Dagur - 07.04.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. apríl 1992 - DAGUR - 5
Nemendur skólannu fjölmenntu á keppnisstað og tóku virkan þátt í keppninni. Myndir: Golli
Gettu betur:
MA-sveinar vörðu titilinn
Aðalfundur
Útgerðarfélags Akureyringa hf.,
fyrir árið 1991 verður haldinn miðvikudaginn 8. apríl
kl. 16.00 í matsal frystihúss félagsins.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Lagabreytingar.
Stjórnin.
Dalvík -
Fiskverkunarhús
Til sölu fiskverkunarhús á Dalvík.
Húsið er samtals ca. 650 m2, vel staðsett við Sand-
skeið og er til afhendingar fljótlega.
Fasteignasalan ==
Brekkugötu 4 • Sími 21744
Gunnar Solnes hrl.. Jon Kr Solnes hrl. og Arm Palsson hdl
Sölust. Sævar Jonatansson
/S
Úrslit spurningakeppninnar Gettu
betur fór fram í mikilli stemmn-
ingu í íþróttahöllinni á Akureyri
síðastliðið föstudagskvöld. Verð-
launin lentu á sama stað og í
fyrra, hjá MA-piltum, og verður
MA komið með sigurlaunin,
hljóðnemann, í hendur á nýjan
leik.
ekki annað sagt en að þeir séu vel
að þeim komnir. Sigur þeirr.a var
nokkuð öruggur þótt VMA-sveit-
in hafi veitt þeim keppni fram í
næstsíðustu spurningu. Það geng-
ur bara betur næst. Þá verða
væntanlega aðrir keppendur fyrir
MA því tveir úr sigursveitinni
útskrifast í vor. Golli var að sjálf-
sögðu viðstaddur keppnina og
festi meðfylgjandi stemmningar á
filmu.
Úrslitin ráðin. Félagarnir Pálmi, Finnur og Magnús fagna sigri annað árið í
röð.
Skólameistararnir Bernharð Har-
aldsson og Tryggvi Gíslason bregða
á leik.
Eitt af skemmtiatriðum kvöldsins var útgáfa nemenda skólanna af spurninginakeppninni og vakti hún mikla hrifn-
ingu viðstaddra.
Gúmmískór
Ný sending af
gúmmískóm komin
5% staðgreiðsluafsláttur
llj EYFJÖRÐ
f Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275
Bridge
Nýliðamót
Þriðjudaginn 7. apríl hefst þriggja kvölda keppni
fyrir alia sem hafa áhuga á keppnisbridge.
Spilaður verður tvímenningur í Hamri og hefst
spilamennska kl. 19.30 stundvíslega og henni
verður lokið um kl. 11.00.
Skráning fer fram á staönum (mætiö tímanlega
til skráningar).
Bridgefélag Akureyrar.
Auglýsing
um styrki og lán til þýðinga
á erlendum bókmenntum
Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr.
638/1982 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins
að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu
vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli.
Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingar-
launa.
Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera
þessi:
1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur.
2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000
eintök.
3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum
gæðakröfum.
4. Eölileg dreifing sé tryggð.
5. Útgáfudagur sé ákveðinn.
Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1992
nemur 6.800.000 krónum.
Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum
fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík, og skulu umsóknir
hafa borist ráðuneytinu fyrir 25. apríl nk.
Reykjavík, 3. apríl 1992,
Menntamálaráðuneytið.