Dagur - 25.10.1991, Síða 15
Föstudagur 25. október 1991 - DAGUR - 15
Íþróttir
Landsliðið í körfuknattleik:
Nokkrir af sterkustu leik-
mönnunum verða ekki með
- m.a. Valur Ingimundarson
Torfi Magnússon, landsliðs-
þjálfari í körfuknattleik, hefur
valið 12 manna hóp sem fer í
keppnisferð til Bandaríkjanna
4.-19. nóvember. Þrír nýliðar
eru í hópnum og einn þeirra er
Einar Einarsson, leikmaður
Tindastóls á Sauðárkróki.
Hinir tveir nýliðarnir eru Bárð-
ur Eyþórsson, Snæfelli, og
Hermann Hauksson, KR. í 12
manna hópnum eru aðeins sex
sem léku með landsliðinu í fyrra
en nokkrir af sterkustu körfu-
knattleiksmönnum landsins gátu
ekki gefið kost á sér, menn eins
og Valur Ingimundarson, Tinda-
Fyrsta júdó-
mót vetrarins
Fyrsta júdómót vetrarins verð-
ur haldið í Laugardalshöll á
morgun. Það er Haustmót
Júdósambands íslands og
verður keppt í flokkum karla
og unglinga.
Norðlendingar munu eiga 11
fulltrúa á mótinu, KA sendir 7 og
Varmahlíðarskóli í Skagafirði
sendir 4. Þar hefur júdó verið
stundað í nokkur ár en þetta
verður í fyrsta sinn sem keppend-
ur frá skólanum taka þátt í júdó-
móti.
Á sunnudaginn fer fram
keppni í þyngdarflokkum
drengja í æfingahúsnæði júdó-
deildar Ármanns í Einholti.
Knattspyrna:
KAmeð8.bestu
aðsóknina
KA-menn voru í 8. sæti hvað
aðsókn varðaði á heimaleiki í
1. deild íslandsmótsins í knatt-
spyrnu í sumar. Áhorfendur á
heimaleikjum liðsins voru
samtals 5.222 eða 580 að með-
altali á leik.
Framarar voru í efsta sæti með
1.481 áhorfanda að meðaltali,
KR í öðru sæti með 1.205, FH
með 772, ÍBV 760, Breiðablik
738, Valur 655, Víkingur 593,
Víðir 412 og Stjarnan 318.
Flestir áhorfendur fylgdust
með 8. umferð deildarinnar eða
997 og 929 fylgdust með 11.
umferð. Aðeins 468 fylgdust með
18. og síðustu umferð.
íþróttir
H ANDKN ATTLEIKU R
Eöstudagur 1. dcild: KA-Haukar 2. deild: kl. 20.30
Völsungur-Ármann kl. 20
Laugardagur 2. dcild: Þór-Ármann kl. 13.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Laugardagur Úrvalsdcild: Haukar-Tindastóll kl. 14
Sunnudagur Úrvalsdcild: Þór-KR kl. 20
stól, Jón Kr. Gíslason, ÍBK, Páll
Kolbeinsson, KR, og Pétur
Guðmundsson. Nokkrir koma
nýir inn, t.d. Pálmar Hauksson,
UMFG, Tómas Holton, Val, og
Henning Henningsson, Haukum.
Hópurinn er þannig skipaður
(tölurnar tákna hæð og lands-
leikjafjölda):
Albert Óskarsson, ÍBK 193/16
Bárður Eyþórsson, Snæfelli 182/0
Einar Einarsson, Tindastól 178/0
Guðmundur Bragason, UMFG 199/51
Henning Henningsson, Haukum 184/11
Hermann Hauksson, KR 199/0
Magnús Matthíasson, Val 204/25
Nökkvi Már Jónsson, ÍBK 194/4
Pálmar Sigurðsson, UMFG 187/69
Rúnar Árnason, UMFG 192/13
Teitur Örlygsson, UMFN 190/35
Tómas Holton, Val 188/40
íslenska liðið leikur við 7
bandarísk háskólalið og koma
fimm af þeim úr 1. deildinni í
háskólaboltanum en mótherjar
liðsins í fyrri leikjum hafa oftast
verið úr 3. deild. Liðin 7 eru
University of Washington,
University of Oregon, College of
Idaho, Boise State University,
College of Southern Idaho,
Washington State University og
Oregon State University.
Valur Ingimundarson gefur ekki kost á sér í Bandaríkjaferðina,
Punktar frá Þýskalandi
■ Eyjólfur Sverrisson spilaði í
stöðu afturliggjandi tengiliðs
þegar Stuttgart gerði 0:0 jafn-
tefli við Osasuna í Evrópu-
keppni fclagsliða á Spáni á
þriðjudagskvöldið. Eyjólfur
fékk góða dóma fyrir leik sinn.
Úrslitin þykja góð fyrir Stutt-
gart og líklegt þykir að liðið
komist áfram í þriðju umferð.
