Dagur - 08.01.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 8. janúar 1992
Aukafundur í bæjarstjórn Ólafsijarðar í fyrrakvöld í framhaldi af samkomulagi
milli bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Pólitíkin snýst um að kunna að búa til málamiðlanir
- sagði Sigurður Björnsson, bæjarfulltrúi D-lista
í fyrrakvöld kom bæjarstjórn
Olafsfjaröar saman til auka-
fundar þar sem á ný var kosið í
embætti eftir þær breytingar
sem voru á meirihlutaskipan
sjálfstæðismanna síðustu sex
mánuði. A fundinum tilkynntu
sjálfstæðismenn formlega um
lausn á þeim deilum sem uppi
hafa verið að undanförnu en á
fundinum voru nokkrar um-
ræður um þá stöðu sem nú er
uppi í bæjarmálunum. Hér á
el'tir er gripið niður í þessar
umræður bæjarfulltrúanna.
Yfírlýsing sjálfstæðismanna
I upphafi fundar bæjarstjórnar-
innar í fyrrakvöld var lesin yfir-
lýsing frá bæjarfulltrúum sjálf-
stæðismanna. Hún er svohljóð-
andi:
„Bæjarfulltrúar sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn Ólafsfjarðar
hafa ákveðið að starfa áfram sem
ein heild í bæjarstjórninni. Sam-
komulag hefur orðið um ákveðna
verkaskiptingu bæjarfulltrúanna
og að Bjarni Grímsson verði
^ífram bæjarstjóri. Jafnframt er
því lýst yfir að bæjarstjóri og
meirihlutinn munu starfa saman
af fullum heilindum. Þá er það
von bæjarfulltrúa D-listans að
samstarf við H-listann megi
verða málefnalegt og gott í fram-
tíðinni, bæjarfélaginu til heilla."
Breyting í embættaskipan
Samkvæmt yfirlýsingunni hér að
framan var á fundinum kosið á ný
í nefndir og ráð á vegum bæjar-
ins. Óskar Þór Sigurbjörnsson
verður áfram forseti bæjarstjórn-
ar en Sigurður Björnsson og Þor-
steinn Asgeirsson taka sæti meiri-
hlutans í bæjarráði. Þar sat Ósk-
ar Þór áður ásamt Gunnlaugi
Jóni Magnússyni sem var vara-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins síð-
ustu sex mánuði. Guðbjörn Arn-
grímsson verður fulltrúi minni-
hlutans í bæjarráði.
Þá urðu einnig breytingar á
embættum 1. og 2. varaforseta
bæjarstjórnar en fyrrnefnda
embættinu gegnir nú Kristín
Trampe en Þorsteinn Ásgeirsson
hinu síðarnefnda.
„Nýtur bæjarstjórinn
traust og stuðnings?‘‘
Að loknum kosningum tók Björn
Valur Gíslason, oddamaður
minnihlutans, til máls og taldi
ýmis atriði í lausu lofti varðandi
þetta samkomulag innan raða
sjálfstæðismanna og vert sé að
hreinsa andrúmsloftið nú í upp-
hafi árs.
„Það mun ekki standa á okkur
að vinna að heill bæjarfélagsins í
góðu samstarfi við meirihluta
sjálfstæðismanna og á því hefur
reyndar ekki staðið. Ég vænti
góðs af framhaldinu milli okkar í
minnihluta og meirihluta í bæjar-
stjórn ef svo fer sem ntenn virð-
ast ætla sér og lesið var upp hér
áðan. Ég hjó reyndar eftir því í
þessari tilkynningu að menn hafi
ákveðið að starfa saman og
bæjarstjórinn verði áfram en þar
var ekki um traustsyfirlýsingu né
stuðning við bæjarstjórann að
ræða. Mér hefði fundist að slíkt
vanti þarna inn í ef menn vilji
hafa hreint borð hér í upphafi árs
og ná fram þeim vinnubrögðum
sem æskileg eru í bæjarstjórn og
bæjarráði.
