Dagur - 15.02.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 15. febrúar 1992
Fréttir
Sýslumannsembætti á Norðurlandi vestra:
Minni löggæsla vegna bandormsins?
Draga úr yfírvinnu. Minnka
löggæslu. Ráða cngan i stað
þeirra sem hætta. Þetta eru
m.a. þær leiðir sem sýslu-
mannsembættin á Blönduósi,
Sauðárkróki og Siglufírði ætla
að fara til að mæta bandorms-
niðurskurði á fjárlagafrum-
varpi þessa árs.
Samkvæmt frumvarpi til fjár-
laga fyrir árið 1992 átti sýslu-
mannsembættið á Siglufirði að fá
32,7 milljónir króna til almenns
reksturs, sem skiptist í 14,8 millj-
ónir í yfirstjórn og 17,9 milljónir
í löggæslu. Eftir niðurskurðinn er
framlagið samtals 30,9 milljónir
króna og löggæslan komin niður í
16,9 milljónir. Á fjárlögum ársins
1991 fékk embættið 30,2 milljón-
ir króna.
„Pessu verður mætt með niður-
skurði á yfirvinnu og í mínum
augum þýðir þetta ekkert annað
en minni löggæslu, því við hér
höfum ekki verið að bruðla með
neitt,“ segir Gunnar Guðmunds-
son, yfirlögregluþjónn á Siglu-
firði.
Erlingur Ólafsson, sýslumaður
á Siglufirði, tók í sama streng og
Gunnar og sagði að þessu yrði
mætt með því að draga úr yfir-
vinnu hjá embættinu.
Færrí kostnaðaríiðir
„Þetta er nú þessi flati niður-
skurður og við munum reyna að
spara þetta með minni yfirvinnu
og sennilega verður ekki ráðið í
öll störf,“ segir Halldór Jónsson,
sýslumaður á Sauðárkróki.
Fjárlagafrumvarpið hljóðaði
upp á 51,8 milljón króna til
embættisins á Sauðárkróki, en
eftir niðurskurð er framlagið 48,9
milljónir. Skiptingin er þannig að
yfirstjórn á að fá 22,4 milljónir
króna, löggæsla 24,4 milljónir,
hreppstjórar 1,2 milljónir og toll-
gæsla 900 þús. Á fjárlögum ársins
1991 fékk embættið 46,5 milljón-
ir króna.
Björn Mikaelsson, yfirlög-
regluþjónn á Sauðárkróki, segir
að niðurskurðurinn sé ekki meiri
en það að hægt verði að halda í
horfinu, enda hafi ýmsir kostnað-
arliðir verið á síðasta ári sem
ekki þarf að reikna með í ár eins
og forsetaheimsókn og alþingis-
kosningar. Hann segir niður-
skurðinn samt þýða að eftirlit í
Skagafirði verði ekki aukið frá
því sem er, enda verði ekki kall-
aðir til menn á aukavaktir nema
nauðsyn krefji fram til vors.
Hagræða meira
Sýslumannsembættið á Blöndu-
ósi átti að fá 48,4 milljónir króna
samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Eftir niðurskurð er heildarupp-
hæðin aftur á móti 46 milljónir
sem skiptast þannig: yfirstjórn
21,6 milljón, löggæsla 23 milljón-
ir og hreppstjórar 1,4 milljónir.
Embættið fékk 43,4 milljónir á
fjárlögum ársins 1991.
Jón ísberg, sýslumaður Hún-
vetninga, segir að ekki sé búið að
ákveða hvernig niðurskurðinum
verður mætt, en einhverju verði
reynt að hagræða þó búið sé að
gera töluvert af slíku á undan-
förnum árum.
Kristján Þorbjörnsson, yfirlög-
regluþjónn á Blönduósi, segir að
þeir séu ekki farnir að skoða
niðurskurðinn nákvæmlega, en ef
til komi verði eftirlit með hrað-
akstri trúlega það sem fyrst verði
minnkað.
Það skal tekið fram að inn í öll-
um framangreindum heildarupp-
hæðum á fjárlögum eru sértekjur
sem embættin afla og koma þær
til frádráttar. Þessar sértekjur
eru á fjárlögum ársins 1992 áætl-
aðar 1,7 milljón króna á Blöndu-
ósi, 500 þús. á Sauðárkróki og
300 þús. á Siglufirði. SBG
Heilsuhraustir, bamlausir fjár-
magnseigendur hafa það ágætt
- „menn eru að missa þolinmæðina,“ segir Ögmundur Jónasson
„Kjarasamningar á þessum
grundvelli verða ekki,“ voru
iokaorð Ogmundar Jónasson-
ar i framsögu hans á fundi
BSRB á Húsavík síðdegis á
fímmtudag. Fundurinn var
fjölmennur, þrátt fyrir breytt-
an fundartíma, en hann átti að
vera kvöldið áður, þá gat
Ogmundur ekki mætt þar sem
ekki var flugveður til Húsavík-
ur.
