Dagur - 19.03.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 19.03.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 19. mars 1992 MlNNING________________________________ Ásgeir Sigurður Jónasson Fæddur 11. júní 1955 - Dáinn 8. mars 1992 Besti vinur minn er dáinn. Hann var raunar vinur allra sem hann þekktu, þetta staka ljúfmenni sem öllum reyndi að gera til hæfis og kunni ekki að segja nei ef til hans var leitað. Það liti út sem oflof og skjall að telja upp allt það góða og ljúfa í fari hans, og því mun ég ekki reyna að setja það allt á blað í stuttri grein í minningu hans. Pað var ótrúleg harmafregn þegar okkur var tilkynnt um lát hans sunnudagskvöldið 8. mars. Einungis rúmum sólarhring áður var hann við vinnu sína og sló ekki slöku við frekar en fyrri daginn, og kenndi sér hvergi meins, eða þá að hann lét ekki á því bera fyrr en í fulla hnefana. Hann var óvennjulega mikið hraustmenni og seigur með afbrigðum og því kemur þetta ótímabæra fráfall hans öllum gjörsamlega í opna skjöldu. Áhugamál hans voru fjölmörg, allt frá ljóðum, tónlist og fleiri andans málum, en þó var áhugi hans á sjálfri náttúrunni, þ.e. fjöllunum, gróðrinum og dýrun- um, öðrum málum yfirsterkari. Mér er það ákaflega minnis- stætt þegar við Geiri ásamt kon- um okkar og börnunum hans tveimur, ákváðum fyrir tveim árum að skreppa á fjöll eins og það er kallað, að þegar uppá hálendið var komið þá kom í ljós að hann hafði af gríðarlegum áhuga lært nánast öll fjallanöfn, örnefni og ár sem urðu á leið okkar þessa þrjá daga á fjöllum, áður en við lögðum af stað. Við hefðum ekki þurft neitt kort, hann var búinn að grand- skoða það og læra það heima. Pað lék flest í höndum hans og hann gerði flesta hluti sjálfur hvort sem var við heimiiið sitt eða við vélar og annað þess háttar. Hann vann lengst af hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, en hafði þó unnið ýmis störf til sjávar og sveita áður. Frá áramótum síðustu starfaði hann hjá Bæjarverki, fékk frí hjá K.E.A. sér til tilbreytingar um tíma. Sá er þetta ritar var svo lán- samur að fá að kynnast Geira vel, við vorum svilar, og ég verð að segja að alltaf sat spaugilega hlið- in í fyrirrúmi hjá okkur félögum, það var svo auðvelt að vera í góðu skapi þegar hann var nálæg- ur, því hann hafði ómælt skopskyn. Hann var ótrúlega þol- inmóður og góður faðir, það var nánast ekki til það verkefni sem börnin fengu ekki að taka þátt í, og þá sér í lagi sonurinn ungi, sem hafði ómældan áhuga á öllu því sem pabbi hans tók sér fyrir hendur. Fjölskyldan var samhent og hamingjusöm. Eftirlifandi konu hans, Höllu Árnadóttur og börnunum þeirra tveim þeim Silleyju Hrönn, sem á að fara að fermast nú um pásk- ana, og Fannari Geir á tólfta ári, verður fráfall hans gífurlegur missir, og það er höggvið stórt skarð í fjölskylduna í Steinahlíð 5 i og ég vona að Guð gefi þeim kraft til að sigrast á mótlætinu og vinna bug á sorginni. Manni finnst á svona stundum að ekkert réttlæti sé til í þessum heimi eða hjá almættinu, en það er erfitt að skilja gang lífsins hérna megin móðunnar miklu, en ef til er framhald hinum megin er víst að Ásgeir starfar við hlið hinna bestu. Elsku Halla, Silley og Fannar, við samhryggjumst