Dagur - 26.02.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 26.02.1992, Blaðsíða 12
heimsendingarþjónusta alla daga Sun.xiu.daga til fimmtudaga kl. 12.00-SS.30 Föstudaga og laugardaga kl. 1S.00-04.30 Hádegistilboð alla daga VEITINGÆ H U S I Ð Akureyri, miðvikudagur 26. febrúar 1992 Gjaldakönnun Samtaka fiskvinnslustöðva: Hæstu þjónustugjöldin á Skagaströnd Glerárgötu 20 • 26690 Fiskvinnsiufyrirtæki með eigin útgerð þyrfti að greiða tæplega 15,4 milljónir króna á ári í opinber þjónustugjöld á Skagaströnd en nokkru lægri upphæð eða rúmlega 10,9 milljónir á Húsavík. Þetta kemur fram í samanburðar- könnun sem samtök fisk- vinnslustöðva hafa gert á þjón- ustugjöldum nokkurra sveitar- félaga á landinu í ársbyrjun 1992. Skagaströnd hefur hæstu álagningarprósentu fasteigna- gjalda á þeim stöðum sem bornir voru saman. í dæmi samtakanna er um að ræða fiskvinnslufyrirtæki með eigin hráefnisöflun. Aðstöðu- gjaldsstofn vinnslunnar var ákveðinn 400 milljónir, útgerðar 240 milljónir og endurstofnverð fasteigna 100 milljónir. Raforku- notkun er áætluð 1 milljón kWh á ári miðað við 4000 klst. nýtingu skv. afltaxta, húshitun ýmist með raforku (300 þús. kWh/ári) eða sambærileg hitaveita sem svarar til 6,500 rúmmetrum af heitu vatni. Kaldavatnsnotkun er áætl- uð 40 þús. tonn á ári. Það sem mestu skiptir um mun á Skagaströnd og öðrum sveitar- félögum á Norðurlandi í könnun- inni eru aðstöðugjöldin. Á með- an umrætt fyrirtæki þyrfti að greiða 5,2 milljónir í aðstöðu- gjald fiskvinnslunnar á Skaga- strönd væri sama gjald á bilinu 3- 3,4 milljónir á hjá öðrum sveitar- félögum. Svipað er uppi á ten- ingnum hvað varðar aðstöðu- gjald útgerðarinnar en þó skal þess getið að þar er Húsvik í sér- flokki enda í hópi þeirra sveitar- félaga sem leggja á lægstu pró- sentu í aðstöðugjaldi útgerðar. Þau sveitarfélög á Norðurlandi sem könnunin nær til, auk Húsa- víkur og Skagastrandar, eru Sauðárkrókur, Siglufjörður, Akureyri, Ólafsfjörður og Þórshöfn. í heild hefði þetta fyrirtæki greitt 11,6 milljónir í þjónustugjöld á Sauðárkróki, 12,2 milljónir á Siglufirði, 11,8 milljónir á Akureyri, 11,3 millj- ónir á Ólafsfirði. og 12,1 milljón á Þórshöfn. JÓH Krafa skólanefndar Þelamerkurskóla þess efnis að vatns- magn í farvegi Hörgár við austurbakkann verði minnkað: „Misskilnings gætir í málfhitningT - segir Guðmundur Steindórsson, ráðunautur Búnaðarsambands Eyjagarðar erindi var gerö eftirfarandi bókun á fundi skólanefndar: „Skólanefnd hefur móttekið Á fundi skólanefndar Þela- merkurskóla 21. janúar sl. var tekiö fyrir erindi frá skóla- stjóra Þelamerkurskóla varð- andi framkvæmdir í farvegi Hörgár. í framhaldi af þessu Sunnudagaskóli Húsavíkurkirkju: Felldur niður um óákveðinn tíma - aðeins 10-15 börn mæta í kirkjuna eftir áramótin „Aðsókn hefur verið frekar dræm eftir áramótin, það hafa komið 10-15 börn auk for- eldra. Þessi ákvörðun var tek- in til að vekja fólk til umhugs- unar,“ sagði sr. Sighvatur Karlsson, aðspurður um þá ákvörðun sóknarprests og sóknarnefndar Húsavíkur- kirkju