Ögmundur kom víða við í
ræðu sinni. Hann fjallaði um
vaxtamálin, talaði um 200 millj-
arða skuld heimilanna í landinu
og taldi framkomið samningaboð
þýða stórfellda kjaraskerðingu.
Hann sagði að sér fyndist skorta í
umræðuna um aðgerðir stjórn-
valda, samhengið milli sparnað-
araðgerða og hugsanlegra
útgjalda, og nefndi sem dæmi að
ef 600 starfsmönnum í BSRB
yrði sagt upp þyrfti að greiða
þeim atvinnuleysisbætur að upp-
hæð rúmlega 300 milljónir.
„Hvers vegna í ósköpunum þora
þeir ekki að skattleggja fólk fyrr
en það verður veikt?“ spurði
Ögmundur og taldi að heilsu-
hraustir fjármagnseigendur sem
hefðu ekki fyrir börnum að sjá
gætu haft það ágætt á íslandi.
Ögmundur velti upp spurning-
unni hvort eitthvað annað gæti
vakað fyrir stjórnvöldum með
aðgerðum sínum, en haldið væri
fram opinberlega. Hann sagði að
ekki væri hægt að alhæfa um
ríkisstjórnina í þessu sambandi
en taldi að aðilar innan hennar
stefndu markvisst að kerfisbreyt-
ingum. „Ráðherrarnir eru að
verða viðskila við þjóðina,“ sagði
hann.
Um kjarasamningana sagði
Ögmundur að forsvarsmenn
BSRB hefðu viljað beita fortöl-
um og rökum til að koma vitinu
fyrir menn. Að vísu yrði kjara-
rýrnun ekki mikil á biðtímanum
meðan verðbólga væri eins lág og
raun bæri vitni. „En menn eru að
missa þolinmæðina,“ sagði
Ögmundur. IM
Húsavík:
Kaupfélag
Þingeyinga
110 ára
20. febrúar
Elsta kaupfélag landsins,
Kaupfélag Þingeyinga verð-
ur 110 ára 20. febrúar nk.
„Það verða engin stórhátíð-
arhöld í tilefni dagsins,“
sagði Hreiðar Karlsson,
kaupfélagsstjóri, og vildi
meina að I sjálfu sér væri
kaupfélagið alltaf síungt,
allavega vildu menn lifa í
þeirri trú og vinna að því
markmiði. Hann sagði að
kaupfélagið væri þó með
allra elstu félögum á land-
inu, en í raun þætti mönnum
fátt um stórafmæli að 100
ára afmælinu loknu.
Starfsmannafélag KÞ mun
halda árlega árshátíð sína sem
næst afmælinu, samkvæmt
venju, og verður hún að þessu
sinni haldin 22. febrúar.
Hreiðar sagði að þó kaupfé-
lagsmönnum fyndist hér ekki
um stórafmæli að ræða þá yrði
félagsmönnum, viskiptavinum
og fólki á svæðinu gerður ein-
hver dagamunur á afmælisár-
inu. Hann var ekki tilbúinn til
að skýra frá hvað þar væri um
að ræða.
Hreiðar sagði að mjög vel
hefði mælst fyrir hjá viðskipta-
vinum þær breytingar sem
gerðar voru í Matbæ um miðj-
an janúar, en þá var sett upp
afgreiðslukerfi sem miðað er
við strikamerkingar á vörum.
1M
99
Þórshafnarhreppur:
Ætlum ekki að veifa neinum hmfsblöðum“
- segir Reinhard Reynisson, sveitarstjóri
Á skrifstofu Þórshafnarhrepps
hittu blaðamenn Dags fyrir
Reinhard Reynisson, sveitar-
stjóra, kvefaðan og á kafí í
fjárhagsáætlun, sem væntan-
lega er búið að samþykkja þeg-
ar þetta birtist. Við spurðum
Reinhard um það helsta sem
væri framundan hjá hreppnum
á árinu.
„Við þurfum að halda aftur af
okkur í framkvæmdum vegna
þess hve hreppurinn er skuldsett-
ur og nýjar álögur hafa bæst við.
Bandormurinn kostar okkur alls
um 2 milljónir króna og er löggu-
skatturinn um helmingur af þeirri
upphæð. Þá þarf hreppurinn að
leggja fram viðbótarframlag upp
á 3V5% til byggingar félagslegra
íbúða.
