Dagur - 06.11.1991, Side 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 6. nóvember 1991
Dagskrá FJÖLMIÐLA
i kvöld, miðvikudag, kl. 21.1Ó, er á dagskrá Sjónvarpsins kvikmyndin ismeygilegir töfrar
borgarastéttarinnar. Myndin er sköpunarverk spánska meistarans Luis Bunuel, en þetta er
ein af þeim sex myndum hans, sem Sjónvarpið hefur verið að sýna á þessu ári.
Sjónvarpið
Miðvikudagur 6. nóvember
18.00 Töfraglugginn (27).
Blandað erlent barnaefni.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Tíðarandinn (1).
Þáttur um rokktónlist í
umsjón Skúla Helgasonar.
19.30 Staupasteinn (6).
(Cheers)
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Skuggsjá.
Ágúst Guðmundsson segir
frá nýjum kvikmyndum.
20.50 Umræðuþáttur á vegum
fréttastofu.
Umræður um kjara- og
atvinnumál.
21.15 ísmeygilegir töfrar
borgarastéttarinnar.
(Le charme discret de la
bourgeoisie).
Frönsk bíómynd frá 1972.
Myndin gerist í kvöldverðar-
boði hjá nokkrum félögum
sem fást við eiturlyfjasölu.
Mörkin á milli veruleika og
blekkingar eru víða óglögg i
myndinni og afleiðingar
þess eru oft gamansamar.
Aðalhlutverk: Fernando
Rey, Paul Frankeur og Delp-
hme Seyrig.
23.00 Ellefufréttir og dag-
skrárlok.
Stöð 2
Miðvikudagur 6. nóvember
16.45 Nágrannar.
17.30 Steini og Olli.
17.35 Svarta Stjarna.
18.00 Tinna.
18.30 Nýmeti.
19.19 19:19.
20.10 Smáskammtalækning-
ar.
(The Medicine Men).
Fróðlegur breskur þáttur þar
sem fjallað er um óhefð-
bundnar lækningaaðferðir.
20.40 Réttur Rosie O'Neill.
(Trials of Rosie O’Neil).
Mannlegur framhaldsþáttur
um lögfræðinginn Rosie.
21.30 Öldurót.
Waterfront Beat).
Á örskömmum tíma hafa
fasteignir við hafnarbakk-
ann í Liverpool margfaldast í
verði og fleiri fyrirtæki og
einstaklingar setjast þar að.
Það veldur lögreglunni
áhyggjum því áður fyrr
þurfti hún litlar áhyggjur að
hafa af þessu svæði. Þess
vegna setur hún á stofn
nýja deild sem hefur það
sérstaka verkefni að gæta
laga og reglna á hafnarbakk-
anum. Þetta er splunkunýr
breskur spennuþáttur frá
BBC og verður hann sýndur í
átta hlutum.
22.20 Tíska.
22.50 Björtu hliðarnar.
23.20 Stjörnuvíg 5.
(Star Trek 5:The Final Front-
ier).
Myndir sem gerast í framtíð-
inni hafa verið vinsælar í
gegn um árin og hafa „Star
Trek“ myndirnar notið gífur-
legra vinsælda. Myndimar
segja frá áhöfn geimskipsins
„Enterprise” og þeim ævin-
týrum sem hún lendir í.
Þetta er fimmta myndin í
röðinni og er hún uppfull af
vel gerðum tæknibrellum.
Með aðalhlutverk myndar-
innar fer William Shatner en
hann er áskrifendum að
góðu kunnur út þáttunum
Neyðarlínan.
Aðalhlutverk: William
Shatner, Leonard Nimoy,
James Doohan og Walter
Koening.
Bönnuð börnum.
01.05 Dagskrárlok.
Rás 1
Miðvikudagur 6. nóvember
MORGUNÚTVARP
KL. 06.45-09.00
06.45 Veðurfregnir • Bæn.
07.00 Fréttir.
07.03 Morgunþáttur Rásar 1.
Hanna G. Sigurðardóttir og
Trausti Þór Sverrisson.
7.30 Fréttayfirlit.
Gluggað í blöðin.
7.45 Krítík.
08.00 Fréttir.
08.10 Að utan.
08.15 Veðurfregnir.
ÁRDEGISÚTVARP
KL. 09.00-12.00
09.00 Fréttir.
09.03 Laufskálinn.
Afþreying í tali og tónum.
Umsjón: Sigrún Bjömsdóttir.
09.45 Segðu mér sögu.
„Emil og Skundi” eftir
Guðmund Ólafsson.
Höfundur les (5).
10.00 Fréttir.
10.03 Morgunleikfimi
með HaUdóru Björnsdóttur.
10.10, Veðurfregnir.
10.20 Samfélagið og við.
Umsjón: Ásgeir Eggertsson.
11.00 Fréttir.
11.03 Tónmál.
Tónlist miðalda, endurreisn-
ar- og barrokktímans.
