Dagur


Dagur - 15.02.1992, Qupperneq 7

Dagur - 15.02.1992, Qupperneq 7
Laugardagur 15. febrúar 1992 - DAGUR - 7 Fréttir Ráðunautafundi Búnaðarfélags íslands og RALA lauk í gær: Vaxandi kröfur verða gerðar til bænda á næstu árum - munu leiða af sér þörf á auknu leiðbeiningastarfi Staða landbúnaðar og dreifbýl- is í Ijósi nýrra viðhorfa var megin viðfangsefni ráðunauta- fundar Búnaðarfélags Islands og Rannsóknastofnunar land- búnaðarins, sem lauk í Reykja- vík í gær. Á fundinum voru flutt fjölmörg erindi er snerta landbúnaðinn á komandi tímum. Þótt víða væri borið niður í erindum manna voru þau mál er snerta leiðbeininga- þjónustuna; hvernig afla beri þeirrar vitneskju sem nauðsyn- leg er og á hvern hátt megi koma henni á framfæri við bændur, í brennidepli. Á fundinum kom glöggt fram að hin nýju viðhorf sem nú blasa við landbúnaðinum eru einkum af þrennum toga. í fyrsta lagi tek- ur nýr búvörusamningur gildi á þessu ári og með honum minnka afskipti hins opinbera af land- búnaði. f>ví reynir meira á hvern bónda og bændur í heild að standa sig betur en áður. í öðru lagi er ljóst að ef samningar nást innan GATT-tollabandalagsins munu þeir hafa umtalsverð áhrif á aðstæður bænda þótt margt sé óljóst um á hvaða hátt það niuni verða. Víst er þó að með GATT- samningunum verður sú innflutn- ingvernd sem landbúnaðurinn hefur búið við að einhverju leyti rofin. í þriðja lagi mun sam- komulag um Evrópska efnahags- svæðið, ef af verður, hafa einhver áhrif á íslenskan landbúnað þótt ekki sé gert ráð fyrir eins miklum breytingum af þess völdum og GATT-samkomulaginu. í ljósi þessara aðstæðna hafa leiðbein- endur í landbúnaði nú sest niður og fjallað um á hvern hátt brugð- ist verði við hinum nýjum við- horfum og á hvern hátt leiðbein- ingaþjónustan geti orðið bænd- um að liði við óumflýjanlega aðlögun að nýjum aðstæðum. Leita verður eftir hver þörfin fyrir ieiðbeiningar er og koma þeim síðan til bænda I erindi á ráðunautafundinum benti Guðmundur Lárusson, for- maður Landssambands kúa- bænda, meðal annars á að vegna hinna breyttu aðstæðna þurfi stærstur hluti bænda á utanað- komandi aðstoð að halda til þess að endurskipuleggja rekstur sinn. Hann benti á að bændur hefðu búið við mikla vernd og væru því vanbúnir til þess að takast á við nýtt og krefjandi umhverfi, sem muni meðai annars mótast af samkeppni við innfluttar land- búnaðarafurðir. Guðmundur sagði að Landsamband kúa- bænda hefði fjallað nokkuð um skipulag leiðbeininga fyrir kúa- bændur. Samtökin legðu í fyrsta lagi áherslu á almennar leiðbein- ingar sem bændur gætu nýtt sér, hver eftir bestu getu. í öðru lagi verði leiðbeiningaþjónustan að höfða til einstakra bænda, sem sérstaklega sækist eftir ákveðn- um upplýsingum og leiðbeining- um. I því sambandi nefndi Guð- mundur hey- og jarðvegssýna- töku auk áburðartilrauna til að leggja grunn að áburðarnotkun. Þá ræddi hann um ýtarlega fjár- hagsúttekt og að finna verði þær leiðir sem gefi viðkomandi bónda mesta framlegð. Hann sagði að vitneskja um leiðbeiningaþörf bænda verið ekki aflað nema að leitað verði eftir henni með skipulögðum hætti og bætti síðan við að inarkaðssetja verði þá þjónustu sem í boði verði. Með öðrum orðum að leiðbeininga- þjónustan sjálf verði að fara út á milli bænda og bjóða þeim þjón- ustu sína. Vaxandi kröfur verða gerðar til bænda á næstunni sem krefjast munu aukinnar menntunar og starfsreynslu í skýrslu nefndar sem fjallaði unt skipan leiðbeiningaþjónustunnar í landbúnaði er meðal annars bent á að leggja verði áherslu á að verkefni til leiðbeininga verði