Dagur - 08.01.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. janúar 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Hin árlega Þrettándagleði Þórs var haldin á hefðbundinn hátt sl. inánudagskvöld. Að vanda komu álfar, tröll, jóla-
sveinar og fleiri góðir gestir í heimsókn og skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega í þokkalegu veðri. Mynd: Golli
Bæjarstjórn Ólafsijarðar:
Áskorun til ráðherra og
fjárveitinganefiidar
Bæjarstjórn Ólafsfjarðar sam-
þykkti á fundi í fyrrakvöld
áskorun til stjórnvalda unt að
lokið verði við lagningu bund-
ins slitlags milli Ólafsfjarðar og
Dalvíkur. I tengslum við gerð
Múlaganga var lagt slitlag á
vegarkaflann að göngunum
Ólafsfjarðarmegin og áleiðis til
Dalvíkur frá gangaopinu þeim
megin.
Sigurður Björnsson flutti til-
löguna, sem samþykkt var með
öllum greiddum atkvæðum, og
sagði hann fulla ástæðu til að í
þeirri niðurskurðarumræðu sem
nú er uppi komi áskorun frá
bæjaryfirvöldum í Ólafsfirði til
samgönguráðherra og fjárveit-
Davíð Oddsson lagði í gær til víðtækar breytingar á „Bandorminum“:
Eftirlitsmerai fylgist með ríkisstofiiuraim
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, sendi Efnahags- og við-
skiptanefnd Alþingis bréf í gær
með breytingum við frumvarp
til laga um ráðstafanir í ríkis-
fjármálum fyrir árið 1992,
svokallaðan „Bandorm“.
Breytingarnar eru töluvert víð-
tækar og hafa skapað hörð við-
brögð stjórnarandstæðinga í
nefndinni, sem telja að þær feli
í sér nýtt frumvarp. En lítum
nánar á nokkrar af þeim breyt-
ingum sem forsætisráðherra
óskar eftir að verði teknar inn í
frumvarpið.
Fjöldi nemenda í
bekkjardeildum í
grunnskóla
Nýjung frá fyrirliggjandi frum-
varpi er að greiðslur ríkissjóðs
skuli miðast v.ið 22 nemendur í 1.
og 2. bekk og 28 nemendur í 3.-
10. bekk skólaárið 1992-1993.
Þegar sérstaklega standi á geti
fræðslustjóri ákveðið fjölgun
nemenda um allt að tvo í bekkj-
ardeild.
Breytingar á elli-
og örorkulífeyri
Forsætisráðherra vill að komi inn
ákvæði um að rétt til ellilífeyris
eigi þeir, sem eru 67 ára eða eldri
og hafi átt lögheimili hér á landi
a.m.k. 3 almanaksár frá 16 til 67
ára aldurs. Fullur ellilífeyrir, kr.
145.476, greiðist þeim einstakl-
inguin sem átt hafi lögheimili hér
á landi a.m.k. 40 almanaksár frá
16-67 ára aldurs.
Ellilífeyrir verði skertur ef árs-
tekjur einstaklinga eða hjóna
hvors um sig eru hærri en um 790
þúsund. Ef tekjur verði umfram
umrædd mörk skuli skerða ellilíf-
eyri um 25% þeirra tekna sem
umfram eru uns hann falli niður.
Til tekna í þessu sambandi teljist
hvorki bætur almannatrygginga
né tekjur úr lífeyrissjóðum.
Örorkulífeyri er gert ráð fyrir
að skerða ef árstekjur örorkulíf-
eyrisþega eða hjóna hvors um
sig, sem bæði eru örorkulífeyris-
þegar, eru hærri en um 826
þúsund. Ef tekjur eru umfram
þessi mörk skal skerða örorkulíf-
eyri um 25% þeirra tekna sem
umfram eru uns hann fellur
niður. Til tekna í þessun sam-
bandi teljast hvorki bætur
almannatrygginga né tekjur úr
lífeyrissjóðum.
