Dagur - 19.03.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 19.03.1992, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 19. mars 1992 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson B-keppnin hefst í Austurríki í dag: Alfreð Gíslason spáir í spilin og kryfur leiki íslenska liðsins - spáir erfiðum leik en þó sigri gegn Hollendingum Þorbergur tók áhættu Alfreð Gíslason, þjálfari KA- liðsins í handknattleik, mun verða blaðamönnum Dags inn- an handar meðan B-keppnin í Austurríki stendur yfir, kryfja leiki íslenska liðsins og spá í spilin. Islendingar leika sinn fyrsta leik í keppninni í dag kl. 17 þegar liðið mætir Hollend- ingum. Alfreð spáir erfiöum leik en telur þó að Islendingar fari með sigur af hólmi. Alfreð segir möguleika íslands á að komast í A-keppnina velta mikið á því hvernig liðið smelli saman í fyrstu leikjunum og þá kannski sérstaklega í leiknum gegn Norðmönnum. „Ég á von á að það verði allt í járnum í fyrsta leiknum gegn Hollendingum þótt við eigum að vera með sterkara lið. Fyrstu leikirnir í svona mót- um eru alltaf mjög erfiðir, mikið stress í mannskapnum, og ég spái því að munurinn verði mjög lítill þar til í lokin en þá sígi íslending- ar framúr og vinni með svona 3-4 mörkum, segjum 23:19. Við ætt- um að vinna Belga nokkuð örugglega en Norðmenn gætu orðið erfiðir. Hins vegar bind ég vonir við að Norðmenn verði eins og þeir eiga að sér í svona stór- mótum. Þeir eru yfirleitt heims- meistarar í æfingaleikjum en geta svo ekkert þegar á hólminn er komið. Þeir eru reyndar með leikreynt lið núna en ég vona bara að þeir sýni sitt „rétta“ and- lit eins og undanfarin ár.“ Sóknarleikurinn veikasti hlekkurinn Alfreð segist telja að íslendingar eigi að vera með eitt af fjórum bestu liðunum en undirbúningur- inn hafi ekki gengið allt of vel, aðstaðan ekki verið nægilega góð Góð heimsókn í Bláíjöll 9-12 ára skíðakrakkar frá Akureyri gerðu það gott í árlegri heimsókn sinni í Blá- fjöll um síðustu helgi. Þar tóku þeir þátt í íslandsbankamóti í stórsvigi ásamt jafnöldrum sín- um í Ármanni og unnu 34 verðlaun af 47 mögulegum. Þetta er í þriðja sinn sem Akureyringar fara í þessa heim- sókn til Ármenninga og ríkti mikil ánægja í hópnum með við- tökurnar. Eftirtaldir krakkar urðu í efstu þremur sætunum í hverjum flokki: 9 ára drengir 1. Eiríkur Ingi Helgason, Ak. 43,98 2. Egill Jóhannsson, Ak. 45,27 3. Jóhannes Soega, Árm. 51,13 9 ára stúlkur 1. Helga Björk Árnadóttir, Árm. 42,48 2. Ragnheiður T. Tómasd., Ak. 43,21 3. Erika S. Pétursdóttir, Árm. 46,70 10 ára drengir 1. Kristinn Magnússon, Ak. 38,25 2. Orri Pétursson, Árm. 43,40 3. Björn Birgisson, Árm. 43,58 10 ára stúlkur 1. Ása Katrín Gunnlaugsd., Ak. 40,12 2. Brynja Kristjánsdóttir, Ak. 40,17 3. Brynja Björk Guðmundsd., Ak. 41,08 11 ára drengir 1. Jóhann Pórhallsson, Ak. 33,67 2. Hjörtur Jónsson, Ak. 37,36 3. Ólafur R. Sigurðsson, Ak. 39,55 11 ára stúlkur 1. Rannveig Jóhannsdóttir, Ak. 37,46 2. Rósa María Sigbjörnsdóttir, Ak. 38.08 3. Dagný Linda Kristjánsd., Ak. 38,34 12 ára drengir 1. Óðinn Árnason, Ak. 33,77 2. Rúnar Friðriksson, Ak. 35,15 3. Andri Þór Magnússon, Ak. 38,01 12 ára stúlkur 1. Dögg Guðmundsdóttir, Árm. 35,87 2. Guðrún V. Halldórsdóttir, Árm. 38,13 3. María Benediktsdóttir, Ak. 38,22 Alfreð Gíslason. og ekki gengið nægilega vel að fá góða æfingaleiki. Hann spáir því að sóknarleikurinn verði veikasti hlekkur íslenska liðsins í keppn- inni. „Hann er of óstöðugur og ég er mjög hræddur um að hann geti farið út í hálfgerða vitleysu ef illa gengur. Markvarslan hefur verið áhyggjuefni og var t.d. ekki nógu góð í Tékkóslóvakíu en ég er ekkert sérstaklega hræddur við hana núna. Bergsveinn er t.d. búinn að verja mjög vel í vetur, reyndar með sterka vörn fyrir framan sig en hann verður líka með góða vörn þarna og ég á von á að hann standi fyrir sínu.