ykkur af heil- um hug. Og fyrir þeirra hönd var ég beðinn að flytja öllu því fólki sem hefur verið þeim innan handar síðustu daga alúðarþakkir. Sér- stakar þakkir til starfsfólks gjör- gæsludeildar F.S.A. og til lækn- anna Jóns Þórs, Girish, Friðriks og Péturs Péturssonar, sem gerðu allt sem mögulegt var að gera og til þeirra séra Birgis og Gunnlaugs Garðarssonar sem studdu þau ómetanlega í sorg þeirra. Megi Guð blessa ykkur öll fyrir gæsku ykkar. F.h. fjölskyldunnar Eikarlundi 1, Kristján Gunnarsson. Öðlingurinn hann Ásgeir er allur. Hvílík sóun á því besta sem vor jörð hefur uppá að bjóða, kornungur maður í blóma lífsins, hraustmenni sem aldrei gaf eftir, maður sem bar með sér heilbrigði hollra lífshátta. Þegar okkur barst sú fregn, laugardaginn 7. mars, að Ásgeir hefði veikst hast- arlega og verið fluttur á sjúkra- hús grunaði okkur síst hvílík alvara væri á ferðum, sólarhring síðar var hann allur. En það er nú svo að enginn má sköpum renna og þó okkur finn- ist það sárt og óskiljanlegt þegar klippt er á svo trausta strengi eins og nú er gert þá er ekki um annað að ræða en lúta höfði og treysta á skapara lífsins, að hann hafi þau rök sem réttlæta það að taka hann Ásgeir til sín. Kynni mín af Geira hófust fyrir fimmtán árum eða svo þegar þau Halla mágkona mín hófu sam- vistir. Hann var ekki maður sem tranaði sér fram eða lét mikið á sér bera en traustið og dugnaðinn bar hann svo augljóslega með sér að við hjónin töluðum strax um það okkar á milli að traustari lífs- förunaut gæti hún Halla vart fundið. Ekki höfðu þau lengi búið saman þegar þau af stórhug og bjartsýni festu kaup á stórri raðhússíbúð sem var í byggingu og þau fengu afhenta fokhelda. Þá tók við þáttur Ásgeirs, sem var ótrúlegur. Hann múraði, smíðaði lagði pípur og rafmagn með algjörri lágmarksaðstoð því þó hann væri allra manna greiðvikn- astur þá féll honum ekki vel að biðja aðra að hjálpa sér. Þarna komu þau sér upp yndislegu heimili sem alltaf var gott að koma á, því hlýleiki, og snyrti- mennska réðu þar ríkjum. Nú hin seinni árin eftir að við hjónin fluttum með börn og bú austur í Neskaupstað og fórum að koma sem gestir til Akureyrar stóð ævinlega allt opið í Steinahlíðinni hjá Höllu og Geira, þar var allt jafn sjálfsagt. Ekki metum við síður þann vinskap og ættrækni sem fólst í öllum heimsóknum þeirra austur til okkar t.d. þegar sonur okkar var fermdur og fáir ættingjar nálægir. Þá lögðu þau á sig langa ferð í snjó og fannfergi til að gleðja okkur. Eins vil ég nefna sérstaka ræktarsemi hans við tengdaföður sinn, Árna Kristjánsson sem alltaf átti traustan vin þar sem Ásgeir var. Ekki voru þau alveg laus við mótlæti því frá blautu barnsbeini hafði Halla barist við fötlun og þurfti oft að leggjast inn á sjúkra- hús, þá gætti Geiri bús og barna og fórst vel úr hendi. Þeim Ásgeiri og Höllu varð tveggja bama auðið, Silley Hrönn, fædd 1. maí 1978, hún á að fermast núna á pálmasunnudag, og Fann- ar Geir, fæddur 16. desember 1980. Þau sakna nú sárt góðs föð- ur sem gaf þeim svo mikið og var þeim svo góður félagi. Elsku Höllu, Silleyju og Fann- ari, foreldrum Ásgeirs, systkin- um og fjölskyldum þeirra, Árna tengdaföður, börnum hans og fjölskyldum þeirra