að fella niður sunnu- dagaskóla við kirkjuna um óákveðinn tíma vegna lítillar þátttöku. Sóknarbörn við Húsavíkurkirkju eru alls um 2600. „Það hefur verið deyfð yfir aðsókn að sunnudagaskólanum í vetur, hvað sem því veldur. Það getur vel verið að það vanti boð- skipti milli kirkjunnar og heimil- anna í bænum. í hvert sinn sem foreldrar bera börn sín til skírnar þá fá þeir að heyra þau tilmæli frá prestinum sínum að þau kenni barni sínu að elska Guð, tilbiðja hann, varðveita orð hans og sakramenti og þjóna náunganum í kærleika. Með þessum orðum er lögð áhersla á trúarlegt upp- eldishlutverk foreldra skírnar- barna því að í skírninni hefst þátttaka barnsins í kristinni kirkju. Trúarlegt uppeldi skírn- arbarna innan veggja heimilanna er mjög mikilvægt þar sem þau læra af foreldrum sínum að biðja frá eigin brjósti eða þá að þau læra tiltekin bænavers og faðir- vorið. En þátttaka skírnarbarna í barnastarfi kirkjunnar er einnig stór þáttur í trúaruppeldi hvers barns. En þar fá þau að heyra ýmsar sögur úr lífi og starfi Jesú Krists ásamt siðferðilegum dæmi- sögum sem miða að því að þau finni til þeirrar ábyrgðar sinnar að hjálpa náunganum,“ sagði sr. Sighvatur. Hann sagði að þrátt fyrir að sunnudagaskólinn hefði verið felldur niður mætti alltaf endur- skoða þá ákvörðun og það stæði ýmislegt til varðandi barnastarf- ið. Næsta sunnudag væri Æsku- lýðsdagur þjóðkirkjunnar og þá yrði samverustund með börnum og unglingum kl. 11. Þann 8. mars kæmi sr. Sigurður Pálsson, framkvæmdastjóri Biblíufélags- ins, og mundi spjalla við börnin auk þess að predika við guðs- þjónustu og flytja erindi í Kirkju- bæ. Og þann 22. mars kæmi sr. Pétur Þórarinsson í heimsókn með börn úr sínum sunnudaga- skóla, auk kirkjukórsins. Sr. Sighvatur Iét vel af sam- skiptum við starfsfólk sunnu- dagaskólans sem hann sagði nokkuð margt. Hann sagði að mesta aðsókn að sunnudaga- skólanum hefði verið 140-150 börn, en frá því í haust hefðu þau mest verið 50-60. Kannski hefði jólafríið verið of langt, fyrsti sunnudagaskólinn á árinu hefði verið 26. jan. og síðan væri aðsókn eins dræm og raun bæri vitni. Að sögn sr. Sighvats hefur kirkjusókn verið lítil á Húsavík í tugi ára. Hann sagði að kórfólkið legði talsvert á sig við æfingar og í haust hefði kirkjan fengið hjón sem organista og kórstjóra, en kirkjusókn virtist ekki aukast og það væri leiðinlegt fyrir kórfólk- ið. „Hvað mig varðar þá skiptir höfðatalan í kirkjunni ekki öllu máli, því þegar messað er í Húsa- víkurkirkju þá fer fram guðs- þjónusta á himnum um leið, þar sem hinir himnesku herskarar lofa Drottin,“ sagði sr. Sighvat- ur. IM erindi frá Karli Erlendssyni, skólastjóra Þelamerkurskóla, um breytingar á farvegi Hörg- ár við skólann. Skólanefnd stendur heils hugar að sam- þykkt þess efnis að mótmæla þessari framkvæmd harðlega vegna hættu sem sundlaug stafar af henni og ekki síður vegna nemenda skólans sem oft eru þarna við störf og leik. Skólanefndin krefst þess að vatnsmagn í farvegi Hörgár við austurbakkan verði minnkað“. Karl