Dagur - 08.01.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 08.01.1992, Blaðsíða 12
heimsendingarþjónusta JO Jl JL alla daga Sun.3aud.aga til fimmtudaga kl. 12.00-82.30 Föstudaga og laugardaga kl. 12.00-04.30 Hádegistilboð alla daga Alxrojru xreiirxn^ali ús Aðgerðir til þess að fyrirbyggja nautakjötsflall: Verðuppbætur á slátraða ung- og alikálfa út þennan mánuð Landbúnaðarráðuneytið hefur að fengnum tillögum frá Stétt- arsambandi bænda og Lands- sambandi kúabænda, heimilað að 25/80 hlutum af sérstöku fóðurgjaldi vegna mjólkur- framleiðslu og 75/80 hlutum af sérstöku fóðurgjaldi vegna nautakjötsframleiðslu verði ráðstafað til að greiða uppbót Norðurland: Flestir íbúar áhvern lögreglumann í Húnaþingi Á Norðurlandi eru flestir íbúar á hvern lögreglumann í Húna- vatnssýslu, eða 802, en fæstir á Siglufirði, eða 303. Þetta kem- ur fram í fylgiskjölum með frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Samkvæmt þessum upplýsing- um eru 62 lögreglumenn á Norðurlandi. Flestir eru þeir á Akureyri og Dalvík, eða 33, í Húnavatnssýslu eru þeir 5, 7 í Skagafjarðarsýslu, 6 á Siglufirði, 2 í Ólafsfirði og 9 í Þingeyjarsýsl- um. Eins og áður segir eru flestir íbúar á hvern lögreglumann í Húnaþingi, en fæstir á Siglufirði. í Skagafjarðarsýslu eru 656 íbúar á hvern lögreglumann, 585 í Ólafsfirði, 555 á Akureyri/Dalvík og 737 í Þingeyjarsýslum. óþh á ungkálfaslátrun til loka janúar, 2.500 pr. kálf, og sér- staka verðuppbót á slátraða alikálfa, 7000 kr. pr. kálf, á sama tíma. Til þessara aðgerða er gripið til að freista þess að fyrirbyggja fyrirsjáanlegt nautakjötsfjall í landinu næsta haust. Slátruðum ungkálfum fækkaði um 1500 á síðasta verðlagsári, miðað við fyrra ár, sem Lands- samband kúabænda áætlar að geti þýtt 250-300 tonna fram- leiðsluaukningu, sem að mestu kæmi fram á verðlagsárinu 1992- 1993. Landssamband kúabænda óttast að komi allt þetta kjöt á markaðinn hafi það í för með sér verðlækkun á haustmánuðum. í ljósi þess var ákveðið að greiða uppbót á slátraða ungkálfa og alikálfa, sem settir voru á á liðnu sumri. Gangi bændur að þessu tilboði má ætla að fjöldi hálfs árs kálfa komi til slátrunar síðar í þessum mánuði. Vegna tilboðs ríkisins um greiðslu fyrir ónýttan rétt er gert ráð fyrir að á bilinu 1000 til 1500 fleiri kýr komi til slátrunar á þessu verðlagsári en ella. Þetta skapar verulegt kýrkjötsfjall, sem menn standa nú frammi fyrir að verði að afsetja með einhverj- um hætti. Meðal annars hefur verið horft til útflutnings í því sambandi og eftir því sem næst verður komist hefur m.a. verið rætt um Mexíkó og lönd Austur- Evrópu. Til þess að af þessu geti orðið þarf til að koma stuðningur ríkisins, en vegna erfiðrar stöðu ríkissjóðs er talið að þar kunni hnífurinn að standa fastur í kúnni. óþh Atvinnuleysi í A-Húnavatnssýslu: ,Ástandiö ekki verra en ég bjóst við“ - segir Valdimar Guðmannsson formaður Verkalýðsfélagsins Mun fleiri einstaklingar skráðu sig atvinnulausa hjá Verkalýðsfélagi Austur- Húnavatnssýslu á nýliðnu ári, en árið 1990. Að sögn Valdi- mars Guðmannssonar, for- manns félagsins, er megin- ástæðan trúlega minnkandi vinna við Blönduvirkjun. í tölum frá verkalýðsfélaginu kemur fram að 349 manns kom- ust á atvinnuleysisskrá á árinu á móti 284 árið 1990. Inni í þess- urn tölum er Verslunarmanna- félagið á Blönduósi. Skráðir atvinnuleysisdagar urðu samtals 5562, en árið á undan voru þeir 5075. Tölurnar sýna að mikið hefur verið um að einstaklingar stöldruöu stutt við á skránni og stemmir það við hin ýntsu verk- lok í Blönduvirkjun, þegar menn hafa skráð sig atvinnu- lausa meðan leitað er nýrrar vinnu. Heildarupphæð atvinnu- leysisbóta er ekki ljós, en þann 1. des. var búið að greiða tæpar níu milljónir króna í bætur. „Ástandið er ekkert verra hjá okkur í dag, en ég bjóst við að það yrði og sennilega hefði ég í haust spáð mikiu verri tölum í þv( sambandi. Óvissan • með hvað framundan er í atvinnu- málunum, er aftur á móti öllu meiri og hvað veröur með rækjuvinnsluna og annað vegur þungt, því engin ný störf hafa bæst við,“ segir Valdimar Guð- mannsson um stöðu mála. SBG Mynd: Golli Þá eru jólin á braut. Utandagskrárumræða um GATT-samningana á Alþingi: „Bændur verða að búa sig undir aukna samkeppni“ - segir Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra