Dagur


Dagur - 02.04.1992, Qupperneq 16

Dagur - 02.04.1992, Qupperneq 16
Hádegistilboð alla daga Súpa og salatbar ásamt okkar nýbökuöu brauðum fylgja öllum aðalréttum og pizzum Fri heii^sendingarþjónusta allan daginn Alvöru veitingalxús Margir biðu við Hrísalund í gærmorgun þegar Guðjón Ármannsson opnaði vcrslunina enda ókeypis bækur í boði samkvæmt frétt Dags og Svæðisútvarps. Fréttin, eins og svo margar aðrar í fjölmiðlum í gær, reyndist vera gabb. r' 1 1 r •'jj_• X Mynd: Golli Gabbfrettir Dags 1 gær: Margir bókaormar létu gabbast - saumaklúbbar áhugasamir um strákaskoðunarferðir til Húsavíkur Þeir voru margir sem létu blekkjast um stund af 1. aprfl- gabbfréttum Dags í gær. Við Hrísalund á Akureyri var bið- röð sólginna bókaunnenda við opnun í gærmorgun enda ekki á hverjum degi sem boðið er upp á bækur gefins. Þá rigndi fyrirspurnum frá saumaklúbb- um yfir Ferðaskrifstofu Húsa- víkur sem sagt var að ætli að hefja sölu á sérstökum stráka- skoðunarferðum. Þriðja frétt- in fjallaði um skyndilega stór- hækkun á gjaldskrá tann- lækna. „Þetta gekk vel og margir komu eða hringdu í morgun. Fólk byrjaði að hringja strax upp úr kl. 8 en þegar líða tók á daginn þá dró úr þessu. Það hlupu því margir apríl en flestir tóku þessu mjög vel,“ sagði Guðjón Armannsson, verslunarstjóri í Hrísalundi, um viðbrögðin við fréttinni um að bækur fengjust Rokkópera Freyvangsleikhússins fær góðar viðtökur: Pantanir víða af landinu - sýnt verður fram í maí „Við höfum fengið pantanir víða að af landinu, t.d. frá ísa- firði, Blönduósi, Hofsósi, Hvammstanga og úr Reykja- vík. Hingað til hefur aðsóknin að verkinu verið mjög góð og nú þegar höfum við bókað á sýningar fram í byrjun maí þannig að við erum ánægð,“ sagði Katrín Ragnarsdóttir, formaður Freyvangsleikhúss- ins um aðsóknina að rokkóper- unni Messías mannssonur sem leikhúsið sýnir um þessar mundir. Eins og fram hefur komið er þessi uppfærsla viðamesta verk- efni leikfélagsins til þessa og hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 3 milljónir króna. Miðað við góð viðbrögð í upphafi sagðist Katrín vonast til að náist upp í kostnað við uppfærsluna. Hún sagði að mikið væri um pantanir frá starfsmannafélögum fyrirtækja og öðrum hópum. Aðspurð sagði hún að allir aldurs- hópar virtust sækja verkið þótt um rokkóperu væri að ræða og ekki væri síður að sjá að eldra fólkið kynni að meta hana. „Það er mjög skemmtilegt að aðsóknin einskorðast ekki við yngra fólkið. En yngsta fólkið skemmtir sér líka vel og við fréttum að eftir heimsókn Lundarskóla á Akur- eyri um daginn hafi krakkarnir farið heim að leita í gömlum plöt- um foreldra sinna og haft nokkuð upp úr krafsinu. Þetta höfðar líka til þeirra,“ sagði Katrín. JÓH gefins á stóra bókamarkaðinum í gær. Páll Þór Jónsson, ferðamála- frömuður á Húsavík, sagði að viðbrögð hafi komið við fréttinni um strákaskoðunarferðirnar. „Hér hafa borist fyrirspurnir, meðal annars verið beðið um að tilgreina nákvæmlegá hvað væri í boði, þ.e. aldur, þyngd, greind- arvísitölu og fleira. Við höfum ekki getað svarað þessu nákvæm- lega vegna þess að við hefðum þurft að óska eftir greindarvísi- tölu saumaklúbbanna ef við ætt- um að sérvelja hópa og stilla saman. En þetta lítur vel út þó við séum hrædd við að beðið verði mest um gáfulegt útlit og lága greindarvísitölu. Það er hóp- ur sem við eigum lítið til af og verðum því að flytja inn frá öðr- um landshlutum,“ sagði Páll Pór í gær. Bessi Skírnisson, tannlæknir á Akureyri, sagði viðtökur við- skiptavina við fréttinni um 25% gjaldskrárhækkun góðar. Við- skiptavinir hafi tekið gríninu vel og því ekki komið til mikilla út- skýringa í gær. JÓH Þorlákur Sigurðsson: Grímseyingar vilja aukið bryggjupláss Þorlákur Sigurösson, oddviti hreppnefndar Grímseyjar- hrepps, segir að ekki séu neinar ákveðnar framkvæmd- ir á döfinni í sumar á vegum sveitarfélagsins. „Við erum að reyna að knýja á um aukið bryggjupláss hérna í höfninni. Við erum með um 40 metra bryggjupláss og flot- bryggju að auki, en eigum að fá í það heila 120 metra langa bryggju meðfram landi. Þaðeru veruleg óþægindi af því að hafa ekki meira bryggjupláss, sér- staklega þegar eru allt að 30 aðkomubátar hér yfir sumarið,“ sagði