Það sem mér finnst vert að fá
að vita er hvort allir bæjarfull-
trúar meirihlutans standa að baki
bæjarstjóranum, framkvæmda-
stjóra bæjarins, og lýsi trausti við
hann. Yfirlýsingar voru gefnar á
sínum tíma um vanhæfni bæjar-
stjóra síðastliðið sumar og að
hann hafi leynt menn upplýsing-
um innan meirihlutans. Hann var
borinn þungum sökum um að
hafa farið illa með fé en það hef-
ur að mínu mati verið borið að
fullu til baka. Ég vil fá að vita
hvað hefur breyst, hvort bæjar-
stjórinn hafi vikið af braut sinnar
villu eða hvort þessir þremenn-
ingar séu með þessari tilkynningu
að játa að þau hafi ekki farið með
rétt mál síðastliðið sumar. Ég
held að ef þessi fundur á að
marka einhver skil í bæjarkerfinu
þá verðum við að byrja nýtt ár
með hreint borð og hafi menn
eitthvað um þessi mál að ræða þá
er þetta rétti vettvangurinn."
„Megum ekki vera föst
í gamla tímanum“
Óskar Þór Sigurbjörnsson, for-
seti bæjarstjórnar svaraði þessum
orðum Björns Vals og taldi að
ekki megi lifa of mikið í fortíð-
inni. Eigi að marka framtíðar-
stefnu þá megi ekki dvelja um of
í fortíðinni.
„Við verðum að passa okkur á
að vera ekki of föst við gamla
tímann. Það getur hugsanlega
gerst að menn skipti um skoðun,
breyti um afstöðu til manna og
málefna og við getum ekki gefið
okkur að ekkert slíkt gerist. Ekki
meira um fortíðina frá mér en ég
vil ítreka það sem í yfirlýsingu
okkar stendur að við munum vinna
saman af fullum heilindum.“
„Tilbúinn í dansinn“
Guðbjörn Arngrímsson, fulltrúi
minnihlutans, lýsti því yfir að
hann sé tilbúinn til að „stíga þann
dans sem meirihlutinn sé að
bjóða upp í,“ eins og hann orðaði
það.
„Ég held að yfirlýsing þeirra
hér áðan sé gefin af heilum hug.
Ég vil ekki trúa að eftir það sem
á undan er gengið Iáti menn frá
sér annað en þeir meina. Komi
hins vegar á daginn að í þessum
dansi verði farið að troða okkur
um tær þá mun ég endurskoða
það hvort ég dansa dansinn til
enda. Ég er þeirrar skoðunar að
við eigum að hreinsa út núna
þannig að byrjað sé á hreinu ári.
Ég tel hins vegar að það hafi ver-
ið gert. Þeim spurningum sem í
huga okkar eru sem hafa fylgst
með þessum málum er svarað að
mestu leyti í þessari yfirlýsingu,
reyndar afskaplega vítt, en það
að menn séu tilbúnir til að draga
allt til baka sem áður var sagt
hlýtur maður að líta á sem útrétta
sáttarhönd.“
„Menn eru tilbúnir
að íhuga vinnubrögð
á alla lund“
Sigurður Björnsson, fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og einn þre-
menninganna sem tóku sér leyfi
síðastliðið sumar, sagðist í upp-
hafi máls síns jafnan hafa gaman
af þegar minnihlutinn stilli full-
trúum meirihlutans upp á sakar-
bekk.
„Ég vil af þessu tilefni segja
aðeins það að vissulega var þessi
deila sem hér var á vordögum á
síðasta ári snörp og erfið. Það að
við höfum komist að þeirri niður-
stöðu að halda áfram þessu
meirihlutastarfi í Sjálfstæðis-
flokknum varðar fyrst og fremst
málefnagrunn og samstarf okkar
félaganna áfram án tillits til þess
sem á undan er gengið. Það felur
auðvitað í sér að menn eru fúsir
til að íhuga vinnubrögð á alla
lund og reyna að bæta þau sín í
milli.
