Dagur - 06.11.1991, Page 12
MfiUR
Akureyri, miðvikudagur 6. nóvember 1991
VEITINGAHUSIÐ
heimsendingar-
þjónusta alla daga
Sunnudaga til fimmtudaga
kl.12.00-22.30
Föstudaga og laugardaga
kl. 12.00-04.30 Q|erárgötu 20 • s 26690 Alvöru veitingahús
Hádegis-
tilboð
alla daga
Bættar samgöngur og aukið samstarf:
Fara Dalvíkingar undir
embætti bæjarfógetans
í Ólafsfírði?
Svo kann að fara að í framtíð-
inni sæki Dalvíkingar bæjar-
fógetaþjónustu til bæjarfógeta-
embættisins í Ólafsfirði, en til
þessa hafa þeir sótt þessa þjón-
ustu til sýslumannsins í Eyja-
fjarðarsýslu, sem jafnframt er
bæjarfógeti á Akureyri. Dal-
víkingar eru ekki sáttir við þá
þjónustu sem þeir fá frá Akur-
eyri og í Ijósi betri samgangna
milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar
og aukins samstarfs þessara
tveggja sveitarfélaga telja þeir
ástæðu til að sækja bæjar-
fógetaþjónustu til Olafsfjarð-
ar.
fjörð og Dalvík, og helst einnig
Svarfaðardalshrepp og Árskógs-
hrepp. að einu fógetasvæði.
„Okkur hefur lengi fundist þjón-
ustan frá bæjarfógeta á Akureyri
heldur slök og vísum til þess að á
Dalvík er einungis löglærður
maður einu sinni í viku. Ef að við
nytum þjónustu fógetans í Ólafs-
firði, þá myndi umfang þess
embættis stækka verulega og
væntanlega yrði svæðið þá það
stórt að þyrfti að ráða einn íög-
lærðan mann til viðbótar, sem
gæti verið staðsettur á Dalvík,"
sagði Trausti. óþh
Einn á „EIskunni“ (eða lieitir báturinn Æskan?).
Mynd: Golli
Á sameiginlegum fundi
bæjarráða Ólafsfjarðar og Dal-
víkur í síðustu viku bar þetta mál
á góma og kom fram áhugi
beggja á að styrkja embætti
bæjarfógetans í Ólafsfirði.
Trausti Þorsteinsson, forseti
bæjarstjórnar Dalvíkur, segir að
áhugi sé fyrir því að gera Ólafs-
Ófaglært starfsfólk í mjólkursamlögunum á Akureyri og Húsavík boðar verkfall:
Staða okkar þannig að semja þyrfltl
vun launalækkun í stað launahækkunar
- segir Hlífar Karlsson, mjólkursamlagsstjóri KP á Húsavík
íslenskur
skinnaiðnaður:
Eim logar í
affallsgeymslu
Slökkviliðið á Akureyri var
kallað að íslenskum skinna-
iðnaði hf. á Gleráreyrum í
gærmorgun. Eldur logaði í
kassa við verksmiðjuhús og
gekk fljótt og vel að slökkva
hann.
Að sögn slökkviliðsmanns
var um samskonar tilfelli að
ræða og 23. október sl. er
slökkviliðið var kvatt að hús-
næði íslenska skinna-
iðnaðarins. í>á eins og nú hafði
neisti úr hnífum í skinnaverk-
unarvél hrokkið í affalls-
geymslu og kvcikt eld og var
það ekki í fyrsta sinn.
Glóð kraumaði í ruslinu og
myndaðist töluverður reykur
en engar skemmdir urðu af
völdum eldsins. SS
Árekstur á Akureyri:
Þrír bflar
skemmdust
Allharður árckstur varð á
Akureyri síðdegis á mánu-
dag. Tveir bílar skullu sam-
an á mótum Krossanes-
brautar og Óseyrar og kast-
aðist annar þeirra á kyrr-
stæðan bfl við biðskyldu á
Óseyri.
Þær upplýsingar fengust hjá
lögreglunni að nokkrar
skemmdír hefðu orðið á bílun-
um en engin nteiðsl á fólki.
Töluverð hálka var á götum
þegar áreksturinn varð. SS
Ófaglært starfsfólk í mjólkur-
samlögunum á Húsavík og á
Akureyri hefur boðað til verk-
fallsaðgerða síðar í mánuðin-
um hafi samningar ekki tekist
en starfsfólkið vill fá samninga
um starfsnámskeið og greiðslu
námskeiðsálags. Boðað er til
verkfalls dagana 15., 18. og 19.
þessa mánaðar og ótímabund-
ins verkfalls frá 25. nóvember.
Verkfallið mun hafa mest áhrif
á dreifingu á mjólkurvörum en
vinnslu á mjólk verður hægt að
halda uppi.
Verkalýðsfélagið á Húsavík og
Iðja, félag verksmiðjufólks á
Akureyri, boðaði þetta verkfall
Ársfundur Hafnasambands
sveitarfélaga var haldinn á
Akureyri í lok síðustu viku.
Að sögn Guðmundar Sigur-
björnssonar, hafnarstjóra á
Akureyri, var mest rætt um
uppbyggingu mengunarvarna í
höfnum, fyrir utan venjuleg
aðalfundarstörf. Einnig voru
flutt framsöguerindi um skipu-
lag og umhverfi hafna og rætt
um tölvukerfið „Lóðsinn“ og
þá barnasjúkdóma sem hafa
komið upp í því.
