Dagur - 26.02.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 26.02.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. febrúar 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Hér taka starfsmenn Ú.A. á móti gjöfunum í gær. Mynd: Golli Sölumidstöð hraðfiystihúsaima 50 ára - afmælisveisla í aðildarfrystihúsum SH um allt land í gær voru 50 ár liðin frá stofn- un Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Stofnfundur var haldinn 25. febrúar 1942 með fulltrúm 15 frystihúsa. Ári síð- ar áttu 49 frystihús aðild að SH. Sölumiðstöðin er nú - hálfri öld síðar - stærsta útflutningsfyrirtæki landsins með um fjórðung alls fiskút- flutnings og um 70 fram- leiðendur á sínum snærum. Verðmæti afurðanna nam tæp- um 20 milljörðum króna árið 1991. í tilefni dagsins var starfsfólki boðið til afmælisveislu í aðildar- frystihúsum SH um land allt. Veislan var óvenjuleg að því leyti, að „afmælisbarnið“ færði aðstandendum sínum gjafirnar. 5.500 afmælispakkar voru sendir til starfsfólks 70 frystihúsa og annarra framleiðenda víðs vegar um land. Starfsfólk SH í Banda- ríkjunum, Japan, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi, alls um 700 fengu einnig sendar gjafir. Innihald pakkanna er hugsað sem táknræn gjöf, eða eins og segir í skilaboðum SH á öskjun- um: „Samstarf okkar er mikil- vægt og það viljum við þakka. Öll erum við hlekkir í keðju sem gerir fiskinn okkar að verðmætri vöru. Störfin eru mörg og heima bíða eldhúsverkin að kvöldi dags. Þau verða auðveldari, þeg- ar rétt er að staðið. Til þess er gjöfin ætluð. Hún er tákn um verksvit okkar beggja, passar á ílesta heirna og gerir samstarfið í eldhúsinu virkara." Þess má loks geta að í öskjunum var svunta og spilastokkur. Aku Áhugi á stof aðía í atvi Atvinnumálanefnd Akureyr- ar boðar til kynningarfundar á Hótel KEA föstudaginn 28. febrúar nk. kl. 13.30. Á undanförnum mánuðum hef- ur atvinnumáianefnd í sam- ráði við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra Verslun- aráðs, verið að kanna grund- völl þess að stofna á Akureyri samtök aðila sem standa í einhvers konar atvinnu- rekstri. Viðbrögð við þessari athugun hafa verið jákvæð og því hefur verið ákveðið að boða til þessa kynningarfundar, þar sem Vil- reyri: nun samtaka innurekstri hjálmur Egilsson mun m.a. fjalla um starfsemi samtaka sem þessara. Tilgangur með fundin- um er að fá því svarað hvort áhugi sé fyrir því meðal atvinnurekcnda á Ákureyri að mynda breiðfylkingu allra þeirra er á einn eða annan hátt tengjast atvinnurekstri til að ná betur fram fjölmörgum hags- munamálum atvinnulífsins á Akureyri. Ef niðurstaða fundarins verð- ur jákvæð til stofnunar slíkra | samtaka er hugmvndin sú að mynda undirbúningshóp til að vinna áfram að framgangi þessa máls. Listadai Sykurmolai Hinir árlegu Listadagar í Menntaskólanum á Akureyri hófust mánudaginn 24. febrúar sl. og standa til 5. mars nk. Dagskráin, sem að sjálfsögðu er í anda lista og menningar, er mjög fjöl- breytt og má nefna fyrir- lestra, kvikmyndir, stutt- myndir og tónleika af ýmsu tagi. Allir eru velkomnir á þessa viðburði. í kvöld verða tónleikar með Megasi í Möðruvallakjallara og á fimmtudagskvöld verður kvik- myndasýning á sama stað. Á föstudaginn liggur leiðin niður í Borgarbíó og þar verða sýndar stuttmyndirnar Hundur, hundur, Hljóð og Ókunn dufl eftir Sigurbjörn Aðalsteinsson, en hann mun spjalla við áhorf- *ar í MA: *, Megas o.fl. endur að lokinni sýningu. Á sunnudaginn verða klass- ískir tónleikar á sal MA og á mánudaginn verður efnt til myndbandasýningar í Möðru- vailakjailara. A mánudags- kvöldið verður skáldadjass í Möðruvallakjallara og koma þar við sögu hljómsveit Tómas- ar R. Einarssonar og skáldin Einar Kárason og Sjón. Á þriðjudagskvöldið verður viðburður sem margir hafa beð- ið eftir, tónleikar með Sykur- molunum sem MA og VMA standa sameiginlega að í Gryfj- unni, sal VMA. Magnús Skarphéðinsson heimsækir menntskæiinga á miðvikudaginn en Listadögum lýkur með viðamikilli dagskrá