Dagur - 15.02.1992, Síða 19

Dagur - 15.02.1992, Síða 19
Laugardagur 15. febrúar 1992 - DAGUR - 19 Popp Magnús Geir Guðmundsson Af stórútgáfu: Tvöfaldur Springsteen takk Bruce Springsteen mætir til leiks á ný meö tvær nýjar plötur í sumarbyrjun. Þeir eru eflaust mjög margir sem munu gleðjast á komandi vori, því þá er nefnilega von á nýjustu afreksverkum stórrokkarans Bruce Springsteen. Eru nú um fimm ár síðan Springsteen sendi frá sér plötu síðast, Tunnel of love, árið 1987, þannig að heldur betur var kominn tími til að hann léti frá sér heyra á ný. Hefur kappinn á þessu fimm ára tímabili þó ekki setið alveg auðum höndum, því hann hefur meðal annars haldið tónleika hér og þar, endrum og sinnum, í styrktarskyni. Til dæmis fyrir mannréttindasamtökin Amnesty International. Þá mun Springsteen hafa eignast nýja eiginkonu (sem heit- ir víst Patti) og getið með henni að minnsta kosti eitt barn á þessu tímabili, ef poppskrifara skjátlast ekki. Á þessum langa tíma hefur Sþringsteen líka verið iðinn við lagasmíðar, sem nú mun ræki- lega skila sér í verki. Það verður nefnilega ekki um einungis eina plötu að ræða, heldur tvær og fetar Springsteen þar í fótspor pörupiltanna í Guns ’N' Roses frá því í fyrra, er þeir sendu frá sér Use your lilusion I og II. Þessi tvöfaldi skammtur frá honum mun þó ekki verða alveg jafn efnismikill og hjá Guns ’N’ Roses, sem í raun var á við fjórar meðalplötur að lengd, en verður e.t.v. þess í stað innihaldsríkari. (Það er jú ekki magnið sem skipt- ir máli, þótt það sé líka mikið hjá Springsteen, heldur gæðin.) Nánar tiltekið innihalda plöt- urnartvær, sem bera munu nöfn- in Human touch og Lucky Town, samtals 24 lög. Þar af verða 14 á þeirri fyrrnefndu, sem unnin var í ýmsum hljóðverum í Los Ang- eles áárstímabili, en 10 á þeirri síðarnefndu, sem öll var tekin upp í heimahljóðveri Spring- steens í Los Angeles. Öll lögin á plötunum eru alfarið eftir hann að undanskildum tveimur á Human Touch, sem hann semur í félagi við hljóm- borðsleikarann Roy Bittan. Kem- ur Bittan við sögu á báðum plötunum ásamt bassaleikaran- um Randy Jackson. Til að fylgja útgáfunni eftir mun Bruce Spring- steen síðan ætla að halda í stóra og mikla tónleikaferð sem standa mun fram á haust. Nánar verður skýrt frá útgáfunni síðar. Hitt og þetta Madonna líka mannleg ( ársbyrjun skýrði Poppsíðan frá miklu fjaðrafoki sem varð í kring um poppdrottninguna Madonnu í Bandaríkjunum fyrir áramótin. Voru þar sögusagnir á kreiki um að söngkonan væri sýkt af alnæmi og að hún ætti ekki langra lífdaga auðið frekar en náinn vinur hennar, sem látist hafði úr sjúkdómnum nokkru áður. Reyndust þessar sögu- sagnir hins vegar ekki vera á rök- um reistar, en þó þurfti samt sérstaka yfirlýsingu frá talsmönn- um Madonnu til að kveða þær niður. [ kjölfarið birti svo stjarnan opið handskrifað bréf í popptímaritinu fræga, Billboard, til aðdáenda sinna, þar sem hún fjallar um al- næmissjúkdóminn á viðum grundvelli. Hvetur hún í bréfinu til þess að fólk kynni sér sjúkdóm- inn og leggi sitt að mörkum við að stemma stigu gegn honum með hvaða hætti sem er. „Nú á tímum gjafmildi og góðs vilja hvet ég ykkur til að taka þátt í baráttunni. Til að sigur geti unn- ist í stríðinu við alnæmi verðum við öll að leggjast á eitt,“ segir Madonna og er greinilega þó nokkuð mikið niðri fyrir. Má marka af þessu bréfi að dauðsfall vinar hennar og svo söguburðurinn um hana sjálfa í kjölfarið, hafa haft djúp áhrif á hana og sýnir að hún er mannleg eins og við hin. Manic Street Preachers Ein alefnilegasta rokksveit Bret- lands nú um stundir, Manic Street Preachers frá London, er nú nýbúin að senda frá sér frumburð sinn mikinn að vöxtum. Er um að ræða 18 laga grip, sem ber þann mergjaða titil, Generation Terror- ists eða Hryðjuverkarakynslóðin. Vakti Manic Street Preacher mikla athygli á síðasta ári með smáskífunni Stay Beautiful og líktu sumir hljómsveitinni við pönkgoðin