Dagur - 06.11.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 06.11.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. nóvember 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Eins og sagt var frá í Degi í gær, var hattur Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, scldur á uppboði á bcrrakvöldi UMFS á Dalvík sl. laugardag. Á myndinni eru uppboðshaldararnir Sigurvin Jónsson t.v. og Bryndís Schram t.h. en á milli þeirra sést er Jón Baldvin afhendir Dagmanni Ingvasyni hattinn góða en Dagmann átti hæsta boðið í gripinn. Myiul: Bæjarpósturinn Norðurland: Tvær stöður héraðs- dómara verða auglýstar Þann 1. júlí 1992 taka gildi lög nr. 92 um aðskilnað dónisvalds og uniboðsvalds í héraði. Þessi breyting lýtur að því að hin eiginlegu dómsmál, þ.e. ágreiningur í einkamálum og dómsstörf í refsimálum eru fal- in sérstökum dómsstólum til úrlausnar. í Norðurlandskjördæmi eystra verður dómsstóll staðsettur á Akureyri og við hann munu starfa þrír dómarar. Þar af er ljóst að Freyr Ófeigsson og Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðsdómar- ar við bæjarfógetaembættið á Akureyri, verða áfram dómarar, en þriðja staðan verður auglýst. Auk þriggja dómara verða tvö önnur stöðugildi við héraðsdóm- stól Norðurlands eystra. Á Dómur fallinn í „hundamálinu1 svokallaða á Dalvík: Eiganda hundsins gert að greiða um 230 þúsund krónur í skaðabætur og málskostnað - en hann sigaði hundi sínum á lögregluvarðstjórann á Dalvík, sem telur sig hafa hlotið af því varanlegan áverka Dómur er fallinn í bæjarþingi Dalvíkur í skaðabótamáii er Björn Víkingsson, lögreglu- varðstjóri á Dalvík, höfðaði gegn Gylfa Gunnarssyni, hesta- tamningamanni á Akureyri. Skaðabótamál þetta var höfð- að vegna líkamlegs og andlegs áverka er lögregluvarðstjórinn taldi sig hafa orðið fyrir er hann reyndi að handtaka hinn stefnda Dalvík. við Sæluhúsið á I dómsskjölum stendur orðrétt: „Stefnandi kveður mála- vexti þá, að hann, sem sé lög- regluvarðstjóri að starfi, hafi ver- ið að koma heim til sfn af fót- boltaleik þann 26. ágúst 1990 um kl. 8.00 að kvöldi þegar eigin- kona hans tjáði honum að starfs- Áfengisneysla á Norðurlöndunum: íslendingar tóku kipp með bjóraum - komust úr neðsta sætinu á kostnað Norðmanna Samkvæmt upplýsingum frá Áfengisvarnaráði tóku íslend- ingar við sér í drykkjunni eftir að bjórinn var Iögleyfður og skutust upp úr neðsta sætinu á lista yfir áfengismagn á mann, 15 ára og eldri, á Norður- löndunum. íslendingar höfðu fram að þeim tíma verið býsna Sigurður sestur í þingsaJi Sigurður Arnórsson, fram- kvæmdastjóri Súkkulaðiverk- smiðjunnar Lindu hf. á Akur- eyri, hefur nú tekið sæti á Alþingi. Hann skipaði 2. sæti á lista Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi eystra í síðustu kosningum til Alþingis og er því varamaður Sigbjörns Gunnars- sonar. Sigbjörn er nú á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna og mun Sigurður sitja í hans stað á Alþingi næstu tvær vikurnar. JÓH öruggir með neðsta sætið en með bjórnum komust þeir fram úr Norðmönnum. í töflu sem sýnir áfengissölu á Norðurlöndunum 1967-1989 kem- ur fram að Grænlendingar drekka mest, og hafa reyndar alltaf gert, og 1989 var neysla þeirra hátt í 18 lítrar af áfengi á mann. Danir komu næstir með um 12 lítra, Finnar ríflega 9, Sví- ar nálguðust 7 lítra, íslendingar hoppuðu upp í tæpa 6 en Norð- menn létu sér nægja um 5 lítra á mann. Árið 1967 voru íslendingar, Finnar og Norðmenn á svipuðu róli í drykkjunni með nokkuð undir 5 áfengislítra á mann. Grænlendingar voru efstir á blaði en Danir og Svíar voru með um 6-7 lítra hvor þjóð. Fljótlega fóru leiðir að skiljast. Finnar ruku upp fyrir Norðmenn 1969, komust fram úr Svíum 1973 og nálgast nú Dani óðfluga. Grænlendingar halda sínu striki en Svíar hafa frekar látið undan síga. íslend- ingar og Norömcnn hafa siglt lygnan sjó í tveimur neðstu sæt- unum en bjórkippurinn fleytti Islendingum fram úr Norðmönn- um. SS félagi hans hefði óskað eftir aðstoð strax að Sæluhúsinu á Dalvík. Kveðst stefnandi hafa farið rakleiðis á vettvang þar sem hann hafi hitt fyrir stefnda við annan mann ásamt hundinum Búbba af Scheferkyni. í Sæluhús- inu, sem sé veitingahús á Dalvík, hafi verið umsátursástand þar sem stefndi hafi verið drukkinn og ógnað fólki með hundinum. Stefnandi hafi fengið stefnda með hundinn út úr húsinu eftir nokkurt tiltal, en á bílaplani fyrir utan Sæluhúsið hafi stefndi sigað hundinum á stefnanda með þeim afleiðingum, að hann hafi hlotið af því varanlegan áverka andlega sem líkamlegan, auk þess sem fatnaður hans hafi eyðilagst.