Walter lék ekki með Stuttgart
vegna meiðsla og Sammer
meiddist í leiknum og verður
trúlega ekki með gegn Fortuna
Dússeldorf á morgun.
■ Enginn endir virðist ætla að
verða á niðurlægingu Bayern
Múnchen en liðið steinlá fyrir
danska liðinu B-1903, 2:6. Liðið
fékk hörmulega dóma í blöðum
í Þýskalandi, einn fékk 3 og
hinir fengu allir 5 sem er næst
versta einkunn sem gefin er. I
dag er morgunljóst að Karl-
Heinz Rummenigge og Becken-
bauer verða varaforsetar hjá
liðinu og í viðtali á dögunum
sagði Beckenbauer að ekki væri
hægt að kenna Sören Lerby um
ófarir liðsins. Leikmennirnir
yrðu að vinna fyrir kaupinu sínu
og ef ekki yrði breyting á leik
liðsins alveg á næstunni yrði að
selja að minnsta kosti 10 leik-
menn. Lerby sagði að seinni
leikurinn yrði að vinnast 4:0 og
ef sínir menn myndu spila eins
væri eins gott að senda Dönun-
um strax uppgjöf í pósti.
■ Úrslitin eru þau verstu í sögu
Bayern Múnchen í Evrópu-
keppni frá upphafi. Liðið hefur
staðið sig best allra liða í
Evrópukeppni og eitt af þeim
liðum í Evrópu sem oftast hefur
leikið til úrslita um titilinn.
■ Ófarir Bayern hafa vakið
gífurlega athygli í Þýskalandi
og er vart um annað talað.
Ríkissjónvarpið sendir út
fréttatíma á tveimur rásum og
var fjallað um leikinn í báðum
aðalfréttatímunum en það er
mjög óvanalegt því strax á eftir
er íþróttaþáttur.
■ Eike Immel, markvörður
Stuttgart, er búinn að veðja við
framkvæmdastjórann Dieter
Höness að hann fái ekki á sig
fleiri en 32 mörk á tímabilinu.
Hann hefur fengið á sig 15 mörk
í 14 leikjum.
Einar Stefánsson, Þýskalandi.
íþróttir helgarinnar:
Hvað gera Þórsarar
með nýjan Kana?
Norölcnsku handknattleiks-
liðin þrjú eiga öll heimaleiki
um helgina í íslandsmótinu.
KA-menn mæta Haukum en
Þórsarar og Völsungar
Ármanni. Þór mætir KR á
heimavelli í körfunni en
Tindastóll Haukum á útivelli.
Körfuknattleikslið Þórs mæt-
ir að öllum líkindum til leiks
með nýjan Bandaríkjamann,
Joe Harge, og verður fróðlegt
að sjá hvað hann kann fyrir sér
í greininni. Leikurinn fer fram í
íþróttahöllinni á Akureyri á
sunnudagskvöldið kl. 20.
Tindastóll hefur verið laus við
allar væringar af þessu tagi en
liðið mætir Haukum í Hafnar-
firði á morgun kl. 14.
KA-menn hafa tapað öllum
þremur leikjum sínum á
Islandsmótinu í handknattleik
til þessa en ætla sér sigur á móti
Haukum í kvöld. Leikurinn fer
fram í KA-húsinu og hefst kl.
20.30.
í 2. deildinni taka Völsungar
á móti Ármanni kl. 20 í kvöld.
Á morgun færa Ármenningar
sig síðan yfir til Akureyrar og
spila við Þór í íþróttahöllinni
kl. 13.30.
Þá fer fram heil umferð í B-
riðli 2. deildar í handbolta 3.
flokks á Akureyri um helgina.
Þór á sæti í þessum riðli ásamt
Víkingi, Breiðabliki, Hetti og
HK. Þór spilar við Víking kl. 15
á morgun og HK kl. 16.40. Á
sunnudag spilar Þór við Breiða-
blik kl. 9 og Hött kl. 11.30.
Dalvíkingar urdu sigurvegarar á Héraðsmóti UMSE í knattspyrnu sem lauk
í haust. Liðið sigraði Reyni örugglega í úrslitalcik en þetta er annað árið í
röð sem liðið vinnur þetta mót. Þcss má geta að nýlega kusu leikmenn liðsins
Gísla Davíðsson knattspyrnumann ársins en sama titil hjá konunum hlaut
Helga Björk Eiríksdóttir. Á neðri myndinni er 5. flokkur Dalvíkinga ásamt
þjálfara sínum, Jónasi Baldurssyni, en liðið varð einnig sigurvegari í Héraðs-
móti UMSE. Strákarnir skarta þarna nýjum búningum sem Sparissjóður
Svarfdæla gaf.
1. deild
KA-Haukar
í KA-húsinu, föstudaginn 25. október kl.
20.30.
Mætum og styðjum okkar
menn
Áíram KA