Dagur - 08.01.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. janúar 1992 - DAGUR - 7
Það sem árið 1992 ber vonandi ekki í skauti sér:
Heljarvetur og hatrammar deilur
- árið ’92 skoðað tvær aldir aftur í tímann
ísbjarnarhúnn sem felldur var í Haganesvík 1988, en bjarndýr gengu á land hinn harða vetur 1791-92 og vann
unglingspiltur eitt á Norðurlandi.
Völvur fjölmiölanna, spákon-
ur, seiðskrattar og stjörnu-
spekingar hafa fariö hamförum
í upphafi árs og nú ættu flestir
að vita hvað mun gerast á ís-
landi á árinu 1992, gangi spá-
dómarnir eftir. Þrátt fyrir
skiljanlegar skekkjur er þetta
skemmtileg hefð og væntan-
lega er ekki ætlast til að menn
taki spádómana allt of alvar-
Iega. Framtíðin verður að vera
hæfilega óljós til að gera lífið
spennandi. En við ætlum ekki
að rýna í ókomna atburði hér
heldur liðna og hoppa yfir heil-
ar aldir.
Arið 1992 er runnið upp og
spurningin er hvort það verði
eitthvað svipað og 1892 eða jafn-
vel 1792. Vonandi ekki. Lítum á
hvernig ’92 hefur komið út síð-
ustu tvær aldirnar.
Þegar flett er upp í ritinu Öld-
inni átjándu og staðnæmst við
árið 1792 blasa við fyrirsagnir er
greina frá mislingum, hafís, hor-
felli, sjóðþurrð og öðrum ótíð-
indum. Við skulum vona að slíkir
atburðir gangi ekki aftur á árinu
1992.
Mislingar lögðu menn að velli
sunnan lands og vestan. Stefán
Þórarinsson, amtmaður á
Möðruvöllum, brást skjótt við og
hugðist hefta útbreiðslu veikinn-
ar með aðferðum sem voru nýjar
og umdeildar hér á landi. Stefán
lagði bann við því að vermenn
sem færu suður kæmu aftur ef
þeir hefðu sýkst af mislingum
nema þeir hefðu verið heilbrigðir
í sex vikur. Einnig fyrirskipaði
hann að fatnað manna sem sýkst
höfðu mætti ekki flytja norður og
hann fór þess á leit við stiftamt-
mann að hann bannaði fólki í
sýktum héruðum sunnan lands og
vestan allar norðurferðir fyrst um
sinn.
Hafís og horfellir
íslendingar þurfa ekki að kvarta
yfir árferðinu núna og tala frekar
um kvótaskerðingu, kaupmáttar-
rýrnun og hávaxtastefnu. En vet-
urinn var harður árið 1792 eins
og sjá má af þessari frétt sem
birtist undir fyrirsögninni „Helj-
arvetur - hafís - horfellir“:
„Enn hefur verið hinn mesti
harðindavetur, einkum norðan
lands og vestan, og búpeningur
horfallið í hrönnum víða um
land. A Austfjörðum hafa menn
sums staðar misst um helming
búfénaðarins. Er nú mjög þröngt
í búi hjá mörgum, svo að heldur
við manndauða. Hafís kom að
Norðurlandi um áramót, og fyrir
Austurlandi var hroði allt suður
að Horni. Fyrir Vestfjörðum var
mikill ís og barst lengra inn á
Isafjarðardjúp en menn vita
dæmi um. Hér og þar gengu
bjarndýr á land, og vann
unglingspiltur eitt á Norðurlandi,
og húns varð vart á Sléttu við
Jökulfjörðu.
Frostharka var einnig mikil í
vetur, og voru lagnaðarísar á
fjörðum langt um venju fram.
Má nokkuð marka ísalögin af
því, að bátar frá bæjum við inn-
firði í Djúpi voru settir á ísum
eina, tvær og þrjár mílur um
sumarmál, áður en þeim yrði
komið á auðan sjó.
Sums staðar hefur verið hið
mesta fiskileysi, svo sem á
Mýrum, þar sem menn urðu að
slátra kúm sér til bjargar í vor og
jafnvel sauðfénaði nú í júnímán-
uði.“ (Öldin átjánda bls. 206).
Hallærishjálpin drukkin lit
Af öðrum tíðindum á þessu herr-
ans ári má nefna að Ólafur
Stefánsson, stiftamtmaður, lét
fara fram rannsókn á fjárreiðum
Skúla fógeta. Hann sagði Skúla
ófæran um að gegna störfum sín-
um vegna elliglapa og taldi að um
1400 dali vantaði í sjóðinn hjá
honum. Skúli lét af störfum síðar
þetta ár.