11.53 Dagbókin.
* HÁDEGISÚTVARP
KL. 12.00-13.05
12.00 Fréttayfirlit á hádegi.
12.01 Að utan.
12.20 Hádegisfróttir.
12.45 Veðurfregnir.
12.48 Auðlindin.
Sjávarútvegs- og við-
skiptamál.
12.55 Dánarfregnir • Auglýs-
ingar.
MIÐDEGISÚTVARP
KL. 13.05-16.00
13.05 í dagsins önn - Siðferði
í opinberu lífi: Fjölmiðlar.
Umsjón: Halldór Reynisson.
13.30 Létt tónlist.
14.00 Fréttir.
14.03 Útvarpssagan: „Myllan
á Barði“ eftir Kazys Boruta.
Þráinn Karlsson les þýðingu
Jörundar Hilmarssonar (3).
14.30 Miðdegistónlist.
15.00 Fréttir.
15.03 í fáum dráttum.
Brot úr lífi og starfi Jóhönnu
Bogadóttur myndlistarkonu.
Umsjón: Þorgeir Ólafsson.
SÍÐDEGISÚTVARP
KL. 16.00-19.00
16.00 Fréttir.
16.05 Völuskrín.
Kristín Helgadóttir les
ævintýri og barnasögur.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Sinfónía nr. 1 í d-moll
ópus 1 eftir Nikolaj Rímskíj-
Korsakov.
17.00 Fréttir.
17.03 Vita skaltu.
Illugi Jökulsson sér um
þáttinn.
17.30 Hér og nú.
17.45 Lög frá ýmsum löndum.
18.00 Fréttir.
18.03 Af öðru fólki.
Þáttur Önnu Margrétar Sig-
urðardóttur.
18.30 Auglýsingar • Dánar-
fregnir.
18.45 Veðurfregnir • Auglýs-
ingar.
KVÖLDÚTVARP
KL. 19.00-01.00
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Kviksjá.
20.00 Framvarðasveitin.
Samtímatónlist.
21.00 Umferðarfræðsla í
grunnskólum.
Umsjón: Ásdís Emilsdóttir
Petersen.
21.35 Sígild stofutónlist.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Orð kvöldsins • Dagskrá
morgundagsins.
22.30 Uglan hennar Mínervu.
Umsjón: Arthúr Björgvin
Bollason.
23.00 Brot úr lífi og starfi Jóns
Óskars.
Umsjón: Pjetur Hafstein Lár-
usson.
24.00 Fréttir.
00.10 Tónmál.
01.00 Veðurfregnir.
01.10 Næturútvarp á báðum
rásum til morguns.
Rás 2
Miðvikudagur 6. nóvember
07.03 Morgunútvarpið -
Vaknað til lífsins.
Leifur Hauksson og Eiríkur
Hjálmarsson hefja daginn
með hlustendum.
08.00 Morgunfréttir.
- Morgunútvarpið heldur
áfram.
- Tokyopistill Ingu
Dagfinns.
09.03 9-fjögur.
Úrvals dægurtónhst í allan
dag.
Umsjón: Þorgeir Ástvalds-
son, Magnús R. Einarsson
og Margrét Blöndal.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 9-fjögur.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagskrá: Dægurmála-
útvarp og fréttir.
Starfsmenn dægurmála-
útvarpsins og fréttaritarar
heima og erlendis rekja stór
og smá mál dagsins.
17.00 Fréttir.
- Dagskrá heldur áfram.
Vasaleikhúsið.
17.30 Hér og nú.
Fréttaskýringaþáttur Frétta-
stofu.
Dagskrá heldur áfram með
hugleiðingu séra Pálma
Matthíassonar.
18.00 Fréttir.
18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund-
ur í beinni útsendingu.
Sigurður G. Tómasson og
Stefán Jón Hafstein sitja við
símann, sem er 91-686090.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Hljómfall guðanna.
Dægurtónlist þriðja heims-
ins og Vesturlönd.
Umsjón: Ásmundur
Jónsson.
20.30 Mislétt milli liða.
Andrea Jónsdóttir við spilar-
ann.
21.00 Gullskífan: „Beauty
and the beast" frá 1981 með
Go-Go’s.
22.07 Landið og miðin.
Sigurður Pétur Harðarson
spjallar við hlustendur til
sjávar og sveita.
00.10 í háttinn.
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
leikur ljúfa kvöldtónlist.
01.00 Næturútvarp á báðum
rásum til morguns.
Fréttir kl. 7,7.30,8, 8.30,9,10,
11,12,12.20,14,15,16,17,18,
19, 22 og 24.
Næturútvarpið
01.00 Tengja.
02.00 Fréttir.
02.05 Tengja.
03.00 í dagsins önn.
03.30 Glefsur.
04.00 Næturlög.
04.30 Veðurfregnir.
- Næturlögin halda áfram.
05.00 Fréttir af veðri, færð og
flugsamgöngum.
05.05 Landið og miðin.
06.00 Fréttir af veðri, færð og
flugsamgöngum.
