Dagur - 15.02.1992, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Laugardagur 15. febrúar 1992
Laugardagur 15. febrúar 1992 - DAGUR - 11
Halla Lovísa Loftsdóttir, heimilisfræðikennari frá Álftanesi í Aðaldal,
brá sér í ferðalag svo til í svartasta skammdeginu, og leið hennar lá á þær
slóðir sem hugir svo margra hafa hvarflað til í vetur - til Rússlands. Halla
Lovísa er félagi í Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og nágrennis og erindi
hennar i austurveg var að vera viðstödd stofnfundi tveggja fyrstu
Soroptimistaklúbbanna austan járntjalds. Fyrsti klúbburinn var stofn-
settur í Moskvu, annar í St. Pétursborg. Halla er mætt í helgarviðtal, þar
sem gengið er út frá því að eflaust fýsi marga að heyra hvað bar fyrir
augu hennar og eyru á ferðalaginu, því segja má að spurning vetrarins sé:
Hvað er að gerast I Rússlandi?
En byrjum á byrjuninni: Hver voru til-
drögin að þessu ferðalagi Höllu og hvaða
samtök er hér um að ræða?
Soroptimistasamtökin eru starfandi víða
um heim. Nafn samtakanna er komið úr
latínu og hefur verið þýtt sem: Systur sem
vinna að því besta, eða Bjartsýnissystur.
Þátttaka í klúbbunum er boðin og hún er
starfsgreind á sama hátt og í Rotaryklúbb-
um, en það var sami maður sem var frum-
kvöðull að stofnun fyrstu klúbba beggja
samtakanna.
Markmið soroptimista eru:
Að gera háar kröfur til siðgæðis á sviði
viðskipta, starfa og annarra þátta mannlífs-
ins.
Að vinna að mannréttindum og einkum
að því að auka réttindi kvenna.
Að efla vináttu og einingu meðal Soropt-
imista alira landa.
Að auka hjálpsemi og skilning meðal
manna.
Að stuðla að auknum skiningi og vináttu
á alþjóðavettvangi.
Verkefnastjórar á sex verkefnasviðum
sem unnið er samkvæmt, eru kjörnir í hverj-
um klúbbi, hjá hverju landssambandi, hverju
þjóðasambandi og á vegum alþjóðasam-
bandsins. Verkefnasviðin eru: Efnahagsleg
og félagsleg þróun, mennta- og menning-
armál, umhverfismál, heilbrigðismál,
alþjóðleg vinátta og skilningur, og mann-
réttindi og staða konunnar en á því sviði er
Halla verkefnastjóri í Soroptimistaklúbbi
Húsavíkur og nágrennis.
Kærulaus, forvitin og ferðasjúk
„Við systurnar í Húsavíkurklúbbnum feng-
um í haust boð um að við værum velkomnar
að mæta á stofnfundi tveggja fyrstu klúbb-
anna í Rússlandi, en slíkt boð hefur vænt-
anlega verið sent öllum starfandi Soroptim-
istaklúbbum. Þó mér þætti þetta vera fjar-
lægt í upphafi, þá endaði þetta með því að
ég fór í þessa ferð sem var mjög skemmtileg
og ánægjuleg í alla staði.
Það gekk að vísu nokkuð erfiðlega að
komast í ferðina, því aðsóknin var mjög
mikil. Upphaflega voru fleiri frá Húsavík að
hugsa um að fara en við fengum það svar að
fullbókað væri. Við sóttum um að fá að
koma ef sæti losnuðu og að endingu fengum
við græna ljósið, en þá þurftum við að svara
samdægurs hvort við ætluðum að fara með.
Það var orðinn mjög stuttur fyrirvari og
eðlilega voru ekki allar tilbúnar til að
stökkva af stað. Vegna þess hvað ég er hæfi-
lega kærulaus, forvitin og ferðasjúk, og
vegna eindreginnar hvatningar frá fjölskyld-
unni, varð það úr að ég dreif mig af stað,
aðeins þremur dögum eftir að ég fékk að
vita að ég fengi sæti í ferðina."