sendum við hjónin okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum góðan guð að varðveita þau og blessa. Á þessum vegamótum skilja leiðir um stund en endurfundir verða um síðir. Far þú í friði kæri vinur. Bogga og Steini. Að kvöldi þess 8. mars var hringt og okkur tjáð að Geiri nágranni okkar og góður vinur væri dáinn. Þann sama morgun kom Halla konan hans til okkar og sagði að hann væri alvarlega veikur. Þessi fregn kom þó eins og reiðarslag yfir okkur því um miðjan dag daginn áður höfðum við mætt honum og þá veifaði hann til okkar glaðlegur á svip eins og hans var vandi. Ekki hvarflaði að okkur að þetta væri í síðasta sinn sem við heilsuðumst. Sama kvöld kenndi hann verkja í brjósti og var fluttur upp á sjúkrahús. Sólahring seinna var hann allur. Sú spurning hlýtur að koma upp í hugann hvers vegna ungur maður í blóma lífsins er hrifinn burt svo skyndilega. Fjölskylda okkar og fjölskylda Geira þekktust ekkert fyrr en við fluttum í næstu íbúð við þeirra. Með okkur tókst strax góður kunningsskapur og vorum við tíðir gestir hvert hjá öðru. Alltaf var Geiri boðinn og búinn til að hjálpa og rétta manni hönd ef þörf var á, og alltaf með sama létta og góða viðmótinu. Þau voru æði mörg handtökin sem Geiri átti hér í sameigninni og allt var gert með sama ljúf- lyndinu og vandvirkninni. Foreldrar Geira voru hjónin Þrúður Gunnarsdóttir og Jónas Aðalsteinsson. Geiri var fæddur á Akureyri og var þriðji í aldursröð átta syst- kina. Ungur kynntist Geiri bú- störfum sem hann hafði mikið dálæti á og var með nokkrar kindur, „á búgarðinum" eins og hann kallaði það, sem hann sinnti af kostgæfni. Stjórn Kjördæmisfélags Þjóð- arflokksins á Norðurlandi eystra hefur samþykkt og sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Stjórn Kjördæmisfélags Þjóð- arflokksins á Norðurlandi eystra fordæmir: Þá mannfyrirlitningu sem lýsir sér víða í samskiptum stjórn- valda við almenning í landinu. Nægir þar að nefna aðförina að velferðarkerfinu og þann hroka sem ríkisstarfsmönnum er sýndur í tengslum við væntanlegan kjarasamning. Að Alþingi skuli svíkjast um þá skyldu sína að samþykkja fjár- Iög ríkisins í heild, í stað þess að selja hluta þeirra í hendur ráð- herrum. Ráðherrar hafa haldið í eigin höndum fjörutíu hundraðs- hlutum þess fjármagns sem spar- aðist við niðurskurð til hinna ýmsu ríkisstofnana og fyrirtækja og útdeila því að eigin geðþótta. Það er ámælisvert að ráðuneyti skuli fá endurgreitt allt það fjár- Hann var mikill heimilisfaðir og lagði gjörva hönd á allt sem hann fékkst við hvort sem það voru heimilisstörf, bústörf eða annað. Elsku Halla, Silley og Fannar, við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Kærar minningar um góðan dreng munu lifa með okkur, vera okkur hugg- un og lýsa okkur fram á veginn. Nú er Geiri vinur okkar hefur kvatt viljum við þakka honum fyrir allt sem hann var okkur. Blessuð sé minning góðs drengs. Ég hljóður eftir hlusta, ég heyri klukknahljóm. Hve guðleg guðsþjónusta er Guðs í helgidóm! Ég heyri unaðs-óma og engla skæra raust; um Drottins dýrðarljóma, um Drottins verk þeir róma um eilífð endalaust. V. Briem Oskar Árnason, Ásdís S. Jónasdóttir. Þegar starfsfólk Sláturhúss K.E.A. mætti til