Dagur - 29.10.1991, Blaðsíða 16
DACHJR
Akureyri, þriðjudagur 29. október 1991
Bjarni Bjarnason, loðnuskipstjóri:
Ekki ósáttur við
byrjunarkvótann
Kodak ^
Express
Gæóaframköllun
★ Tryggðu f ilmunni þinni
Jbesta TediSmyndir
Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
„Eg held að rannsóknaskipin
hafi ekki fundið talsverðan
hluta af þeirri loðnu sem við
fundum. Þau fundu lítið þar
sem við töldum að hefði verið
hvað mest. Hvað sem hefur
skeð þá er loðnan á þessum
slóðum,“ segir Bjarni Bjarna-
son, loðnuskipstjóri sem tók
þátt í loðnuleitinni fyrir
Norðurlandi og Vestfjörðum á
dögunum. Hann segist ekki
ósáttur við þann byrjunar-
kvóta sem nú hefur verið út-
hlutað á loðnu en segist enn-
fremur viss um að við þennan
kvóta verði aukið þegar veiðar
hefjist og frekari mælingar
verði gerðar á miðunum.
Mestu og veiðanlegustu loðn-
una töldu loðnusjómennirnir sig
finna djúpt norður af Horni og á
þeim forsendum töldu þeir ástæðu
til bjartsýni þegar þeir höfðu lok-
ið leitinni. Þegar rannsóknaskip-
in komu á miðin viku seinna
mældist lítið á þessum slóðum og
segir Bjarni Bjarnason líklegt að
Slippstöðin hf.:
SaJa nýsmíðar-
innar talin
íhöfii
Sigurður Ringsted, forstjóri
Slippstöðvarinnar hf. á Akur-
eyri, segist líta svo á að sala
nýsmíðaskips stöðvarinnar sé
nú í höfn en eins og Dagur
skýrði frá í síðustu viku sam-
þykkti stjórn Fiskveiðasjóðs
kaupsamning Matthíasar Osk-
arssonar við stöðina um skipið.
Stjórn Fiskveiðasjóðs gerði í
afgreiðslu sinni athugasemdir við
nokkur minniháttar atriði hvað
varðar sölu nýsmíðaskipsins til
Matthíasar Óskarssonar en
Sigurður Ringsted segir að þessi
atriði eigi ekki að verða fyrir-
staða í málinu.
Eins og fram hefur komið
hljóðar samningur upp á að
Matthías kaupi nýsmíðaskipið á
310 milljónir króna og greiði
hluta kaupverðs, eða 60 milljónir
króna, með Bylgju VE sem
skemmdist í bruna fyrr í haust.
JÓH
loðnan hafi dreifst á þessum fáu
dögum. Þessi hegðun loðnunnar
sé í fullu samræmi við það sem
sjómenn þekki.
„Kvótinn nú er því engin loka-
tala. Það er á hreinu að það á eft-
ir að koma mikið af loðnu inn í
mælingarnar," segir Bjarni.
Reiknað er með að um 20
loðnuskip hefji veiðar í lok vik-
unnar en Hólmaborgin er þegar
komin á miðin. Ekki höfðu borist
fregnir í gær um afla hjá skipinu
enda var veður vont á miðunum
um helgina. JÓH
Þorgrímur Starri Björgvinsson i Garði, Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri, og Baldvin Baldursson, formaður
hcraðsnefndar, ræða málin fyrir fundinn. Mynd: im
Fundur ráðherra með héraðsnefnd hingeyinga og sveitarstjórnarmönnum
um námaleyfi Kísiliðjunnar:
Öll sjónaraiið verða vandlega skoðuð
- segir Baldvin Baldursson, oddviti héraðsnefndar
„Um umsögn Náttúruverndar-
ráðs hef ég ekkert sagt og mun
ekkert segja fyrr en ákvörðun
verður tekin um framhald
þessa máls,“ sagði Eiður
Guðnason, umhverfismálaráð-
herra, aðspurður um álit á
umsögn ráðsins um skýrslu
sérfræðinganefndarinnar um
Mývatnsrannsóknir. Eiður og
Jón Sigurðsson, iðnaðarráð-
herra sátu fund Héraðsnefndar
Þingeyinga sl. föstudag með
sveitarstjórnarmönnum úr
sýslunni, en á fundinum var
kynnt hvaða áhrif lokun Kísil-
iðjunnar hefði, og málið rætt.