- Var það ekki heilmikið fyrirtæki að
drífa sig til Rússlands svona fyrirvaralítið?
„í sjálfu sér var þetta hvorki mjög mikið
eða dýrt fyrirtæki, þó það sé kannski afstætt
hvað fólki finnst um slíkt. Aðalmálið var að
verða sér úti um pappíra, vegabréfsáritun til
Rússlands var ég samt búin að fá eftir tvo
daga. Ferðin var ekki dýrari en ferðir yfir-
leitt eru. Við flugum til Stokkhólms, gistum
þar eina nótt og flugum síðan til Moskvu.
Þar borguðum við þátttökugjald vegna
kostnaðar af dvölinni í Moskvu og ferðarinn-
ar til St. Pétursborgar. Á heimleiðinni höfð-
um við viðkomu í Kaupmannahöfn.
Við vorum þrjár sem fórum þessa ferð frá
íslandi og höfðum samflot, auk mín voru
þetta tvær systur úr klúbbnum á Kjalarnesi.
Þetta var mjög ánægjulegur félagsskapur
sem ég hafði í ferðinni.
í heild voru saman komnar um 450
konur, víðsvegar úr Evrópu, sem tóku þátt
í hátíðarhöldunum með rússnesku konunum
sem þarna voru að stofna sína fyrstu
klúbba.“
- Hvernig tilfinning er það að koma inn í
svona stóran hóp kvenna af hinum ýmsu
þjóðemum?
- Varst þú vör við eitthvað það sem ekki
hefur komið fram í fréttum varðandi ástand
í landinu og getur þú ímyndað þér hvað
framtíðin á eftir að bera í skauti sínu fyrir
hina rússnesku borgara?
„Nei, ég get það ekki. Þetta unga fólk
sem var með okkur sem túlkar, var afskap-
lega varkárt og vildi ekki tjá sig um skoðanir
sínar. Þó kom það greinilega fram hjá ein-
um túlkanna að hann óttaðist mjög um
framtíðina, og sagðist ekki geta ímyndað
sér hvað tæki við. Hann óttaðist greinilega
einræðisstjórn eða fasisma. Ég held að
almenningur viti í rauninni ekki nokkurn
skapaðan hlut um það hvað er að gerast."
Auðnum varið í prjál, meðan
alþýðan svalt
„St. Pétursborg er að mörgu leyti frábrugð-
in Moskvu. Þetta er gömul borg með mörg-
um fallegum byggingum. Þarna virðist ríkja
annar bæjarbragur, borgin er hreinni og
mildara yfirbragð er á hlutunum. Fólkið er
glaðlegra, betur klætt og það er eins og því
líði betur, og ég fékk allt aðra tilfinningu
fyrir umhverfinu. Ég ræddi við stúlku þarna
og henni var greinilega ekki hlýtt til stjórn-
enda landsins og hún hafði áhuga á kynnast
hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í hinum
vestræna heimi.“
- Hvað er þér minnisstæðast úr skoðun-
arferðunum?
„Við sáum margar mjög fallegar bygging-
ar. Mér er minnisstæð koman til Kremlar og á
Rauða torgið. Við fengum að sjá sýningu í
Bolshoi, það var Rakarinn frá Sevilla sem
við sáum í þessu stórkostlega og fræga húsi.
Húsið er mjög gamalt, allavega miðað við
það sem við eigum að venjast, en það var
endurreist eftir bruna 1823. Þarna er margar
svalir og keisarastúka, mikið um skreytingar
og það ríkir sérstakt andrúmsloft.
í St. Pétursborg skoðaði ég sumarhöll
Páls I og þar er þvílíkur gífurlegur íburður
að ég gat ekki annað en hugsað sem svo að
þarna hefði fjármunum verið eytt í skraut og
prjál meðan alþýðan svalt. Ég get varla sagt
að við höfum skoðað vetrarhöllina, við vor-
um þar eitt síðdegi en var sagt að það gæti
tekið viku að skoða alla höllina og listmun-
ina þar. Það var samt mjög gaman að koma
þarna aðeins inn fyrir stafinn.