í þessum breytingum við
frumvarpið kemur einnig fram að
ef aðrar tekjur ellilífeyrisþega en
lífeyrir almannatrygginga fari
ekki fram úr 195 þúsundum á ári
skuli greiða uppbót á lífeyri að
upphæð 267 þúsund á ári. Miðað
er við rúmlega 231 þúsund hjá
örorkulífeyrisþegum. Hafi ellilíf-
eyris- og örorkulífeyrisþegar hins
vegar aðrar tekjur yfir þessum
mörkum, þá er gert ráð fyrir að
skerða uppbótina um 45% þeirra
tekna, sem umfram eru. Sama
gildir um hjónalífeyri eftir því
sem við á.
Eftirlitsmenn
í ríkisstofnunum
í bréfi forsætisráðherra er eftir-
farandi breyting á lögum um
eftirlit með ráðningu ríkis-
starfsmanna og húsnæðismálum
ríkisstofnana: „Hlutaðeigandi
ráðherra er heimilt að setja mann
eða nefnd rnanna, um tiltekinn
tíma, til að vera fjárhaldsmenn
stofnana, einnar eða fleiri í senn.
Starfssvið fjárhaldsmannanna er
að skipuleggja og hafa eftirlit
með reikningshaldi og áætlana-
gerð stofnana og taka ákvarðanir
um fjárskuldbindingar, þar á
meðal um starfsmannahald.
Kostnaður við starf fjárhalds-
manna greiðist af viðkomandi
stofnun.1'
óþh
inganefndar um að lokið verði
við þennan vegarkafla.
Áskorunin er svohlióðandi:
„Bæjarstjórn Ölafsfjarðar
beinir þeirri eindregnu áskorun
til samgönguráðherra og fjárveit-
inganefndar Alþingis að þegar í
stað verði lokið við þjóðveginn
milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur og
á hann lagt liundið slitlag.“ JÓH
Þrettándabrenna
Vorboðans:
Hundruð
kvöddu
jólin
Ungmennafélagið Vorboðinn í
Austur-Húnavatnssýslu var
nieð sína árlegu þrettánda-
brennu rétt utan Blönduóss í
fyrradag. Fólk fjölmennti á
brennuna þrátt fyrir kulda og
að sögn lögreglunnar á Blöndu-
ósi var mikil umferð vegna
hennar.
„Ég er hættur að giska á hvaða
fjöldi er á þessum brennum, enda
er það orðið lygilegt og örugglega
einhver hundruð manns sem voru
þarna miðað við allt bílakrað-
akið,“ sagði Valdimar Guð-
mannsson hjá Vorboðanum í
gær.
Lúðrar voru þeyttir á brennu
Vorboðans og skátar skutu upp
flugeldum í gríð og erg. Kristján
Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn
á Blönduósi, tók undir orð Valdi-
mars og sagði fólksfjöldann á
melunum hafa skipt hundruðum,
en allt hefði gengið slysalaust fyr-
ir sig. SBG
Frumvarp til laga um Háskólann á Akureyri lagt fram á Alþingi:
Heirailað verði að koma á
raimsóknastofnun við skólann
Sverrir Guðmundsson
á Lómatjöm látinn
Sverrir Guðmundsson, bóndi
og fyrrverandi oddviti á Lóma-
tjörn í Grýtubakkahreppi, lést á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri mánudaginn 6. janúar sl.,
79 ára að aldri.
Sverrir var bóndi á Lóma-
tjörn um 40 ára skeið frá 1939-
1979. Eftir það starfaði hann í
nokkur ár sem skrifstofumaður
hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar.
Hann var oddviti Grýtubakka-
hrepps 1954-74 og sveitarstjóri
þar 1974-76. Sverrir var formað-
ur Ræktunarsambands Sval-
barðsstrandarhrepps og Grýtu-
bakkahrepps frá stofnun þess
1946. Hann var einnig hvata-
maður að stofnun hlutafélagsins
Kaldbaks á Grenivík 1967 og
formaður stjórnar frá byrjun
svo og stjórnarformaður út-
gerðarfélagsins Gjögurs frá
1965 til dauðadags.
