Dagur - 06.11.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 06.11.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 6. nóvember 1991 Miðvikudagur 6. nóvember 1991 - DAGUR - 7 Samkomulag um álver á Keilisnesi mun auðvelda okkur samninga við erlend iðnfyrirtæki í framtíðinni - engin spurning að til Eyjaijarðar verður leitað um áframhaldandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar. á íslandi Markaðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar var komið á fót þann 10. maí 1988. Hlutverk skrifstofunnar er að afla markaða fyrir raforku til stóriðju eða til útflutnings auk þess að safna upplýsingum um allt sem varðar markaðs- möguleika á orku fyrir utan almennan markað Landsvirkjun- ar. Skrifstofan fylgist einnig með þróun iðngreina er til greina koma sem stórnotendur innlendrar orku í framtíðinni og gerir frumathuganir á nýjum orkufrekum iðngreinum. Hún á samstarf við atvinnufyrirtæki og sveitarfélög um frek- ari hagkvæmnisathuganir auk þess að Iáta í té alla nauðsyn- lega aðstoð við samningsgerð ríkisins og Landsvirkjunar um sölu á orku til stóriðjufyrirtækja eða beina orkusölu til útlanda. Dagur átti nýlega viðtal við Garðar Ingvarsson, framkvæmda- stjóra og Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðing Markaðsskrif- stofunnar um verkefni sem nú eru á döfinni, stöðu Norðlend- inga varðandi orkufrekan iðnað og almennar horfur í samnings- málum íslendinga við erlend stóriðjufyrirtæki á næstunni. Svör þau er birtast hér eru sam- eiginleg svör þeirra Garðars og Andrésar við spurningum blaðsins. Margar athuganir á döfínni - ekki komið að staðarvali - Eru einhver verkefni á sviði orkufreks iðnaðar á döfinni sem SíBA þakrennur Varanleg lausn BLIKKRÁS HF. Hjalteyrargötu 6, símar 27770, 26524, fax 27737. ^Hasegawa ® Plastmodel VANDAÐARI MODEL lJ PARIS HF Leikfangamarkaöurinn Flafnarstræti 96 Sími 27744 Norðlendingar geta vænst að fá til sín í framtíðinni? „Eins og fram kom á fundi Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar með Andrési Svanbjörnssyni, sem haldinn var á dögunum, er verið að vinna að ýmsum verkefnum. í augnablikinu miðast þessar athuganir við að ná tiltekinni framleiðslu til íslands. Athugan- irnar eru á mismunandi stigum en engin þeirra er komin það langt á veg að farið sé að huga að stað- setningu fyrir framleiðslufyrir- tæki. Áður en slíkar ákvarðanir eru teknar er nauðsynlegt að huga bæði að öllum takmarkandi þáttum og einnig bestu skilyrðum er hver sá staður, sem til álita kemur, hefur að bjóða. Sumt af því sem verið er að athuga hentar tilteknum aðstæðum betur en annað. Sem dæmi um það má nefna að iðnaður sem krefst jarð- hita verður aldrei staðsettur langt frá jarðhitasvæði. En þegar horfa verður eftir ákveðnum stöðum í því efni er engin spurning um að leita eftir þeim á landsbyggðinni og ekki síst á Norðurlandi.“ Samningarnir við Atlantsál auka möguleika okkar á fleiri samningum í framtíðinni - Hvaða möguleika virðast íslendingar eiga til þess að fá erlend fyrirtæki, sem byggja framleiðslu sína á raforku til þess að þau telji fsland áhugaverðan kost til fjárfestinga í náinni framtíð? „í raun og veru er ákaflega erfitt að segja til um hvérjir þess- ir möguleikar eru. Peir ráðast af ólíkum þáttum. Við eigum í harðri samkeppni um orkusölu til álframleiðslu við lönd á borð við Kanada og Venesúela. f minni framleiðslueiningum eigum við í samkeppni við lönd þar sem markaður er fyrir framleiðslu- vörurnar í löndunum sjálfum. Pað háir slíkum iðnaði, sem stað- settur yrði á íslandi, að hér er enginn heimamarkaður og allt miðast við útflutning þótt í hlut eigi