Dagur - 29.10.1991, Blaðsíða 10

Dagur - 29.10.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 29. október 1991 ÍÞRÓTTIR________________________________________ Leeds Utd. á toppnum eftir 17 ára bið - Man. Utd. tapaði fyrsta leik sínum og efsta sætinu - Arsenal á sigurbraut John Sheridan, í rðndóttum búningi, sést hér kljást við Kingsley Black hjá Nott. For. í leik liðanna um daginn. Um helgina lék Sheridan stórt hlutverk hjá Sheff. Wed. gegn Man. Utd. Það var mikið fjör í leikjum laugardagsins í Englandi og að þeim loknum hafði nýtt lið komist á topp 1. deildar. í vik- unni höfðu stórliðin Arsenal, Man. Utd., Tottenham og Liv- erpool leikið fyrri leik sinn í 2. umferð Evrópukeppninnar með misjöfnum árangri. Ellaust hafa leikirnir setið í þessum liðum, en hvað um það, lítum á leiki iaugardagsins. ■ Man. Utd. tapaði sínum fyrsta leik í deildinni að þessu sinni er liðið beið lægri hlut fyrir Sheff. Wed. sem sl. vor sigraði Utd. á Wembley í úrslitum deildabikars- ins. David Hirst sem átti stórleik fyrir Sheffield kom Iiðinu yfir með góðu skallamarki eftir send- ingu Nigel Worthington, en Utd. liðið sneri síðan leiknum sér í hag og komst yfir með tveim mörkum fyrir hlé. Brian McClair skoraði bæði mörkin, fyrst er hann komst inn í sendingu Paul Warhurst ætl- aða markverði og síðan eftir að vörn Sheff. Wed. hafði mistekist að bægja frá sendingu Neil Webb. I síðari hálfleiknum náði heimaliðið smám saman undir- tökunum og Nigel Jemson sem liðið keypti frá Forest kom inn á sem varamaður og tryggði sigur- Lee Chapman, hinn harðskeytti miðherji Leeds Utd., þjarmaði svo að Brian Kilchine, miðverði í Old- liarn að hann sendi boltann í cigið mark og kom Leeds í efsta deildarinnar. sæti Urslit 1. deild Arsenal-Nolls Counly 2:0 Aston Villa-Wimbledon 2:1 Crvstal Palace-Chclsea 0:0 Leeds Utd.-Oldham 1:0 Liverpool-Covenlry 1:0 Manchesler City-Sheffield Uld. 3:2 Nonvich-Luton 1:0 Nottingham For.-Southampton 1:3 Q.P.R.-Everton 3:1 Sheffield Wed.-Manchester Utd. 3:2 West Ham-Tottenham 2:1 2. deild Blackburn-Grimsby 2:1 Brighton-Swindon 0:2 Bristol City-Newcastle 1:1 Cambridge-Barnsley 2:1 Middlesbrough-Port Vale 1:0 MiIIwall-Derby 1:2 Oxford-Leicester 1:2 Plymouth-Watford 0:1 Portsmouth-Ipswich 1:1 Southend-Charlton 1:1 Sunderland-Bristol Rovers 1:1 Wolves-Tranmere 1:1 Úrslit í vikunni Evrópukeppnin 2. umferð fyrri leikir. Benfica-Arsenal 1:1 Tottenham-F. C. Porto 3:1 Atletico Madrid-Manchester Utd. 3:0 Auxerre-Liverpool 2:0 2. deild Oxford-Charlton 1:2 inn með tveim mörkum, fyrst er hann vippaði yfir Peter Schmei- chel í marki Utd. og síðan með skalla eftir hornspyrnu Phil King. Mikill baráttuleikur og vel leik- inn af báðum liðum, en þreyta eftir Evrópuleikinn kostaði Utd. sennilega sigur. ■ Howard Wilkinson stjóri Leeds Utd. gerir lítið úr mögu- leikum liðsins á meistaratitli og miðað við leik liðsins gegn Old- ham hefur hann sennilega rétt fyrir sér. Petta var líklega slakasti leikur Leeds Utd. í haust þrátt fyrir sigur og þá staðreynd að lið- ið komst í efsta sæti 1. deildar í fyrsta sinn í 17 ár. En sigurinn skipti hina kröfuhörðu aðdáend- ur liðsins öllu þrátt fyrir að Old- ham léki betur nær allan leikinn. Sjálfsmark Brian Kilcline á 48. mín. réð úrslitum í ieiknum, en aðþrengdur af Lee Chapman sendi hann boltann í eigið mark. Leeds Utd. þétti vörn sína eftir markið og tókst að verjast öllum sóknum Oldham. Neil McDon- ald átti skot naumlega framhjá og John Lukic í marki Leeds Utd. varði vel frá Mike Milligan auk þess sem Kilcline átti skalla í stöng áður en hann sendi boltann í rangt mark og tryggði Leeds Utd. sem varla fékk færi í