„Merkilegasta tillagan sem var
samþykkt fjallaði um uppbygg-
ingu á mengunarvarnabúnaði í
höfnum fyrir olíumengun. Þetta
hafði verið í umræðunni alllengi
en var nú samþykkt," sagði Guð-
mundur.
eftir að samningafundur með for-
ystu Vinnumálasambands sam-
vinnufélaga rann út í sandinn í
fyrradag. Þar lagði Vinnumála-
sambandið fram tilboð sem félög-
in sættu sig ekki við og boðuðu
því til verkfalls.
Ármann Helgason hjá Iðju
segir að ekki sé boðaður fundur í
deilunni og því búi starfsfólkið
sig undir verkfallsátök.
Hlífar Karlsson, mjólkursam-
lagsstjóri hjá Kaupfélagi Þingey-
inga á Húsavík, segir að þessar
aðgerðir hafi þau áhrif að ekki sé
hægt að dreifa mjólkurvörum í
búðir og þar af leiðandi verði
mjólk ekki pakkað í neytenda-
Höfnum landsins er skipt í þrjá
flokka samkvæmt tillögunni og er
þá tekið mið af hættu vegna
mengunar og staðsetningu. í
fyrsta flokki eru fimm hafnir, þær
stærstu í hverjum landshluta, og
þar verður lögð áhersla á mjög
góðan mengunarvarnabúnað. í
öðrum flokki eru átta svæðis-
hafnir sem hafa minni búnað.
„Til að byrja með eru ekki
fleiri hafnir en þessar þrettán.
Menn munu sameinast um það
innan svæðanna að koma sér upp
búnaði og það verða þjálfaðir
upp menn sem fylgja búnaðinum
og fá aðstoð frá heimamönnum
við að nota hann,“ sagði Guð-
mundur.
Sá búnaður sem notaður er
gegn olíumengun í höfnum felst í
flotgirðingum, hreinsibúnaði og
umbúðir. Því verði að framleiða
osta ef til þessara aðgerða komi.
„Menn eru að fara yfir stöðuna
og ráða ráðum sínum en ég hef
ekki trú á öðru en menn geri sitt
besta til að leysa þetta. Við
stöndum hins vegar frammi fyrir
verulegum breytingum núna í
mjólkurframleiðslunni þegar til
stendur að ríkið kaupi sem svarar
5 milljónum lítra af framleiðslu-
rétti bænda og í viðbót eru hug-
myndir um að mjólkuriðnaður-
inn taki við og vinni á eigin
ábyrgð 2,7 milljónir lítra. Þetta
þýðir í heild fyrir okkar svæði 462
þúsund lítra á þessu verðlagsári
sem við fáum minna en ekki neitt
dreifiefni. Þessi búnaður er af
skornum skammti hér á landi og
þótti brýnt að gera markvissar til-
íögur um uppbyggingu mengun-
arvarna. Guðmundur sagði að
lagt hefði verið til að lágmarks-
búnaður yrði kominn í allar hafn-
ir í fyrsta og öðrum flokki innan
tveggja ára og síðan yrði frekari
uppbygging metinn í ljósi reynsl-
unnar. Hafnasambandið mun
væntanlega óska eftir ríkisfram-
lagi upp á tæpar 29 milljónir
króna til þessa tveggja ára verk-
efnis.
„Markmiðið með þessum til-
lögum var að hafa þetta eins ein-
falt og á eins fáum stöðum og
menn treystu sér til í byrjun. Sem
betur fer er þetta ekki mikið not-
aður búnaður en nauðsynlegur
samt,“ sagði Guðmundur. SS
fyrir. Þetta er jafn mikið og var
lagt inn hjá okkur í janúarmán-
uði síðastliðnum þannig að við
verðum fyrir mikilli tekjuskerð-
ingu á næsta ári. Samningsstaða
okkar er því þannig að við þyrft-
um að semja um launalækkun en
ekki Iaunahækkun,“ segir Hlífar.
JÓH
Skoðunarstöð á Húsavík:
Gengiðtíl
saimnnga við
TrésmiðjunaBorg
Gengið verður til samninga við
Trésmiðjuna Borg hf. á Húsa-
vík um byggingu skoðunar-
stöðvar í bænum fyrir Bifreiða-
skoðun Islands. Fjórir aðilar
buðu í verkið og átti Borg
lægsta tilboðið en allir aðilarn-
ir buðu yfir kostnaðaráætlun.
Framkvæmdir eiga að hefjast
nú þegar og á stöðin að
afhendast fullbúin í júní á
næsta ári.
Tilboð Trésmiðjunnar Borgar
var tæpar 18,8 milljónir króna.
Næsta tilboð átti Fjalar hf. á
Húsavík með um 19,8 milljónir
þá Norðurvík með 20,7 milljónir
og loks Stefán Óskarsson - Rein
með 20,8 milljónir. Kostnaðar-
áætlun hönnuða var rúmlega 18,6
milljónir króna.
Skoðunarstöðina á að byggja
við Haukamýri á Húsavík. í stöð-
inni verður búnaður til að skoða
jafnt fólksbíla sem stærri bíla.
Húsið er um 150 fermetrar að
stærð en inni í tilboðum er allur
búnaður í húsið sem og frágangur
á lóð. Skoðunarstöðin á að
afhendast 15. júní á næsta ári og
verður hún sú sjöunda sem Bif-
reiðaskoðun íslands reisir á land-
inu. JÓH
Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga:
Áhersla lögð á uppbyggingu
mengunarvarna í höftium
- lágmarksbúnaði verði komið í þrettán hafnir á næstu tveimur árum