„Ég var aö vissu leyti ánægður
með fundinn en þar var skipst á
skoðunum og menn voru ekki
sammála. Þarna koma inní
umhverfismál og náttúruverndar-
sjónarmið og þetta eru ákaflega
viðkvæm mál. En fundurinn fór
vel fram og ráðherrarnir fengu
mikið af upplýsingum. Hvort þeir
taka síðan afstöðu sem Þingey-
ingum líkar, það er önnur saga,
en þeir sögðu að öll sjónarmið
yrðu vendilega skoðuð og ég
treysti því að þeir standi við orð
sín, eins og ég sagði í lok fundar-
ins,“ sagði Baldvin Baldursson,
oddviti héraðsnefndar eftir
fundinn.
Fundurinn var lokaður frétta-
mönnum og aðspurður um orsak-
ir þess sagði Baldvin: „Þetta var
ákvörðun héraðsráðs, sem var
tekin tveimur dögum fyrir
fundinn. Ég var upphafsmaður-
inn að þessu því mér finnst sumir
fjölmiðlar dálítið frjálslyndir við
að túlka mál manna. Mér finnst
fréttaflutningur mislukkaður hjá
mörgum fjölmiðlum, en þó
hreint ekki öllum. Hér var um
ákaflega viðkvæm mál að ræða
og geysilega mikilvægt atvinnu-
spursmál fyrir Skútustaðahrepp
og Húsavíkurkaupstað, og fleiri
hreppa í sýslunni. Kísiliðjan er
stórt fyrirtæki og mikið atriði
hvort hún stendur eða fellur.
Eins og allir vita koma þarna inn
umhverfismál og náttúruverndar-
sjónarmið, og það eru mjög við-
kvæm mál sem þarf að taka fullt
tillit til þegar ákvörðun er tekin
um námaleyfi Kísiliðjunnar,“
sagði Baldvin.
Þorgrímur Starri Björgvins-
son, Garði í Mývatnssveit, mætti
á fundinn með fréttaritara-
skírteini frá Þjóðviljanum uppá
vasann. Hann var ekki sáttur við
að sér skyldi vera meinaður
aðgangur að fundinum og sagði
aðspurður um orsök þess: „Það
er ekkert leyndarmál að þessi
fundur mun haldinn að kröfu
Sigurðar Rúnars Ragnarssonar,
og Baldvin oddviti mun hafa kall-
að saman héraðsráðsfund til að
taka ákvörðun um fundinn.
Sigurður Rúnar gekk svo langt að
hann bauðst til að útvega ráð-
herrana til að mæta hér, eins og
hverja aðra vikapilta. Hann
hagnýtti sér ferð þeirra hingað til
að halda klíkufund í morgun með
starfsfólki Kísiliðjunnar, eins og
það séu einu hagsmunaaðilarnir
að þessu máli. Forstjóri Kísiliðj-
unnar hefur sagt að þeir ætli ekki
að reka þetta mál í gegn um fjöl-
miðla og þeir vilja sem minnsta
umfjöllum um það af þeirri ein-
földu ástæðu að þeir vita það að
þeirra málstaður er ákaflega
veikur. Þess vegna er lokað hér á
fjölmiðlafólkið eins og það legg-
ur sig og af því að ég veit að þetta
er ástæðan stökk ég upp hér
áðan.“
Þess má geta að auk fréttarit-
ara Þjóðviljans og blaðamanns
Dags var tökulið frá Stöð 2 við-
statt er fundurinn hófst. IM
Lögreglan á Akureyri:
Ökumaður negldur
á 148 km hrada
- talsverð ölvun um helgina
Ölvun var býsna ábcrandi á
Akureyri um helgina og ýmis
vandræði sem slíkt ástand get-
ur leitt af sér komu til kasta
lögreglunnar. Ung stúlka kast-
aði sér í kaldan sjóinn aðfara-
nótt laugardags en lögreglu-
þjónar komu henni á þurrt og
var hún flutt á slysadeild.
