leikhúsið og list þess
Nýjar vörurí
Barnanáttföt í úrvali.
Verð frá kr. 790.
Hnepptar vestispeysur á börn
stærðir 4-10, verð kr. 1.200.
Mánudaginn 21. október sl. hóf-
ust í Samkomuhúsinu á Akureyri
sýningar leikhóps frá Þjóð-
leikhúsinu í Reykjavík á leikriti,
sem unnið var af flytjendum í
hópvinnu. Slík leikverk voru tals-
vert í tísku á tímabili, en heldur
minna hefur farið fyrir þeim á
síðari árum. Iðulega tókst heldur
illa til og voru uppsetningar
margra þessara verka lítilvægar.
Svo er ekki farið að þessu sinni.
Leikverkið, sem kallað er Næt-
urgalinn og byggt er á samnefndu
ævintýri eftir H.C. Andersen, er
líflegt og skemmtilegt. Það hefst
á heimili, þar sem heimilisfólkið
situr við hina viðteknu heimils-
tómstundaiðju nútímans - sjón-
varpsgláp. Allt í einu bilar tækið.
f fyrstu fyllist fjölskyldan örvænt-
ingu. Afþreyingin er horfin og
ekkert við að vera, en lipurlega
og sem af sjálfu sér rennur
atgervis- og framtaksleysið inn í
fjörlegt leikrit, þar sem saga
H.C. Andersens er endursögð á
skemmtilegan og Iíflegan hátt.
Leikararnir skipta um hlutverk
að því er virðist fyrirhafnarlaust.
Allt í einu eru þeir orðnir að
furðu sannfærandi Kínverjum,
sem túlka fyrir okkur mannlega
bresti, en verkið er fullt með til-
vísanir í margt það í mannlegu
samfélagi, sem við öll þekkjum í
öðrum - og ekki síður sjálfum
okkur, ef við erum raunsæ.
Flytjendur verksins eru Helga
E. Jónsdóttir, Jón Símon Gunn-
arsson, Kristbjörg Kjeld, Mar-
grét Gunnarsdóttir og Þórhallur
Sigurðsson, en flautuleikari í sýn-
ingunni er Kristjana Helgadóttir.
Tónlistin við sýninguna er eftir
Lárus Grímsson og um gerð leik-
muna sá Jón Páll Björnsson.
Skrifari hópsins á meðan á samn-
ingu verksins stóð var Guðmund-
ur Steinsson, en um líkamsþjálf-
un og hreyfingar sá Sylvia von
Kospoth.
Næturgalinn var frumsýndur
fyrir um ári á Seltjarnarnesi og
hefur síðan verið sýndur um eitt
hundrað og áttatíu sinnum fyrir
um þrjátíu og fimm þúsund
áhorfendur. Þeir hafa langflestir
verið nemendur í grunnskólum
víða á landinu, en fyrir þá er
verkið samið og þeim boðin
ókeypis aðgangur. Sýningarnar á
Akureyri eru upphafið á sýninga-
ferð um Norðurland, en verkið
verður sýnt í öllum sýslum fjórð-
ungsins.
Tilgangurinn með þessu fram-
taki leikaranna úr Þjóðleikhúsinu
er að kynna nemendum leikhús
og list þess. Von þeirra er, að
kynningin verði til þess, að
nemendur örvist til sköpunar
jafnt í félagslífi sínu sem námi og
hafi þannig meiri ánægju og gagn
af starfinu og samverunni á
skólaferli sínum. Þetta er lofsvert
markmið og gott til þess að vita,
að reynt sé að ná því.
Þessi fyrsta sýning leikara
m Si 1
þakdúkui r
Eitt það besta á flöt og
lítið hallandi þök.
BLIKKRÁS HF.
Hjalteyrargötu 6,
símar 27770,26524, fax 27737,
Fallegar barnaflauelsbuxur,
5 litir, verð frá kr. 2.500.
Spariskyrtur á litlar dömur og herra.
Hanskar, lúffur og húfur í úrvali
á sprenghlægilegu verði.
☆ 'vV'A'
Leðurhanskar á dömur og herra
nýkomnir.
Herrabaðsloppar, 4 ntir, verð kr. 3.995.
Útsöluhornið! 50% afsláttur
Opið iaugardaga kl. 9-12.
Þjóðleikhússins lofar góðu. Það
er von stofnunarinnar, að sýning-
ar sem þessar geti orðið árviss
viðburður í starfsemi hennar.
Við getum ekki annað en vonað,
að svo geti orðið, en líka má
benda á það, að önnur leikhús á
landinu, jafnt áhuga- sem
atvinnuleikhús, mættu huga að
þessu sama og ígrunda hvort ekki
væri grundvöllur fyrir svipaða
starfsemi þó í minna mæli væri á
þeirra vegum.
Haukur Agústsson.
m
EYFJOBÐ
Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275
Möldur sf.
sýningarsalur
Bílasýningar okkar eru ekki bara venjulegar bílasýningar
Sjáið og reynsluakið upphækkaða (double cab) L-200 sem boðinn er á
frábæru verði - langt undir öðrum pic-up bílum á markaðinum
Sjáið nýju bílana frá Mitsubishi með nýjungum framtíðarinnar
Reynsluakstur á öllum gerðum og sölumenn aðstoða
Notaðir bílar á útisvæði á lækkuðu verði
Vélsleðar frá Arctic Cat og sjáið nýja LYNX sleðann - Frumsýndur á
Akureyri - Sýndir á útisvæði
Vörukynningar í gangi alla helgina - Kjarnafæði - Léttur bjór - Gos frá
Viking brugg - Flögur frá Polly og marg fleira
Láttu ekki happ úr hendi sleppa - Gerðu góð kaup!
r
Anægja fyrir alla fjölskylduna
laugardaginn 26. októberfrá kl. /3.00-/8.00 og sunnudaginn 27. október frá kl. /3.00-/7.00