Þrátt fyrir þetta er ekki þar
með sagt að það sé bara doði og
eymd framundan. Við ætlum að
beita hæfilegri aðhaldsstefnu en
ekki að veifa neinum hnífsblöð-
um og reyna að skera sem minnst
niður. Við munum halda áfram í
gatnagerð. Þar var gert stórátak á
síðasta ári og götur lagðar
bundnar slitlagi. Nú þarf að
ganga frá þeim, setja kantsteina
og fleira,“ sagði Reinhard.
Menn ragir við að kaupa
nýtt húsnæði
Við komum næst inn á húsnæðis-
málin og um þau sagði sveitar-
stjórinn:
„Núna erum við með parhús í
byggingu. Þetta eru tvær kaup-
leiguíbúðir sem við fengum fram-
kvæmdalán fyrir á síðasta ári.
Húsið er fokhelt og verða íbúð-
irnar afhentar 15. desember.
Við sóttum um lán til að
byggja tvær almennar og tvær
félagslegar kaupleiguíbúðir á
þessu ári. Það hefur verið skortur
á húsnæði til leigu á Þórshöfn og
einnig á kaupleiguíbúðum.
Það hefur gætt tregðu hjá fólki
hér að byggja á frjálsum mark-
aði. Töluverð hreyfing hefur ver-
ið á eldra húsnæði en fólk er
ragara við að kaupa nýtt, nema
þá í félagslega kerfinu. í sjálfu
sér er það ekkert skrítið. Ef
menn byggja sér hús og búa
kannski í því í fjögur ár og flytja
síðan burt þá þurfa þeir að af-
skrifa 30-40% af verðinu þegar
þeir selja," sagði Reinhard.
- Hvernig hefur atvinnuástand-
ið veiið á Þórshöfn?
„Þegar á heildina er litið hefur
það verið gott síðustu árin. Það
kom reyndar dálítið gat í
nóvember síðastliðnum þegar
síldin brást, en í það heila verður
það að teljast gott.“
Ákveðin pólitík í
áhafnaráðningum
- Byggist ekki afkoma fólks hér
fyrst og fremst á sjávarútvegi?
„Jú, Hraðfrystistöð Þórshafnar
er undirstaðan og flestir þorps-
búar byggja afkomu sína á þessu
Reinhard Rcynissun, sveitarstjóri
Þórshafnarhrepps.
fyrirtæki. Hraðfrystistöðin og
Utgerðarfélagið sameinuðust um
áramótin þannig að útgerð Stak-
fells og öll vinnsla er komin á
sömu hendi. Ég tel að þetta sé
mikill styrkur fyrir byggðarlag-
ið.“
- Nú hefur íbúum hér fjölgað
vel umfram landsmeðaltal, hlut-
fallslega séð. Hver er ástæðan
fyrir þessari þróun?
„íbúaþróunina síðastliðin tvö
ár má skýra með því að rekstur
Hraðfrystistöðvarinnar og þar
með loðnuverksmiðjunnar hefur
verið að styrkjast og einnig má
benda á ákveðna pólitík sem við
höfum rekið í áhafnaráðningum.
Við viljum að þeir sem eru ráðnir
á togarann eigi lögheimili hér.
Þessi pólitík er tvímælalaust til
þess fallin að styrkja hreppinn
enn frekar.
Okkur hefur á þessum tveimur
árum tekist að vinna upp fólks-
fækkunina sem varð hér og erum
komin upp fyrir hámarkið frá
1972. Það er mjög gott að halda
þeim fjölda en ég er ansi hræddur
um að mörg hliðstæð eða minni
sveitarfélög geti það ekki.“
Dvalarheimilið stækkað
Reinhard nefndi ýmislegt fleira
sem væri á döfinni á vegum sveit-
arfélagsins og hins opinbera og
talaði sérstaklega um dvalar-
heimili aldraðra.
„Við sjáum fram á að geta
stækkað dvalarheimilið þegar við
fáum lækni. Heimilið er starfrækt
í gömlu heilsugæslustöðinni og ef
ríkið kaupir hér læknisbústað,
eins og allt bendir til, þá getum
við einnig tekið efri hæð hússins
undir dvalarheimilið. Það þýðir
stækkun um helming sem er mjög
gott mál, enda er kominn tölu-
verður biðlisti af fólki sem vill
fara inn á dvalarheimilið,“ sagði
Reinhard.
Annars sagði hann að lífið
gengi bara sinn vanagang á Þórs-
höfn og menn væru ágætlega
bjartsýnir, enda engin ástæða til
annars. Miklar vonir eru bundnar
við kaup Hraðfrystihússins á
kvóta Hörpunnar af Eskfirðingi
°g telja menn að þau kaup, ef
þau verða samþykkt, muni renna
styrkari stoðum en ella undir
atvinnulífið á staðnum. SS
Þórshafnarbúar fá að kynnast hóflegri aðhaldsstefnu á þessu ári en sveitar-
stjórinn vill ekki veifa niðurskurðarhnífnum. Myndir: Golli