Dagur


Dagur - 25.10.1991, Qupperneq 16

Dagur - 25.10.1991, Qupperneq 16
Akureyri, föstudagur 25. október 1991 /^T7\ Fjölskyldutilboð 26.10: Alltaf eitthvað nýtt frr \ Sveppasúpa, salatbar, á villibráðarseðlinum. |CII|TI 1AMl UiBÍf /T*ú» grísakótiletta Baden Baden, Leikhústilboð í fullum r I ( ) I ís og ávaxtaskál. gangi. ul V / / Verð kr. 1250 V2 gjald f. 6-11 ára. Frítt fyrir þá yngstu. Sala fullvirðisréttar í mjólkurframleiðslu: Algengt verð 70-80 krónur fyrir lítrann Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, segir töluvert um full- virðisréttarsölu milli mjólkur- framleiðenda og sé algengt verð nú á bilinu 70-80 krónur fyrir lítrann. Búvörusamningurinn frá 11. mars sl. opnaði fyrir verslun milli bænda með framleiðslurétt í Akureyri: Jón Baldvin kynnir EES- samninginn Utanríkisráðuneytið efnir til borgarafundar á Akureyri á sunnudaginn þar sem Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, mun hafa fram- sögu um nýgerðan samning um Evrópska efnahagssvæðið. A fundinum gefst almenningi tækifæri á að koma á framfæri spurningum til ráðherra um samninginn. Samningar um Evrópskt efna- hagssvæði tókust í byrjun vik- unnar og í fyrrakvöld efndi utan- ríkisráðuneytið til upplýsinga- fundar í Reykjavík um samning- inn. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins í gær var mikil aðsókn á fundinn. Nú hefur verið ákveðið að boða til sams konar funda víða um land á næstu dögum, þann fyrsta í Alþýðuhús- inu á Akureyri kl. 14 á sunnudag. F>á er í undirbúningi að halda fund á Sauðárkróki föstudaginn 1. nóvember og á Dalvík og Húsavík daginn eftir. Ekki er ætlast til að á þessum fundum verði leyfð ávörp eða umræður heldur mun ráðherra kynna EES-samninginn og svara að því loknu fyrirspurnum um málefnið. JÓH Skagaströnd: Vel gengur með stálþilíð Vel gengur að koma stálþilí niður við hafnargarðinn á Skagaströnd. Byrjað var á verkinu fyrir u.þ.b. hálfum mánuði og að sögn Magnúsar B. Jónssonar, sveitarstjóra Höfðahrepps, stendur til að lokið verði við að reka það niður í næstu viku. Meðallengdin á stálplötunum er um 11 metrar og eru þær settar utan á 90 metra langan kafla af suðausturhafnargarðinum og á enda hans. Magnús segist búast við um mánaðar vinnu í að ramma þilið við garðinn og staga það eftir að lokið hefur verið við að koma því fyrir. Stálþilið ætti því að verða klárt til að taka á móti fangbrögðum Ægis undir lok nóvembermánaðar. SBG mjólkurframleiðslu. Heimilað var að höndla með fullvirðisrétt- inn frá og með 1. maí sl., en þetta ákvæði tók þó ekki gildi fyrr en 1. september sl. „Það er ekki mjög mikil hreyf- ing í sölu á fullvirðisrétti. Verð voru til að byrja með alltof há, allt að 125 krónur fyrir lítrann, en þau eru að lækka. Pessa dag- ana heyrir maður um 70-80 krónur," segir Hákon. Ekki hefur ennþá verið gengið endanlega frá útfærslu á ákvæð- um búvörusamningsins um mjólkurframleiðsluna. Fyrir ligg- ur að hún er langt umfram innan- landsneyslu og því er í farvatninu að færa niður fullvirðisréttinn um sem svarar 5 milljónum lítra. A síðasta ári nam framleiðslan um 108 milljónum lítra, en innan- landssalan var rétt um 100 millj- ónir lítra. Á þessu verðlagsári er framleiðsluréttur í mjólk um 104 milljónir lítra. „t>að hefur verið stefnt að því að ganga frá samningi um mjólk- urframleiðsluna fyrir áramót. Menn vilja í þessu sambandi sjá hverju fram vindur með afurða- stöðvarnar. Undirhópur sjö- mannanefndar er að vinna að þeim málum og. m.a. er hann að skoða verðmiðlun milli mjólkur- búanna til þess að auka hag- kvæmni í mjólkuriðnaðinum,“ sagði Hákon. óþh Unnið er að jarðvegsskiptun og lagfæringu lagna í Stóragarði á Húsavík. Húsavík: Mynd: IM Jarðvegsskipti í Stóragarði - byrjunarframkvæmdir við „ofanbyggðaveg“ Framkvæmdir standa nú yfir við Stóragarð ofan gatnamóta Stóragarðs og Miðgarðs. Unn- ið er að jarðvegsskiptum og lagfæringu lagna. 