skýrt skilgreind og unnið að þeint á slíkum grundvelli. Áhersla verði lögð á að færa þjónustuna nær bændum en nú er og verði þjónustan í héraði efld á kostnað þeirrar þjónustu sem veitt er á landsvísu. í ályktuninni er bent á að við þær breytingar sem nú eiga Átaksverkefni í Mývatnssveit: Sex verkeftiahópar starfandi Frímann Guðmundsson hóf störf sem verkefnisstjóri Átaksverkefnis Mývatnssveit- ar í atvinnumálum 1. nóv. sl. Um tímabundið verkefni er að ræða til tveggja ára og er það að hálfu kostað af Byggða- stofnun, einum fjórða af sveit- arfélaginu og einum fjórða af fyrirtækjum og einstaklingum í sveitinni. Árstíðabundið atvinnuleysi er og hefur verið í Mývatnssveit á veturna, aðal- lega hjá konum. Nú er atvinnuleysið 7,3%. Átaksverkefnið gekkst fyrir leitarráðstefnu um atvinnutæki- færi í byrjun nóvember og tóku um 40 manns þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnan tókst ágætlega, að sögn Frímanns, og þar voru stofnaðir sex vinnuhópar til nán- ari athugunar á jafnmörgum hug- myndum er fram kontu. Þær eru um; að athuga með afurðasölu- fyrirtæki, samstarf um land- græðslu, uppsetningu minjasafns, lengingu ferðamannatímans, undirbúning náttúrunnar fyrir ágang á ferðamannatíma, og fjöl- nota hús þar sem fólk gæti starfað að því er hug og hönd lysti. „Leitarráðstefna fer þannig fram að fyrst er rætt um fortíð og nútíð, hvernig staðan er í atvinnumálum og hvað muni ske ef ekkert verði að gert. Menn ræða hvernig þeir vilja að fram- tíðin verði og fara síðan á nokk- urskonar hugarflug og koma upp með ýmsar hugmyndir. Þátttak- endur velja sér það svið sem þeir hafa mestan áhuga á, hugmyndir eru ræddar og síðan velur fólk sér afmarkaðra verkefni. Meiningin er að sá hópur sem var um þetta ákveðna verkefni, vinni áfram við það og komi því í framkvæmd. Á þessum dögum eru hóparnir að byrja að koma saman og skipuleggja sig,“ sagði Frímann aðspurður um fram- kvæmd leitarráðstefnunnar. Frímann sagði að þessi verk- efni gætu verið atvinnuskapandi þó menn sæju það ekki í fljótu bragði. Afurðasölufyrirtæki væri atvinnuskapandi ef það kæmist á fót. Hugmyndin væri að koma skipulagi á landgræðsluna, og bændur gætu starfað við sáningu eða áburðardreifingu upp á öræf- um. Hugsanlegt væri einnig að framleiða plöntur við jarðhita- svæði í Mývatnssveit. Við minja- safn væri kannski ekki nema um hlutastarf að ræða, en helst þyrfti að byggja yfir safnið. Ferðir utan annatíma mundu nýta í lengri tíma þá þjónustu sem til staðar væri á svæðinu. Að undibúa nátt- úruna gæti meðal annars falist í því að byggja göngustíga úr var- anlegu efni. Verkefnið um fjöl- nota hús er ekki vel skilgreint en þar eru ef til vill mestu og fjöl- breytilegustu möguleikarnir. Talsverður áhugi var fyrir leit- arráðstefnunni en Frímann sagði að einnig væri unnið að fleiri verkefnum. „Það er ekki komið svo langt," sagði hann aðspurður um hvort átaksverkefnið hefði skilað þeim árangi að ný atvinnu- tækifæri hefðu skapast, en Frí- mann var vongóður með að þess yrði ekki langt að bíða. IM Árstíðabundið atvinnuleysi er og hefur verið í Mývatnssveit á veturna, aðal- lega hjá konum. sér stað í íslenskum landbúnaði gegni rannsóknir og leiðbeining- ar lykilhlutverki og stuðningur hins opinbera við umsköpun í landbúnaði hljóti að beinast að þeim þætti að verulegu leyti. Bent er á að á næstu árum verði gerðar vaxandi kröfur til íslensks landbúnaðar og bændastéttarinn- ar sem leiða muni af sér auknar og skýrari kröfur um menntun og starfsreynslu þeirra sem að land- búnaði starfa. Hugarfarsbreyting verður að koma til