fyrirtæki sem við myndum telja mjög ákjósanlegt að fá hing- að með framleiðslu sína. Flutningskostnaður og stað- setning gagnvart markaðinum getur skipt verulegu máli þegar stjórnendur slíkra fyrirtækja Ieita eftir heppilegum stöðum til þess að reisa framleiðslufyrirtæki. í því sambandi má nefna dæmi um framleiðslu á kísilflögum, sem nokkuð hefur verið athugað um. Framleiðsla þeirra þarfnast mikillar orku ef miðað er við þann orkuskammt sem þarf til þess að framleiða hvert tonn. En ef orkan er athuguð sem hlutfall af söluverðmæti vörunnar kemur í Ijós að hlutur hennar er það lítill að hún hefur enga afgerandi þýðingu þegar um staðsetningu slíkrar verksmiðju er að ræða. Síðasta könnun sem gerð var um framleiðslu á kísilflögum var í samvinnu við þýska AEG-fyrir- tækið, sem rekur framleiðslu á kísilflögum í Hamborg. Verk- smiðja þeirra var skoðuð og einnig varð ljóst í þessari athug- un að verið var að reisa aðra verksmiðju í Suður-Þýskalandi að því er virtist út frá byggða- sjónarmiðum. Afkastageta þeirr- ar verksmiðju er talin nema um tvöfaldri heimsnotkun á kísilflög- um. Almennt efnahagsástand í heiminum, eins og það er á hverj- um tíma, hefur einnig mikil áhrif á hvernig þessar framleiðslu- greinar ganga. Fjárfestingar í orkufrekum iðnaði ganga sýni- lega í miklum bylgjum og ráðast einkum af árferði í viðkomandi greinum. Þá mun einnig skipta miklu máli í framtíðinni á hvern Húsavík. I hverju felst fram- leiðsla hennar og getur þar verið um raunhæfan kost að ræða? „Súrálsverksmiðja er millistig álvinnslunnar þar sem náttúru- legt bauxid er tekið til vinnslu. Tvö tonn af bauxidi þarf til þess að framleiða eitt tonn af súráli, sem er hið raunverulega hráefni við rafgreiningu á áli. Súráls- framleiðslan er kemísk fram- leiðsla; suða, felling og eiming á bauxidi, þar sem aukaefnin eru skilin frá. Úrgangsefnið sem bauxidvinnslan skilur eftir sig er nánast eins mikið og það magn af súráli sem fæst, þannig að á móti hverju tonni af súráli, sem fram- leitt er, fellur til um eitt tonn af úrgangi sem stundum er kallaður „rauð Ieðja“ og getur verið umhverfisvandamál. Tvisvar hef- ur verið gerð alvarleg athugun á tíðinni. Allar áætlanir, sem nú er eru uppi um byggingu slíkra framleiðslufyrirtækja miðast við framleiðslu á milljón tonnum af súráli á ári. Hugmyndir um súr- álsverksmiðju eru því fyrst raun- hæfar þegar álframleiðslan hér á landi væri orðin um 300 þúsund tonn á ári og ljóst að þau álfram- leiðslufyrirtæki er hér störfuðu myndu sjá sér hag í að eiga við- skipti við slíka verksmiðju. Stofnkostnaður við súrálsverk- smiðju, sem áformað er að reisa á Jamaca, er um 1500 milljónir bandaríkjadala, sem er um 50% meiri stofnkostnaður en áætlað er að álverksmiðjan, sem fyrir- hugað er að reisa á Keilisnesi kosti. Auk þess starfa háhita- svæðin á Islandi best með því að gefa orkuna frá sér undir ákveðn- um vinnsluþrýstingi, sem ekki er Nýlegt álver í Kanada. Aformað er að byggja álverið á Keilisnesi eftir sömu teikningu. hátt sambandi íslands við Evrópu verður háttað. Evrópa er eitt af sölusvæðum okkar fyrir iðnaðar- afurðir og í því efni skipta samn- ingar við Evrópska efnahags- svæðið miklu máli í framtíðinni. í raun er það fámennur hópur sem tekur flestar ákvarðanir varðandi framkvæmdir um bygg- ingu álvera í heiminum. Hann telur aðeins um nokkur hundruð menn og margir þessara manna þekkjast innbyrðis. Því er fylgst vel með þeirri samningagerð sem nú stendur yfir af hálfu íslenskra stjórnvalda við Atlantsálshópinn. Ef okkur tekst að ná þessum samningum þá mun það auðvelda allar viðræður og samninga varð- andi nýja fjárfestingarkosti í framtíðinni. Þetta atriði vegur mjög þungt í samskiptum okkar við erlend stóriðjufyrirtæki. í Evrópu er ekki um auðugan garð að gresja varðandi ódýra og umhverfisvæna orku eins og vatnsorku og jarðhita. Raforku- framleiðslan þar byggist á brennslu kolvetnissambanda; olíu, kola og jarðgass eða þá kjarnorku og þau verðmæti verða væntanlega skattlögð af umhverf- isástæðum á næstunni. Því er lík- legt að samkeppnisstaða íslands muni batna verulega frá því sem verið hefur.