“ Aðspurður um valið á hópnum segir Alfreð það sína skoðun að Þorbergur hafi tekið mjög mikla áhættu með því að velja aðeins einn hornamann í vinstra hornið. „Ég er alls ekki að skíta Konráð neitt út en mér hefði frekar fund- ist koma til greina að hafa aðeins einn hornamann ef Jakob hefði verið heill. Konráð er mjög góð- ur hornamaður en hefur að mínu mati varla nægilega reynslu til að standa undir þessu. Ég hefði val- ið annan hornamann með honum og ef maður miðar út frá deilda- keppninni hérna heima í vetur er ekkert vafamál að það hefði orð- ið Sigurpáll." - Hvernig heldurðu að byrjun- arliðið líti út í fyrsta leik? „Ég hef trú á að Héðinn og Bjarki byrji fyrir utan, Valdimar og Konráð í hornunum og Gunn- ar Andrésson á miðjunni. Ég hef trú á að hann noti ekki Kristján í þessum leik og láti Bjarka byrja inná í staðinn fyrir Sigga. Hins vegar er Þorbergur örugglega strekktur fyrir þennan leik og það kæmi mér ekki á óvart þótt hann hefði alla örvhentu menn- ina í hópnum. Bergsveinn byrjar í markinu, Geir og Birgir sjá um línuna, Siggi Bjarna verður vara- maður vinstra megin og á miðj- unni en Einar Gunnar hvílir," sagði Alfreð Gíslason. Körfuknattleikur, 2. deild: Laugaskóli áfram með fiillt hús stiga Síðasta umferö í Norðurlands- riðli B í 2. deild Islandsmótsins í körfuknattleik fór fram á Laugum um síðustu helgi. Iþróttafélag Laugaskóla hélt uppteknum hætti og sigraði með yfirburðum í riðlinum. Aðeins þrjú lið áttu sæti í riðl- inurn, ÍFL, Iþróttafélag Mennta- skólans á Akureyri og Æskan úr Skagafirði. ÍFL var með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar og vann báða leikina um helgina, Æskuna 71:56 og ÍMA 67:54. Æskan vann síðan ÍMA 54:44. Eins og fram kom í blaðinu í gær var lialdið Akureyrarmót í júdó í KA-hósinu um síðustu helgi. Ljósmyndari Dags, Golli, var á staðnum og tók þessar myndir. ÍFL varð í efsta sæti með 12 stig, Æskan í öðru með 6 stig og ÍMA rak lestina með ekkert stig. Það verða því UFA og ÍFL sem verða fulltrúar Norðurlands í úrslitakeppni deildarinnar sem fram fer í Reykjavík helgina 4. og 5. apríl. Þorsteinn Jónsson. Steini seigur í ftjálsum Knattspyrnumaðurinn Þor- steinn Jónsson frá Grenivík, sem lék með Þór þar til í haust að hann skipti í FH, er farinn að láta að sér kveða í frjálsum íþróttum. Hann sigraði óvænt í 800 m hlaupi á meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi. Þorsteinn hefur reyndar keppt lítillega í frjálsum íþróttum áður en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hann keppir á meistaramóti. Sigur- inn kom á óvart því Björn Traustason úr FH var talinn sigurstranglegastur. Keppt var í tveimur riðlum og vann Björn sinn auðveldlega. Í hin- urn riðlinum lentu hins vegar Þorsteinn og Jón Þ. Þorvalds- son, UMSB, í mikilli keppni þar sem Þorsteinn hafði betur á endasprettinum og kom í mark á besta tímanum. Björn varð hins vegar að gera sér 3. sætið að góðu. Knattspyrna: Greifamóti frestað Greifamóti 5. flokks í knatt- spyrnu, sem fram átti að fara í Iþróttahöllinni á Akureyri á laugardag, hefur verið frestað. Ekki hefur verið ákveðið hvenær mótið fer fram en það verður auglýst þegar þar að kemur. Hverjir verða íslandsmeistarar 2. deildar? Þór-ÍR föstudaginn 20. mars kl. 20.30 í íþróttahöllinni Fjölmennum og styðjum okkar menn Dregið í happdrætti í leikhlé. Miði gildir sem aðgöngumiði. Happdrættismiðar seldir í Hamri, Topp-sport, Sporthúsinu og í íþróttahöllinni. Fjölmennum í Flamar fyrir og eftir leik. BLIKKRAS HF.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.