varðandi nýsköpun Vegna samdráttar í hinum hefð- bundnu greinunt landbúnaðar hefur að undanförnu verið leitað leiða til nýsköpunar í atvinnu- málum í sveitum. Á fundi ráðu- nauta Búnaðarfélagsins og RALA flutti Arnaldur Bjarna- son, atvinnumálafulltrúi Stéttar- sambands bænda, erindi um þau mál. í niðurlagi sínu sagði Arn- aldur meðal annars að hugarfars- breyting þurfi að koma til. Stuðla verði að untræðu og upplýsingum um atvinnulíf í sveitum. Vekja þurfi athygli á jákvæðri viðleitni og framtaki sem skilað hefur árangri í strjálbýli. Efla þurfi samstarf fólks í strjálbýli inn- byrðis um atvinnumálefni þess og þá ntörgu þætti sem þar skipta máli. Einnig þurfi að leggja áherslu á samstarf við aðra aðila sem að atvinnuþróun vinna. Þá þurfi bændasamtökin að leggja enn frekar áherslu á hvers konar ráðgjöf sem miði að betri afkomu bændafólks og nýtist ekki síst á sviði nýsköpunar. Um þann þátt verði leiðbeiningaþjónustan að geta veitt ráðgjöf. Þá verði síðast en ekki síst að vekja athygli á ntikilvægi fræðslu- og upplýsinga- öflunar og hvetja til fræðslustarfs í sveitum eftir því sem aðstæður leyfa og upplýsa þurfi vel um það fræðsluframboð sem í boði sé. Huga verði að hlutverki bænda- skólanna í þessu sambandi ásamt skipulagi og skyldum búnaðar- sambandanna við þennan þátt í framþróun í sveitum. Flestir vita hvaða upplýsingaþörf brennur á bændum en enginn hefur skilgreint hana til fulls Halldór Þorgeirsson, hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, fjallaði í erindi um upplýsinga- þörf starfandi bænda og lagði áherslu á að efla verði vitneskju um á hverju bændur byggi upp- lýsingar sínar. Hann benti á að flestir viti hvaða vandamál brenni á bændum en enginn hafi getað skilgreint upplýsingaþörf þeirra til fulls. Þá þurfi að fást vitneskja urn á hvern hátt upplýsingar nýtist, bæði við ákvarðanatöku bænda sjálfra og einnig við ákvarðanatöku stofnana og fyrir- tækja. Halldór ræddi einnig um sðli rannsókna og hvaða upplýs- ingar þær gæfu af sér sem nota- gildi fyrir bændur. Lagasetning um leiðbein- ingaþjónustuna nauðsynleg - meðal annars til að kveða á um hlut hins opinbera í fjármögnun hennar í áliti nefndar sem skipuð var fyr- ir fimm árum af þáverandi land- búnaðarráðherra til að fjalla um málefni leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði og unnið hefur á milli Búnaðarþinga síðastliðin ár kem- ur meðal annars fram að hér á landi sé ekki nein heildarlöggjöf um þessa starfsemi eins og finna má í nágrannalöndum okkar. Nefndin hefur bent á hvort ekki beri að huga að slíkri löggjöf sem kveði á um stjórn og framkvæmd leiðbeiningaþjónustunnar. í slíkri löggjöf yrði einnig kveðið á um hlut hins opinbera í fjár- mögnun leiðbeiningastarfsins og gerð grein fyrir til hvaða starf- semi þjónusta þess eigi að ná. Þá hefur nefndin einnig bent á að innan slíkra laga yrði kveðið á um réttindi og skyldur þeirra sem að leiðbeiningastarfinu vinna og eðlilegast sé einnig að þar verði almenn ákvæði um réttindi og hugsanlegar skyldur þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta. ÞI OLFBÆR vetrargolfæfingar ►pÚttVÖllur kr. 300 klst. ^Chip höunker - sandur 'ÁÆí'inganet ►verslun ►Hópkennsla ^Einkakennsla ►videokennsla ►Áhöld til staöar H leitt á könnunni Dag- og mánaðarkort á mjög góðu verði Aörar upplýsingar og skrdning í kennslu í síma 23846 Opið mánud.-föstud. frá kl. 11.00-23.00 laugard. og sunnud. frá kl. 9.00-18.00 Komdu og prófadu - golfer feikna gaman n t/L S m 60LFBAR Furuvöllum 3 • Sími 33846

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.