“ Súrálsverksmiðja þarfnast innlends markaðar fyrir framleiðslu sína - Nokkuð hefur verið rætt um byggingu súrálsverksmiðju við byggingu súrálsverksmiðju hér á landi. Hin fyrri var fyrir um það bil fimmtán árum og var svo mikil andstaða við verkefnið af hálfu Náttúruverndarráðs að athugun- um var hætt áður en tókst að kanna hvort unnt væri að gera ráðstafanir til þess að losna við rauðu leðjuna. Húsvíkingarnir, sem verið hafa að athuga þessi mál að undanförnu, telja að mögulegt sé að komast frá þessu og koma úrganginum fyrir en við það vakna að sjálfsögðu spurn- ingar um kostnað. En rétt er að geta þess að mikil þróun hefur átt sér stað í meðferð úrgangsefna frá því á árunum 1975 og 1976 að þessi möguleiki var fyrst kannað- ur hér á landi. Álframleiðsla á íslandi er aðeins um 90 þúsund tonn á ári í dag og því yrði að flytja verulegan hluta súrálsframleiðslu úr landi með tilheyrandi flutningskostnaði. Aðstæður breytast hins vegar ef álframleiðsla eykst og því er fyrst tímabært að ræða um framleiðslu á súráli þegar nýtt álver hefur tekið til starfa. Bygging súráls- verksmiðju hér á landi yðri auk þess tilraunastarfsemi þar sem jarðgufa hefur ekki áður verið notuð við framleiðslu súráls en nýting hennar er forsenda þess að farið var út í þessar athuganir fyr- ir fimmtán árum síðan. Flutn- ingskostnaður jarðgufunnar frá háhitasvæði til hafnarsyæðis mun verða ráðandi hvað staðsetningu slíkrar verksmiðju varðar ef af byggingu hennar verður í fram- víst að henti þessari starfsemi vegna þess að erfitt getur orðið að ná kjörþrýstingi til þess að sjóða bauxidið við. Aftur á móti er auðvelt er að stýra þessum þrýstingi þegar gufan er fram- leidd með olíukyndingu eða með öðrum brennsluhætti. Súrálsbræðsla er ákveðin úrvinnsla úr framleiddu súráli - Nokkuð virðist hafa borið á því að menn rugli saman súráls- verksmiðju, sem framleiðir hrá- efnið súrál úr frumefninu bauxidi og því sem stundum hefur verið kallað súrálsbræðsla. í hverju felst framleiðsla súrálsbræðslu? „Orðið súrálsbræðsla getur verið villandi og valdið misskiln- ingi því þar er um allt annan hlut en súrálsverksmiðju að ræða. í súrálsbræðslu fer fram fram- Ieiðsla á ákveðnum slípiefnum, sem menn þekkja til dæmis sem sandpappír. Bauxidið er þá brætt án rafgreiningar við mikinn hita í kolbogaofnum þannig að úr því verða harðir klumpar, sem síðan eru malaðir niður í breytilegar kornastærðir. Þar sem þessi mulningur er mjög harður er hann vel fallinn til þess að slípa með honum. Sá iðnaður, sem stundum er nefndur súrálsbræðsla, vegna þess að bráðin er að mestu leyti unnin úr hreinu súráli, felst í framleiðslu þessara slípiefna en á ekkert skylt við framleiðslu sjálfs súrálsins úr bauxidi." Haldið verður áfram að undirbúa Eyjafjarðarsvæðið - Er ástæða til þess að nú verði unnið af fullum krafti að undir- búningi fyrir framkvæmdir vegna orkufreks iðnaðar á Norðurlandi og er tímabært að huga að ákveðnu landssvæði og hafnar- skilyrðum í því sambandi, til dæmis á Eyjafjarðarsvæðinu? „Við þessari spurningu er raunar aðeins til mjög ákveðið jákvætt svar. Nú þegar er búið að huga mikið að hafnarskilyrðum við