Þorlákur. Hann sagði aflabrögð Gríms- eyjarbáta að undanförnu hafa verið fremur léleg. Netabátarn- ir hafi veriö að fá 1200 til 1300 kg eftir nóttina. Einnig væru aflabrögð línubáta ekki til að hrópa húrra fyrir. óþh Hrísey: Aukiiin áhugi fyrir sumarbústöðum Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Hrísey, segir að töluverð ásókn sé í byggingu eða kaup á húsnæði til sumardvalar í eynni. Jónas sagði þegar ákveðið að byggja í það minnsta einn bú- stað í sumar f eynni og sótt hafi verið um leyfi til að byggja fleiri. Þá sagði hann hugsanlegt að brottfluttur Hríseyingur, nú búsettur á Akureyri, myndi flytja sumarbústað út í eyna. Sem dæmi um áhuga fólks á sumarleyfishúsnæði í Hrfsey nefndi Jónas að á dögunum hafi forsvarsmaður starfs- mannafélags spurst fyrir um möguleika á kaupum á húsnæði í eynni. óþh Heilsugæslustöðin á Skagaströnd: Ráðist í endurbætur „Við erum búin að fá 3,3 milljóna króna fjárfrainlag frá heilbrigðisráðuneytinu til að ráðast í miklar endurbætur á húsinu bæði utandyra og innan,“ segir Bolli Ólafsson, framkvæmdastjóri heilsu- gæslu á Blönduósi og Skaga- strönd. Húsið sem þarna er um að ræða hýsir heilsugæslustöðina á Skagaströnd, auk þess sem í því er apótek og tannlæknastofa. Ætlunin er að gera töluverðar endurbætur á húsinu í sumar og að sögn Bolla munu fram- kvæmdirnar hefjast fyrir næstu mánaðamót. Ríkið hefur veitt 3,3 milljónum króna til verksins og viðkomandi sveitarfélög leggja fram á móti því um 700 þús. krónur. Samtals verður því varið 4 milljónum króna til endurbótanna á þessu ári. „Þessi fjárhæð er ásættanleg og nægir til að bjarga húsinu að utan og einnig til einhverra endurbóta innandyra. Þrátt fyrir að húsið sjálft sé ekki svo ýkja gamalt er löngu kominn tími á viðhald á því og fram- kvæmdirnar f ár ættu að veita því verulega andlitslyftingu," segir Bolli. SBG Gengið frá sölu á Sogni í Ölfusi: Söluverðmætinu varið til byggingar Kjarnalundar - gefur vonir um að unnt verði að standa við fyrri áætlanir og hefla starfsemi heilsuhælis þar á næsta ári Samningar um sölu á eign Náttúrulækningafélags íslands að Sogni í Ölfusi til ríkisins eru nú á lokastigi. Eftir er að undirrita samninginn en búið er að ganga frá öllum megin- atriðum hans. Kaupverð eign- arinnar verður rúmar 30 millj- ónir króna, sem greiðast á um einu og hálfu ári. Akveðið hef- ur verið að stærstum hluta andvirðis Sogns verði varið til uppbyggingar heilsuhælis Náttúrulækningafélagsins í Kjarnaskógi við Akureyri og standa nú vonir til að unnt verði að taka það í notkun á næsta ári. Vilhjálmur Ingi Árnason, for- maður Náttúrulækningafélags íslands, sagði að nú væri aðeins eftir að ganga frá smávægilegum atriðum varðandi kaupsamning- inn en meginatriði hans eins og verð og greiðsluskilmálar væru ákveðin. Andvirði eignarinnar ætti að greiðast að fullu á um einu og hálfu ári og væri það mjög gott fyrir okkur hér fyrir norðan þar sem gert væri ráð fyr- ir að þessum fjármunum verði að mestu varið til áframhaldandi byggingar heilsuhælisins í Kjarnaskógi. Nú lægi fyrir að endurskoða þá rekstraráætlun sem búið hefði verið að vinna varðandi starfsemina í Kjarna- skógi en orðið hefði ómerk þegar farið var af stað með niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og ljóst varð að ekki fengist það fjármagn sem gert hafði verið ráð fyrir. Vilhjálmur Ingi sagði að með þessar 25 til 30 milljónir, sem sal- an á Sogni skili Náttúrulækn- ingafélaginu auk sambærilegrar upphæðar er Akureyrarbær hefði gefið vilyrði fyrir sköpuðust möguleikar til þess að ljúka við bygginguna í Kjarnaskógi miðað við þá áætlun sem fyrir var. Ef það tækist væri svo stutt í að starf- semin gæti hafist að ótrúlegt væri að ekki fengist fjármagn til þess að koma henni af stað. Aðal- atriðið sé nú að gera verði þarfa- lýsingu til þess að komast að því hvar þarfirnar séu mestar og á hvern hátt heilsuhælið verði best rekið og nýtt með tilliti til annarr- ar heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á svæðinu. Þótt hugmyndir hafi verið um þjónustu við útlendinga sé ekkert vitað um hvaða möguleikar séu fyrir hendi í því efni heldur sé þar um lengri tíma markmið að ræða. ÞI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.