06.01 Morguntónar.
Ríkisútvarpið á
Akureyri
Miðvikudagur 6. nóvember
08.10-08.30 Útvarp Norður-
lands.
18.03-19.00 Útvarp Norður-
lands.
Bylgjan
Miðvikudagur 6. nóvember
07.00 Morgunþáttur.
Eiríkur Jónsson, Guðrún
Þóra og Anna. Fréttir á heila
og hálfa tímanum.
09.00 Bjarni Dagur Jónsson.
Veðurfregnir kl. 10.
12.00 Hádegisfréttir.
12.15 Kristófer Helgason.
íþróttafréttir kl. 13.
14.05 Snorri Sturluson.
Veðurfréttir kl. 16.
17.00 Reykjavík síðdegis.
Hallgrímur Thorsteinsson
og Einar Örn Benediktsson.
17.17 Fréttir.
17.30 Reykjavík síðdegis
heldur áfram.
19.30 Fréttir frá fréttastofu
Stöðvar 2.
20.00 Örbylgjan.
Ólöf Marín.
23.00 Kvöldsögur.
00.00 Eftir miðnætti.
Björn Þórir Sigurðsson.
Stjarnan
Miðvikudagur 6. nóvember
07.30 Morgunland 7:27.
10.30 Sigurður H. Hlöðverss.
14.00 Arnar Bjarnason.
17.00 Felix Bergsson.
19.00 Arnar Albertsson.
22.00 Jóhannes Ágúst.
01.00 Baldur Ásgrímsson.
Hljóðbylgjan
Miðvikudagur 6. nóvember
16.00-19.00 Pálmi Guðmunds-
son leikur gæðatónlist fyrir
alla. Þátturinn Reykjayík síð-
degis frá Bylgjunni kl. 17.00-
18.30. Fréttir frá fréttastofu
Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 17.17.
Tími tækifæranna kl. 18.30.
Þú hringir í síma 27711 og
nefnir það sem þú vilt selja
eða kaupa. Þetta er ókeypis
þjónusta fyrir hlustendur
Hljóðbylgjunnar.
K
3)
U
z
# Umræður um
handboltahöll
á Alþingi
Þá eru alþingismenn okkar
Islendinga komnir aftur til starfa
eftir vikufrí, vonandi hressir og
endurnærðir, enda báru umræð-
ur á Alþingi þess merki sl. mánu-
dag, en þá var m.a. rætt um
byggingu handboltahallar og
byggðamál. Þessar umræður um
handboltahöllina eru dálítið
skondnar. Búíð var að ákveða að
byggja þessa höll í Kópavogi og
búið að undirrita samninga þar
um. Ekki má heldur gleyma því
að það gekk maður undir manns
hönd á sínum tíma og beitt var
öllum þeim þrýstingi sem mögu-
legt var til að fá stuðning annarra
þjóða svo að Heimsmeistara-
keppnin í handknattleik gæti far-
ið fram hér á landið árið 1995.
Gefinn var út myndarlegur bækl-
ingur á erlendum tungum og þar
vitnuðu m.a. forseti íslands,
utanríkisráðherra og mennta-
málaráðherra þáverandi, einnig
þáverandi borgarstjóri í Reykja-
vík, auk forystumanna íþrótta-
hreyfingarinnar. Forystumenn
handknattleiksmála um allan
heim stóðust ekki þennan þrýst-
ing og samþykktu að keppnin
skyldi haldin á íslandi. Nú er
komið babb í bátinn og allt í
óvissu með hvort þessi mikla
keppni verður yfirleitt haldin hér
/
&ST0RT
á landi. Þessa keppni hefði þó
aldrei verið hægt að halda á Is-
landi ef ekki hefði átt sér stað
mikil uppbygging íþróttahúsa
vítt og breitt um landið. Enda var
meiningin að einn riðill keppn-
innar færi fram hér fyrir norðan.
# Nýliði í lands-
málapólitík
Ekki voru umræðurnar um
byggðamál á Alþingi sl. mánu-
dag síður athyglisverðar. For-
sætisráðherra er við sama hey-
garðshornið og er með tillögu-
flutning i undirbúningi um
breytta áherslu f byggðamálum.
Ekki er annað að skilja af orðum
hans en að hann vilji gera
Byggðastofnun að algjörri
skýrslugerðarstofnun, sem hef-
ur ekkert fé undir höndum, enda
talar hann alltaf um bruðl og
óráðsíu ef hann nefnir stofnun-
ina á nafn. Þá vill hann flytja
Byggðastofnun til Akureyrar,
sem er af hinu góða, þ.e. ef
stofnunin stendur undir nafni í
framtíðinni. Formaður stjórnar
Byggðastofnunar og flokksbróð-
ir forsætisráðherra er ekki mjög
hrifinn af hugmyndum Davíðs um
hlutverk Byggðastofnunar og
sagði í umræðunum sl. mánu-
dag að forsætisráðherra væri
nýliði í landsmálapólitík og ætti
eftir að kynnast byggðamálum af
eigin raun.