Eyjafjörð og þeirri vinnu verður haldið áfram þótt bygg- ingu álvers Atlantsáls hafi verið valin annar staður. Sú þekking sem fengin er af Eyjafjarðar- svæðinu tapast ekki heldur þarf að byggja upp þekkingarbanka og aðlaga hann aðstæðum sem skapast á hverjum tíma. Mark- aðsskrifstofan vinnur nú að því með Héraðsnefnd Eyjafjarðar og einnig í samvinnu við Iðnþróun- arfélag Eyjafjarðar. Vonir standa til að fjárveiting fáist til þess að vinna úr þeim veðurmælingum sem gerðar voru á Dysnesi á síð- ast liðnu ári. Þessar veðurfars- mælingar eru mun nákvæmari en fyrri mælingar á svæðinu og eru forsenda þess að unnt sé að meta afdrif mengunarefna. Ekki fer á milli mála að ákveð- in andstaða hefur verið fyrir hendi af hálfu heimamanna varð- andi byggingu stóriðju í Eyjafirði en vonandi hefur hún fyrst og fremst verið byggð á hræðslu og upplýsingaskorti varðandi um- hverfisspjöll. Menn verða að sjálfsögðu að átta sig á því að öll mannleg starfsemi hefur ein- hverja mengun í för með sér og að allri þróun fylgja breytingar. Ef engar breytingar mega verða þá skapar slíkt ástand stöðnun og á endanum leiðir það til hnignun- ar. Í málum sem þessum verða heimamenn að hafa forystu um að skapa jákvætt andrúmsloft og ljóst er að stóriðja í Eyjafirði yrði byggðunum við fjörðinn til veru- legs framdráttar. Um það er eng- in spurning og menn verða að átta sig á því að allri efnahags- starfsemi fylgja ákveðnar breyt- ingar. Mikill áhugi er fyrir því að takist að hefja uppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu innan tíðar en tíminn verður að leiða í ljós á hvern hátt sú vinna kemur til með að þróast." Spurningin var um Island eða önnur lönd - Sýndu forsvarsmenn Atlants- álsfyrirtækjanna Eyjafirði aldrei þann áhuga í raun sem vonast hafði verið eftir? „Mikils misskilnings hefur gætt í umræðunni um staðarvalsmálið því spurningin snérist ætíð í raun og veru um það hvort tækist að fá Atlantsálsfyrirtækin til þess að reisa álver hér á landi eða hvort það yrði byggt annarsstaðar í ver- öldinni. Þá staðreynd verða menn að horfast í augu við. Þeg- ar verið er að keppa við slíkar aðstæður þá verða menn að tefla fram því hagstæðasta sem kostur er á. Haldið hefur verið fram að stjórnvöld hefðu átt að tiltaka einn ákveðinn stað og benda Atlantsálsmönnum á að þar yrði álverið reist. Málið er hins vegar ekki svo einfalt og líklegast er að forráðamenn Atlantsálshópsins hefðu þá farið til einhvers annars staðar í veröldinni. Menn hafa haft í heitingum og sagt í hita leiksins að ef þeir fái ekki stór- Verkfræðingar Miövikudaginn 6. nóvember kl. 10.30 mun hr. Luis Olivares, starfsmannastjóri Alþjóöabankans í Evrópu, halda kynningarerindi í Borgartúni 6, Reykjavík um stefnu Alþjóðabankans varðandi ráöningu verk- fræöinga til sérstakra verkefna á vegum bankans. Fundurinn er opinn öllum starfandi verkfræöingum. Viöskiptaráðuneytið 4. nóvember 1991. Garðar Ingvarsson, framkvæmdastjóri t.v. og Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðing- ur Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar ræða stóriðjumálin iðjuna til sín þá muni þeir sjá til þess að hún komi ekki annars staðar á landinu. í því sambandi má spyrja hvað sé að gerast þegar menn kjósa að iaia á þennan hátt. Þótt skoða verði slík ummæli í ljósi 'vonbrigða, sem menn hafi orðið fyrir, verða menn að átta sig á því að við erum öll íslendingar, höfum allt Island undir og verðum að gera það besta sem við getum úr því. Það kom skýrt fram í viðræðum við forsvarsmenn Atlantsálsfyrir- tækjanna að þótt ríkisstjórnin byði einhverja kostnaðarjöfnun við byggingu álversins gegn því að það