í óperuhúsi eða leikhúsi, sem kennt er við
rússneska skáldið Puskin, sáum við ballett-
inn Giselle. Húsið er ekki óáþekkt Bolshoi,
en þó er ekki eins mikill íburður. Það var
mjög gaman að fá tækifæri til að koma
þarna og andrúmsloftið var sérstakt.
Við fórum einu sinni á útimarkað í St.
Pétursborg, þó þar væri svipað og í Moskvu
að lítið væri sleppt af okkur hendinni. Við
gengum þó nokkra stund um á markaðnum
og skoðuðum það sem þar var boðið uppá.
Þarna voru þessar þekktu babúskur, nælur
og fleiri skartgripir, sjöl, málaðar myndir og
handunnir skrautmunir. Það var mjög gam-
an að koma þarna. Dollarinn hafði þarna
sitt að segja eins og víðar þar sem við
komum. Algengt virðist að menn líti niður á
sinn eigin gjaldmiðil, rúbluna, en hverskon-
ar dót virðist mega fá fyrir dollara. Eins virt-
ist þurfa að greiða eitthvað smávegis af doll-
urum fyrir hvert það viðvik sem innt var af
hendi.“
Við vorum aldrei svangar
- Hvernig móttökur og aðbúnað fenguð
þið?
„Þetta var gífurlegur fjöldi sem kom til
Moskvu og næturlestinni milli borganna
gekk svo illa að anna þessum fjölda að bæta
þurfti við flugferðum. Við stöllurnar fórum
þó með lest til St. Pétursborgar og til baka,
og það eitt var ævintýri út af fyrir sig. Hótel-
ið sem við íslensku konurnar dvöldum á í
Moskvu var Hótel Cosmos og er einmitt
sama hótelið og skrifað var um í haust, í
Morgunblaðið, og þá var það talið eitt
versta hótel í heimi. Hótelið var alveg við-
unandi, allavega þarf ég ekki svo mikil
þægindi þó að ég gisti á hóteli yfir blánóttina
að ég geri meiri kröfur en að hafa sæmilega
hreint og þokkalegt í kring um mig. Allur
matur var frambærilegur og við vorum
aldrei svangar. í St. Pétursborg lentum við á
nýlegu hóteli, og þar var aðbúnaður eins
góður og á verður kosið og öll þjónusta
góð.“
- Nú er trúlegt að augu margra sem
áhuga hafa á að ferðast beinist austur á bóg-
inn í kjölfar þeirra breytinga sem orðið
hafa. Er erfitt að ferðast í Rússlandi í dag?
„Ég geri mér hreinlega ekki grein fyrir
því. Það var tekið á móti okkur sem hóp og
við látnar hafa forgang á ýmsum'sviðum. En
ég gæti trúað að það væri erfitt að ferðast
þarna á eigin vegum, þó ekki væri nema
vegna tungumálaerfiðleika. Allar merking-
ar eru á rússnesku og það er ekki gott að
átta sig á hvað stendur á skiltum, ef maður
kann ekki einu sinni stafrófið. Við fórum
allar ferðir með hópi leiðsögumanna og
reyndum því lítt að bjarga okkur á eigin
vegum.“
„Ég held að konur eigi alltaf mjög auðvelt
með að vera saman, vinna saman og gleðj-
ast saman. Langstærstur hluti hópsins var
konur, en þó voru nokkrar þeirra með eig-
inmenn sína með og þeir virtust einnig una
sér ágætlega."
Fólkið var gleðilaust
- Hvernig var svo að vera allt í einu komin
til Rússlands?