Erlendsson, skólastjóri, segir að á síðari árum hafi Hörgá brotið niður vesturbakkana og landeigendur í Skriðuhreppi og Arnarneshreppi hafi staðið í framkvæmdum til að verja engja- lönd sín. Bændur hafa notið stuðnings Landgræðslu ríkisins við framkvæmdirnar. „Fyrir tveimur árum var hafist handa og síðan aftur í haust. Það sem ein- faldlega hefur gerst er að Hörgá hefur verið sett öll að austur- bakkanum og rennur því af full- um þunga meðfram skólanum. Þessi framkvæmd var gerð án samkomulags við skólanefnd Þelamerkurskóla og án samráðs við sýslumann sem er umsjónar- maður landsins, en Legatsjóöur Jóns Sigurðssonar á jörðina. Við óttumst um sundlaugina er stend- ur á horni er skagar út í Hörgá. Að óbreyttu mun Hörgá grafa undan mannvirkinu og þá væri illa komið. Rætt hefur verið um að verja undirstöður sundlaugar- innar en lítið bólar á fram- kvæmdum og í erindi mínu benti ég einnig á að skólabörnunum stafar hætta af beljandi ánni hér í túnfætinum," sagði Karl Erlends- son, í samtali við Dag og Karl bætti við: „Ég hef ekki orðið var við að neinar deilur væru í gangi, en okkur þótti miður að við skyldum ekki vera með í ráðum þannig að hagsmunum skólans væri borgið". Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, hefur verið verkefnisstjóri við framkvæmdir vegna farvegsbreytinga í Hörgá og hann segir að nokkurs mis- skilnings gæti í málflutningi skólastjóra sem skólanefndar. Ráðunauturinn segir að við fram- kvæmdir í haust hafi álagið á austurbakkann minnkað stórum, en engu að síður hafi Hörgá brot- ið úr bakkanum sunnan sund- laugarinnar. „Ljóst er að mann- virkjum verður ekki fórnað og gripið verður til allra tiltækra aðgerða sé þess þörf, en ekki horfir til þess sem stendur og myndin er stórýkt,“ sagði Guð- mundur Steindórsson. ój Fiskeldi EyjaQarðar hf.: Kannar með leigu á fiskeldisstöð til lúðueldis „Fiskeldi Eyjafjarðar hf. er að leita fyrir sér með leigu á fiskeldisstöð til lúðueldis. Við- ræður eru hafnar við Fram- kvæmdasjóð vegna leigu á aðstöðu Isþórs í Þorlákshöfn, en Framkvæmdasjóður er eig- andi stöðvarinnar,“ segir Ólaf- ur Halldórsson, framkvæmda- stjóri Fiskeldis Eyjafjarðar hf. Ólafur segir að með bættum árangri á Hjalteyri sé svo komið að Fiskeldi Eyjafjarðar hf. verði að líta til framtíðar þ.e. lýtur að lúðueldinu. „í fyrra fengust 80 lítrar af hrognum og klakið gekk mjög vel. Seiðin voru flutt til Grindavíkur og þar fer fram 'til- raunaeldi við mismunandi hita- stig og fóður. Seiðin hafa dafnað mjög vel. í stöðinni á Hjalteyri er allt á fullu. Fyrsta hrygnan hrygndi um sl. helgi, en um 30 kynþroska lúður eru í stöðinni. Hrognamagnið verður nægilegt. Af fyrri árangri með klak má ætla að seiðamagnið verði verulegt og því vantár okkur aðstöðu fyrir eldið. Ekki er rökrétt að byggja yfir starfsemina þar sem fjöldi stöðva eru á lausu og aðrar van- nýttar. Stöð ísþórs myndi henta okkur vel og nú er að sjá hvort við náum samningum við Fram- kvæmdasjóð,“ sagði Ólafur Hall- dórsson. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.