Eiginkona Sverris var Jórlaug
Guðrún Guðnadóttir en hún
lést árið 1960. Börn Sverris og
Jórlaugar eru Sigríður fram-
kvæmdastjóri; Valgerður,
alþingismaður og Guðný, sveit-
arstjóri.
Lagt hefur verið fram á
Alþingi frumvarp til laga um
Háskólann á Akureyri. I nú-
gildandi lögum frá 1988 er
kveðið á um endurskoðun
þeirra innan þriggja ára og
frumvarp lagt fyrir Alþingi fyr-
ir árslok 1991.
Svavar Gestsson, þáverandi
menntamálaráðherra, skipaði
nefnd í júní 1990 til þess að
endurskoða lög um Háskólann á
Akureyri frá 1988. í nefndina
voru skipaðir Haraldur Bessa-
son, rektor Háskólans á Akur-
eyri, Lárus Ægir Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Skagaströnd,
og Þorsteinn Gunnarsson, deild-
arsérfræðingur menntamálaráðu-
neyti, sem var formaður nefndar-
innar. Ólafur Búi Gunnlaugsson,
skrifstofustjóri Háskólans, var
ritari nefndarinnar.
í júní árið 1991 sendi mennta-
málaráðuneytið drög að frum-
varpi um Háskólann á Akureyri
til eftirtaldra til umsagnar: Há-
skólanenfndar Háskólans á
Akureyri, Háskóla íslands,
Kennaraháskóla íslands, Bæjar-
stjórnar Akureyrar, Fjórðungs-
sambands Norðlendinga, Haf-
rannsóknastofnunar, Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins, Vís-
indaráðs og Bandalags háskóla-
manna.
Við lokafrágang frumvarpsins
var höfð hliösjón af þeim sjónar-
miðum sem fram komu í
umsögnum þesssara tíu aðila.
I greinargerð með frumvarpinu
kemur fram að það feli í sér ýmis
nýmæli rniðað við núgildandi lög.
Þessi eru helst:
- Skýrar er kveðið á um rann-
sóknahlutverk skólans og jafn-
framt er heimilað að koma á fót
rannsóknastofnun við hann.
- Lagt er til að háskólinn tengist
nágrenni sínu traustari böndum
með því að einn fulltrúi tilnefnd-
ur af bæjarstjórn Akureyrar og
annar af heildarsamtökum sveit-
arfélaga á Norðurlandi, eigi aðild
að háskólanefnd.
- Lagt er til að skipaðar verði
dómnefndir um hæfi umsækjenda
um rektorsembætti.
- ítarlegri ákvæði eru um verka-
skiptingu og hlutverk stjórnsýslu
háskólans s.s. háskólanefndar,
rektors, framkvæmdastjóra, for-
stöðumanna deilda og deildar-
funda. Þá er gert ráð fyrir sam-
starfi háskólans við aðrar
háskóla- og rannsóknastofnanir í
því skyni að styrkja kennslu og
rannsóknir í skólanum og gera
menntunartækifæri fjölbreyttari.
- Gert er ráð fyrir samstarfi
háskólans við aðrar háskóla- og
rannsóknastofnanir í því skyni að
styrkja kennslu og rannsóknir í
skólanum og gera menntunar-
tækifæri fjölbreyttari.
- Sett eru ákvæði um samstarf
einstakra deilda háskólans og
einnig er tiltekið að sjávarútvegs-
deild starfi við skólann.
- Lagt er til að háskólinn fái auk-
ið forræði um mannaráðningar
og inntöku nemenda.
- Sett eru ákvæði um rannsókna-
orlof kennara og annarra fast-
ráðinna starfsmanna háskólans.
- Sett eru ákvæði um að rann-
sókna- og sérfræðibókasafn starfi
við skólann.
- Lagt er til að lengd kennslu-
misseris skuli vera 15 vikur, próf
og leyfi koma þar til viðbótar.
óþh
DAGUR
AkureiTi
S 96-24222
Norðlenskt dagblað