Dagur - 25.10.1991, Page 14
14 - DAGUR - Föstudagur 25. október 1991
HÉR & ÞAR
Ein af hópsenunum í myndinni „Hvíti víkingurinn“. í stærstu atriðum myndarinnar taka um 600 manns þátt.
„Hvíti víkingurinn“ frumsýnd í næstu viku:
Stórvirki á sviði
kvikmyndagerðar
— kostnaður við myndina
420 milljónir króna
Kvikmyndin „Hvíti víkingur-
inn“ verður frumsýnd þ. 1.
nóvember næstkomandi. Gerd
myndarinnar hefur staðið síð-
ustu þrjú árin og nálgast heild-
arkostnaður við myndina 420
milljónir króna. Myndin er
samstarfsverkefni Norðurland-
anna á sviði kvikmyndagerðar
og um leið mesta stórvirki
íslenskrar kvikmyndagerðar
því myndin er leikin á íslensku.
Tökur hennar fóru fram
sumarið og haustið 1990, bæði
í Noregi og á íslandi. í stærstu
atriðum myndarinnar taka þátt
um 600 manns.
Undirbúningur að „Hvíta vík-
ingnum“ hófst fyrir um þrem
árum þegar leikstjórar norrænu
sjónvarpsstöðvanna ákváðu að
fela Hrafni Gunnlaugssyni að
skrifa handrit að þáttaröð sem
Gottskálk Dagur Sigurðarson er í hlut-
verki Asks í myndinni. Hann segir að það
mótlæti sem Askur verði fyrir í sögunni
herði hann smám saman og í þessu hlut-
verki hafi hann fundið til allra mannlegra
tilfinninga.
byggði á íslenskum sögum um
kristnitökuna á Norðurlöndum.
Jafnframt var ákveðið að Lars
Bjalkeskog hjá sænska Sjónvarp-
inu tæki að sér stjórn undirbún-
ings verklegra framkvæmda.
Hrafn Gunnlaugsson er leik-
stjóri, jafnframt því að vera
höfundur sögu og leiktexta.
Kvikmyndin er 130 mínútur að
lengd en jafnframt var gerð
fjögurra þátta útgáfa fyrir
sjónvarp.
„Hvíti víkingurinn“ er saga um
ástir, valdafíkn og ástríður. Þetta
er sagan um Ask og Emblu sem
uxu upp á þeim tímum þegar
kóngar börðust um völdin og
ásatrú víkinganna tókst á við
kristindóminn á vígvellinum.
Sagan hefst árið 999 e. Kr. og
gerist á höfðingjasetri í Noregi
þar sem síðasti heiðni jarlinn
ræður ríkjum. Haldið er brúð-
kaup íslenska piltsins Asks og
hinnar fögru Emblu að ævaforn-
um siðum launhelga. En brátt
ber að garði óvænta og óboðna
gesti; Olaf konung Tryggvason
og krossfara hans sem eru að
leggja enn eitt héraðið undir sinn
blóðuga kross. Embla er tekin
höndum og Askur, sem er stað-
fastur í trú sinni á Óðinn og Þór,
er sendur til íslands. Konungur
kveður hann með þessum orð-
um: „Þú munt ekki endurheimta
eiginkonu þína fyrr en þú hefur
kristnað ísland." Askur fær til-
sögn við hæfi en ætlunarverkið
virðist vonlaust því íslendingar
hæða og spotta alla trúboða sem
koma til þerra í nafni Hvíta-
krists. Á meðan heldur konungur
Emblu í gíslingu í klaustri. Og
kongur laðast æ meir að gísl
sínum....
Askur og Embla eru því peð í
valdatafli konungs og fýrir þeim
liggja þungar raunir þeim er ætl-
að að svíkja ást sína, hefðir og
trú. En þau eru nógu ung og
óreynd til að allt sé mögulegt.
Áðalhlutverk í myndinni eru í
höndum Gottskálks Dags Sigurð-
arsonar og Mariu Bonnevie. Af
öðrum íslenskum leikendum má
nefna Egil Ólafsson, Þorstein
Hannesson, Helga Skúlason,
Bríeti Héðinsdóttur, Eddu
Björgvinsdóttur, Flosa Ólafsson,
Þráin Karlsson, Árna Tryggva-
son og Róbert Arnfinnsson.
BÓNUSSKÓR
Nýkomnir barnakuldaskór á ótrúlegu verði
Aðeins kr. 1.990
Loðfóðruð stígvél m/rennilás,
leður og nubuck.
Loðfóðraðir, reimaðir úr leðri.
Loðfóðruð m/frönskum
rennilás, úr leðri.
Beinn innflutningur - lægra verð
SKÓHÚSIO
Verslunarmiðstöðinni Kaupangi, sími 27019
Gottskálk Dagur Sigurðarson og Maria Bonnevie í hlutverkum Asks og
Emblu. Þetta var fyrsta kvikmynd hennar og fyrir utan að hlutverkið er stórt
þurfti hún að ná valdi á íslcnskunni því sjálf er hún norsk.
Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri og höfundur sögunnar um hvíta víkinginn.
Hann hefur helgað sig þessu verki síðustu þrjú árin.