„Það er svolítið sérstök tilfinning sem
maður hefur gagnvart því að fara til
Rússlands, finnst að Rússland sé eitthvað
öðruvísi en önnur lönd í Evrópu sem maður
hefur heimsótt. Landið hefur verið lokað og
einangrað frá vestrænum heimi, en að koma
þangað fannst mér ekki eins frábrugðið og
ég hafði reiknað með. Við urðum strax var-
ar við það sem við höfum séð í sjónvarpi,
matarskortinn og biðraðir við verslanir.
Fólkið er ekki eins vel klætt og við eigum að
venjast hérna. En almennt leit það vel út og
ég gat ekki merkt að það liði næringarskort,
eða væri illa á sig komið, eins og hægt væri
að ímynda sér. Mér fannst fólkið afskaplega
alvörugefið, eða gleðilaust. Það brosti ekki
eða bauð góðan dag, eins og maður á að
venjast.
I ferðinni var okkar gætt afskaplega vel
og við höfðum ekki bein persónuleg sam-
skipti við almenning. Með okkar hóp, þeim
sem var enskumælandi, var piltur sem var
túlkur og leiðsögumaður, og honum fylgdu
alltaf tveir piltar til aðstoðar. Þeir fylgdust
grannt með hópnum, og að utanaðkomandi
væru ekki að áreita okkur eða hafa sam-
skipti við okkur.
Konurnar, sem voru að stofna nýju
klúbbana, voru allar mjög vel menntaðar og
þær komu frjálslega fyrir. Þær töluðu þó
ekki allar ensku, en þær sem gáfu sig á tal
við okkur voru hreinskilnar og ákaflega
þægilegar viðræðu."
Fnykur í matvöruverslun
- Komstu í verslanir, og gastu kynnt þér
vöruúrval?
„Ég get varla sagt það. Við litum aðeins
inn í eina matvöruverslun, tíminn var mjög
naumur því við skruppum úr bílnum í einni
skoðunarferðinni, og við höfðum varla hug
á því að fara lengra en í dyrnar því það var
alveg óskapleg ólykt í þessu verslunarhús-
næði. Við hörfuðum eiginlega út úr andyr-
Texti:
Ingibjörg Magnúsdóttir
báðum stöðum kom fram lússn^t' iista"
fólk og skemmti okkur ao iok'íSv Jista-
fundi, má þar nefna söngfólk og kór, og síð-
an voru haldin kvöldverðarboð á vegum
nýju kúbbanna. Það virtist vera mikill áhugi
fyrir að starfa í klúbbunum, en í báðum til-
fellum er um stórar borgir að ræða svo það
er ekki gott að átta sig á hve almennur áhug-
inn er. Klúbbarnir eru fjölmennir og í þá
gengu vel menntaðar konur úr ýmsum
starfsgreinum. Þarna voru m.a. verkfræð-
ingar, læknar, söngkonur, fatahönnuðir,
starfssviðin voru mjög fjölbreytileg, en við
söknuðum þess þó að sjá ekki konur úr röð-
um verkakvenna í hópnum. Á báðum stöð-
um voru stofnfundirnir mjög hátíðlegir. Það
var aðeins sagt frá stofnun klúbbsins í
Moskvu í sjónvarpinu þar, og við vorum
mjög hrifnar af að þeir hefðu séð ástæðu til
þess að koma þessu á framfæri. Við vonum
svo sannarlega að starfsemin eigi eftir að
breiðast út, að konurnar verði virkar og að
við eigum eftir að hafa persónulegt samstarf
við þær, með bréfaskriftum og á sameigin-
legum fundum.“
- Að lokum Halla, hvað gefur það þér að
vera Soroptimisti?
„Að vera Soroptimisti gefur mér ýmis-
legt. Það er með Soroptimistaklúbbinn, eins
og reyndar mörg önnur félög sem konur
standa að, að þetta er félag sem lætur gott af
Mynd: IM
St. Pétursborg - gamlar og glæstar byggingar heilluðu Höllu.
Ferðafélagarnir í Kreml.
„Þátttaka í félagsstarfi
gefur fólki óskaplega mikið“
inu og gátum ekki gert okkur grein fyrir
hverskonar fnyk lagði þarna að vitum
okkar.