sálugu SexPistols. Þá telja sumir einnig að Manic Street Preachers gætu hæglega orðið Nirvana Bretlands ef happa- dísirnar eru hliðhollar. Má líka til sanns vegar færa að margt er líkt í tónlist þessara tveggja hljómveita. Og fyrst minnst er á Nirvana má bæta því við að hljómsveitin hefur sent frá sér nýja smáskífu með laginu Come as you are. New Order Það er óhætt að segja að popp- sveitin magnaða, New Order, standi í stórræðum á nýbyrjuðu ári. Nú í byrjun febrúar sendi hljómsveitin frá sér sína fyrstu hljómleikaplötu, sem kallast New Order BBC Live in concert, og var hún tekin upp á Glaston bury tónlistarhátíðinni árið 1987, og svo er hljómsveitin komin í hljóð- ver til að taka upp efni á nýja plötu. Annars hafa verið getgátur uppi um að New Order væri að brotna í marga parta í kjölfar einkaverkefna einstakra með- lima, en það virðist ekki vera fót- urfyrirþví. Eru þessir einkaverk- efni í formi starfsemi hljómsveit- anna Revenge (Peter Hook), Elec- tronic (Bernard Summer) og The other two, sem eins og nafnið gefur til kynna, inniheldur hina tvo meðlimina Gilian Gilbert og Stephen Morris. Mun einmitt vera von á nýju lagi og síðan plötu frá The Other two innan tíðar. Blúsmannsdauði Ein af merkari hetjum Chicago- blúsins og blústónlistarinnar yfir höfuð, WillieDixon, lést úr hjarta- slagi þann 29. janúar síðastliðinn 76 ára að aldri. Var Dixon, sem fæddist í Mississiþpi árið 1915, fyrirmynd margra frægra tónlist- armanna og er án efa einn besti og afkastamesti lagasmiður blúsins. Meðal frægra laga hans má nefna Hoochie coochie man, Little red rooster, You shook me leave you o.fl. og fl. Hóf Dixon feril sinn sem bassaleikari og söngvari og varð þekktur á sjötta áratugnum sem bassaleikari, lagahöfundur og upþtökustjóri í hljómsveit Muddy Waters hjá Chess útgáfunni. Meðal annarra frægra tónlistar- manna sem hljóðritað haa lög Willie Oixon má nefna, Rolling Stones, Led Zeppelin, Doors, Jimi Hendrix, Bo Diddley, Chuck Berry o.fl. Var gamli maðurinn að allt fram á síðasta dag og gaf meðal annars út plötu á síðasta ári. REM Eins og getið var um fyrir nokkru eru goðin í REM nú þegarfarin að hyggja að gerð nýrrar smíðar, tæpu ári eftir útgáfu verksins far- sæla Outoftime. Mun hljómsveit- in hefjaforupptökur í lok mánað- arins, sem taka munu um tvo mánuði. Er svo gert ráð fyrir að afraksturinn líti dagsins Ijós snemma sumars. Aðalfundur X/ Hestamannafélagsins Léttis verður í Skeifunni, sunnudaginn 16. febrúar kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. llil FRAMSÓKNARMENN ||f I |||| AKUREYRI |||| Bæjarmálafundur Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90, mánudaginn 17. febrúar kl. 20.30. Rætt um dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar. Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram- sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig varamenn. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar. Foreldrar barna í vistun dagmæðra! Kynningarfundur verður haldinn í Dvalarheimilinu Hlíð, þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20.30-22.00. Sýnum okkur og sjáum aðra! Hestamenn athugið! Járninganámskeið verður haldið á félagssvæði Léttis, dagana 21., 22. og 23. febrúar. Leiðbeinandi Sigurður Sæmundsson. Þátttaka öllum opin. Upplýsingar og skráning í síma 22351 Heimir og 11042 Höskuldur. Fræðslunefndin. Fundur um alnæmisvandann Fræðslufundur um félagslega aðstöðu HIV- smitaðra íslendinga verður haldinn á vegum Samtaka áhugafólks um alnæmisvandann þriðjudaginn 18. febrúar, klukkan 17.30 í Fiðlaranum 4. hæð, Alþýðuhúsinu á Akur- eyri. Erindi flytja: Arndís Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Borgar- spítalanum, Einar Þór Jónsson, meðferðarfull- trúi á Unglingaheimili ríkisins og séra Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar. ALLIR VELKOMNIR Héraðslæknirinn á Norðurlandi eystra.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.