Rúður voru brotnar í Lundar-
skóla og að sögn lögregluvarð-
Félag eldri borgara í A-Húnavatnssýslu:
Fyrstu átta fibúðimar teknar í notkun
- framkvæmdir hafnar við byggingu annarrar átta Mða byggingar
Fyrstu átta íbúðirnar af 24
eignaríbúðum fyrir aldraða
sem Félag eldri borgara í Aust-
ur-HúnavatnssýsIu er að
byggja á Blönduósi, voru tekn-
ar í notkun um helgina. Ibúum
voru afhentir lyklarnir við
hátíðlega athöfn og m.a. flutti
Grímur Gíslason byggingasögu
hússins.
Fyrsta skóflustungan að húsi
því sem þessar átta íbúðir eru í,
var tekin 19. maí á sl. ári. Forsag-
an er þó lengri, því 1989 var
stofnuð þriggja manna nefnd á
vegum Héraðsnefndar A-Hún. til
að kanna óskir eldri borgara í
sýslunni um íbúðir á félagslegum
grunni. í kjölfar þeirrar könnun-
ar var síðan félag eldri borgara
stofnað og er það framkvæmdar-
aðili byggingarinnar.
Sigurbergur Árnason, er arki-
tekt að þessum fjórum átta íbúða
húsum, en Guðmundur Gunnars-
son, verkfræðingur sérlegur ráð-
gjafi við framkvæmdirnar. Þor-
valdur Evensen sá um jarðvinnu
við hús það er nú var tekið í
notkun, en Hlynur Tryggvason
og Sigurjón Ólafsson byggðu og
sáu um allan frágang.
Við hlið þessarar átta íbúða
byggingar er að rísa önnur
nákvæmlega eins og að sögn
Gríms Gíslasonar er hún á svip-
uðu framkvæmdastigi nú og þessi
fyrir ári síðan.
Minni íbúðirnar kosta u.þ.b.
6,7 milljónir króna, en þær
stærri, 8,2 milljónir. Viðtakendur
greiða 10% af upphæðinni á
byggingatímanum, en fá 90% að
láni til 50 ára samkvæmt lögum
varðandi Húsnæðisstofnun ríkis-
ms.
SBG
stjóra hafa rúðubrot verið nær
fastur liður á þeim bæ undanfarn-
ar helgar.
Bílstjórar voru á ferli án þess
að hafa ökuréttindi, menn voru
teknir fyrir að aka ölvaðir og of
hratt. Einn var sviptur ökuleyfi
eftir að hafa mælst á 148 krn
hraða á Ólafsfjarðarvegi.
Nokkrir smávægile'gir árekstr-
ar urðu á götum Akureyrar urn
helgina, hjólkoppum var stolið
og margt fleira smálegt mætti
tína til.
í gærmorgun var slökkvilið
kallað að Menntaskólanum á
Akureyri en þar reyndist enginn
eldur heldur hafði brunaboði far-
ið í gang án sýnilegrar ástæðu.
SS
SkagaQörður:
Eldð á liross
Ekið var á hross skammt frá
bænum Silfrastöðum í Skaga-
fírði sl. sunnudagskvöld.
Ökumaður og farþegi fólks-
bifreiðarinnar, sem á hrossinu
lenti, sluppu ómeiddir, en bíllinn
er töluvert skemmdur. Hrossið
drapst við áreksturinn. SBG