Varðandi þetta samkomulag
sem við höfum gert okkar í milli
þá felur það í sér að við ætlum að
vinna saman og það af fullum
heilindum. Við eigum síðan eftir
að sjá hvernig það þróast og
útfærist og ég er sannfærður um
að allir í okkar hópi eru fúsir
til að leggja sitt af mörkum. Við
viljum ekki draga neinn til
ábyrgðar í þessari deilu því þann-
ig er þegar tveir deila að aldrei er
annars sök og ég vil síður þurfa
að fara að karpa við vin vorn
Björn Val um þessi mál. Mér
fannst nóg gert í vor sem leið
þegar fjölmiðlaumræðan dundi
dag eftir dag án þess að við hefð-
um yfir höfuð nokkuð við fjöl-
miðla að segja. Það var ekki gott
að koma Ólafsfirði þannig á
framfæri og gaf ekki góða mynd
af plássinu.“
„Vonandi starfhæft í
bæjarstjórn í framtíðinni“
Björn Valur tók á ný til máls og
ítrekaði að hjá honum vakni
spurningar hvernig samstarf eigi
að vera með nýjum bæjarráðs-
mönnum og bæjarstjóranum. Vel
megi vera að gróið sé um heilt en
enginn af þeim meirihlutamönn-
um hafi enn svarað því hvort þeir
styðji bæjarstjórann. „Ástæðan
fyrir því að ég spurði þessara
spurninga var að ég var að blaða
í gömlum fundargerðum frá þess-
um tíma og sá þá ekki í hendi
mér hvernig menn gátu fallist í
faðma sem þeir virðast hafa gert í
dag og ég vonast til að sé satt og
rétt. Ég vona að menn séu búnir
að ná sáttum og vel verði starf-
hæft í bæjarstjórn í framtíðinni
og vil trúa því að þetta sé gert af
heilum hug. Á það mun reyna
iitnan Sjálfstæðisflokksins hvort
þetta hefur tekist en ég hef mínar
efasemdir um að það hafi gerst.“
„Öll ákveðin í að gera
okkar besta“
Sigurður Björnsson kom aftur í
ræðustól og svaraði Birni Val.
„Mig langar aðeins til að spyrja
fólk eftir því hvað það haldi til
dæmis að gerist í pólitík þegar
ólíkir stjórnmálaflokkar ná
saman. Hvernig skyldi það hafa
verið þegar nýsköpunarstjórnin
var stofnuð á sínum tíma. Hvern-
ig skyldi þeim hafa gengið að ná
saman þessum höfuðandstæðing-
um í pólitík sem þá voru. Hvern-
ig skyldi þeim ganga að ná saman
Jóni Baldvin og Davíð Oddssyni
og hvernig skyldi þeim hafa geng-
ið að ná saman Steingrími Her-
mannssyni og Þorsteini Pálssyni á
sínum tíma, þó það endaði allt
illa. Pólitík snýst nefnilega um
það að vinna í stjórnmálum og
gæta þess að láta persónulega
hagsmuni, persónulegar væring-
ar, ekki ná alltof miklum tökum á
manni. Auðvitað gera þær það,
slíkt er ekki nema mannlegt. Við
horfðum bara á oddvita vinstri
manna hér síðastliðið vor fara
hamförum. Menn hafa gjarnan
látið út úr sér ýmislegt í hita
leiksins sem þeir hefðu viljað láta
ósagt. Það á ekki síður við um
mig en alla aðra en pólitíkin snýst
um þann hlut að kunna að búa til
málamiðlanir. Málið snýst ekki
um neitt annað. Við erum breið-
ur flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn
og innan okkar raða verður
ágreiningur eins og innan allra
annarra flokka. Það var nákvæm-
lega til þess sem við tókum okkur
leyfi að láta gruggið setjast og
mynda nýjan jarðveg fyrir sam-
komulagi. Ég treysti mér mæta-
vel til að vinna með Bjarna
Grímssyni. Við ætlum að láta all-
ar hástemmdar traustsyfirlýsing-
ar bíða á báða bóga og sjá hvern-
ig okkur tekst til. Við erum sam-
mála um það öll fimm að sjá
hvernig mál þróast. Við erum
ákveðin í því öll, hvert fyrir sig,
að gera okkar besta. Það er
bjargföst ætlun. Við höfum
ákveðið að reyna til þrautar að
ná saman og það er nákvæmlega
engin minnkun í því að fólk taki
saman höndum þó kannski hafi
flogið hnútur um borð,“ sagði
Sigurður Björnsson.