Saltvinnslu á Reykjanesi var
hætt, miklir mannskaðar urðu á
sjó og sérstaklega við Grindavík
þar sem tvö skip fórust með 26
mönnum. Og undir fyrirsögninni
„Hallærishjálpin drukkin út“
birtist þessi frétt:
„í tilefni af skýrslu stiftamt-
manns til stjórnarinnar síðastlið-
ið sumar voru sendir hingað með
póstskipinu, sem kom seinast í
þessum mánuði, tvö þúsund
ríkisdalir, bæði í kornvörum og
peningum, til úthlutunar meðal
þeirra, sem bágstaddastir voru.
Fé þetta var af gjöfum þeim, sem
síðast var safnað íslandi til handa
í báðum ríkjunum. Samkvæmt
skrám þeim um fátækasta fólkið,
sem fylgdu þessu, koma nálega
fimm mörk á hvern mann af
gjafafénu. Þannig fær sex manna
fjölskylda aðeins andvirði einnar
korntunnu . . .
Það var ekki sársaukalaust að
sjá suma þá menn, er hlotið
höfðu skerf af þessu gjafakorni,
liggja dauðadrukkna, þar sem
þeir voru komnir, daginn sem
úthlutunin fór fram. Hinir voru
þó fleiri, sem jafnvel með tárin í
augunum þökkuðu hinum
ókenndu gjöfurum, einkum þó
konunginum, sem þeir héldu, að
frétt hefði um eymd þeirra og
sent þeim þessa gjöf. “ (Öldin
átjánda bls. 211).
Skúlamál og skelfilegir
reimleikar
Látum þetta nægja um árið 1792
en einni öld síðar, árið 1892, er
ekkert minnst á harðindi, ísbirni
og mislinga, en þeim mun meira
talað um skelfilega reimleika og
Skúlamálið þjóðkunna.
í upphafi árs var Reykjavík
stærsti kaupstaður landsins með
tæplega 4000 íbúa. ísafjörður
kom næstur með yfir 800 íbúa en
Akureyri var þriðji stærsti kaup-
staðurinn með ríflega 600 íbúa.
Árið 1892 er í Öldinni sem leið
Sauðárkrókur/Akureyri:
TónleikumMartins
Berkofsky frestað
Tónleikum Martins Berkofsky,
píanóleikara, sem vera áttu á
Sauðárkróki í kvöld, miðviku-
dagskvöld, og annað kvöld,
fimmtudagskvöld, á Akureyri,
hefur verið aflýst vegna veikinda
listamannsins. Hann leggur hins
vegar ekki alveg árar í bát og
mun spila þessa tónleika á Sauð-
árkróki fimmutudaginn 16.
janúar og Akureyri föstudaginn
17. janúar.
einkum helgað reimleikum og
Skúlamálinu. Vermenn á Stokks-
eyri þurftu að flýja búðir sínar
vegna reimleika. „Feikilegur
þungi leggst á menn, þeir blána í
framan, froðufella og liggur við
köfnun,“ segir í Öldinni og er
mikið mál gert úr reimleikunum.
Þetta ár vék Magnús Stephen-
sen, landshöfðingi, Skúla sýslu-
manni Thoroddsen úr embætti og
var rannsóknardómari settur til
að rannsaka allan embættisrekst-
ur hans. Margir töldu þetta vera
pólitískar ofsóknir og inn í málið
blandaðist mannslát og síðar
uppþot á ísafirði er grímuklæddir
menn gerðu aðsúg að Lárusi
Bjarnasyni, er hann hugðist
stinga Skúla í tugthús.
Deilur þessar héldu áfram árið
eftir og verður ekki farið nánar út
í þær hér, enda oft búið að rifja
Skúlamálið upp.
Hvað þessi tíðindi frá árunum
1792 og 1892 koma nýbyrjuðu ári
við er ekki gott að segja, enda
eru þau rifjuð upp til gamans en
ekki með afturgengna forspá í
huga. SS
Menn urðu að slátra kúm sér til bjargar en sumir notuðu tækifæriö og duttu
rækilega í það þegar hallærishjálpin barst.
Viltu lœra
að dansa?
Erum að hefja 10 tíma dansnámskeið.
Kennsla hefst 18. janúar.
Kennsla í barnadönsum, yngst 3 ára,
gömlu dansar, sambadansar, hip hopp,
rokk og tjútt.
Allar nánari uppl. f síma 26624 frá kl. 13-18.
Sigurbjörg D.S.Í.
WS*
DANSSKOU
SMu