leikn- um hinn mikilvæga sigur. ■ Lið Man. City er skemmtileg blanda af ungum og eldri leik- mönnum og þessi blanda er nú í þriðja sæti 1. deildar eftir 3:2 heimasigur gegn Sheffield Utd. City náði forystu í leiknum með marki Mike Sheron sem stakk sér í gegn og skoraði framhjá Phil Kite í marki Sheffield eftir send- ingu Peter Reid sem splundraði vörn Sheffield liðsins. Baráttu- jaxlinn og fyrirliðinn Brian Gayle náði síðan að jafna fyrir Sheff. Utd. með skalla eftir hornspyrnu John Gannon. Frábær sókn þeirra Sheron, Mike Hughes og Adrian Heath endaði síðan með því að Niall Quinn kom City yfir að nýju, en skömmu síðar endur- tók Gayle leikinn og jafnaði fyrir Sheff. Utd. með skalla eftir aðra hornspyrnu Gannon. Það var síð- an Hughes sem skoraði sigur- mark City eftir að Kite hafði hálf- varið skot Quinn, en bæði lið fengu tækifæri eftir það sem fóru forgörðum og sigur City fremur sanngjarn. ■ Það var markalaust í leik Arsenal og Notts County er 20 mín. voru til leiksloka og allt hafði gengið meisturunum í óhag. Arsenal hafði yfirburði í leiknum, en vörn County var sterk og markvörður þeirra Steve Cherry í banastuði, þrívegis í fyrri hálfleik varði hann frábær- lega vel frá Ian Wright sem einn- ig átti skot í stöng. Colin Pates miðvörður Arsenal átti skot í þverslá af löngu færi og mark var dæmt af Alan Smith. í síðari hálf- leik skaut Nigel Winterburn tví- vegis naumlega framhjá marki County áður en liðinu tókst loks að skora. Alan Smith skoraði eft- ir sendingu frá Anders Limpar sem hafði komið inn á sem vara- maður. Við markið slaknaði á spennu Arsenal manna og Wright bætti öðru marki liðsins við, hans sjöunda mark í sex leikjum síðan hann var keyptur frá Crystal Palace og Arsenal læt- ur örugglega ekki titilinn átaka- laust frá sér fara. ■ Southampton sem leikið hefur illa til þessa í haust náði góðum leik á útivelli gegn Nottingham For. og sigraði af öryggi 3:1. Carl Tiler miðvörður Forest var rek- inn útaf rétt fyrir hlé eftir brot á Alan Shearer sem var kominn einn í gegn. En Southampton var betra liðið allan leikinn og Matthew Le Tissier náði forystu fyrir liðið með glæsilegu marki á 30. mín. og hann lagði síðan upp þriðja mark Southampton með glæsilegri sendingu á Shearer sem afgreiddi boltann í netið hjá Forest. Þess á milli skoraði Le Tissier úr vítaspyrnu fyrir Sout- hampton. Eina mark Forest skor- aði Kingsley Black með þrumu- skoti frá vítateig undir lokin og Forest liðið má illa vera án þeirra Nigel Clough og Roy Keane sem voru meiddir að þessu sinni. ■ Liverpool vann sinn fyrsta sig- ur í 1. deild síðan í september er liðið sigraði Coventry á Anfield 1:0. Leikurinn var jafn og tvísýnn allan tímann, en sigurmark Liver- pool skoraði Ray Houghton á 35. mín. eftir sendingu frá Mark Walters. Leikmenn Liverpool fengu síðan upplögð færi til að bæta við mörkum, en Steve Ogrizovic markvörður Coventry var sterkur í markinu og þeir Ian Rush og Dean Saunders fóru illa með færin. ■ Aston Villa hafði yfir 2:0 í hálfleik gegn Wimbledon þar sem þeir Ian Olney og Dwight Yorke höfðu skorað fyrir liðið, en ekki hefði verið ósanngjarnt að munurinn hefði verið fjögur mörk. Wimbledon liðið bætti hins vegar í baráttuna í síðari hálfleiknum og John Fashanu minnkaði muninn fyrir liðið á 77. mín. með marki af stuttu færi. Neal Ardley misnotaði síðan tví- vegis dauðafæri fyrir Iiðið þannig að í lokin var Wimbledon heldur óheppið að ná ekki stigi úr leikn- um. ■ West Ham vann sanngjarnan sigur gegn Tottenham 2:1, þrátt fyrir að Gary Lineker næði for- ystu fyrir Tottenham snemma í leiknum. Mike Small náði að jafna fyrir West Ham og sigur- markið