“ Stefnandi sundurliðaði kröfu sína endanlega þannig: 1. Fatatjón kr. 15.000,00. 2. Ófjárhagslegt tjón kr. 485.000,00. Auk þessa gerði stefandi kröfu til hins stefnda urn vaxtagreiðslur sem og greiðslu á málskostnaði. Stefndi viðurkenndi að fullu bótaskyldu í málinu og hafði ekki uppi andmæli gegn lið 1 í kröfu stefanda. Hann mótmælti hins vegar lið 2 sem allt of háum og krafðist lækkunar. Stefnandi rökstuddi kröfu sína skv. lið 2 einkum með tvennum hætti. Annars vegar hafi hann hlotið varanleg ör eftir meiðsli þau er hann hlaut, sem séu hon- um til lýta, einkum þegar um sól- böð sé að ræða. í öðru lagi rök- studdi stefnandi kröfuna með því að hann hafi hlotið varanlegan andlegan skaða, sem lýsi sér einkum í því að hann sé hræddur við hunda, en það sé mjög baga- legt í hans starfi. Pann 22. október 1991 kvað Freyr Ófeigsson, héraðsdómari, upp eftirfarandi dóm: „Stefndi, Gylfi Gunnarsson, greiði stefn- anda, Birni Víkingssyni, kr. 150.000,- ásamt vöxtum samkv. 7. gr. vaxtalaga nr. 25, 1978 frá 26. ágúst 1990 til 24. apríl 1991, en vöxtum samkv. 10. gr. téðra laga frá þ.d. til greiðsludags og leggi vexti við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 26. ágúst 1991, og kr. 78.000.- í máls- kostnað ásamt framangreindum dráttarvöxtum frá 15. degi eftir dómsuppsögn til greiðsludags, er leggist við höfuðstól málskostn- aðar á 12 mánaða fresti frá upp- hafsdegi vaxtanna, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum.“ ój Norðurlandi vestra verður hérað- dómurinn í sýslumannshúsinu á Sauðárkróki. Við hann mun starfa einn dómari og verður sú staða auglýst til umsóknar innan tíðar, að sögn Önnu Th. Gunn- arsdóttur í dómsmálaráðuneyt- inu. óþh Flugleiðir: Mimchen nýr viðkomustaður næsta sumar Flugleiðir hefja áætlunarflug til Múnchen í Þýskalandi næsta sumar í samræmi við nýjan loftferðasamning íslands og Þýskalands. Samningurinn heimilar flug til 16 borga í Þýskalandi og mest má fljúga til þriggja borga samtímis. Næsta sumar nýta Flugleiðir þessi réttindi að fullu því þá verð- ur flogið héðan til Múnchen, Hamborgar og Frankfurt. Gert er ráð fyrir að flugið til Múnchen hefjist um mánaðamótin júní-júlí. Þaðan er stutt að keyra til Aust- urríkis, Sviss og Tékkóslóvakíu. Ákvörðun um flug til Múnchen er fyrsta skref Flugleiða til sókn- ar á Evrópumörkuðum eftir að samningar tókust um Evrópskt efnahagssvæði og félagið gerir ráð fyrir að vera búið að festa sig nokkuð í sessi á markaðnum þeg- ar samningarnir ganga í gildi, eins segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Akureyri: Davíðshúsi úthlutað til átta aðila l.janúar til 30. ágúst ‘92 Menningarmálanefnd Akur- eyrar hefur samþykkt úthlutun á dvalartíma í Davíðshúsi frá 1. janúar til 30. ágúst 1992. Arthúr Björgvin Bollason, umsjónarmaður Litrófs í sjón- varpinu, ríður á vaðið og dvelst í Davíðshúsi dagana 1. til 15. janúar. Júlíus Sigurbjörnsson, lektor, verður þar 1. til 21. febrúar og Kristján Steingrímur, inyndlistarmaður, 23. febrúar til 30. mars. Þá tekur Steinunn Asmundsdóttir, skáldkona, við og verður við skriftir í Davíðs- húsi frá 1. apríl til 22. apríl. Ármann Kr. Einarsson, rithöf- undur, verður síðan í húsinu frá 24. apríl til 22. maí og hjónin Sumarliði ísleifsson, sagnfræð- ingur, og Þóra Sigurðardóttir, myndlistarmaður, frá 24. maí til 26. júní. Birna Arnbjörnsdóttir, mannfræðingur, verður síðan í Davíðshúsi dagana 28. júní til 17. júlí og Arnaldur Arnarson, gítar- leikari 19. júlí til 30. ágúst. óþh Hugmyndirnar um til- flutninga hjá Gosan: Engin ákvörðun á næstu mánuðum Werner Rasmusson, stjórnar- formaður Gosan hf., segist ekki eiga von á að ákvörðun um tilflutninga á gosdrykkja- framleiðslu fyrirtækisins til Akureyrar eða bjórframleiðslu til Reykjavíkur verði tekin á næstu mánuðum. „Þessi ákvörðun liggur í dvala í augnablikinu," segir Werner. Sem kunnugt er gerði Akur- eyrarbær Gosan hf. tilboð um flutninga á gosdrykkjaframleiðsl- unni frá Reykjavík til Akureyrar þannig að öll framleiðsla Gosan gæti sameinast undir einu þaki norðan heiða. Werner segir að horfur í efnahagsmálum hérlend- is næstu misserin gefi ekki tilefni til stórra ákvarðana en ljóst sé að tilflutningur verði kostnaðarsam- ur. Gosan sé ekki aðþrengt að sinni hvað varði húsnæði fyrir gosdrykkjaframleiðsluna í Reykjavík og því bíði ákvörðun um flutninga. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.