fimmtudaginn 5. mars. SS Deiliskipulag fyrir Höepfnerssvæðið á Akureyri auglýst: Eiirnar hæðar byggingar við Drottningarbraut Nú liggur frammi tillaga að dciliskipulagi fyrir svokallað Höepfnerssvæði á Akureyri, milli Drottningarbrautar og Hafnarstrætis - frá lóð gæslu- vallar og norður að lóð nr. 41 við Hafnarstræti. Hafí fólk athugasemdir við deiliskipu- lagstillöguna, sem Skipulags- deild Akureyrarbæjar hefur unnið, skal skila þeim til Skipulagsdeildar bæjarins eða á Bæjarskrifstofu Akureyrar eigi síðar en 20. mars nk. Rétt er að taka fram að deiliskipu- lagið hefur ekki verið sam- þykkt og mun væntanlega taka nokkrum breytingum í sinni endanlegu mynd. Höepfnerssvæðið er í aðalskipu- lagi um 40 metra breitt og nær 300 m langt meðfram Drottning- arbraut, sem afmarkar svæðið að austan. Það afmarkast af Aðal- stræti að sunnan og Hafnarstræti að vestan. Að norðan liggur svæðið að „grænu svæði“, sem nær allt norður fyrir leikhús. Syðst á svæðinu stendur Höepfn- ershúsið og einnig leifar gömlu Tunnuverksmiðjunnar. í greinargerð Skipulagsdeildar með deiliskipulagstillögunni kemur fram að meginþættir hennar séu: Tveggja hæða ný- byggingar við Hafnarstræti, einn- ar hæðar byggingar á austurjaðri svæðisins, lóð fyrir íbúðarhús að Hafnarstræti 31, lóð fyrir tveggja hæða byggingar að Hafnarstræti 16, ný gatnamót við Drottning- arbraut og breytingar á götu, bílastæðum og umferð um Hafn- arstræti og lóð fyrir dælustöð skolpveitu. Um tveggja hæða nýbyggingar meðfram Hafnarstræti segir í greinargerðinni að þeim sé ætlað að mynda göturými í Hafnar- stræti ásamt gömlu húsunum vestan götunnar. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsum nær Drottningarbraut. Einnar byggingarreitur miðsvæð- is er þar stærstur og rúmar nær 1000 fermetra nýbyggingu. Fram kemur í greinargerð Skipulags- deildar að þessi hús verði fyrst og fremst verslunar- og sýningarhús, en þau gætu einnig hentað ann- arri „miðsækinni starfsemi“. Sunnan Túliníusarhúss, á lóð- inni Hafnarstræti 16, er gert ráð fyrir tveim tveggja hæða húsum með einnar hæðar tengibyggingu. „Húsið gæti t.d. hentað sem gisti- heimili,“ segir í greinargerðinni. Þá er gert ráð fyrir að byggt verði tveggja hæða hús með risi á lóð- inni nr. 31 við Hafnarstræti. Afmörkuð er lóð fyrir dælustöð skolpveitu bak við lóðir nr. 32 og 34 við Hafnarstræti. Ein aðalaðkoman að svæðinu verður sem fyrr frá Drottningar- braut um Aðalstræti að Hafnar- stræti. Hafnarstræti verður breytt í tvístefnugötu samkvæmt tillög- unni. Þá verður bætt við gatna- mótum við Drottningarbraut norðan við svæðið inn á tví- stefnuhluta Hafnarstrætis, þann- ig að umferð verði greiðari að og frá svæðinu. Bílastæði verða aðallega þvert til austurs úr Hafnarstræti svo og inn á lóðun- um. Samkvæmt skipulagstillögunni verður nýtingarhlutfall svæðisins 0,35-0,4, sern er ekki eins hátt og í aðalskipulagi. Kemur þar tvennt til, segir í greinargerð með tillögunni, annar vegar sé gert ráð fyrir um 114 bílastæðum á svæðinu (þ.e. allt að 0,3 ha fyrir bílastæði), bæði inn á lóðum og almennum svæðum, hins vegar séu stærðir og hlutföll að vissu leyti löguð að gömlu byggðinni. Orðrétt segir: „Skipulagshug- myndin byggist á því að byggja ný hús í áþekkum hlutföllum og fyrir eru á svæðinu frekar en að gera ráð fyrir stórum húsum og húsasamstæðum. Hugmyndir um stór samfelld, yfirbyggð svæði stangast bæði á við smæð ein- stakra byggingaframkvæmda og kröfur um rými fyrir bílastæði og bílaaðkomu." óþh SH .dJð ÍjidO n n, f Hafnarstræti < ■■ v-.',- • ~ lliLlilUlim l.l HiJij 11 * T? lit\ ! nn Drottingarbraut Meginþættir deiliskipulagstillögunnar eru: Tveggja hæða nýbyggingar með- fram Hafnarstræti, einnar hæðar byggingar á austurjaðri svæðisins, lóð fyrir íbúðarhús að Hafnarstræti 31, lóð fyrir tveggja hæða byggingar að Hafnar- stræti 16, ný gatnamót við Drottningarbraut og breytingar á götu, bflastæðum og umferð um Hafnarstræti og lóð fyrir dælustöð skolpveitu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.