fyrir West Ham skoraði síðan Mitchell Thomas fyrrum leikmaður Tottenham sem var seldur til West Ham í sumar. Small og Frank McAvennie áttu síðan báðir skot í stöng fyrir West Ham og Erik Thorstvedt í marki Tottenham varði tvívegis vel frá Ian Bishop. Pað bætti heldur ekki úr skák fyrir Totten- ham að bakvörðurinn Pat Van Den Hauwe var borinn meiddur útaf og síðan var Gordon Durie rekinn af leikvelli. ■ Norwich sigraði Luton með eina marki leiksins sem Rob Newman skoraði rétt fyrir hlé með góðu skoti eftir undirbúning Robert Fleck. Leikmenn Luton fengu tvö góð færi á að skora, en liðið getur þó þakkað markverði sínum Alec Chamberlain fyrir að tapið varð ekki stærra því þríveg- is varði hann glæsilega frá leik- mönnum Norwich í leiknum. ■ Við fengum að sjá í sjónvarp- inu markalaust jafntefli Lundúna- liðanna Crystal Palace og Chelsea. Par var hart barist, en minna um góða knattspyrnu. Palace liðið saknar greinilega þeirra Ian Wright sem seldur var til Arsenal og John Salako sem er meiddur. Marco Gabbiadini sem keyptur var frá Sunderland fyllir enn ekki skarð Wright, en hann var þó óheppinn að skora ekki gegn Chelsea, en markvörður Chelsea Kevin Hitchcock varði með fætinum skot hans þrátt fyrir að vera á leiðinni í öfugt horn. ■ Heldur gengur rólega hjá Everton þessa dagana og liðið átti ekki svar við góðum leik Q.P.R. á laugardaginn og tapaði 3:1. Dennis Bailey náði forystu fyrir Q.P.R. strax í upphafi leiks og þannig var staðan í hálfleik. í síðari hálfleiknum tókst Tony Cottee að skora fyrir Everton, en það dugði skammt því Q.P.R. skoraði tvö mörk í síðari hálf- leiknum og var Simon Barker að verki í bæði skiptin. 2. deild ■ Middlesbrough heldur forystu í 2. deild eftir 1:0 heimasigur gegn Port Vale þar sem Alan Kernaghan skoraði sigurmarkið. ■ Simon Garner og Mark Atkins skoruðu mörk Blackburn í sigrin- um gegn Grimsby og Kenny Dalglish fór því ánægður heim. ■ Duncan Shearer skoraði bæði mörk Swindon í útisigrinum gegn Brighton. ■ Birmingham er efst í 3. deild með 28 stig, Brentford 27 og W.B.A. 26 stig, en á botninum er Torquay með 9 stig. ■ Efst í 4. deild eru Mansfield og Barnet með 29 stig og Black- pool með 24 stig, en botninn vermir síðan Doncaster með 6 stig. Þ.L.A. Staðan 1. deild Lceds Utd. 14 8-5-1 25:12 29 Manchester Utd. 13 8-4-1 21: 7 28 Manchester City 14 8-1-5 19:17 25 Arsenal 13 7-3-3 29:18 24 Shcftield Wednesday 14 7-3-4 26:18 24 Aston Villa 14 6-3-5 20:15 21 Crystal Palace 13 6-3-4 22:24 21 Liverpool 12 5-5-2 14:10 20 Coventry 14 6-2-6 16:13 20 Chelsea 14 4-7-3 23:20 19 Norwich 14 4-7-316:17 19 Wimbledon 14 5-2-7 22:22 17 Tottenham 11 5-1-5 18:17 16 Nottingham For. 13 5-1-7 24:24 16 Everton 14 4-4-6 20:20 16 Oldham 13 4-3-6 19:20 15 West Ham 14 3-6-516:1915 QPR 14 3-6-5 14:20 15 Notts County 14 4-3-7 17:25 15 Southampton 14 3-4-7 13:22 10 Luton 14 2-4-8 8:30 10 Sheffield Utd. 14 2-3-9 20:31 9 2. deild Middlesbrough 15 9-2-4 20:11 29 Cambridgc 13 9-1- 3 26:1628 Charlton 14 8-3- 3 21:14 27 Swindon 138-2- 3 30:16 26 lpswich 14 7-5- 2 23:19 26 Derby 14 74- 3 22:14 25 Leicester 13 7-1- 5 18:18 22 Blackburn 13 6-3- 4 18:14 21 Bristol City 15 5-5- 4 18:21 20 Wolvcs 13 54- 418:17 19 Southcnd 13 5-4- 4 15:14 19 Portsmouth 13 54- 4 13:13 19 Grimsby 13 4-2- 7 19:22 17 Port Vale 15 4-5- 6 15:18 17 Tranmere 13 3-7-318:17 16 Sunderiand 14 4-4- 6 25:26 16 Watford 135-1-715:16 16 Millwall 134-3- 6 21:21 15 Brighton 14 4-3- 7 19:25 15 Newcastlc 14 3-5- 6 22:27 14 Barnsley 15 4-2- 9 15:24 14 Bristol Rovers 13 2-4- 7 14:21 10 Oxford 14 3-1-10 19:27 10 Plymouth 13 2-3- 8 14:27 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.