Við litum aðeins inn í eina kjólaverslun
og þar mátti sjá mjög frambærilegan fatnað,
en það var töluvert að gera hjá afgreiðslu-
fólkinu og við máttum ekki vera að því að
athuga um verð á fötunum. Tíminn var
naumur og mjög skipulagður í skoðunar-
ferðunum. Mér sýndist að afskaplega tóm-
legt væri í þeim verslunum sem við ókum
framhjá, nánast ekkert í hillunum. Hins
vegar var talsvert af skúrum eða búðarhol-
um, með varningi sem okkur þætti ekki upp
á marga fiska, þarna var verslað með notað-
an fatnað, íþróttavörur og jafnvel sælgæti.
Við þessa skúra voru oft langar biðraðir, þó
þarna væru ekki merkilegir hlutir á boð-
stólnum."
- Hvað fannst þér þú fá út úr ferðalag-
inu?
„Ég er afskaplega ánægð með ferðina. Ég
er hæstánægð með að þær konur sem þarna
voru að stofna sína starfsgreinaklúbba skuli
vera að öðlast meira frelsi og tækifæri til að
fylgjast með starfi kvenna frá öðrum
þjóðum. í öðru lagi er alltaf forvitnilegt að
koma til annarra landa og heimsækja aðrar
þjóðir. Það er alltaf gaman að vera í
skemmtilegum félagsskap og taka þátt í
áhugaverðri starfsemi með sínum félögum.“
Stofnfundirnir mjög hátíðlegir
- Hvernig voru stofnfundir Soroptimista-
klúbbanna?
„Þarna hefur aldrei verið nein opinber
klúbbastarfsemi, samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem við fengum, og þetta voru að því
við best vitum fyrstu klúbbarnir sem stofn-
aðir voru. Það var unnið samkvæmt þeim
reglum sem farið er eftir við stofnun Soropt-
imistaklúbba, og stofnskrá afhent með við-
höfn af formanni Evrópusambandsins. Á
- segir Halla L.
Loftsdóttir, sem
nýlega var viðstödd
stofnfundi fyrstu
Soroptimista-
klúbbanna í
Rússlandi
sér leiða, vinnur að ýmiskonar góðgerðar-
starfsemi. Það má kannski nefna að Soropt-
imistasamtökin hafa virkilega mikil áhrif, að
útbreiðsla þeirra nær til margra landa og
þau láta kveða að sér við ýmis verkefni víða
um heim. Samtökin eiga t.d. fulltrúa í ýms-
um mikilvægum nefndum sem starfa á veg-
um Sameinuðu þjóðanna. Það er notalegt til
þess að vita að maður er að taka þátt í ein-
hverju sem má verða öðrum til góðs.
Einnig er maður manns gaman og það er
alltaf gaman að kynnast nýju fólki og efla
vináttutengsl milli klúbba, bæði innanlands
og utan, heyra skoðanir annarra og læra að
virða þær. Ég held að í eðli mínu sé ég
afskaplega mikil félagsvera, og þátttaka í
félagsstarfsemi gefur fólki óskaplega mikið.
Ég held að þeir sem af einhverjum ástæðum
ekki kæra sig um eða hreinlega nenna að
taka þátt í félagsskap af neinurn toga, fari á
mis við afskaplega mikið. Allt sem ntaður
ynnir af hendi í þágu félagsmála fær maður
margfalt til baka og þar fyrir utan koma
mörg tækifæri til að taka þátt í öllu mögu-
legu, ferðast, kynnast og þetta getur verið
þroskandi á margan hátt. Eg er mjög ánægð
með mitt hlutskipti sem Soroptimisti í dag.“
Við stofnun Soroptimistaklúbbsins í Moskvu var tekið á móti gestum með söng og hljóðfæraslætti
að rússneskum hætti.
Russneskur kvennakór söng á stofnfundi Soroptimistaklúbbsins í St. Pétursborg.
Myndir úr ferðalaginu tók Halla L. Loftsdóttir.