1 raun er þetta fyrsti áfangi við „ofan- byggðaveg“, en hann mun liggja austan íþróttahallarinnar og Framhaldsskólans og tengj- ast Grundargarði og síðar verða lagður áfram, yfir Búð- ará og tengjast þá Fossvöllum. Mjög brýnt er að gera nýja aðkomu að Framhaldsskólanum, en ökuleiðin að honum er nú um Ásgarðsveg og Skólagarð, og bera þær götur ekki þá vaxandi umferð sem aukin starfsemi í skólanum hefur í för með sér. Pálmi Þorsteinsson, yfirmaður verklegra framkæmda hjá Húsa- víkurbæ, sagði að fjárveiting til þessa verkefnis næmi fimm millj- ónum á þessu ári og í haust yrði unnið eins lengi og peningar ent- ust eða veðurfar leyfði. Vonandi næði vegarlagningin langleiðina að Framhaldsskólanum fyrir þessa fjárveitingu, en kostnaður við jarðvegsskipti á þessu svæði væri ekki alveg ljós, vegna hugs- anlegs vatnsaga. IM Hellulagning á Ráðhústorgi á Akureyri: Brotþol og frostþol hellnanna mjög gott - segir framkvæmdastjóri Malar og Sands hf. og vísar á bug öllum ásökunum um lélega framleiðslu „Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins hefur rannsakað framleiðslu gangstéttahellna er fóru til hellulagningar á Ráð hústorgi, og það í byrjun verks, eins og farið var fram á í útboðs- og verklýsingu. Niðurstöður rannsókna sýna að brotþol þessara hellna er mjög gott sem og frostþol. Fullyrðingar Gunnars Jóhann- essonar, verkfræðings, um gallaða framleiðslu eru með öllu óskiljanlegar þar sem hann hefur öll gögn undir höndum frá réttum rannsókn- araðilum,“ sagði Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, fram- kvæmdastjóri Malar og sands hf. á Akureyri. Svo sem greint var frá í Degi í gær eru skoðanir skiptar um ágæti framkvæmda við Ráðhús- torg. Fram kemur að hellur vilja springa og Gunnar Jóhannesson, verkfræðingur hjá Akureyrarbæ, Hraðfrystihús Ólafsíjarðar hf.: Frystur fískur eyði- lagðist í fiystiklefa Fiskur að verðmæti þrjár millj- ónir eyðilagðist í frystigeymslu Hraðfrystihúss Ólafsljarðar hf. síðastliðinn mánudag er amoníakrör fór í sundur. Starfsmaður var að störfum í frystiklefanum á lyftara. Óhapp- ið varð er maðurinn rak bretti utan í kælirör. Rörið fór í sundur á suðu og kælivökvinn úðaðist um alla frystigeymsluna. Manninn sak- aði ekki þar sem hann gat forðað sér hið snarasta. „Við náðum að skrúfa strax fyrir lekann. Hluti þess fiskjar er í frystinum var er ónýtur. Laus- lega áætlað er tjónið um þrjár milljónir, sem verður bætt þar sem við erum tryggðir gagnvart slíku óhappi,“ sagði Sigurður Ástþórsson, verkstjóri ój segir að skýringar séu ekki ein- hlítar. Hann nefnir óeðlilega spennu í fletinum og að hellurnar standist ekki gæðakröfur. Hólmsteinn, framkvæmda- stjóri Malar og sands hf. segir, að þær hellur er fóru til verksins á Ráðhústorgi fullnægi settum skilyrðum utan lítið magn af stærðinni 10x20. Skekkja varð í móti þannig að tólfta hver hella stóðst eklti mælingu og Hólm- steinn tók fram að strax voru boðnar bætur er gallinn kom í ljós enda sé stefna fyrirtækis hans að selja gallalausa og góða vöru. „Yfir níutíu prósent þeirra hellna er fór til hellulagningar- innar á Ráðhústorgi eru hellur af stærðinni 30x30. Þessar hellur eru vandaðar og standast 100% allar gæðakröfur. Frostþíðupróf- ið sýnir 0,35 og prófun á beygju- togþoli 8,2. Áf þessum tölum má sjá að sprungur í hellum eftir lögn eru ekki vegna lítilla gæða. Annað kemur til. Svo virðist sem þung- um tækjum hafi verið ekið inn á hellulögnina áður en búið var að læsa henni með sandburði. Því brotnuðu hellur á vissum hluta torgsins á mjög sérstakan hátt þ.e. á hornum þess flatar er snýr inn að miðju torgsins. í byrjun verks unnu faglærðir menn verkið, en svo er ekki nú í jafn ríkum mæli. Með þeim ófaglærðu fór að bera á mistökum og sprungum. Sökin er ekki starfs- manna Malar og sands hf.,“ sagði Hólmsteinn. í útboðs- og verklýsingu vegna hellulagningar Ráðhússtorgs segir, að hellurnar skulu vera með sléttu, þéttu og áferðar- fallegu yfirborði. Mesta frávik frá fyrirhugaðri lengd, breidd eða hæð skal vera plús/mínus 2 mm. Hornskekkja skal vera rninni en 3 mm á 500 mm. Beygjuþol skal vera meira en 4.5 MPa á stökum sýnum og meira en 6 MPa að meðaltali þeg- ar tekin eru a.m.k. 5 sýni. Veðrunarþolspróf skal gera samkvæmt sænskum staðli og skal flögnun eftir 28 frostþíðu- umferðir vera minni en 0,5 kg á fermeter í meðaltali 5 sýna og aldrei meira en 0,6 kg á fermeter í stöku sýni. „Að framantöldu má sjá að framleiðsla Malar og sands hf., er hér um ræðir, er í fullu samræmi við gerðar kröfur og gott betur,“ sagði Hólmsteinn T. Hólmsteins- son. ój

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.