vinnu mánu- dagsmorgun 9. mars, barst okk- ur sú sorgarfregn að einn vinnu- félagi okkar hefði látist kvöldið áður. Ásgeir Jónasson var fæddur 11. júní 1955 og var því aðeins þrjátíu og sex ára er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Þrúð- ur Gunnarsdóttir og Jónas Aðal- magn sem þar átti að sparast, en það er hættulegt að misvitrir ráð- herrar skuli sjálfir geta ráðstafað svo miklu af fjármunum ríkisins. Stjórn Kjördæmisfélags Þjóð- arflokksins á Norðurlandi eystra bendir á að þjóðin stendur varn- í tilefni af áttræðisafmæli Einars B. Pálssonar prófessors 29. febrúar sl., hafa Málræktarsjóði borist stofnframlög honum til heiðurs frá nokkrum vinum hans. Einar hefir um margra ára skeið verið formaður Orðanefndar byggingarverkfræðinga og einn af ötulustu málræktarmönnum þjóðarinnar. Vegna fyrirspurna vill stjórn Málræktarsjóðs taka fram að sjóðurinn heldur áfram að taka steinsson og var hann þriðji í röð átta systkina. Ásgeir hóf störf við Sláturhús- ið haustið 1976 og má því segja að starfsvettvangur hans hafi að mestu verið þar, enda maður sem allir vildu hafa vegna heiðarleika, dugnaðar og þeirrar hlýju sem frá honum stafaði. Utan vinnu voru hans gleði- gjafar eiginkona hans Halla Árna- dóttir og börnin þeirra Silley Hrönn fædd 1. maí 1978 og Fann- ar Geir fæddur 6. desember 1980 og nutu þau í ríkum mæli um- hyggju hans og ástúðar. Halla mín, við á Sláturhúsinu biðjum Guð að veita þér, börn- unum og fjölskyldunni allri styrk, við vitum að seinna meir verða það ljúfar minningar liðins tíma sem eiga eftir að ylja ykkur um ókomin ár. Megi gæfa og gengi fylgja ykkur. Björg Finnbogadóttir. Kveðja frá systrum Hver hefur orð sem hæfir svo hljóðri kveðjustund og harma systra svæfir er svellur hjartans und, því minningar í muna frá mætum stundum ber. Peim einum verður una sem eftir stöndum hér. Pó horfinn sértu sýnum við sjáum hver þú varst því ávallt öllum þínum þú yl og gleði barst. Sú huggun harm má lina og hryggðarélin svört, í vitund þinna vina þín varir minning björt. Er öll við saman sátum og sorgin okkur fjær en létum æsku-látum, var lífið hugsjón kær. Nú dauðans höndin hefur þig hópnum skilið frá. Sá guð sem lífið gefur mun grátna þerra brá. Með sárri sorg í hjarta við systur kveðjum þig er vonarbirtan bjarta þig ber á æðra stig. Pig leiði Ijóssins kraftur til lífs er byrjar nú. Að öll við sjáumst aftur er okkar von og trú. arlaus gagnvart valdníðslu mið- stýringarvaldsins og að við það varnarleysi munum við búa þar til valddreifing hefur verið tryggð í stjórnarskrá lýðveldisins. Jafn- framt er nauðsynlegt að setja lög um ábyrgð í starfi.“ við framlögum til heiðurs Einari B. Pálssyni. Auk þess getur hver sem þess óskar lagt sjóðnum til fémuni hvort sem er til að heiðra menn sérstaklega eða af öðru tilefni. Enn fremur skal vakin athygli á minningarspjöldum Málræktarsjóðs. Skrifstofa Málræktarsjóðs er í íslenskri málstöð, Aragötu 9,101 Reykjavík. Sími 91-28530. Fram- kvæmdastjóri er Kári E. Kaaber. F.G. Stjórn Kjördæmisfélags Þjóðarflokksins á Norðurlandi eystra: „Þjóðin stendur vamarlaus gagn- vart valdníðslu ndðstýrmgarvaldsms“ Frá stjóm Málræktarsjóðs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.