Utandagskrárumræða fór fram á Alþingi í gær um GATT- samningana. Jón Helgason, alþingismaður og formaður Búnaðarfélags íslands, lagði fram fyrirspurn til Halldórs Blöndals, landbúnaðarráð- herra, varðandi landbúnaðar- þáttinn í samningunum. Eins og komið hefur fram í fréttum þarf ísland og aðrar aðildarþjóðir GATT að skila inn athugasemdum fyrir 13. janúar nk. við lokasamningsdrög sem Arthur Dunkel, framkvæmda- stjóri GATT, lagði fram í síðasta mánuði. í ítarlegum inngangi sínum að fyrirspurnunum átaldi Jón að ekki hafi verið gerðar athuga- semdir að íslands hálfu áður en Dunkel lagði lokadrögin fram. Jón sagði það mjög mikilvægt að hagsmuna íslendinga væri gætt og eftir sjónarmiðum okkar væri tekið. Meðal fyrirspurna Jóns var hvernig landbúnaðarráðherrann metur stöðu íslensks landbúnað- ar með tilliti til samningsdraga Dunkels. Halldór Blöndal sagði að flestir væru honum sammála um að íslenskur landbúnaður hafi búið við mil'.la vernd síðustu áratugi og notið opinberrar forsjár í of ríkum mæli. „Með síðasta búvörusamningi m.a. var gerð til- raun til að brjótast út úr þeirri sjálfheldu hvað sauðfjárræktina varðar. Síðan hefur hin svokall- aða sjömannanefnd unnið að úttekt á tillögum til hagræðingar í öðrum búgreinum og tekur sú vinna einnig til vinnslustöðva landbúnaðarins. Stefnt er að því að næsti megináfangi þessa verk- efnis liggi fyrir í næsta mánuði," sagði Halldór. Samhliða þess hefur Halldór falið nokkrum sérfræðingum að gera úttekt á rekstrar- og sam- keppnisstöðu garðyrkjubænda og fleiri búgreina og meta stöðu Iandbúnaðarins í ljósi GATT- viðræðnanna. „Mér er engin launung á því að það er nú til baga að þessu verki skuli ekki lokið, en ég legg ríka áherslu á að því ljúki sem fyrst,“ sagði Halldór. Halldór sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með hversu vægi- lega Dunkel tekur á útflutnings- bótum sem ekki væri hægt að skýra öðruvísi en svo að hann hafi viljað koma á móts við Evrópubandalagið þar sem hann taldi að ella færi samningagerðin út um þúfur. „Ég óttast að íslenski landbúnaðurinn sé ekki nægilega vel búinn undir frjálsan innflutning búvara og skírskota til fyrri afstöðu okkar um að við teljum okkur nauðsynlegt enn um hríð að hafa heimildir til að beita innflutningstakmörkunum. Það er alveg ljóst hver sem örlög Dunkelstillögunnar verða að bændur verða að búa sig undir aukna samkeppni á næstu árum. Þetta hafa bændur sjálfir gert sér ljóst eins og meðal annars kom glöggt fram á fundi Stéttarsam- bands bænda sl. haust. Loks er nauðsynlegt að endurskoða búvörusamninginn í nýju ljósi og með öðrum hætti gera sér grein fyrir hvernig markaðshlutdeild landbúnaðarins verður best tryggð eftir þeim leikreglum sem hugsanlegir Gatt-samningar setja," sagði Halldór m.a. á Alþingi í gær. Utandagskrárumræður um GATT-samningadrögin stóðu yfir fram eftir kvöldi og tóku margir þingmenn til máls. bjb Annríki hjá Slökkviliði Akureyrar - sjúkraflutningur við erfiðar aðstæður Sl. mánudag og aðfaranótt þriðjudags voru miklar annir hjá slökkviliðsmönnum á Akureyri. Tvö útköll bárust þar sem viðvörunarkerfi tengd slökkvistöð sýndu eld og fara þurfti í sjúkraflutning fram í Eyjafjarðarsveit sem tók óvenju langan tíma vegna fannfergis. Að sögn Gísla Kristins Lórenz- sonar, slökkviliðsstjóra, kom boð um sjálfvirka aðvörunarkerfið á mánudaginn að eldur væri laus í verksmiðjuhúsi Foldu á Glerár- eyrum. Bílar og menn voru send- ir á staðinn en ekki var um eld að ræða heldur hafði viðvörunar- kerfið farið af stað þar sem iðn- aðarmenn unnu að logskurði á stálbita. „Klukkan 0,01 aðfaranótt þriðjudags barst okkur boð um sjálfvirka kerfið að eldur væri laus í Landsbankanum við Ráð- hústorg. Tveir bílar fóru strax á staðinn og 14 menn væru ræstir út. Er að var komið var ekki um eld að ræða heldur hafði straum- breytir í kjallara bankans brunn- ið yfir. Reykjarsvælu lagði af straumbreytinum upp í afgreiðslu- sal bankans og slökkviliðsmenn þurftu að reykhreinsa hæðina. Því verki var vart lokið er beiðni baíst um sjúkraflutning úr Eyjafjarðarsveit. Sjúkrabíll var sendur af stað. Ferðin gekk vel þrátt fyrir fannfergi. Að vísu tók hún þrjá tíma í stað 45 mínútna, en það kom ekki að sök að ég best veit,“ sagði Gísli Kristinn Lórenzson. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.