yrði reist úti á landi myndi það ekki breyta ákvörðun þeirra um staðsetninguna á Keilisnesi. Alumaxmenn vildu ekki fara á stað þar sem þeir væru óvelkomnir - Gefur sú andstaða, sem vart var við gegn byggingu álvers Atlantsáls í Eyjafirði tilefni til að velta því fyrir sér hvort hún hafi skaðað möguleika Eyfirðinga í staðarvalsmálinu? „Bygging álversins var fljót- lega einskorðuð við þrjá staði; Dysnes við Eyjafjörð, Keilisnes á Reykjanesströnd og við Reyðar- fjörð. Forráðamenn fyrirtækj- anna lögðu ítarlegt mat á alla þætti þessa máls og komust síðan að sameiginlegri niðurstöðu um að áhætta vegna byggingar álversins væri minnst á Keilis- nesi. Umhverfisástæður réðu ein- hverju og einnig komu ákveðnir huglægir þættir til skjalanna. Það er alveg ljóst að bréf „þrjátíu og áttamenninganna“, sem sent var persónulega til forstjóra þessara þriggja fyrirtækja hafði áhrif. Um slíkt þarf ekki að spyrja. Fulltrúar Alumax hrifust mjög af Eyjafirði en þeir sögðu jafnframt, bæði við ráðamenn hér fyrir sunnan og einnig heima- menn í Eyjafirði að þeir væru að leita að stað þar sem þeir væru velkomnir og þeir myndu ekki fara inn á svæði þar sem þeir vissu að andstaða væri gegn þeim ef þeir ættu annarra kosta völ. Þarna er á ferðinni fjárfesting upp á um þúsund milljónir bandaríkjadala sem ætlað er að standa til langs tíma og menn fara ekki með slíka fjárfestingu til staða þar sem þeir eru óvel- komnir ef þeim bjóðast aðrir kostir en vissulega er erfitt að meta áhrif þessa bréfs á hina endanlegu ákvarðanatöku. Stöðugt er unnið að því að leita eftir samstarfi við erlenda aðila um orkufrekan iðnað á ís- landi. Fyrst er að finna aðila, sem líklegur virðist til samstarfs og síðan verður að meta hvað hann hefur að bjóða og hvort það hentar því umhverfi sem hér er til staðar. Öll vinna af þessu tagi er tímafrek auk þess sem að mörgu er að gæta. íslendingar eiga gnægð af umhverfisvænni orku í fallvötnum landsins og heitum iðrum jarðar. Því er ljóst að þeir eru ekki úr leik þegar um fram- leiðslugreinar, er þarfnast mikill- ar orku er að ræða. En Island liggur í hafi fjarri meginlöndum og mörkuðum og mun það ef til rýra þá möguleika sem orkuforð- inn annars býður upp á. ÞI !■ J Kynningarfundur lí: ur.ía,: 3E -"■* Miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17.15 mun hr. Luis Olivares, starfsmannastjóri Alþjóöabankans í Evrópu, halda kynningarerindi í stofu 101, Lögbergi, Háskóla íslands um stefnu Alþjóðabankans í starfsmanna- málum. Jafnframt gefur hann yfirlit yfir helstu verk- efni bankans og starfssvið. Öllum er áhuga hafa á að kynna sér starfsemi og störf á vegum Alþjóöabankans er hér með bent á aö koma til þessa kynningarfundar. Fundurinn er öllum opinn. Viðskiptaráðuneytið 4. nóvember 1991. fpf't Hugmyndasamkeppni Við leitum að nafni á nýja veislusalinn okkar Þín tillaga Nafn:. Heimilsfang:. Sími: Verðlaun vinningshafa eru helgarterð tyrir 2 til Reykjavíkur (flrnmtudag-sunnudags) gisting á Hótel Islandi, matur og skemmtun (RlÓ-tríó— Aftur til framtíðar) á laugardagskvöldi. Dregið verður í hugmyndasamkeppninni í beinni útsendingu á Stjörnunni föstud. 8. nóvember. Sendist til: Greilans, Glerárgötu 20, 600 Akureyri Matvöruverslunin auglýsir Kirnan Allt í helgarmatinn á einum stað Opið kjötborð með fjölda rétta til kl. 22 alla daga vikunnar Komið og verslið í ykkar verslun Kirnan í leiðinni heim Kirnan, Hafnarstræti 20, sími 25655. P.S. Munið bláu nóturnar. Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 09.00-22.00. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00-22.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.